Það var svo sem auðvitað að þessu þrotatímabili lyki með algeru þroti, og öðru tapinu í röð á móti liði sem er fallið. Væri Ole fastráðinn ef beðið hefði verið með það?
Liðið sem hann sendi út á völlinn var svona:
Varamenn:Romero, Valencia, Fred, Garner, Gomes, Mata, Martial
Aðeins einn unglingur í byrjunarliðinu en það var meira en verðskuldað! Eftir frábært tímabil í yngri liðunum byrjaði Mason Greenwood í fyrsta skipti í aðalliði. James Garner og Angel Gomes eru á bekk og sömuleiðis Antonio Valencia í síðasta sinn.
Gomes made an appearance from the bench exactly two years ago & might again this afternoon. It will do precisely nothing for him. He’s just an example; token appearances on the last day does not = a manager promoting youth (not having a go). Trusting them in meaningful games does
— manutd23 (@manutd24) May 12, 2019
Fyrsta kortérið í leiknum var tiltölulega tíðindalítið, Mason Greenwood fékk tvö skallatækifæri sem hann nýtti ekki, annað fór í öxlina á honum sjálfum en hitt var varið
Á 22. mínútu fékk Cardiff gefins víti. Dalot renndi sér fyrir Mendez-Laing inni í teig, sá síðarnefndi kiksaði illilega og flaug á hausinn og skoraði svo sjálfur úr vítinu. Fimmtándi leikurinn í röð sem United fær á sig mark!
Mason Greenwood var samt áfram aðalmaðurinn og í næstu sókn United átti hann skot sem fór af varnarmanni og í stöng. Síðan átti Lingard ágætt skot sem var varið.
Annars var áfram lítið að frétta. Cardiff voru síst slakari og eini United leikmaðurinn sem fór inn í hlé með eitthvað kredit var Mason Greenwood.
Í hálfleik gerði Ole tilraun til að hrista aðeins upp í þessu, Matial kom inná fyrir Jones og McTominay fór í hafsentinn. En það var Cardiff sem skoraði eftir lélegasta varnarleik sem ég hef séð hjá United liði. McTominay missti af boltanum, Smalling fór ekki í manninn, og þversending á markteig fór framhjá Dalot (sem hefði reyndar rennt boltanum í netið hefði hann snert boltann) og Mendes-Laing skoraði sitt annað mark.
Hinu megin fékk Rashford opin skalla en auðvitað varði Etheridge og svo varði hann langskot Martial rétt á eftir. United reyndi eitthvað en gekk hvorki né rak. Bæði Pogba og Lingard fengu spjöld útá pirring og Pogba hefði getað séð rautt.
Tvöföld skipting svo á 74. mínútu, Valencia fékk að spila í sínum síðasta leik og Angel Gomes kom inná til að spreyta sig aðeins. Útaf fóru Dalot og Andreas
Það voru einhverjir tilburði hjá United síðasta kortérirð og undir lokin hefði Greenwood skorað ef hann hefði náð að setja fótinn almennilega í fyrirgjöf.
En 2-0 tap staðreynd og fyllilega verðskuldað. Stuðningsmenn Cardiff tóku víkingaklappið i lokin fyrir Aron Einar sem hafði fengið heiðursskiptingu um miðjan síðari hálfleik, en stór hluti stuðningsmanna United fór fyrir lokaflaut.
Uppgjör okkar eftir tímabilið kemur í vikunni og vonandi podkast líka.
Reynir says
Afhverju er Shaw ekki í hóp?
Timbo says
Held varla vatni yfir þessu nýja og ferska hafsentapari ;)
Að öllu gamni slepptu þá þakka ég ritstjórninni fyrir veturinn. Það hefur ekki verið auðvelt að gleypa reiðinna gagnvart félaginu og koma með ýtarlegar leikskýrslur. Núna tekur við vonandi alvöru hreinsunarstarf ásamt því að klúbburinn finni sér sitt auðkenni.
#Glazerout
Björn Friðgeir says
Shaw mun vera með blöðrur á fótum.
Eins og einhver gárungi sagði á Twitter : hann hefur ekki fengið þær af hlaupum.
