Maggi, Björn, Friðrik og Halldór settust niður og ræddu leikmannakaup sumarsins og fóru yfir heitasta leikmannaslúðrið.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 71. þáttur
Hallmar says
Flottur þáttur hlakka til þess næsta ….
það sem jeg held að okkur vandar er 1 sóknamaður og 1-2 miðjumenn og 1 varnamann þá ættum við að vera í nokkuð góðum málum ef við fáum menn í þessar stöður semsagt
3 – 4 menn í viðbót
gummi says
Lukaku og pogba meiga báðir fara fyrir mér en það verður samt erfit að selja þá með þennan verð miða á þeim
Birkir says
Takk fyrir þáttinn!
Audunn says
Eru menn að tapa sér á Old Trafford með því að borga um 80 milj punda fyrir Harry Maguire?
Ekki það að ég vilji ekki nýjan miðvörð en mér finnst og hefur alltaf fundist hann vera ofmetinn leikmaður.
Hann er góður í mörgun hlutum en á það líka til að vera afskaplega klaufalegur stundum.
80 milj punda er því fáránlega mikið fyrir hann, hann er svona umþb 30-40 milj of mikið.
Ég veit ekki, er ekkert geðveikt spenntur en vona að hann smelli inn í liðið og styrkji þá vörnina almennilega ef hann kemur. Ekki veitir af.
Sindri says
Takk fyrir!
Halldór Marteins says
Harry Maguire er náttúrulega alltaf vanmetinn frekar en ofmetinn. Hann mun styrkja liðið heilmikið, sanniði til.
Hjöri says
80 millur er það nokkuð of mikið miðað við það sem er að gerast í boltanum, er ekki verðmiðinn á Pogba 170 mills í puntum. Auðvita er þetta alltof mikið sem er verið að borga fyrir leikmenn, algjö fásinna og klikkun.
Sigurjon Arthur says
Takk fyrir mig drengir….snillingar 😃😃
Karl Garðars says
“… þá drepum við hann.” 🤣🤣🤣
Takk fyrir mig, gaman að heyra aftur í ykkur! 👍
Alex says
Frábært podcast, gaman að hlusta á ykkur :)
MSD says
Ég fagna Maguire ef hann kemur, hann er mikil styrking miðað við það sem við erum með. Hvað kaupverðið varðar þá er það auðvitað sér umræða. Mér fannst Van Dijk ógeðslega dýr þegar Liverpool keypti hann og ekki 75m punda virði. Það talar enginn um það lengur. Hann tók svo sannarlega skrefið áfram að fara úr So’ton í sterkara lið. Svo lengi sem Maguire smellur inn í liðið okkar og gerir það sama og kemur með stöðugleika í vörnina þá er 80m punda bara verðið sem við verðum að kyngja fyrir 26 ára enskan landsliðsmann. Ætli lendingin verði ekki 60m og svo 20m í addons.
Svo væri draumurinn að klára Bruno Fernandes, losna við Darmian og Rojo og fá 75m inn í kassann fyrir Lukaku og Ben Yedder sem replacement fyrir hann.
Halldór Marteins says
Kvitta undir allt sem MSD segir hér að ofan
MSD says
Gleymdi auðvitað aðalatriðinu, takk fyrir podcastið strákar :)
MSD says
Það gleymist líka kannski að við eigum mögulega von á upphæð frá Crystal Palace vegna Zaha. Ef að Arsenal eða einhverjir aðrir klára kaupin á honum í sumar á segjum 70-80m punda, þá ætti United að fá 17,5-20m punda (25%) í sinn hlut. Það ætti að þýða að með sölu á Lukaku á cirka 75m þá er net spending í leikmenn í talsverðum plús miðað við eyðsluna í dag (kaupin á James og AWB). Þannig að ég trúi ekki öðru en Maguire og Fernandes verði kláraðir líka…og vonandi Yedder, en ég hef mína fyrirvara á Ed Woodward og Glazers.
Rúnar Þór says
YES Podkast!
CB (Maguire) CM (Bruno/SMS) og þá er þetta flott. Ef Lukaku fer notum við Rashford/Martial/Greenwood/Sanchez (7 9 13) frammi, þurfum ekki endilega ST í staðinn
Takk fyrir podkastið, það er nauðsynlegt að fá :)
Björn Friðgeir says
Eitt með Maguire sem ég man ekki hvort ég ítrekaði í poddinu: Það er *nauðsyn* að fá inn haffsent. Þó hann sé ekki sá besti þá er hann klárlega betri en allir hinir. Svo geta þeir barist um að vera með honum.
