*uppfært 12. júní kl 14:08*
Það er orðið langt síðan að fyrsti orðrómurinn um að United ætlaði sér að kaupa Daniel James, 21 árs leikmann Swansea. Þessi orðrómur virtist alltaf nokkuð traustur, þó dregist hafi á langinn að ganga frá þessu og ýmis önnur lið nefnd í tengslum við drenginn.
Ein ástæða þess var sú að faðir James lést í síðasta mánuði og skiljanlega setti það strik í reikninginn.
Nú hefur United hins vegar tilkynnt að samningar hafi náðst við James og Swansea og að frekari tilkynningar sé að vænta í næstu viku þegar alþjóðlegi félagaskiptaglugginn opnar. James stóðst læknisskoðun í gær.
James var næstum farinn til Leeds í lok janúar, en glugginn skellti í lás meðan hann beið á skrifstofum Leeds eftir að Swansea staðfesti söluna. Það gerðist ekki, að því er sagt var vegna deilna eiganda og framkvæmdastjóra Swansea. James átti þá að kosta 10 milljónir punda, en nú er sagt að United borgi Swansea 15 milljónir og að þrjár milljónir að auki í viðbótargreiðslur svo sem venja er.
James er framherji, getur spilað í öllum stöðum þar en var oftast vinstra megin hjá Swansea. Líklegt má telja að hann fái helst tækifæri hægra megin hjá United. Hann hefur leikið tvo landsleiki fyrir Wales og skorað eitt mark og auðvitað hefur United ráðfært sig við stjóra Wales, Ryan Giggs áður en ákveðið var að kaupa James. James er öskufljótur svo sem sjá má hér.
Theodór says
Mjög spennandi kaup. Og Ole er akkúrat maðurinn til að gefa svona leikmanni tækifæri þegar milljarða-mennirnir eru ekki að standa sig.
Elís says
Skref fram á við James. Ungur, efnilegur og áræðinn.
Skref til baka Mata boðin samningur. Mata er solid leikmaður átti ekkert merkilegt tímabil frekar en flestir en átti stundum ágæta leiki ólíkt mörgum leikmönum. Hann tekur bara mín frá ungum leikmönum og hann er 31 árs og liðið er ekki að fara að berjast um stóru bikarana á næsta tímabili og því um að gera að láta bara ungu gaurana fá reynsluna.
Man utd á slatta af leikmönum í svipuðum gæðaflokki og Mata sem er solid byrjunarliðsmaður í dag(búinn með sín bestu ár allavega miða við undanfarinn tímabil) og skilur maður ekki þessa stefnu að láta eldri leikmenn fá lengri samninga á tímum þegar liðið þarf að byggja aftur upp.
Auðunn says
Veit ekki með þennan James. Hann á amk eftir að sannfæra mig.
En oft er það þannig að nákvæmlega svona no name leikmenn nái að springa út hjá stærri klúbbum en þá skiptir þjálfarateymið öllu máli.
Ég vona svo sannarlega að þessi leikmaður komi með ferska vinda með sér á Old Trafford því ekki veitir af.
Mér skilst að United sé búið að rifta samningnum við umþb 16 leikmenn c.a þannig að eitthvað er verið að taka til í leikmannamálum liðsins þótt við viljum að sjálfsögðu sjá miklu fleiri breytingar á aðalliði liðsins.
Ég er ennþá nokkuð bjartsýnn á að við fáum 4-5 góða leikmenn í sumar sem gera liðið okkar betra.
Reyndar er það mjög oft þannig að þegar slúðrið er mikið eins og hefur verið í kringum Manchester United undanfarið þá verða vonbrigðin mikil þegar glugginn lokar.
Ole Gunnar talaði um að vilja klára sín kaup mjög snemma og hafa allan hópinn kláran um miðjan júlí.
Hann hefur því ennþá umþb 4 vikur til stefnu.
Við hljótum að sjá fleiri kaup fljótlega eftir þessa landsleiki sem eru núna í gangi. Þannig að eftir 17 júní fer eitthvað að gerast fyrir alvöru á markaðinum.
Óskar G Óskarsson says
Getum ekki làtið alla fara, eðlilegt að mata fài samning,, einn af fàum sem er hægt að treysta a að leggi sig alltaf 100% fram.
