Á morgun takast á þau tvö lið sem eru í hvað mestum vandræðum í deildinni það sem af er hausti.
Newcastle er næst neðst, með fimm stig eftir sjö leiki og nýr stjóri, Steve okkar Bruce er engan að heilla. Okkar menn eru hins vegar í 10 sæti með aðeins níu stig eftir sjö leiki og undir venjulegum kringumstæðum væri umræðan um að reka stjórann orðin alltumlykjandi. En þetta eru ekki venjulegar kringumstæður og ég dreg fram uppáhalds, ef uppáhalds skyldi kalla, myndina mína.
Í þetta skiptið horfum við bara á leikmenn keypta eftir 2013, árið sem Sir Alex Ferguson og David Gill hættu og eigendurnir stóðu uppi án besta framkvæmdastjóra allra tíma og eins besta fjármálastjóra allra tíma. Ekki einasta réðu þeir David Moyes, sem þó var rekinn fljótlega, heldur hafa leikmannakaup verið á höndum Edward Woodward og þess framksvæmdastjóra sem mönnum datt í hug að gæti bjargað málum.
Við horfum á þessi kaup og ég met nytsemi þeirra í liðinu í dag og útkoman er sorgleg. Eingöngu Paul Pogba fær græna ljósið og stöku maður er á gulu, fínn í hóp. Hvernig er hægt að horfa á þetta og segja að framkvæmdastjórinn sem hlýtur að eiga einhverjar þakkir skyldar fyrir kaupin þrjú í sumar sem hingað til hafa verið þrír af bestu mönnum liðsins? Hvað á nýr framkvæmdastjóri að gera og hvernig væri honum greiði gerður með að setja hann í ómögulega aðstöðu. Það er nær óhjákvæmilegt að leyfa Ole Gunnar að halda áfram og fá í það minnsta tækifæri í janúarglugganum að stoppa aðeins í götin.
Það lítur líka út fyrir að þetta sé skoðun langflestra stuðningsmanna. Það er nær allt ömurlegt innan vallar sem utan, en það væri skammgóður vermir að reka stjórann.
Að því öllu sögðu þá hlýtur leikurinn að vera skyldusigur. Ef leikurinn tapast? Hugsum ekki um það
Newcastle United
Newcastle var ekki mjög öflugt á leikmannamarkaðnum í sumar en splæsti þó heilum 40 milljónum punda í framherjann Joelinton frá Hoffenheim. Síðan var Allain Saint-Maximin, ungur kantmaður, sóttur frá Nice og ekki má gleyma Andy Carroll á frjálsri sölu frá West Ham.
Það hefur verið rót á leikaðferðunum hjá Bruce, en eini sigur liðsins í haust kom þegar Bruce notaði 3-4-3 leikaðferðina sem Benítez notaði alltaf og svo virðist sem 5-0 skellurinn móti Leicester um síðustu helgi hafi valdið því að Bruce ætli til baka í hana
Þessi uppstilling er að fullu fengin frá The Guardian, en staðan á liðinu er þannig að spár um byrjunarliðið eru verulega breytilegar, leikmenn eins og Krafth, Ki, Almiron og Muto gætu komið inn. Þetta lítur samt líklegast út ef niðurstaðan verður 3-4-3.
United
Meiðslin eru ekkert að lagast hjá United, Pogba verður ekki með, Martial og Shaw eru ólíklegir og Wan-Bissaka missti af leiknum móti Alkmaar. Svo er óljóst hversu alvarleg meiðsli Jesse Lingard eru en hann er örugglega ekki með á morgun.
Ég verð að viðurkenna að það er óskhyggja að setja Greenwood á toppinn og Rashford út á kant, en allt frekar en Andreas Pereira.
Leikurinn hefst á morgun kl 15:30
gummi says
Pogba gæti nú líka verið fullur ekki búinn að vera góð kaup fyrir okkur það er svakalegt hvernig klúbburinn er búinn að eyða þessum peningum síðan Ferguson hætti
gummi says
Þetta á að vera gulur
Helgi P says
Ég sé ekki þetta lið vinna Newcastle
Frikki11 says
Finn bara myrknættið leggjast yfir mig þegar maður horfir á líklegt byrjunarlið. Þetta er í besta falli 0-0 leikur fyrir okkur.
Ole er club legend og verður ætíð elskaður og allt það en er hann nógu góður manager til að stýra þessari uppbyggingu ?
Ég vissi að þetta tímabil yrði erfitt og Ole þyrfti tíma, en það er allt dautt í sókninni og spilamennskann hörmuleg og Ole lookar clueless á hliðarlínunni
Frikki11 says
Sjáið bara liverpool , þeir kyngdu stoltinu og sögðu við Kenny Daglish, heyrðu vinur þú ert algjört legend en ekki rétti maðurinn til að stýra þessu, þeir hentu stígvélinu í hann og sögðu honum að setjast upp í stúku og réðu inn Klopp, sem ég var btw ólmur í að fá eftir að við rákum Moyes.
Björn Friðgeir says
Gummi: það er vissulega gul slikja á honum en á réttum stað á vellinum er hann samt besti maðurinn okkar
gummi says
Brendan Rodgers kom eftir Daglish
Erlingur says
Fred hlýtur að fá tækifæri sem fölsk 9
David says
Skil ekki þessa neikvæðni. Liðið þarf að spila sig í gang og venjast áherslum hjá nýjum þálfara. Solskjær náði fínum árangri með Molde og ákvað svo í ölæði að taka skref niður og taka við smáliði. Frétti af tveimur blindum japönum sem enn nenna víst að sitja fyrir framan tv þegar man utd spilar. Solskjær ætlar að styrkja liðið í jan og mun vera á eftir p.casgoine, hittust víst á aa fundi hann og stjórn man utd.
Tel ágætislíkur á því að við man utd menn getum hangið á jafnri 0-0 gegn newcastle í kvöld en missum þá framúr okkur þegar leikurinn byrjar.
Áfram man utd, not