Manchester United datt í kvöld úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir átakanlegt tap á Nývangi í Katalóníu. Lokatölur leiksins 3:0 Barcelona í vil og því samtals 4-0 þar sem Börsungar unnu 0-1 útisigur á Old Trafford fyrir sex dögum síðan. Lionel Messi skoraði fyrstu tvö mörk leiksins með skömmu millibili í fyrri hálfleik og fyrrum Liverpool leikmaðurinn Philippe Coutinho skoraði með góðu skoti í síðari hálfleik án þess að leikmenn United gætu rönd við reist.
Byrjunarlið United í kvöld var eftirfarandi en Phil Jones í miðverði á meðan Victor Lindelöf var færður yfir í hægri bakvörðinn.
Leikurinn
Manchester United hóf leik líkt og gegn PSG í París en það var ekki liðin ein mínúta af leiknum þegar Marcus Rashford skaut í slá úr þröngu færi eftir góða sendingu Paul Pogba. Skömmu síðar fékk Scott McTominay frábæra sendingu inn í vítateig Barcelona en móttakan sveik hann og sóknin rann út í sandinn. Eftir það var leikurinn í ágætis jafnvægi eða allt þangað til Ashley Young gerðist sekur um skelfileg mistök. Hann reyndi þá að leika á leikmann Barcelona aftarlega á vellinum frekar en að senda hann upp völlinn. Messi vann knöttinn og óð inn völlinn án þess að Chris Smalling eða Phil Jones lokuðu á hann. Argentínumaðurinn lætur ekki bjóða sér það tvisvar og hamraði knöttinn með jörðinni í netið.
Aðeins fjórum mínútum síðar tapaði United boltanum aftur á vondum stað og aftur var það Messi sem endaði með því að skjóta á markið. Að þessu sinni var skotið laust með hægri fæti en á einhvern ótrúlegan hátt lak það í gegnum David De Gea í markinu og staðan orðin 2-0 Börsungum í vil og samtals 3-0. Leikurinn svo gott sem búinn.
Eftir þetta dó leikurinn eiginlega en það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem Messi fór illa með Phil Jones út á velli og sendi Jordi Alba í gegn vinstra megin. Alba átti frábæra fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Sergio Roberto, hægri bakvörður Barcelona, var mættur og náði skoti á markið en De Gea varði á einhvern ótrúlegan hátt. Staðan því enn 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Ole og félagar ákváðu að gera engar skiptingar í hálfleik og Barcelona hóf síðari hálfleikinn á því að halda knettinum í ca. fimm mínútur án þess að leikmenn United kæmu nálægt honum. Þegar tæpur klukkutími var liðinn sendi Messi frábæra sendingu yfir vörn United þar Alba kom aðsvífandi og lagði hann á lofti á Coutinho. Brassinn óð að marki og náði fínu skoti sem sveif fram hjá De Gea í markinu og staðan orðin 3-0 heimamönnum í vil. Reyndust það lokatölur leiksins en United ógnaði ekki í síðari hálfleik fyrr en varamaðurinn Diego Dalot átti góða fyrirgjöf á varamanninn Alexis Sanchez í uppbótartíma en Marc-Andre ter Stegen varði meistaralega í marki Barcelona. Skömmu síðar fékk Messi tækifæri til að fullkomna þrennu sína en De Gea sá við honum.
Lokatölur leiksins 3-0 og því samtals 4-0 Barcelona í vil.
Punktar eftir leik
Svo sem ekkert nýtt að frétta hér. Sóknarleikur Manchester United hefur verið skelfilegur undanfarnar vikur og David De Gea er að eiga sitt lakasta tímabil í treyju Manchester United. Þá er tístið hér að neðan ágætis áminning um þá drullu sem Ed Woodward og blessaðar Kanadrullurnar sem eiga félagið hafa boðið upp á undanfarin ár.