Eg set frekar spurningarmerki við það að lingard se að fa nýjan samning, 130þ pund a viku.
Skorar ekkert og leggur ekkert upp, ekkert nema squad player.
Óskar G Óskarsson says
Eða réttara sagt,, eðlilegt að lingard fai samning, en 130þ pund er sturlað.
Hann færi i west ham i besta falli ef hann færi fra okkur
Óskar G Óskarsson says
Eg er orðinn virkilega stressaður fyrir þessu ! OGS sagðist ætla að vera klàr með hópinn þegar pre seasonið myndi byrja, en eins og staðan er þa virðist smalling og jones bàðir verða i hóp i fyrsta leik 🤮 solskjaer virðist ekki vera buinn að tjà neinum að hann megi finna ser nýtt lið, maður væri 100% buinn að lesa annars eitthvað um það.
Það er að koma à daginn að solskjaer er þvi miður ekki maður í að taka stórar ákvarðanir.
Lukaku virðist reyndar a leið út, en maður heyrir ekki um neinn striker sem gæti komið inn.
Eina sem maður heyrir er longstaff (who?!) Og bissaka gætu komið
Elís says
Paul Pogba has opened the door to a move away from Manchester United saying he could leave the club in search of a new challenge. here’s what he told reporters in Tokyo(sá þetta viðtal svo að þetta er ekkert djók).
Besti maðuri liðsins vill fara frá liðinu en það þarf ekki að vera slæmt.
gummi says
Næsta tímabil er eftir að vera hræðilegt við verðum heppnir ef við náum að halda okkur uppi
Karl Garðars says
“Like you said, there is a lot of talking and a lot of thinking as well.
“For me I have been for three years in Manchester and have been doing great – some good moments and some bad moments, like everybody. Like everywhere else.
“After this season and everything that happened this season, with my season being my best season as well, I think for me it could be a good time to have a new challenge somewhere else.
“I am thinking of this, to have a new challenge somewhere else.”
Frábær leikmaður þegar hann nennir því, vandamálið er bara að hann nennir því alls ekki og ekkert útlit fyrir að hann sé að fara að nenna því. Ef hann fer í lið þar sem aðrir nenna að vinna vinnuna fyrir hann á meðan hann showboatar og grenjar í grasinu þá á hann eftir að reynast því liði afar vel. Okkar lið er ekki þannig lið þessa stundina og mögulega erum við bara aða tala um Juve eða Real í því samhengi. Hæfileikarnir eru sko heldur betur til staðar en hausinn því miður ekki.
Hann má í það minnsta fara fyrir mér eftir þessi ummæli og sömuleiðis Lukaku. Sir Alex hefði aldrei liðið þetta. En við þurfum alvöru pening út úr þessum sölum (180m+) og þeir peningar þurfa að fara í uppbyggingu liðsins ásamt þessum 200m+ sem hefur verið slúðrað um.
Varðandi OGS, mögulegar áherslubreytingar í leikmannakaupum og annað sem af er þá sé ég aðeins tvær niðurstöður í því máli.
A) hann kemur okkur aftur í baráttuna með lið sem byggir á dugnaði og styrkum stoðum.
B) hann kemur okkur í gröfina, mokar yfir og parkerar gröfunni á leiðið.
Er orðinn frekar stressaður líkt og Óskar. Það er strax kominn woodward óþefur af sumrinu.
L.U.H.G
Hjöri says
Selja Pogba ekki seinna en á morgun,þessi drengur er með allskonar yfirlýsingar sem eiðileggja fyrir liðinu og honum sjálfum. Seljann fyrir væna summu láta Real og Juve berjast um hann. Held það verði engin eftirsjá hjá stuðningsmönnum.
