Í dag tóku Hamrarnir í West Ham United á móti Manchester United í 6. umferð ensku Úrvalsdeildarinna. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og fór afar rólega af stað. Loksins gerðist eitthvað marktækt á 15. mínútu þegar Matic átti hörkuskot beint í fangið á Fabianski. Stuttu síðar eða á 20. mínútu fengu West Ham menn ágætis færi eftir að Lindelöf tapaði enn einu skallaeinvíginu en skot frá Yarmolenko beint á David de Gea.
Beint á eftir því komst Rashford einn inn fyrir en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum tókst honum að klúðra færinu, Diop elti hann uppi og náði að hindra það að honum tækist að skjóta á markið. Loks kom aukin pressa frá United og uppskáru þeir hornspyrna en West Ham tókst að hreinsa og snéru vörn í sókn og þeystust upp hægri kantinn en Aaron Wan-Bissaka bjargaði í innkast með fullorðins stæklingu.
Þá fengu heimamenn aukaspyrnu á vinstri kantinum þar sem fyrirgjöfin datt fyrir fæturnar á Mark Noble sem átti viðstöðulaust skot sem de gea varði þægilega. Annars ósköp lítið búið að gerast á fyrstu 38. mínútur og virkaði eins og leikmenn væru á 60% tempói.
Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks eiga heimamenn frábæra sókn sem endar með því að Felipe Anderson vippar inn Yarmolenko sem þakkaði pent fyrir sig með frábæru skoti sem endaði í netinu þar sem de Gea kom engum vörnum við. 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn.
Síðari hálfleikur
Síðari hálfleikur hófst líflegar en sá fyrri en Marcus Rashford var nálægt því að komast í gegnum vörnina hjá West Ham en var stoppaður á síðustu stundu. Á 48. mínútu átti McTominay sendingu út á Pereira á hægri kantinum sem átti frábæra fyrirgjöf fyrir markið en Mata mistókst að stýra boltanum í netið úr sannkölluðu dauðafæri.
þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik átti United ágætissókn þegar boltinn barst upp vinstri kantinn og eftir mikinn kraðak í teignum endaði boltinn hjá McTominay sem átti slappt skot sem endaði í fanginu á Fabianski. Eftir það misstum við Rashford útaf eftir að hann tognaði að öllum líkindum og Jesse Lingard kom inn á í hans stað.
Hinu meginn komust West Ham í álitlega sókn þegar Anderson átti skot úr þröngu færi en de Gea sá við honum. McTominay átti sömuleiðis skot úr þröngu færi sem Fabianski varði í stöng og úr horninu fékk Maguire sannkallað dauðafæri en enn varði Fabianski.
Loksins þegar einungis 20 mínútur voru til leiksloka gerði Solskjær næstu breytingu sína þegar Matic fór útaf fyrir Fred.
Sá stutti byrjaði nú ekki frábærlega en hann gaf West Ham aukaspyrnu á stórhættulegum stað þegar hann braut á Jack Wilshere. Sem betur fer fór sú spyrna hátt yfir markið.
Aftur gáfum við heimamönnum aukaspyrnu á silfurfati en að þessu sinni var það Ashley Young sem braut af sér. Aftur steig Cresswell upp og að þessu sinni smellhitti hann tuðruna og setti hana yfir vegginn og upp við stöngina. Gjörsamlega óverjandi fyrir de Gea og staðan orðin 2-0.
Síðasta skipting Solskjær kom í kjölfarið þar sem Mata var tekinn útaf og inn á í hans stað kom Angel Gomes.
Daniel James komst í ágætis færi undir lok leiks þegar hann stakk sér bakvið vörn West Ham og stakk Diop af en skot hans endaði í hliðarnetinu. Fleira markvert gerðist ekki og leiknum lauk með 2-0 sigur.
