Lið United kom ekki á óvart nema Victor Lindelöf er meiddur og því kom Axel Tuanzebe inn í miðvörðinn og Dalot og Young fóru í sínar bakvarðastöður. Nemanja Matic fékk að fara á bekkinn.
Í upphituninni talaði ég um að Newcastle færi í 3-4-3 en flestir stilltu byrjunarliðinu upp sem 5-4-1
Það var engu að síður Newcastle sem byrjaði af miklum krafti Young þurfti að blokka skot Almirón uppi við markteig strax eftir 40 sekúndur. Um leið og United fékk boltann og sótti á kom hins vegar vel í ljós að Newcastle ætlaði að spila mjög aftarlega og mjög þétt. Ef eitthvað var voru Newcastle menn aðeins ákveðnari framávið, en hvorugt lið náði upp miklu spili og United mönnum reyndist afskaplega erfitt stundum hvort tveggja að koma boltanum á samherja og að halda boltanum.
Engu að síður taldist United hafa haft 60% af boltanum fyrstu tuttugu mínúturnar en það hafði nákvæmlega ekkert komið út úr því, þétt miðja og vörn Newcastle sá til þess.
Fyrsta almennilega marktilraunin í leiknum kom á 28. mínútu, Saint-Maximin sem var einn besti maður leiksins, gaf á Matthew Longstaff sem nýtti tækifærið til að skjóta utan teigs en boltinn fór ofan á þverslána. Of opið þarna í vörn United.
Scott McTominay fékk varsjárdóm um að hann hefði ekki átt skilið rautt spjald, var smá heppinn þar sem hann fór með fótinn hátt og í hné varnarmanns.
Áfram hélt þetta, United reyndi að sækja og gekk ekkert, en Newcastle virtust mun beittari og á 39. mínútu kom löng sending fram á Almirón sem var einn fyrir innan en hann var aðeins of lengi að leggja boltann fyrir sig og komast inn í teiginn og það gaf Maguire tíma til að komast fyrir hann og blokka skotið. Mjög vel gert hjá Maguire en á móti slakt að leyfa þetta.
Fyrsta skot United á mark í 150 mínútur á útivöllum leit svo dagsins ljós, Andreas Pereira lagði fyrir sig boltann á miðjunni og lét vaða af 25 metra færi, ágætis skot en Dubravka átti ekki í miklum vandræðum með það.
Langbesta færi United var þegar Fabian Schär skallaði í horn og úr horninu var Harry Maguire með galopinn og frían skalla á markteig en tókst einhvern veginn að skalla framhjá. Skelfilegt hjá honum og lá við að skallinn frá Schär hefði verið hættulegri.
Núll núll í hálfleik og ekkert að frétta.
Seinni hálfleikurinn hélt áfram í sama farinu, ekkert að gerast, fyrr en á 55. mínútu að Steve Bruce ákvað að nóg væri komið af Joelinton og sendi Andy Carroll inná í staðinn. Fimm mínútum síðar kom skipting hjá United, Diogo Dalot var eitthvað meiddur og Marcos Rojo kom inná og fór í miðvörðinn en Tuanzebe út í bakvarðarstöðuna.
Enn liðu fimm mínútur án þess að mikið gerðist og þá kom Mason Greenwood inná fyrir Mata, skipting sem var amk ekki slæm á pappírnum, ólíkt umræðunni um að Matic hafi verið að hita upp.
United voru aðeins að gera sig líklega, það var helst að Daniel James sýndi lit, og á 71. var það enn Fabian Schär sem bjargaði í horn, meter áður en fyrirgjöf James hefði borist á Rashford.
Það var síðan strax í næstu sókn Newcastleg að Matthew Longstaff, 19 ára bróður Sean sem var svo mikið í umræðunni í sumar, skoraði. Sóknin var hröð, góður leikur Saint-Maximin upp flott sending á Willems á auðum sjó vinstra megin, hann virtist vera búinn að vera of lengi að þessu, en spilaði vörnina upp úr skónum og gaf svo út á vítateigsbogann þar sem Matty Longstaff kom á ferðinni og skaut lágum bolta í markhornið.
Einhvern tímann hefðu síðastu tuttugu mínúturnar í leiknum verið þindarlaus sókn United í leit að mörkum en það var ekkert í leiknum sem gaf einhverja von til þess að eitthvað myndi gerast. Það var enginn kraftur í uppbygginguning og alltof margir leikmenn United voru mistækir og bitlausir.