Bjarni Ellertsson says
Engar fréttir eru góðar fréttir var sagt hér í denn en nú á það ekki við þar sem ég er að verða heldur óþreyjufullur með gang mála í leikmannakaupum með hverjum deginum. Einn er dottinn í hús og endurnýjaðir samningar við hina gömlu virðist vera það eina sem gengur upp. Vill enginn koma til okkar eða er enn verið að draga okkur á asnaeyrunum því mér sýnist einsog alltaf að við séum tengdir fréttum við hina og þessa, allt gert til að þeir nái betri samningum við sitt félag. Aðdáendur þurfa ný og fersk andlit á hverju ári til að halda væntingunum uppi, alla vegana ég, og með stöðuna eins og hún er í dag, þá hef ég enga trú á jákvæðu tímabili. Flækjurnar og óvissan í kringum nokkrar leikmenn eru miklar, fara þeir eða ætla þeir að leggja sig fram fyrir félagið. Þetta þarf að vera komið á hreint innan fárra vikna svo hægt sé að einbeita sér að þjálfun liðsins sem ekki veitir af miðað við síðasta vetur.
GGMU
Einn samt vongóður.
Óskar G Óskarsson says
1 og hàlfur mànuður eftir af glugganum og 1 squad player kominn inn og enginn út.
Stefnir i disaster tímabil !
Mata spilaði varla eftir að solskjaer tok við, en fær 3 àra samning, 31 àrs ! Þannig að þegar hann verður útbrunninn eftir næsta season, þa getur hann bara setið rólegur i 2 àr ut samninginn !
Hvað varð um það að leikmenn yfir 30 àr fà bara 1 àrs framlengingu ?!
Erum við orðnir svona desperet a að fà ekki neina leikmenn að mata fær 3 àr og leikmenn eins og young, smalling og jones fa allir framlengingu
gummi says
Við erum bara orðið að miðlungs klúbbi þannig er það bara
Tòmas says
Wan Bissaka virðast vera næstu kaup. Er ekki sannfærður, jú frábær varnartölfræði en hann eyddi líka miklum tíma í vörn undir varnarsinnuðum þjálfara.
Hann virðist alltaf vera við það að detta þegar hann er með boltann. Veit það ekki vona að hann troði upp í mig sokki.
Óskar G Óskarsson says
Jà við erum bara orðnir topp 4-6 lið.
Það er svo rosalega týpískt að við missum af bissaka, finnst eins og eg hafi séð þetta 1000 sinnum, eyðum nokkrum vikum i einn mann og misdum svo af honum.
Svo 60m fyrir bissaka, eg er ekki viss með það.
Markaðurinn virðist bara vera sturlað erfiður, það eru engin lið buin að vera að styrkja sig
Audunn says
Nú fer að styttast í að þolmörk stuðningsmanna Manchester United bresta.
Ég er gjörsamlega gapandi hissa á að leikmenn eins og td Rojo Darmian Smalling og Jones séu ekki komnir á sölulista. Jafnvel Lingard líka.
Ætlar United að leggja í enn eitt tímabil með þessa useless sokka á launaskrá? Í alvöru?
Eru menn gjörsamlega staur blindir með hausinn á sér á kafi ofan í jörðinni eða er þetta bara heimska?
Ég myndi frekar spila ungum guttum frekar en þessum mönnum og við þennan lista má að sjálfsögðu bæta Young.
Ætlar United að spila Young, Darmian, Rojo, Smalling og Jones?
Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það.
Þvílíkum skítamál sem Woodward er búinn að koma þessum klúbbi í og áfram fær hann þó að halda áfram eins og allt sé í besta lagi.
Magnaður andskoti.
Sverrir says
Ég held að það séu önnur vinnubrögð í gangi hjá klúbbnum núna. Mig grunar að það hrynji inn leikmenn i þessari viku. Hef fulla trú á því.
Timbo says
Hjartanlega sammála Auðunni. Það hefur legið fyrir í 2 ár að Jones, Rojo og Smalling eiga ekkert erindi í liðið. Hin liðin vita þetta og þar sem þeir eru allir á hörku launum þá sitjum við uppi með þá. Það kemur mér ekki á óvart að Bailly og Lindelöf hafa ekki náð að þróa sinn leik betur miðað við skort á samkeppni.
Ég legg til að það verði gerður starfslokasamningur við Rojo, Smalling og Jones, ég skal glaður hjálpa við að tæma skápanna hjá þeim. Það kominn tími til að gefa Tuanzebe séns að mínu mati.
Óskar G Óskarsson says
Við erum augljóslega ekki að þora að setja menn a sölulista þar sem við erum ekki að nà að kaupa neinn.