4 of that back 5 started against Basel in 2011 when we were knocked out in the group stage. 8 seasons ago. EIGHT.
— United Religion (@Unitedology) April 16, 2019
Theodór says
Ansi hræddur um að Phil Jones eigi ekki séns í hlaupagikkana hjá Barca ef rétt reynist, að hann spili í bakverðinum. Eina taktíkin sem virkar á móti þessu liði er að skora fleiri mörk en þeir, því þeir eru að fara að skora, punktur. Þess vegna vona ég að okkar menn liggji í sókn og spái því að Rashford setji tvö og Pogba eitt úr víti.
Jóhann says
Finnst rétt að minna á að síðast var fimm manna vörn á móti Barca. Spái því að Young og Lindgard verð vængbakverðir í þessum leik.
Theodór says
Nennir einhver að panta Barcelona treyju fyrir Young? Ég held hann sé í medium….
Turninn Pallister says
Djöfulsins drulla sem Young er. Andskotinn hafi það, Rojo hefði verið betri kostur í lb.
Audunn says
United ætti að rukka andstæðingana fyrir launum Young.
Þvílíkur sauður sem þessi leikmaður er. Hann kostar okkur mark nánast í hverjum einasta leik sem hann spilar.
Ingvar says
Captain Young = MOM
Turninn Pallister says
Guð minn góður de Gea…
gummi says
Það eru bara allir ömurlegur í þessu liði og Óli Gunnar er bara eyðilegja fyrir sér með því að velja young leik eftir leik hann er bara byrjaður að sína það að hann er ekki rétti maðurinn í þetta starf
gummi says
Maður verður bara horfa jákvætt á þetta Barcelona á meiri séns á að stoppa liverpool heldur en þetta ömurlega United lið
Karl Garðars says
Gummi hittir naglann á höfuðið. Held að liverpúl fólk sé jafn leitt yfir þessu og við.
Timbo says
De Gea…. Fuck off! Það sem er verst við þetta er að þetta Barca lið á lítið breik í Liverpool að mínu mati. Ég ætla ekki að dæma Ole og hvaða átt hann ætlar með liðið fyrr en eftir sumargluggann. Hins vegar stend ég enn fastur á því og mun ávalt gera það að Glazer pakkið valdi auðveldu leiðina með því að eltast ekki við Pochettino. Oh well… :(
Bjarni Ellertsson says
Fótbolti snýst sem betur fer um gæði en ekki heppni, þó hún taki stundum völdin. Uppskeran er það sem sáð var til í upphafi, sprettan var snörp en varði í nokkra mánuði. Liðið er ekki betra en þetta og sumir leikmenn verða ekki betri með árunum né nýjum stjóra. Eins og menn séu komnir í sumarfrí.
GGMU
gummi says
Hvað eru Jones Smalling og Young að gera en þá í þessu United liði þetta er án djóks verstu varnarmenn í boltanum í dag og þeim er boðin nýr samningur því líkur brandarinn sem þetta lið er orðið
MSD says
Young er svo mikið þrot að það er varla hægt að lýsa því. Að honum sé spilað leik eftir leik er algjörlega galið…og til að toppa þetta þá vorum við að framlengja við hann!! Jones og Smalling eru fullreyndir sem fyrsta choice varnarpar, hreinlega ekki nógu góðir ef við ætlum að spila á þessu leveli. Fred…ég veit ekki hvað hann er, 50m punda 26 ára ómótað lukkudýr sem veldur okkur bara ógæfu.
Það þarf að taka hópinn í gegn. Ef að menn vilja fara því þeir vilja meiri pening þá á bara að leyfa þeim það, sama hvað þeir heita. Menn geta ekki endalaust heimtað hærri laun án þess að standa undir þeim. Kaupum unga og efnilega menn í stað þeirra og gefum þeim þá bara traustið.