Auðunn says
Hvað veldur því að Young heldur að Young fær að byrja leik eftir leik? Algjörlega stór undarlegt
Turninn Pallister says
Við erum aðhlátursefni…
Ef það hefði ekki verið fyrir lokaleik tímabilsins og að geta klappað fyrir kapteinunum (Valencia og Aroni) í síðasta sinn, þá hefði ég sleppt því að horfa á þessa niðurlægingu.
Bjarni Ellertsson says
Takk fyrir veturinn, eigið hrós skilið síðustjórar, en því miður fær ekki liðið neitt hrós frá mér. Flestir mega taka poka sinn og gakk sérstaklega 3 amigos í vörninni. Ef þeir verða ekki gefnir í sumar þá mæti ég með kŕöfuspjald í vetur á leik, 3 amigos out. Annars bíð ég spenntur hverjir koma inn í sumar, allt nema miðlungs Norðmenn, takk.
GGMU
gummi says
Við verðum nær falli heldur toppi næsta vetur nema við förum eftir topp stjóra
Bjarni Ellertsson says
„Topp stjóri“ er vandfundinn sem vill koma til okkar við þessar aðstæður, lélega gamla leikmenn, miðlungs leikmenn með hugsunarhátt kanínunar, oflaunaða málaliða og yfirmann rekstursins sem þekkir bara muninn á debet og kredit. Það vinnur ekki fótboltaleiki og meðan þetta er enn svona þá mun enginn stjóri með viti koma þótt launin margfaldist. Er þetta botninn ég vona það?
GGMU
Sigurður says
Ömurlegt. Alveg ömurlegt. Eina ljósið var Smiður Grænskógur. Annars bara congrats United fyrir að setja hver annað metið í lélegri spilamennsku (eða úrslitum) síðan SAF fór. Tapa fyrir Cardiff og rétt merja jafntefli við Huddersfield?? Getur einhver sagt mér hvað Huddersfield er á kortinu? #glazersout #woodwardout
Óskar G Óskarsson says
Er orðinn skíthræddur um að Ole se ekki rétti maðurinn i starfið.
Er woodward að fara að treysta honum til að kaupa fyrir 200-300mp i sumar eftir seinustu skitur? Mer finnst það óliklegt.
Miðað við hvernig liðið er statt i dag þa þurfum við eitthvað sem dregur að topp leikmenn , sé það ekki fyrir mer að leikmenn bíði i röðum eftir að fa að spila fyrir solskjaer
Herbert says
Þvílíkt þrot þessi endir á tímabilinu. Eiginlega alveg með ólíkindum! Vantar allavega klárlega nýjann leiðtoga í þetta lið sem allir líta upp til og berjast fyrir…. Að hafa Young sem fyrirliða er brandari útaf fyrir sig…. Varðandi Ole Gunnar þá er alveg pottþétt að hann væri ekki að fá samning núna eftir tímabilið. Væri synd að missa af Pochetino ef það er eitthvað til í því að hann hætti ef þeir vinna meistaradeildina. En mörg ef í þessu öllu. Vonandi kemur bara skemmtilegri fótbolti á næsta tímabili og betra hugarfar í kringum klúbbinn.
Cantona no 7 says
Ég er orðlaus yfir því hve illa við höfum spilað í vetur.
Liðið er eins og hauslaus her sem vantar gjörsamlega alvöru fyrirliða.
Liðið er að spila á hálfum hraða leik eftir leik og virðist úthald leikmanna
vera í lágmarki.
Það þarf að hreinsa vel til í sumar og láta menn fara sem gera sér enga
grein fyrir því að þeir eru að spila fyrir stærsta félag í heimi.
Ég held því miður að verkefnið sé of stórt fyrir Ole okkar og þá verður
einfaldlega að finna besta manninn í það sem fyrst.
Það var samt frábært að sjá Liverhampton missa af titlinum í dag og vonandi
verður það sama upp á teningnum á móti Tottenham.
G G M U
Gleðilegt sumar öll.