Að leik loknum
Leikurinn í heild kristallar bara það sem flestir vita, að liðið er mjög brothætt, Pogba er gjörsamlega ómissandi og við erum alltof fáliðaðir. Af síðustu leikjum að dæma eru Matic og Mata báðir búnir og að hafa þá báða í byrjunarliðinu hægir óneitanlega á leiknum okkar. Meiðslavandræðin okkar eru grafalvarleg og núna er líklegast Rashford meiddur en hann haltraði útaf og útlitið ekki gott.
Framherjalína með Lingard, Pereira og James er ekki að fara halda neinum stjóra í ensku Úrvalsdeildinni andvaka og miðja með M&M&M (Matic, McTominay og Mata) er langt frá því að vera skapandi og ógnvænleg. Liðið virðist skorta alla sköpunargáfu fram á við og Rashford er ekki að fá mikla þjónustu þegar Pogba og Martial eru ekki í liðinu.
Næstu deildarleikir eru talsvert erfiðari á blaði en þeir leikir sem við höfum verið að spila en það sem er einnig umhugsunarefni fyrir Solskjær og stjórnina að liðið hefur ekki verið að skora meira en 1 mark í þessum leikjum, frá því að við unnum Chelsea 4-0. Hugsanlega er mikilvægt að vera mjög hóflega bjartsýnn á næstu vikum hvað úrslit varðar. 4. sætið er fjarlægður draumur og ýmislegt sem þarf að breytast til þess að einhver breyting verði þar á.
Næsti leikur er í Carabao-bikarnum gegn Rochdale á miðvikudagskvöld kl 19:00 á Old Trafford.
Auðunn says
Verður mjög erfiður leikur..
Helgi P says
Fred á allan tíman að byrja í staðinn fyrir þetta Matic drasl
Auðunn says
Vantar allan neista í Rashford.
Auðunn says
Algjörlega skelfilegur fyrrihálfleikur.
Það er ekkert nýtt undir sólinni hjá Ole Gunnar.
Menn eru hægir og staðir, loka ekki á andstæðinginn, horfa bara á hvorn annan, miðjumenn hringsnúast á miðjum vellinum með boltann og vita ekkert í hvaða átt á að fara.
Enginn að stjórna hvorki spilinu né öðru inn á vellinum, Young alltaf skrefinu á eftir og engin taktík í gangi.. þetta er allt tilviljunarkennt og bara einhvernveginn.
Ole virðist strax kominn í þrot með þetta lið… Það er ekki einusinni framherji á bekknum og það hjá Manchester United.. algjörlega tóm steypa frá a-ö
Rúnar Þór says
Skömmustulegt byrjunarlið, Ole verður að skilja Mata Matic Pereira er EKKI boðlegt saman. Of hægt engin hreyfing, Gomez og Fred inn á ASAP!!!!
Skamm Ole!!!
Bjarni Ellertsson says
Stærsta vandamálið við liðið eru leikmennirnir sjálfir. Margir eru bara ekki nógu góðir þótt landsliðsmenn séu og alltaf verið að bíða eftir að nýr og nýr stjóri nái því besta úr þeim hverju sinni. Kaupin á eyrinni er sér kapituli útaf fyrir sig, vantar ekki fjármagnið. Annars hefur maður séð það svartara þó svart sé það í dag miðað við topp liðin.
gummi says
Ömurlegt lið og ömurlegur stjóri
Sindri says
Allltof þunnur hópur. Erum gjörsamlega bitlausir án Pogba og Martial. Svo meiðist Rashford.
Stjórninni að kenna að kaupa ekki skapandi leikmann.
Enginn ljós punktur í dag.
Mikið sakna ég Fellaini.
Óskar G Óskarsson says
Gott að solskjaer losaði okkur við leikmenn sem eru stundum líklegir til að skora.
Þetta er miiiklu verra en undir van gaal eða mourinho og verður verra með hverjum leiknum.
Solskjaer verður að fara og það strax, hann veit ekkert hvað hann er að gera !
Við þurfum stjóra sem er ekkert tengdur félaginu og sem er ekki alltaf að hjakkast i sama farinu og spila eitthvað „the united way“ eins og það se einhver sérstök tegund af fótbolta.
