Maggi,Friðrik, Bjössi og Halldór settust niður og ræddu tapið gegn West Ham, yfirlýsinguna frá United og leikmenn sem vantar í United.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Fyrir neðan er yfirlýsingin sem við ræddum í þættinum
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í Spotify
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 74. þáttur
Cósak says
Smá vangaveltur
Hversvegna er verið að leita að sökudólg? Hann er eigendur og þeir eru ekkert að fara nema að það komi einhver ólíufursti og kaupi klúbbinn. Hann er Ed Woodward því hann er buissnes kall en ekki fótbolta maður. Það eru leikmenn. Sem útaf einhverri ótrúlegri ástæðu leggja sig ekki alltaf hundrað prósent fram, mögulega vegna þeirra ástæðu sem þeir koma í klúbbin(peningar)
Það sem ég MÉR finnst:
Það þarf director of football sama hvað. Þarf einhvern sem sér um fótboltalegu hliðina á þessu stóra félagi. MÉR finnst að við þurfum að treysta á Ole og philan. Þeir eru að vinna úr litlum og ungum hóp sem má ekki við svona mörgum áföllum.
Finnst margt flott sem Oli geri eins og sást vel í fyrsta leiknum þegar þeir voru að pressa um allan völl. það var að svínvirka. gallinn er hinsvega sá að þegar t.d pgba er ekki þá hefur hann verið að gefa Matic sína síðustu sénsa og það sést alveg bersýnilega að hann getur ekki verið að spila þennan fótbolta sem Oli vill spilia. Þarna kemur að sök Ole, hann á að sjá það að það virkar ekki að hafa matic í þessu kerfi. Annað hvort breytir hann um kerfi eða setur inn einhvern sem hentar betur, þetta á líka við þegar perrirea er að spila út á kannt finnst lítið koma frá honum.
Ég vill alls ekki að við förum að skipta um þjálfara. Líkt og margir sem ég hef séð skrifa um þetta þá er enginn þjálfari að fara að brillera með þennan hóp. OK ég skal skilja það að þeir vilja reka hann því þeir hafa ekki trú a hann sín eða hvernig hann ætlar að gera hlutina.
En það gengur ekki lengur að vera alltaf að skipta um þjálfar. Það þarf að stabilisera þennan klúbb. Þurfum jafnvel að gera það með því að láta 4 sætið duga í 2-3 ár. við viljum sjá ungu strakana koma framm á sjónarmiðið og að keyptir séu menn sem brenna fyrir klúbbinn en ekki peningana.
Þetta er mín skoðun og ekkert annað. Annars góður þáttur ;)
TonyD says
Flott podcast, takk fyrir þetta :)
En ég er alveg sammála með frammistöðuna gegn West Ham, það er ótrúlega erfitt að kyngja lélegri frammistöðu í slæmu tapi. Það er alltaf hægt að sætta sig við hlutina ef allir eru að leggja sig alveg framm. Leikurinn var ekki vel upp settur og það er með ólíkindum að menn skuli vera svona lítið hreyfanlegir á fremsta þriðjungi, hægir og eiga í erfiðleikum með einfaldar sendingar. Menn voru á hælunum allann leikinn og West Ham langaði augljóslega mun meira í sigur heldur en okkar menn. En menn eru svolítið fljótir að hoppa á að gagnrýna ungu mennina s.s. Chong og Gomes en það þarf að gefa þeim meiri séns og þeir geta alveg sýnt betri frammistöðu. Þeir eru að koma inn í lið sem er að ströggla illa og mun erfiðari aðstæður en ella. Ég er alveg á því að það eigi að klára þessa blessuðu ráðningu á yfirmanni knattspyrnumála strax og svo fara að pæla í stöðu Óla eftir það. Það á ekki að kaupa bara einhverja inn í liðið þó að menn séu seldir. Það getur hæglega komið í bakið á okkkar mönnum enn meira en nú er raunin þar sem hópurinn er svakalega þunnur.
Miðjan er skelfilega ósannfærandi og hægri kanturinn, það verður að fara að leysa þá stöðu einhvernveginn. Það er sannarlega langt í janúar en vonandi verður Ole búinn að finna einhverjar lausnir þangað til, það þarf að hugsa hratt og laga frammistöðuna strax og úrslitin munu falla að einhverju leiti með okkar mönnum.
Stefan says
Við erum Manchester United, við komum alltaf til baka. Sökudólgur á hruni innan klúbbsins er Ed Woodward. Um leið og Sir AF steig af sviðinu kom Ed og steig á sviðið. Án þess að nokkur maður hafi beðið hann um það. Moyes kom inn og framkvæmdi hverja vitleysuna á fætur eftir annari. Þegar Ed sá það sem stuðningsmenn kölluðu eftir þá greip hann boltann og fèkk klapp fyrir. Þegar Van Gaal steig inn þá byrjuðu valdatöfl og Ed sigraði enda brúða Glazers bræðra. Morinho ævintýrið var köflótt og það var vitað mál að við urðum að styrkja liðið. Ed talaði og talaði,malaði og malaði sem endaði þannig að Morinho var látinn fara, aftur sigraði Ed valdataflið. Nú er OGS kominn og Ed er ekki mikið að styðja við bak hans. Við höfum sjaldnar verið með eins veikann hóp enda hafa flestir ef ekki allir sèð í gegnum aðferðarfræði Ed, nú hefur hann passað sig á að sína svipi eða tilfinningar, OGS er stærra nafn en Ed á Old Trafford og það er klárt að ef janúar glugginn verður einhver ræpa þá verður skuldinni skellt á Ed og OGS lifir áfram. Við vitum að of margir leikmenn í United eru ekki nægjanlega góðir til að halda klúbbnum í forystu þessu ætlar Ole að breyta og hann getur tekið stórar ákvarðanir, sumar góðar og sumar sárar. En það er Manchester United enginn er eða mun vera stærri en klúbburinn. Það er eitthvað sem nokkrir fílupúkar hafa komist að. Svo er Ole ekkert að fjasa um hluti eða taka niður leikmenn, einungis bros og talar um næsta leik.
One United
Red Army
Stebbi Cantona