Síðasta skipting United var Chong inn fyrir Young á 85. mínútu en það breytti auðvitað engu.
De Gea kom fram þegar United fékk aukaspyrnu á síðustu sekúndunni en hún fór auðvitað beint á Dubravka.
Uppgjörið
Það er erfitt að segja það en þetta er liklega versta staða sem United hefur verið í síðan Sir Alex hætti. Það er bara eitt sem er ljóst, og það er að Ole Gunnar Solskjær er fjarri því mesti sökudólgurinn þó að vissulega hljóti hann að eiga einhvern þátt í andleysinu sem spilamennskan er föst í. Það sem hinsvegar setnur upp úr er að helmingurinn af liðinu á ekkert erindi í byrjunarlið Manchester United. Innkaupin síðustu árin eru fullkomið þrot og nú er klúbburinn að uppskera.
Við vissum í fyrrasumar að annað sætið það vorið var heppni og að styrkja þyrfti liðið verulega. Í staðinn var Fred keyptur.
Fred.
FRED!
Og það eina sem hægt er að segja um Fred er að hann er hugsanlega líklega ekki eins sálarhörmulegaslakur og Matic er orðinn.
Það er enn svo að flest stuðningsfólk United gerir sér grein fyrir að það gerir líklega lítið í dag að skipta um stjóra, til þess er liðið í heild sinni bara alltof slakt.
Verkefni vetrarins verður því að reyna að halda liðinu fyrir ofan fallsæti fram í janúar og sækja þá einhvers konar styrkingu til að koma í veg fyrir fall. Vandamálin sem hafa valdið stöðunni sem liðið er í verða hins vegar ekki leyst, eigendurnir munu sitja sem fastast og Edward Woodward verður ekki rekinn.
Næsti leikur er gegn Liverpool og við höfum tvær vikur til að hlakka til.
Bjarni Ellertsson says
Jæja, það verða nú einhverjir að spila leikinn en ekki er það gott. Framhald af síðasta leik sýnist mér og hef því enga trú á liðinu í þessum leik.
gummi says
Það er orðið nokkuð ljóst hverjir verða Meistarar í ár
Ernir says
Úff… Hef vonda tilfinningu fyrir þessu byrjunarliði. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.
Sindri says
Æji þessi fyrri hálfleikur.
Lýsirinn samt það versta í þessari útsendingu.
Skot á og af marki.
Hvað er skot af marki?
Omar says
Djöfull er Fred ógeðslega lélegur. Hann getur bara ekki rassgat karl greyið.
Finnst bara ekkert skrítið þó svo að Óli Gunnar sé í vandræðum með þetta lið. Hópurinn er of þunnur og ungu strákarnir okkar eru allt of brothættir og aumir í alvöru fótbolta.
Sóknarmaður og miðjumaður eru skýr krafa í næsta glugga. Þó ekki væri nema til þess eins að halda okkur um miðja deild.
Audunn says
60 mín liðnar og staðan 0-0 og ekkert að frétta af sóknarleik Manchester United og hvað gerir þá stjórinn til að poppa upp sóknarleikinn? Jú skiptir um bakvörð 😂😂😂
gummi says
Solkjær er á leiðinni niður með þetta lið
Tryggvi says
Er Fred örugglega knattspyrnumaður?
David says
Úff hvað þetta er sorglegt
Tveimur stigum frá fallsæti
Og alltaf að brjóta heimskulega af okkur á þessum seinustu og verstu
Audunn says
Ég trúi ekki öðru en að Solskjær verði rekinn á morgun.
David says
Getið þið ímyndað ykkur að falla og liverpool vinnur deildina
Danni says
@Audunn
Bíddu átti hann að láta Dalot spila meiddan?
Hvern hefði hann átt að setja inná??
Greenwood kom inn fyrir Mata og gat ekki neitt.
Hvaða breytingar hefðir þú gert í þessari stöðu?
Ég er búinn að fylgjast með þessari síðu í dálítinn tíma og það eina sem þú hefur til að leggja er skítkast út í liðið og þá stjóra sem eru við völdin hverju sinni. Lausnin er alltaf sú sama, rekum stjórann…
Sannleikurinn er að við búum við nýjan veruleika. Við erum bara ekki með lið sem hefur þau gæði að geta barist um titla í dag.
Þau kaup sem Solskjær þó gat gert í sumar hafa verið að koma vel út. „Ruslið“ í liðinu okkar er komið til vegna þess að síðustu 3 stjórar hafa verið að spreða peningum í algjöru rugli og enganvegin verið að styrkja liðið.