MSD says
Stærsta vandamálið er að tvö risa nöfn fóru í sumar og enginn verslaður í staðinn í þær stöður. Ég hefði alveg verið til í að hafa Sanchez á kantinum fremur en Pereira í dag. Ég hefði líka verið til í að hafa Lukaku frammi í stað Lingard. Pereira er ekki sókarsinnaður vængmaður og hefur aldrei verið. Rashford var slakur og ef við værum með framherja sem væri með sjálfstraust þá hefði hann refsað þegar hann fékk gjöf í fyrri hálfleik og var allt í einu sloppinn einn gegn markmanni. Topp lið refsa fyrir svona mistök. Ekki Man Utd í dag.
Það var þörf á að skera úr hópnum í sumar en getuleysið í að fá menn í staðinn var algjört. Við sorteruðum varnarleikinn með góðum kaupum í sumar en fjandinn hafi það, hópurinn er svo þunnskipaður að við megum ekki við neinu og þá erum við í vandræðum. Þetta er ekkert sem kemur í sjálfu sér á óvart. Við hefðum þurft sárlega 1-2 gæða leikmenn á miðjuna í sumar til að geta skapað eitthvað. Okkar stærsta getuleysi er í að skapa eitthvað fram á við.
Lausnin er því miður ekki fólgin í því að losa okkur við Ole að mínu mati. Vandamálið er dýpra en það. Enn bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála sem átti að vera í forgangi að ég hélt. Það eina góða við þessa eyðimerkurgöngu er það að ef United fer að græða minni pening út af getuleysi innan vallar þá gætu Glazerarnir freistast til að selja.
Bjarni Ellertsson says
Er að velta fyrir mér þessa stundina hvort botninum verði náð í vikunni í litla bikarnum þar sem við höfum hingað til notast við jaðarleikmenn úr hópnum. Því miður voru margir slíkir að spila í dag og eru þ.a.l megin uppistaðan í byrjunarliðinu eins og staðan er í dag. Þá er bara ekki von á góðu því miður. Meiðsli eða andlegur aumingjaskapur í sumum tilfellum er að svona er í pottinn búið. Hef trú á að við náum samt áttum og verðum með lið sem ekki hægt er gagnrýna á nokkurn hátt eins og aðdáendur topp liðanna tveggja geta leyft sér í dag, en það verður ekki fyrr en eftir 3-4 ár miðað við sömu þróun í leikmannamálum. Ekki gott ef satt reynist en því miður hefur ég gefist upp á mörgum leikmönnum liðsins á undanförnum árum og fæ hroll niður bakið ef ég sé þá prýða topp 11. Allt í lagi einn og einn en ekki 6 í einu, helmingurinn af 25 manna leikmannahópnum má kveðja mín vegna helst fyrir miðnætti en ég átta mig auðvitað á því að það virðist vera þrautin þyngri að fá menn til okkar. Góða menn sem hafa sannað sig annars staðar. Því verður að taka stöðuna eins og hún er eins og karlmaður og bíta í það súra til að halda sönsum. Eitt gott ráð fyrir ykkur að prófa, sem gagnast mér alla vegana, er að horfa aðeins á heimaleikina :) Sársaukinn verður minni og líður hjá á nokkrum mínútum.
Annars bara hlakka til næsta leiks sjá hvaða meðalmenn þora að taka slaginn, væntingarnar ekki meiri en þær, bíta svo í það súra ef illa fer.
GGMU
Óskar G Óskarsson says
Ef solskjaer er i þessu uppbyggingarferli eins og hann þykist vera í, þá meikar það engan sens að láta menn fara i sumar sem kunna fótbolta og halda mönnum eins og young og pereira, þetta er farið að looka eins og þegar van gaal var buinn að skera hópinn niður, nema þetta er margfalt verra.
Það er basicly hægt að segja að við séum með eintómt drasl a bekknum.