Ég vona bara að Solskjær hafi punginn í sumar til að standa uppi í hárinu á Ed Woodward hvað varðar kaup og stefnu liðsins. Solskjær á að ákveða leikstíl liðsins og fá að velja sér mennina inn í liðið sem passa í kerfið og leikstílinn sem hann vill spila. Ekki Woodward að velja sér markaðsnöfnin og láta svo stjórann reyna að búa til nothæfan mat úr því.
Cantona no 7 says
Það er ekki hægt að kenna Young um allt.
Liðið er einfaldlega ekki betra.
Það verður að búa til nýtt lið frá grunni.
Það verður að selja menn eins og Pogba og De Gea.
Það verður að búa til nýtt lið sem gerir sér grein fyrir að
þeir spila fyrir stærsta lið í heimi.
Ole verður að búa ti nýtt lið sem tekur tíma.
G G M U
GHE says
það er svo margt að i þessu liði,eg vil unga hæfileikarika og hungraða leikmenn til liðsins. Vornin ma nanast oll fara og eitthvað af miðju liðsins og lika menn ur sokn liðsins. Eg vill sja lið sem getur haldið boltanum likt og ajax gerir, liðið er alltof hægt og hikandi.það vantar alla sal i liðið og heildarbrag. Goðar stundir.
Bjarni Ellertsson says
Duttum úr keppninni með stæl og virðumst ekki ná að halda dampi að klára mótið með sæmd. Vissulega á eftir að spila leikina en ég tel að hvert tap sitji lengur í okkur andlega því sá þáttur er farinn. Andlega erum við búnir á því, gleðin er farin og leikmenn virðast ekki vinna vel saman inná vellinum nema í stutta stund. Það er enginn leiðtogi í þessu liði en margir halda að þeir séu það. Lið án leiðtoga er ekkert lið því allir vita hve það er mikilvægt hverju liði. Ef meistaradeildarsæti verður fjarlægur draumur í vor, þá er ég hræddur um að sá skaði trekki enga góða leikmenn til okkar. Hingað til hafa það verið miðlungar eða stór nöfn á niðurleið, ekki góð blanda, enda oft fótboltinn eftir því.
GGMU
Georg says
Shees hvað Pogba fór í taugarnar á mér. Gat ekki neitt og pirraðist eins og smákrakki á vellinum. ATH að við unnum PSG þegar Pogba var í leikbanni…..just sayin..
Miðjan var í ruglinu. Þeir voru of framarlega þegar Barca sótti og of aftarlegar þegar við sóttum. Það sást greinilega á mörkunum tveim sem skoruð voru utan teigs þar sem þeir fengu að taka nokkrar snertingar og leggja boltann í skeytin. Við vorum þvímiður teknir á öllum sviðum fótboltans í gær.
Danni says
Ég verð að taka undir með mönnum hér að ofan, það þarf að hreinsa út og byrja að byggja þetta lið upp á nýtt. Persónulega vil ég að við losum okkur við þá sem eru með mestu stjörnustælana og sér í lagi þá sem hafa ekki mikið verið að sýna að undanförnu. Það á að vera skýr stefna hjá klúbbnum að þú verður að koma með frammistöðu á vellinum til þess að þú getir heimtað ofur-laun.
Læt hér flakka lista með „top“ 10 launahæstu leikmönnum liðsins.
1. Alexis Sanchez – £350,000-a-week
2. Paul Pogba – £290,000-a-week
3. Anthony Martial – £ 250,000-a-week
4. Romelu Lukaku – £200,000-a-week
4. David De Gea – £200,000-a-week
6. Luke Shaw – £195,000-a-week
7. Juan Mata – £140,000-a-week
8. Fred – £120,000-a-week
8. Nemanja Matic – £120,000-a-week
10. Ashley Young – £110,000-a-week
(Heimild Skysport og totalsportek)
Athyglisvert að skoða launin hjá Dalot (50k), Rashford (45k) og McTominey (24k) í samanburði við Sanchez og Lukaku sem komast ekki í 11 manna byrjunarliðið.