Sigurdf says
Eina sem þarf er að losna við þetta barn og fá alvöru þjálfara sem er með reynslu og kann að vinna með atvinnumenn. Svo þarf bara að skifta út byrjunaliði og 75% af bekknum. Þá erum við kanski komnir með sjéns á top4
Audunn says
Þetta voru skelfileg úrslit, fannst við eiga samt meira skilið út úr þessum leik en svona er þetta. Það var þó hægt að fagna því að Liverpool vann ekki deildina frekar en fyrridaginn þrátt fyrir þessa undarlegu Liverpoolmessu :) :) :)
En United er það sem skiptir okkur máli, við erum á afskaplega vondum stað og höfum ekki getað mikið síðan Sir Alex fór. Ótrúlega lélegar ákvarðanartökur hafa hent okkur á þann stað sem við erum.
Mig langar samt að koma inn á nokkra hluti eins og t.d Alexis.
Þegar United kaupir hann þá er City einnig á eftir honum en þeir eru ekki tilbúnir að borga honum þau laun sem United var tilbúið að gera.
Segjum sem svo að City hefði boðið jafnvel þá hefði hann með öllum líkindum endað þar.
Og ef hann hefði farið þangað þá er mjög líklegt að hann væri búinn að standa sig miklu miklu betur, væri mjög líklega búinn að raða inn slatta af mörkum fyrir þá. Afhverju? vegna þess að í fyrstalagi er Guardiola mjög góður í því að ná miklu út úr leikmönnum og í öðru lagi spilar City þannig fótbolta að maður eins og hann fær helling af færum.
Ef hlutirnir hefðu farið á þennan veg þá hefðu stuðningsmenn United hraunað yfir Woodward og kallað hann og eigendur liðsins nísku púka, United gæti ekki keppt við lið eins og City um bestu bitana osfr, við vitum þetta vel.
Þannig að í þessu tilfelli fóru menn af stað í góðri trú um að vera að kaupa góðan bita á markaðinum, því miður spilaði United þannig fótbolta að það hafði ekki boltann nema 25-30% í leik, liðið lá mjög aftarlega á vellinum. Leikmaður eins og Alexis þrífst ekki í svoleiðis taktík, það er alveg pottþétt.
Ofan á þetta missa menn sjálfstraust, traust á stjóranum, traust á leikkerfið osfr osfr og United situr uppi með leikmann á ofurlaunum sem passar ekkert inn í liðið á neinn hátt.
Lukaku er annað dæmið, United þurfti á framherja að halda en keyptu því miður rangan mann, ef hann hefði farið til Chelsea þá hefðu stuðningsmenn United kennt Woodward um það og farið í þann gír að United gæti ekki keppt um bestu leikmennina.
Við getum haldið svona áfram en þetta er raunveruleikinn, við viljum eitthvað en svo gengur það ekki upp og þá kennum við eigendum ásamt stjórn liðsins að taka slæmar ákvarðanir.
Sigurdf bendir á í kommenti hér fyrir ofan að hann vilji fá „alvöru þjálfara“ með reynslu sem kann að vinna með atvinnumönnum.
Ok gott og vel, það er búið að reyna það eftir Sir Alex, Moyes var með mikla reynslu, Van Gaal einn sá reyndasti í bransanum og maður sem hefur bæði unnið slatta af titlum og með risa nöfnum allan sinn feril, sama með Jose. Maður með mikla reynslu, búinn að vinna marga titla og vinna með risa nöfnum.. Þannig að það er búið að reyna þetta. Og það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel, hreinlega bara mjög ílla.
Ég vill gefa Ola séns fram að jólum, hann verður að fá að keupa eitthvað og gera einhverjar breytingar á hópnum. Henda einhverjum mönnum út og fá inn leikmenn sem eru tilbúinir að leggja mikið á sig.
Ég var hinsvegar algjörlega á móti því að hann fengi fastráðningu fyrr en eftir tímabilið, skildi ekki þessa ákvörðun þegar búið var að gefa annað út. En fyrst það var gert þá verða menn að standa saman allir sem einn.
Aðalmálið er hinsvegar að það verði skipt um taktík á efstu stöðum hjá klúbbnum, að eigendur liðsins treysti ennþá Woodward fyrir að fara með leikmanna og þjálfaramál er algjörlega galið. Hvaða heilbrigður maður sér ekki að hann er algjörlega óhæfur til þess að fara með þessi mál. Hann er búinn að vera í þessu starfi núna í 6 eða 7 ár og hlutirnir alveg í molum eftir hann. Það er stórundarlegt að menn treysti honum ennþá fyrir þessum hlutum, hann veit ekkert hvað hann er að gera. það er alveg pottþétt.