Það er enginn af þessum kjúklingum okkar tilbunir i að spila i championship deildini, hvernig i fjandanum eru þeir þa tilbúnir i að spila fyrir Man utd ?!
guðmundur Helgi says
Neikvæðnin er her flesta að drepa.
Óskar G Óskarsson says
Giðmundur helgi. Er það eitthvað skrítið? Við höfum varla skapað færi i seinustu 3 leikjum
gummi says
Hvað er svona jákvætt sem þú sérð hjá þessu liði
Erlingur says
Það vantar mann eins og Gylfa Sigurðsson á miðjuna
Óskar G Óskarsson says
Erlingur : Gylfi er frábær á islenskan mælikvarða.
En hann er langt fra þvi að vera world class eins og hefur sést á þessu tímabili.
Buinn að vera með slakari mönnum everton
gummi says
Við töpum leikjum mjög sanfærandi og vinnum leiki mjög ósanfærandi
Helgi P says
Við erum eftir að enda svona 50 stigum á eftir 1 sætinu
gummi says
Þvílik heimska að selja Lukaku og fá ekkert inn í staðinn því Rashford er einginn markaskorari
MSD says
Sjáið þessa stöðu sem Rashford komst í. Topp framherji refsar ef hann fær svona gjöf. Boom! 1-0 fyrir United og leikurinn þróast á allt aðra vegu.
https://ibb.co/LktBh5v
Við erum ekki lengur með gæðin til að refsa.
Óskar G Óskarsson says
Eg var kominn a það i fyrra að lukaku þyrfti að fara.
En það er algjörlega sturlað að láta hann fara og fa engan i staðinn.
Rashford er bara ekki striker, hann er vængmaður og alls enginn markaskorari þótt hann hafi raðað þeim inn i krakkaflokkum.
Það er orðið svo fast i okkur united mönnum að ofmeta alla uppalda leikmenn af því að við grísuðum a einn geggjaðan árgang ! Við munum aldrei sjá svona árgang aftur !
Chelsea er buið að kaupa þvilikt magn af leikmönnum undanfarin ár, nu eru þeir allt i einu i kaupbanni og það eru allt i einu bara leikmenn ur akademiunni hja þeim farnir að spila og þeir virka TILBÚNIR og eru bara drullu flottir !
Hvar eru allir þessir leikmenn hja okkur?
Chong, greenwood og gomes ættu ekki að vera að koma nálægt aðalliðinu i dag heldur vera a láni !
Þu att ekki að geta spilað 17 ára fyrir Man utd nema það sjáist alvöru gæði (cristiano ronaldo eða rooey gæði)
Maður er bara sáttur ef gomes eða chong hitta a samherja.
Þessi vegferð hja solskjaer er þvi miður bara hrossaskítur og mun aldrei ganga upp
Davíð says
Verðum að gefa Solskjær sjéns, er að byggja upp frábært lið. Flott kaup í sumar og allt á réttri leið. Spilamennskan fín en heppnin ekki alveg með okkur. Held við verðum alltaf í toppbaráttunni og ef sjálfstraustið dettur inn þá getum við alveg tekið þessa deild, ekki spurning. Fullt af flottum leikmönnum í þessu liði í bland við eldri menn í heimsklassa eins og matic og young t.a.m.
Davíð says
Úpps, fyrirgefið. Þetta er man utd síðan. Ég styð að sjálfsögðu ekki það lið, enda drengur góður. Hvað um það, þó þið getið ekki blautan skít þá meina ég það í einlægni að þið verðið með í baráttunni.
Reyndar fallbaráttunni en common alltaf gaman að vera með, er það ekki. YNWA.
Óskar G Óskarsson says
Er spilamennskan fín?
Hvað kallar þú fína spilamennsku davíð? Að varnarmennirnir sendi nokkrar sendingar sín a milli?