Þá eru kaupin á Fred eru mér gjörsamlega óskiljanleg og launin eru það líka. Það eitt að hann sé Brassi (Brassar hafa alltaf átt erfitt á OT) hefði átt að hringja bjöllum. Það að segja að „svona sé nú bara fótboltinn í dag eða eitthvað álíka gáfulegt meikar engan sens“ enda gaf okkar stjóri (Mourinho) og stjórn Man Utd (Woodward) tónin með rugl samningum við Sanchez, Pogba og Lukaku. Að sjálfsögðu koma hinir svo á eftir og vilja meira (Shaw og Martial).
Mér þætti gaman að vita ykkar skoðun, hverjir af þessum top 10 þið viljið að liðið sé byggt í kringum á næstu árum.
Fyrir mér mættu allir fara nema þá Martial, Shaw og kannski De Gea.
Golli. says
Það væri gaman ef einhver hefði tök á að finna og birta hér til samanburðar 10 launahæðstu hjá Man City og Liverpool, svona rétt til að bera saman getu og laun.
Helgi P says
Við erum bara orðið svo lélegt lið að það mundi enginn koma ef við værum ekki að bjóða þeim þessi ofurlaun því miður
SG says
Mohamed Salah – £200,000-a-week
Roberto Firmino – £180,000-a-week
Virgil Van Dijk – £150,000-a-week
Alisson – £120,000-a-week
Jordan Henderson – £120,000-a-week
James Milner – £120,000-a-week
Naby Keita – £120,000-a-week
Daniel Sturridge – £120,000-a-week
Fabinho – £100,000-a-week
Dejan Lovren – £90,000-a-week
Georginio Wijnaldum – £90,000-a-week
Alex Oxlade-Chamberlain – £90,000-a-week
Sadio Mane – £90,000-a-week
Xherdan Shaqiri – £90,000-a-week
Andrew Robertson – £80,000-a-week
Joe Gomez – £75,000-a-week
Joel Matip – £70,000-a-week
gummi says
Pochettino átti alltaf að vera fyrsti kostur í þetta starf er ekki viss um að Óli Gunnar sé nógu stórt nafn til að trekja að stór nöfn
Óskar G Óskarsson says
Ég fekk annsi mikið drull yfir mig fyrr i vetur þegar mourinho var með liðið þegar eg sagði að liðið væri ekki betra en þetta, liðið er fullt af miðlungs leikmönnum ! Það kom þessi týpíski kraftur með nýjum stjóra, en orðið sama drullan aftur !
Það er rannsóknarefni að smalling, jones og young seu enþa að spila fyrir Man utd, hvernig hafa þeir enst öll þessi àr? Og hafa ekki getað neitt !
Maður er buinn að bíða siðan Sir Alex hætti að það yrði alvöru hreingerning þarna. Þegar mourinho kom, þa sagði maður „yes! Loksins kemur maður með pung, sem þorir að taka stórar àkvarðanir og hreinsa vel til“ en nei, við erum enþa með alla þessa skít lélegu varnarmenn.
Eg trúi þvi ekki fyrr en eg sé það að solskjaer geti tekið stórar àkvarðanir og hreinsað vel til i sumar.
Mer væri i raun sama þótt allir yrðu seldir nema mctominey, de gea, lingard og rashford og mögulega shaw.
Pogba heldur að hann se þvilikur kóngur afþvi að hann skorar ur tveim vítum gegn west ham, svo þegar hann mætir ekki miðlungs leikmönnnum, þa er hann með allt lóðrétt ! Hann er annsi stórt vandamàl i þessu liði.
Enda àttum við okkar stærsta sigur a tímabilinu með hann uppí stúku, móti Psg úti
Karl Garðars says
Touché! @Óskar
Robbi Mich says
https://www.telegraph.co.uk/football/2019/04/17/manchester-united-earmark-edwin-van-der-sar-architect-clubs/amp/
Frábær grein.