Og á meðan það er þá er bara ekki von á góðu, en ég treysti því að það verði gerðar breytingar mjög fljótlega og kaupastefna liðsins muni breytast. Ætla amk að vera bjartsýnn á að við náum að rétta úr kútnum í sumar og mætum sterkir til leiks í haust.
Karl Garðars says
Algjörlega sammála Auðunn.
Solvi says
Liverpool er orðið það gott að United-menn eru farnir að halda með City!!
gummi says
Solvi er það ekki bara nákvæmlega sama og liverpool stuðnings fólk gerði þegar United var að keppa um titilinn við City þá var ekki einn liverpool maður sem hélt með united
Karl Garðars says
Ég held alltaf með hinu liðinu þegar liverpool spilar. Skiptir engu hvað það heitir.
Óskar G Óskarsson says
Solskjaer þarf bara að koma með eitthvað statement strax i þessari viku til þess að lægja öldurnar og til að menn fài trú a honum !
Til að menn fài trú a að hann geti tekið stórar àkvarðanir !
Ef það er ekki byrjað að undirbúa næsta season, þa er eitthvað mikið að, þvi það er mount everest að klífa ef það à ekki illa að fara næsta tímabil.
Ef við förum ekki strax i sumar að vinna à city og lpool, þà missum við þau marga km frammúr okkur og mörg àr i það að við getum farið að làta okkur dreyma aftur
Theodór says
Ég veit ekki hvern fólk vill fá í staðinn fyrir Óla. Er ekki lágmark að gefa honum sumargluggann og leyfa honum að spila sínu liði og sinn fótbolta…. pocettino hefði ekki náð betri árangri úr Young eða Alexis. Enda er hann að breytast í Móra. Tuðar sífellt yfir dómaranum, skipar leikmönnum að láta sig detta og fiska brot allan helvítis leikinn (það hlýtur að koma frá honum, ekkert annað lið liggur meira í grasinu) og hann hefur ekki keypt leikmann í hvað, tvö ár? Ég spái 2-3 sæti á næstu leiktíð og 5-8 nýja menn inn yfir þessa tvo glugga á tímabilinu. #teamOle
gummi says
Pochettino hefði aldrei notað young svona mikið og þar liggja stæðstu mistök solskjær því young var einn versti leikmaður sem ég hef séð og Óli valdi að nota alltaf young í byrjunar liðið leik eftir leik og það skifti eingu máli þótt hann efði tekið skitu í hverjum einasta leik sem hann spilaði
Turninn Pallister says
Tek undir með Theódór hér að ofan. Það er lágmark að við gefum Solskjær allavega einn sumarglugga áður en við byrjum skítkastið. Munum að hann setti ekki saman þetta lið og hann bjó heldur ekki til þau vandamál sem hafa verið að hrannast upp. Mér finnst það virkilega lélegt ef við stöndum ekki við bakið á honum nú þegar hann er orðinn stjóri og gefum honum allavega séns á því að bæta liðið eftir sínu höfði.
Það mun taka tíma að byggja þetta lið upp á nýtt. Tökum vin okkar hann Klopp sem dæmi, nú hefur hann stjórnað Liverpool í 4 ár og ekki unnið neitt (ennþá amk.). Samt hefur hann fengið tíma til að búa til frábært lið, þar sem hann hefur annaðhvort keypt leikmenn sem passa akkúrat í sitt kerfi eða mótað leikmenn til þess að falla að því. Sama má segja um Poch sem er búinn að vera í 5 ár hjá Tottenham og hefur heldur ekki unnið neitt (ennþá amk). 2 af 3 „bestu“ stjórum deildarinnar (tel nú ekki Pep með þegar hann er að stjórna svona svindlklúbbi) hafa fengið tíma til þess að búa til lið. Það er nákvæmlega það sem að þarf að gerast núna hjá okkur.