Við erum ekki búnir að skapa færi i seinustu 3 leikjum og eins og solskjaer var a bekknum i gær, hann var gjörsamlega clueless og hafði ekki hugmynd um hvað hann átti að gera
Timbo says
Það er lítið mál að hrauna yfir leikmennina, en staðreyndin er sú að 2/3 af hópnum á ekkert erindi að klæðast treyjunni.
Þeir vita það sjálfir að þeir hafa ekki gæðin í það, þjálfarateymið veit það og það sem er verst af öllu þá vita *#*# Glazers og skósveininn þeirra það líka. Meðalmennska er hömpuð þar á bæ eins og sjá má á sögu Tampa Bay í NFL.
Nú er bara að bíða þangað til að sponsor-arnir gefi Woodward „köldu öxlina“ og þá geti félagið komist í hendur öflugra einstaklinga, sem hafa metnað og skýra framtíðarsýn. Vonandi gerist það innan tveggja ára.
Timbo says
Hvað varðar væntingar sem lifir tímabilsins, þá eru þær engar. Neita því samt ekki að það yrði „blautur“ draumur hjá manni að bjóða uppá steindautt bon appetit 0-0 jafntefli þann 20. október.
MSD says
Leikmenn sem eru past their prime: Matic, Mata, Young
Leikmenn sem eru ekki með næg gæði fyrir Man Utd: Lingard, Pereira
Þessir fimm leikmenn voru í byrjunarliðinu hjá okkur gegn West Ham, fyrir utan reyndar Lingard sem kom inn á sem striker. Matic, keyptur af Mourinho. Mata, keyptur af Moyes. Young, keyptur af Ferguson. Lingard og Pereira uppaldir og fá þar með að vera hálfgert súkkulaði í fjöldamörg ár.
Þú þarft ekki að vera neitt rosalega skarpur að sjá að Ole þarf að fá a.m.k. 3-4 glugga til viðbótar til að lagfæra þennan hóp sem við köllum lið. Hann er nokkurn veginn búinn að sortera hópinn af varnarmönnum og tryggja langtímasamning á De Gea. Ég vonast til þess að næst verði ráðist í miðjuna og sókn. Til þess þarf hann að fá stuðning frá stjórninni sem skeit upp á bak í sumar að skaffa honum miðju-og sóknarmenn í staðinn fyrir þá sem voru skornir úr hópnum. Mesta púðrið fór í að hlekkja Pogba niður og það er enn óvissa hvað verður um hann.
Það er alveg sama hvaða matreiðslumann þú færð til að búa til matinn fyrir þig ef hráefnið er að mestu drasl. Góður matreiðslumaður getur eflaust fegrað þetta eitthvað en þegar grunnurinn er vondur þá er lítið hægt að gera betur.
Declan Rice og Maddison, þeir kosta eflaust samtals 160m punda. Ef þeir ætla að halda sig við bresku byltinguna í innkaupastefnunni þá væri ég til í að sjá þá inn. Annars Savic og Fernandes. Við þurfum meiri gæði fram á við…og mikið væri nú líka góður bónus að fá striker inn sem getur klárað færin sín!
Óskar G Óskarsson says
Solskjaer lét 2 sóknarmenn fara i sumar og við erum ekki einu sinni með striker i hópnum.
Þessir krakkar sem solskjaer er að henda inn geta ekki neitt eins og staðan er i dag.
Við erum enþá Man utd ! Það verður aldrei i boði að enda i 7-8 sæti.
Þvi miður eru engar líkur a þvi að solskjaer lifi þetta af og þá byrjum við á nýrri uppbyggingu.
Persónulega se eg ekki þessa uppbyggingu, við erum með miklu lélegra lið en i fyrra
gudmundur helgi says
Agusti gylfa sagt upp hja blikum i dag stjornin ekki satt með arangurinn, væri ekki nær fyrir þessa blessuðu snillinga að selja ekki alla efnilegustu leikmenn liðsins svo hægt se að byggja upp sterkt lið til framtiðar. A G hefur orugglega gert sin mistok i starfi, en þrenn silfurverðlaun a tveimur arum getur valla talist mjog vondur arangur.