Næsta sumar er svo hægt að skoða hvort einhver þeirra hafi staðist prófið, og ef ekki fara þá í að kaupa annan til.
Elis says
Mér finnst umræðan um Man utd vera kominn út í of miklar væntingar um leikmannakaup. Menn að setja alla von um kaup á leikmönnum þegar vandamálið er ekki skort á hæfileikum heldur að nýtta þá hæfileika, búa til liðheild og stemmningu.
Svo kemur Ole og talar um að vilja byggja lið í kringum leikmann sem langar að fara og er að drukkna úr eigin egó.
Man utd á að vera það stór klúbbur að það á að pakka niður í tösku fyrir Pogba leyfa honum að bíða á flugstöðinni þangað til að hann er seldur( man utd á ekki að skríða á hnjánum fyrir leikmenn sem vilja ekki spila fyrir liðið).
Mín spá Ole klárar ekki tímabilið, liðið verður sterkara en á síðustuleiktíð en það þurfti ekki mikið.
Björn Friðgeir says
Það hefur enginn klúbbur efni á að gefa 100m+ punda leikmann.
Audunn says
Horfði á United vs Inter Milan áðan.
Svolítið annar bragur á þessu undirbúningstímabili en því í fyrra þegar allt var mjög neikvætt og enginn neikvæðari en þáverandi stjóri liðsins.
Þetta var nokkuð góður leikur að hálfu Manchester United, leikur sem United átti að vinna mun stærra enda miklu betra liðið á vellinum.
Eins og ég nefndi þá var margt mjög jákvætt eins og spilamennska liðsins, hvernig þeir pressuðu Inter stíft og hraðinn í spilinu mjög góður.
Samspilið gott, vinnusemin til fyrirmyndar og nánast allir að spila mjög vel.
Fannst þó sérstaklega Wan-Bassaka frábær. Tæklingarnar hans eru magnaðar og svo er hann öskur fljótur og mjög góður á boltanum. Magnaður leikmaður.
Daníel James á aðeins lengra í land, átti fínar rispur inn á milli en hann er svolítið óslípaður ennþá.
Sé ekki fyrir mér að hann muni spila stórt hlutverk á komandi tímabili. Kannski seinna.
Liðið lýtur annars mjög vel út í dag og sumir af þessum ungu guttum lofa virkilega góðu.
Ef okkur tekst að fá inn tvo mjög góða leikmenn í viðbót, miðvörð og miðjumann þá er ég nokkuð bjartsýnn á framhaldið.
Bjarni Ellertsson says
Sá leikinn í morgun og var þokkalega sáttur með marga leikmenn, markið einstaklega vel gert hjá guttanum. Rasford, Martial og James gætu eitthvað lært af honum, eru farnir að hanga óþarflega mikið á boltanum, í staðinn fyrir að taka á móti, snögg breyting til hliðar og bara búmm á markið. Menn skora ekki nema skjóta á markið. Annars flottur leikur hjá flestum, Matic arfaslakur að mínu mati, hægir á öllu spili og hrikalega einfættur miðað við mann í þessari stöðu. Bættu þig drengur. Vonandi þéttist hópurinn fyrir tímabilið.
GGMU
guðmundurhelgi says
perth glory fint en a ekki að fjalla um leikina við leeds og inter sem baðir unnust.
Magnús Þór says
@gudmundurhelgi: Það kemur eitthvað sniðugt fyrir helgina.
Timbo says
Það hefur verið ansi upplífgandi að sjá tempóið og vinnsluna í liðinu í fyrstu þremur leikjunum, það væri óskandi að menn fari ekki strax aftur í gamla „góða“ joggið um leið og alvaran byrjar. Wan Bissaka er alvöru talent, á köflum full ákafur en hann er strax orðin ómissandi partur af varnarlínunni (frábær kaup). Ég er persónulega meira spenntur fyrir Chong heldur en Daniel James, hann er með mjög góða boltatækni og langa fótleggi. Held að hann eigi fullt erindi í að fá mínútur hjá okkur í vetur. Greenwood lofar mjög góðu, held samt að hann þurfi ár í viðbót til að þroskast líkamlega. Væri eflaust best fyrir þróun hans sem leikmanns að fara á lán hjá ehv liði í championship.
Það vantar mörk í þetta lið… Lukaku hefur alla burði til þess að bera uppi sóknarlínuna en hausinn á honum hefur verið annars staðar eftir HM í fyrra, hef ekki fyrirgefið honum þegar hann mætti 8 kg of þungur eftir HM. Hann þarf að fara ASAP. Okkur vantar þá striker, ég myndi ekki slá hendinni upp á móti Ben Yedder.