Sé bara ekki hvernig það getur verið lausn að reka stjórann á þessum tímapunkti, enda hver ætti að taka við og hvernig ætti hann að ná einhverjum árangri með þetta lið?
Danni says
@Audunn
Bíddu átti hann að láta Dalot spila meiddan?
Hvern hefði hann átt að setja inná??
Greenwood kom inn fyrir Mata og gat ekki neitt.
Hvaða breytingar hefðir þú gert í þessari stöðu?
Ég er búinn að fylgjast með þessari síðu í dálítinn tíma og það eina sem þú hefur til að leggja er skítkast út í liðið og þá stjóra sem eru við völdin hverju sinni. Lausnin er alltaf sú sama, rekum stjórann…
Sannleikurinn er að við búum við nýjan veruleika. Við erum bara ekki með lið sem hefur þau gæði að geta barist um titla í dag.
Þau kaup sem Solskjær þó gat gert í sumar hafa verið að koma vel út. „Ruslið“ í liðinu okkar er komið til vegna þess að síðustu 3 stjórar hafa verið að spreða peningum í algjöru rugli og enganvegin verið að styrkja liðið.
Sé bara ekki hvernig það getur verið lausn að reka stjórann á þessum tímapunkti, enda hver ætti að taka við og hvernig ætti hann að ná einhverjum árangri með þetta lið?
Snjómaðurinn Ógurlegi says
Lengi hefur maður svona grínast með það að United séu orðnir miðlungs lið án þess beinlínis að meina það þar sem gæðin hafa alltaf verið til staðar til að skila að minsta kosti Evrópusæti (ég verandi stuðningsmaður Liverpool). En núna bregður svo við að þetta er ekkert grín lengur heldur bara blákaldur veruleikinn sem blæs eins og nöpur norðanáttin á miðjum Þorra. Mér er skapi næst að velta mér um að hlátri :D
En örvæntið eigi! Næsti leikur er gegn Liverpool og samkvæmt hefðinni skiptið þið um stjóra eftir þann leik. Vona að hann geti náð því besta úr Fred, einhversstaðar djúpt inn í honum leynist eflaust fótboltamaður….kannski?
Audunn says
@Danni. Ef Daliot var meiddur afhverju að breyta miðvarðarparinu sem var bara að spila ágætlega?
Afhverju fer Rojo ekki í vinstri bakvörður og Young hægri?
Skoðaðu tölfræði liðsins undir stjórn Ole Gunnar.. það þarf engan snilling til að sjá að liðið er ekki í góðum höndum.. það er augljóst.
Ég var til í að gefa Solskjær séns en ég var líka að vona að við myndum sjá einhverjar framfarir.. þannig er það bara alls alls ekki. Frank Lampard er kominn lengra með Chelsea liðið á þremur mánuðum.. þannig er nú staðan í dag.
Stjóri sem ekki sér veikleika liðsins hefur ekkert að gera sem stjóri Manchester United. Stjóri sem spilar Young leik eftir leik þrátt fyrir að hann geti nákvæmlega ekkert er ekki hæfur sem stjóri Manchester United.
Þetta er full reynt hjá Ola. Liðið er tveimur stigum frá fallsæti þrátt fyrir að eiga eftir að fara í gegnum erfiðastu leikina á tímabilinu.. þetta bara gengur ekki lengur.. Liðið er heilalaust innan sem utan vallar og stjórinn hefur engin svör.. nákvæmlega engin.
Einar says
@Sindri: Hver var að lýsa leiknum?
Arnar says
Ég var tilbúinn að gefa Ole tíma til að koma liðinu aftur í fremstu röð, ekki til að berjast um evrópudeildarsæti. Ég ólst upp við að elska þennan gæja en þetta bara gengur ekki mikið lengur.
egill says
Það að það sé til fólk sem ver Ole er náttúrulega bara jafn furðulegt og að Man Utd sé komið í fallbaráttu.
Ole ber 100% sök á því hvar við erum í dag. Það er hlutverk þjálfarans að ná því besta úr leikmönnum sínum, hann er ekki að ná neinu úr einum einasta leikmanni, meira að segja De Gea hefur verið ólíkur sjálfum sér síðustu mánuði.
Hann er búinn að fá tvo leikmannaglugga til að styrkja liðið, og við erum lélegri en við höfum nokkurntíman verið.
