Þetta var alls ekki sannfærandi í dag og var spilamennskan ekki ósvipuð og gegn Wolves í bikarnum. Liðið byrjaði leikinn skelfilega og var Watford liðið margfalt sprækara. United lifnaði þó aðeins við og þá sérstaklega þegar Marcus Rashford kom liðinu yfir eftir vel heppnað hraðaupphlaup. Eftir það kom besta tímabil United í leiknum og hefði liðið alveg mátt nýtt þá yfirburði en gerðu ekki. United var því með 1:0 forystu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar líklega sá versti undir Solskjær. United tókst samt að bæta við forystuna með skrautlegu marki eftir krafs í vítateig Watford. Doucoure tókst að laga stöðuna með laglegu marki eftir að hafa labbað í gegnum United vörnina sem hafði fram að því verið nokkuð góð. Mikilvæg 3 stig í hús og er liðið jafnt Tottenham að stigum amk í bili.
Nokkrir punktar
- United vantar hægri bakvörð og miðvörð, sárlega.
- United vantar hægri kantmann.
- Juan Mata virðist því miður vera búinn.
- Scott McTominay má alveg fá fleiri sénsa á kostnað Matic.
- Jesse Lingard er loksins að koma til baka og hefur hans verið sárt saknað.
- Það hefði verið óskandi að fá meira afgerandi frammistöðu frá Paul Pogba eftir þessar Real Madrid sögusagnir.
- United var skelfilegt í dag en vann samt.
Bekkur: Romero, Dalot, Rojo (Martial), Pereira (Herrera), Fred, Lingard (Mata), Lukaku.
Audunn says
60 mín liðnar og algjörlega magnað að United sé ennþá 1-0 yfir. Búnir að vera skelfilegir hingað til.
Líklega lélegasta frammistaða sem maður hefur séð í mörg ár.
Liðið er alveg hauslaust og leikmenn gjörsamlega úti að skíta.
Turninn Pallister says
Miðjan eins og hún leggur sig búin að vera hræðileg í dag. Pogba og Matic alveg úti á þekju og Herrera virkar ekki í formi (jafn ótrúlegt sem það hljómar). Þurfum nauðsynlega að fara að vakna áður en illa fer.
Bjarni Ellertsson says
5 – 18 í tilraunum. Þetta gengur ekki allt of margir slakir leikmenn. Get ekki beðið eftir næsta tímabili.
Ingvar says
Ljótt, erfitt, leiðinlegt og lélegt…en einhvernveginn unnum við samt og 3 stig í sarpinn.
Skiljanleg spilamennska hefði maður einhverntíma haldið eftir landsleikjahlé, en það var bara nánast enginn að spila landsleiki. Finnst að Ole ætti að fara aftur í 433 kerfið og hætta þessu Parísarkerfi, virkaði þar en hefur ekki virkað síðan..
gummi says
Við erum bara būnir að vera ömurlegur síðan við unnum PSG ég get ekki skilið hvernig Matic sé að spila svona mikið
Karl Garðars says
LeClerc tók pólinn ansi sannfærandi. Ég hef ekki horft á formúluna síðan Sjúmmi hætti en þessi spænski pöbb var líka með hana í gangi og það var nûll að frétta í þessum andskotans leik.
Shaw annars flottur og gott að sjá Marcus og Tony setja þessa gerð af mörkum. Fleira var það ekki heillin og tími til kominn að vakna ef menn ætla ekki að standa í ræpu upp á hnakka í maí.
Turninn Pallister says
Pogba er svakalega góður knattspyrnumaður, það verður ekki tekið af honum.
Það sést best á því að þegar Pogba hefur átt góðan leik í vetur, þá hefur United verið upp á sitt besta.
Mér finnst hann samt hafa leiðinlega áru (já og ömurlegan umboðsmann). Hann er eplið í tunnunni sem skemmist fyrst og eyðileggur svo út frá sér. Ef eitthvað er ekki í lagi hjá honum eða hann fer í fýlu út af einhverju, þá kemur það niður á því hvernig hann spilar. Með öðrum orðum leikmaður sem skortir fagmennsku (professionalism).
Kannski er bara best að United selji hann til Real og noti peningana fyrir hann til að kaupa nýtt lið. Cash out áður en mjólkin fer að súrna. Flott að fá 170 – 180 mills fyrir hann (160 ef þeir taka Alexis með) ;) .
Cantona no 7 says
Það væri gott að láta Pogba fara til Real M og fá pening og jafnvel menn líka.
Það er eins og hann gefi ekki nema ca. 70 % í leikjum og það gengur ekki í EPL.
Það þarf að láta ca. 4-6 menn fara í sumar og fá sterka leikmenn í staðinn.
G G M U