Tíminn líður og enn ekkert að frétta af Fernandes og Maguire… Shocker! Eftir hverju er Woody og co að bíða? Auðvitað er það súrt að þurfa punga út 80M punda fyrir Maguire en við hverju búast þeir. Þetta er miðvörður nr.1 hjá enska landsliðinu og það eru 3 mánuðir í að það verði mögulega hard brexit. Ef þeir klára ekki þessa tvo fyrir mánaðarmótin þá endar Harry ábyggilega á Ethiad og Bruno gæti mögulega farið til Tottenham.
guðmundurhelgi says
H.M. verður leikmaður MU fyrir næsta manudag.
Karl Garðars says
Smá pæling: SMS, Mcguire og Dyabala inn.
Lukaku út + tiltekt í miðvarðahaugnum.
MSD says
Mér finnst slúðurblöðin vera að fyllast af fréttum af Savic núna.
Klára Maguire, klára Fernandes og þá er ég sáttur. Ég vil helst ekki fá inn fleiri sóknarsinnaða kantmenn eða framherja því mig langar að sjá Chong, Gomez og Greenwood fá sénsana frekar. Get sætt mig við auka framherja ef Lukaku fer. Annars væri ég bara til í að henda þessum strákum í aðalliðið og gefa þeim mínútur. Þessi Fernandes díll er farinn að minna mann á Sneijder, alltaf alveg við það að krota undir en svo gerist ekkert meira.
Mér finnst Pogba bara vera tímasprengja. Hann er fáránlega góður þegar hann nennir því og það væri flott að halda honum. Hinsvegar mun hann alltaf enda hjá Real Madrid, hvort sem það verður í sumar, næsta sumar eða þegar hann verður samningslaus árið 2022.
Audunn says
Það hafa verið fréttir um það að þetta Fernandes slúður sé eingöngu komið úr herbúðum Sportin í þeirri von um að tala upp verðið á honum.
Það er oft gott fyrir lið að láta leikmenn sína vera orðaða við Manchester United upp á að fá meira fyrir þá.
En persónluega lýst mér mjög vel á þann leikmann og væri alveg til í hann, United virðist þó frekar vera að eltast við Sergej Milinkovic-Savic samkvæmt fréttum.
Hvort hann sé betri kostur veit ég ekki.
Nicolas Pepe er svo annað nafn sem hefur komið aftur sterkt inn í umræðuna og nú segja fréttir að united vilji klára þrenn kaup í viðbót.
Nicolas Pepe, Sergej Milinkovic-Savic og miðvörð sem er þá Harry Maguire væntanlega.
Halldór Marteins says
SMS er allt öðruvísi kostur en Bruno Fernandes. Held það væri mjög sniðugt að fá þá báða. Sést mjög vel á þessum leik við Tottenham að miðjumannahópur United er þunnskipaður og mjög misgóður.
Halldór Marteins says
En ég er samt sammála að það virðist ekki vera mikið til í Bruno orðróminum heldur frekar komið frá portúgalska félaginu til að pumpa upp áhuga og verði. Sem er skrýtið, maður hefði haldið að United væri að skoða miðjumann með þessi gæði.
Tommi says
SMS getur leikið allar miðjustöðurnar. Af því held èg að hann sè betri kostur en fernandez. Ef annar þeirra kæmi.
Menn segja að hann hafi dalað á seinasta ári. Hann hafði einfaldlega verið færður aftar á miðjuna, skoraði því ekki eins mikið. Var samt kosinn besti miðjumaðurinn í Seria A.
Karl Garðars says
Er spenntari fyrir SMS ef maður þyrfti að velja á milli því ég held að hann passi betur inn í liðið eins og er. En það breytir því ekki að það vantar ennþá starter á hægri vænginn og Fernandes getur skotið með báðum og virkar solid spilari.
Leikurinn áðan var fínn. Ég var virkilega ánægður með Dan James og ég hef á tilfinningunni að hann eigi eftir að spila stærra hlutverk en margir telja, einnig Perreira og McTominay.
Freddi karlinn fannst mér frekar týndur eins og venjulega. Þessi kaup verða bara undarlegri með tímanum.
MSD says
Hef aldrei áttað mig á þeim leikmanni almennilega, Fred. Finnst hann bara minna mig á Kleberson á sínum tíma. Keyptum við örugglega réttan Fred??
Björn Friðgeir says
MSD: Efast stórlega. 55m punda leikmaður og Ole er að ‘vonast til’ að hann standi sig.
Rosalegasta dæmið um hvað þeim peningum sem þó hefur verið eytt í leikmannakaup hefur verð eytt herfilega illa.