Solskjaer var rosa yfirlýsinga glaður i vetur að það yrði hreinsað vel til i sumar, en ekkert gerst.
Vandamàlið er lika að við erum með nokkra useless gæja a einhverjum dúndur launum, það er ekkert lið að fara að borga rojo 100þ pund a viku t.d, við sitjum uppi með þessa gæja þangað til að þeir renna út a samning.
Eg àtta mig bara ekki a þvi afherju það er ekki buið að reyna að koma þessu woodward drasli frà, hann er að eyðileggja klúbbinn
Björn Friðgeir says
Sumarfrí hafa tekið toll af ritstjórn en það batnar vonandi.
Þetta er allt meira eða minna rétt hér að ofan (nema að samningur Mata er tvö ár með framlengingarmöguleika United megin). Staðan er orðin dálítið skelfileg. En lagast kannske fyrst Woodie er kominn úr fríi!
Ég er vanur að þurfa að skrifa staðfest greinar á ólíklegustu stöðum í sumarfríi (Darmian á torgi í Ljubljana á fögru sumarkvöldi) og bjóst fastlega við að þvælingur minn um Spán síðustu viku myndi gefa. En nei.
Karl Garðars says
Þú getur verið alveg pollrólegur í fríi Björn. Það er akkúrat ekkert að frétta.
Liðið er áframhaldandi orðað við alla og hundana þeirra en það gerist ekki f****** rassg*** :-D
Það er talað um 60m fyrir Van Bissaka og 75-80m fyrir Maguire. Er þá ekki betra að nota Dalot, Tuanzebe, fosuh mensa og gramsa betur í unglingaliðunum.
Maður er orðinn ferlega þunglyndur yfir þessu öllu.
Verstu mögulegu afleiðingar hryðjuverkastarfsemi síðustu ára virðast vera að raungerast af fullu afli núna. Allt í boði Woody og Glazera.
LUHG
Karl Garðars says
Síðan er talað um fletcher eða ferdinand sem DOF….
Akkúrat núna myndi ég persónulega vilja sjá Roy Keane með naglaspýtu sem interim DOF.
Bjarni Ellertsson says
Hehe, góður Karl, var að hugsa það sama.
Tommi says
#glazersout er orðið frekar hávært á Twitter. Fólk á að sniðganga allt það sem er tengd klúbbnum. Leikmönnum, hætta að kaupa treyjur. Ekki fara á Old Trafford.
Gera allt það sem meiðir drulluhalana frá USA.
Þeir eru búnir dreina 1 bn úr klúbbnum, meðan City fær samskonar innspýtingu á sama tíma… þetta er ekki hægt!
Björn Friðgeir says
Svo tekur Tottenham Ndombele á núll einni, afgreitt.
Segi það enn og aftur: eini maðurinn sem við þurfum frá Spurs er Levy!
Karl Garðars says
Ndombele hefðu verið flott kaup.
Björn Friðgeir says
David Ornstein hjá BBC segir Wan-Bissaka done deal. Það er traust heimild. Þannig að ég þarf kannske að fara að skrifa staðfest póst.
Björn Friðgeir says
David Ornstein hjá BBC segir Wan-Bissaka done deal. Það er traust heimild. Þannig að ég þarf kannske að fara að skrifa staðfest póst.
Rúnar Þór says
Af hverju Wan-Bissaka samt? Hvað með Dalot þá? Hélt að Dalot væri hugsaður sem framtíðin eftir Young en Wan-Bissaka er sjálfur bara 21 árs. Dalot varaskeifa allan United ferilinn?
Hefði ekki verið sniðugra að kaupa CB og miðjumenn frekar en RB?
Nei ég bara spyr…
Karl Garðars says
Þetta er kannski að hafast. Nú vantar bara 4-5 framliggjandi vinstri kantmenn og offical rúgbrauðs sponsor.
Óskar G Óskarsson says
Miðað við að við erum að eyða 50 mills i bissaka þa er nokkuð ljóst að menn hafa ekki mikla trú à Dalot
Alexander says
Getur Dalot ekki spilađ fleiri stöđur?
Óskar G Óskarsson says
Jú hann hefur alveg spilað fleiri stöður en bara ekki nógu góður i það.
Vill ekki sjá hann a miðjunni eða kantinum