Þessar fyrstu vikur tímabilsins eru rólegar og aðeins einn leikur á viku, Á morgun kemur Crystal Palace í heimsókn og hrina leikja sem United á á pappírnum að vinna hefst.
Fyrstu tveir leikinir tókust ágætlega þó að vissulega hefði sigur á Wolves verið vel þeginn. United fékk fjögur stig úr þessum tveimur leikjum, þremur meira en úr sambærilegum leikjum í fyrra og vonandi að það haldi áfram. Crystal Palace voru mjög rólegir á leikmannamarkaðnum í sumar. Þeir fengu Gary Cahill á frjálsri sölu frá Chelsea, James McCarthy kom frá Everton og Jordan Ayew from Swansea fyrir klink. Eini maðurinn sem þeir seldu var síðan auðvitað Aaron Wan-Bissaka. Hann þarf á morgun að takast á við Wilf Zaha sem fékk ekki að fara frá Palace þrátt fyrir beiðni þar um.
Palace gerði 0-0 jafntefli við Everton í fyrsta leik sínum og tapaði svo 1-0 fyrir Sheffield United á útivelli um síðustu helgi. Liðið hjá þeim verður svona, nýliðarnir eru ekki komnir sterkir inn. Þeim gekk að auki frekar illa á undirbúningstímabilinu og unnu aðeins Bristol City.
Þetta er alveg þokkalegasta lið en við hljótum að búast við að United sé með of sterkt lið til að vinna ekki. Leikurinn á Old Trafford í fyrra endaði reyndar 0-0 en það var undir lok Mourinho tímans og því ekki marktækt!
Af United er fátt að frétta annað in að Diogo Dalot er meiddur. Stærsta spurningarmerkið í byrjunarliðinu er líklega hvort Jesse Lingard verði þar og ég ætla að spá að hann hvíli í þetta sinn
Leikurinn er á morgun klukkan 14:00
Skildu eftir svar