Ég tek fram að ég er samt sammála því að það var fljótfærni að fastráða Solskjær, það lá bara ekkert á því að gera það hvort heldur sem það stóð til eða ekki. Hann var samt ráðinn og bara vonandi fær hann smá tíma til að setja mark sitt á þetta handónýta lið.
Ég hef sagt að það besta sem gæti komið fyrir Man Utd væri að ráða Paul Mitchel hjá RB Leipzig sem DoF, en hann hefur gert fína hluti hjá RB, Tottenham og Sothampton. Oft fundið gæðaleikmenn fyrir lítin pening (t.d Alli hjá Tottenham og Mané hjá Southampton) og það er það sem við þurfum að reyna að gera núna í bland við stærri kaup.
Theodór says
United fékk 9 fleiri stig en Tottenham, 4 fleiri en Arsenal og 5 fleiri en Chelsea á tímabilinu sem Óli hefur verið við stjórnvölinn. Og hann er að vinna með afganga frá fyrri stjórum og skíta móral sem fylgir því.
https://www.football365.com/news/if-solskjaer-is-under-fire-then-surely-pochettino-should-be-too
Óskar G Óskarsson says
Þessi vandamàl voru vissulega til staðar þegar ole kom, þau voru lika til staðar þegar mourinho kom !
Spurningin er, er ole nógu reynslumikill og nógu stór karakter til að takast a við þetta?
Það var rosaleg rómantík að fa 20legend i vetur og eg var sjalfur dàltið blindur a það !
Nu var joel glazer að segja að það kæmi ekki til greina að selja martial utaf hann væri næsti pele, hann hefur greinilega misst af nokkrum leikjum.
Það eru menn sem stjórna félaginu sem vita ekkert um fótbolta,, eru þeir að fara að bera einhverja virðingu fyrir Ole og getur Ole eitthvað àtt við þà?
Karl Garðars says
Ég held að það sé fullreynt að finna stjóra sem “ræður við” þessi skoffín sem eiga klúbbinn. LVG og JM með backup frá SAF, Bobby og Gill hefðu átt að geta það ef það væri einhver fótboltaglóra í kollinum á þessum eigendum.
Þeir þurfa að fara að tapa alvarlegum fjárhæðum til þess að vakna og leyfa sér hæfari mönnum að taka fótboltaákvarðanir fyrir klúbbinn.
Þessi Joel-martial frétt (ef rétt reynist) er enn ein staðfestingin á reginvitleysunni hjá þessari fávitahjörð sem á og rekur félagið.
Ekki það að ég vilji missa Martial en þetta grefur undan valdi knattspyrnustjóranna og sýnir leikmönnum að þeir geti hagað sér eins og kálfar án afleiðinga. Leikmenn sem eru með hausinn illa skrúfaðan á fyrir þurfa ekki hvatningu í slæmri ákvarðantöku.
Sigurjon Arthur says
Það kom að því @Óskar G Óskarsson en við séum 100 % sammála :-)
Audunn says
Þetta er m.a ástæða þess að það lá ekkert á að gera 3 ára samning við Ola Gunnar.
Þótt mér sé ekkert ílla við Ola, alls ekki, hann er mjög nice gæ en ég verð samt að horfa á gæði þjálfara og United á ALLTAF að falast á eftir þeim besta í greininni ef möguleiki er að fá hverju sinni.
https://fotbolti.net/news/17-05-2019/allegri-yfirgefur-juventus-stadfest
Sverrir says
Ég vona að þetta verði öflugt sumar. Strax búið að orða okkur við tvo unga leikmenn. Er samt á báðum áttum með Pogba hvort hann eigi að fara eða vera. Vona samt innilega að við fáum ekki Bale eða einhverja primadonnu. Sjáum til.
Jonas says
Er Liverpool maður, svo það komi fram. Þið standið frammi fyrir tvenns konar meinum. Sýnilega meinið er augljóst, innan meinið er há alvarlegur hjartagalli, sem liggur í því að eigendur félagsins bera einungis eigin hag fyrir brjósti, ekki ykkar stuðningsmanna og þrautaganga ykkar er rétt að byrja, því breitingarnar sem þurfa að eiga sér stað eru svo ofboðslega miklar. Ég er ekki að segja þetta til að strá salti í sár, þið vitið þettabest sjálfir.