Eftir rosalega svekkjandi úrslit og frammistöður undanfarið er komið að enn einum leiknum sem verður að sigrast. Chelsea liðið er eitt af þessum liðum sem eru að berjast um þessi 3-4 sæti við Tottenham, Arsenal og United. Í raun er þetta Chelsea lið það eina sem virðist eiga raunhæfa möguleika á að ná Tottenham. Gengi United hefur verið skelfilegt frá seinni leiknum gegn PSG og eru hveitabrauðsdagarnir hvergi í sjónmáli. Lykilmenn liðsins hafa verið að bregðast í síðustu leikjum og þegar menn eins og David de Gea eru farnir að gera regluleg mistök er fokið í flest skjól.
Solskjaer hefur talað um að De Gea verði ekki bekkjaður og hef einhver leikmaður á inni traustið þá er það hann. Ander Herrera gæti verið með á morgun en hann hefur verið meiddur svo eru líka fullyrt um að hann sé búinn að semja við PSG en honum er það frjálst þar sem hann verður samningslaus í sumar. Scott McTominay er tæpur vegna meiðsla en vonandi verður hann klár í slaginn þar sem hann hefur verið eini leikmaðurinn sem hefur sýnt einhvern baráttuanda í síðustu leikjum.
Liðið sem ég vil sjá á morgun er svona:
Óskar G Óskarsson says
Herrera verður að starta ! Einu leikirnir sem pogba hefur getað eitthvað í, það er þegar herrera er með honum a miðjunni.
Þa getur pogba leyft ser að fara framar
Karl Garðars says
Allt að ske. Nú þurfum við bara að skora 5 á móti chelsea og halda hreinu…🥴