Það var Ole sem ákvað að fá engan inn fyrir Herrera og Fellaini, það var líka hann sem ákvað að losa sig við Sanchez og Lukaku og fá engan inn í staðin. Það var Ole sem ákvað að treysta á kjúklinga sem eru alls ekki tilbúnir. Það er Ole sem ákvað að gefa mönnum styttra sumarfrí og hagaði þjálfun þannig að menn myndu síður meiðast, samt eru allir meiddir og Ole virðist ekkert vita hvað hann er að gera.
Það er Ole sem á að vera með leikskipulag, það er ekkert slíkt í gangi hjá okkur, tilviljunarkennd spilamennska sem endar á því að við missum boltann. Við höfum varla unnið leik án þess að sigurmarkið komi úr víti.
Rashford er ekki striker, Greenweood er ekki kanntmaður, Perreira og Fred eru ekki fótboltamenn og Mata er hægari en langamma mín. Það eina góða við leikinn í dag er að Lingard var ekki að spila.
Ole ber fulla ábyrgð á því að við erum 2 stigum fyrir ofan fallsæti.
Glazer og Woowdard eru fávitar, en Moyes, LvG og Mourinho voru líka með þessa trúða þegar þeir þjálfuðu liðið, samt tókst þeim að gera betri hluti heldur en Ole.
Er nokkur einstaklingur hérna sem mun horfa á leikinn gegn Liverpool? Það vita allir að við munum ekki ná stigi þar, og sá leikur gæti orðið risastórt tap.
#oleout
Helgi P says
Væri ekki bara það besta sem kæmi fyrir klúbbinn að fara niður kannski myndi þá glazerarnir selja og Ed woods fara loksinns frá klúbbnum
Elís says
Núna eru allir reiðir og mjög margir komnir á Óla burt vagninn. Óli er ekki að standa sig eða ná neinu úr þessu liði. Liðið er ekki nógu glott en einhverjir stjórar myndu gera betur án efa.
Óli er bara að stjórna þessu liði af því að hann er Utd goðsögn en ekki frábær stjóri.
Lausnin núna er ekki að reka kappan heldur að klára tímabilið og halda áfram þessari hreinsun og láta annan stjóra koma inn næsta sumar.
Margir að benda á að það þarf að kaupa 5-6 heimsklassa leikmenn. Ef þú ert heimsklassa leikmaður viltu koma til Man Utd í dag ? Svarið er Nei, liðið lélegt, stjórinn lélegur og það er verið að hreinsa. Ef Man City og Liverpool eru ekki á eftir mér á Englandi eða Barcelona, Bayern, Juventus og Real þá myndi maður skoða Man Utd en ekki fyrr.
Man Utd í dag er mörgum árum frá því að berjast við þessi stórlið og þarf einfaldlega að sætta sig við það því að það er staðreynd.
Timbo says
Það er sársaukafullt að sjá átrúnargoðið manns vera skák og mát, hann á ekki breik í þetta job. Hins vegar ber leikmannahópurinn stærstu sökina, það þyrfti að dæla Cialis í þessa kauða. Getu – og gredduleysið tröllríður öllu þar á bæ.
Helgi E says
In Ole we trust! Eða amk ég!
Svolítið eins og ef hótelstjóri heldur áfram að skíta upp á bak með reksturinn en skiptir alltaf bara um móttökustjóra og býst við að hann bjargi málunum á meðan hótelstjórinn/stjórnin gefur móttökustjóranum ekkert fjármagn eða svigrúm til að auka við starfsliðið eða betrumbæta það.
#woodwardout #glaziersout
Audunn says
Langt því frá að vera sambærilegt @Helgi E.
En ég ætla svo sem ekki að reyna að tala mönnum af því að treysta Ole, það verður hver og einn að fá að hafa sína skoðun á því að sjálfsögðu.
En eftir því sem ég huxa meira um það hversu biluð ákvörðun það virkilega var að gefa Ole 3 ára samning eftir PSG leikinn þegar búið var að gefa það út að hann yrði út tímabilið og svo yrði staðan tekin.
Maður á ekki orð yfir hversu margar heimskar ákvarðanir hafa verið teknar undanfarin ár.. það er bilun.
Ole hefur þjálfað Cardiff með lélegum árangri þar sem hann var rekinn og svo hefur hann þjálfað Molde í Noregi. Er það nógu gott CV til að fá þriggja ára samning hjá United eftir nokkra leiki? Maður bara skilur þetta ekki.
United hefði getað fengið Pochettino í sumar, ég er alveg klár þá því.
Hann er ekkert sérstaklega sáttur hjá Spurs, það sést langar leiðir. En við fáum hann ekki í dag verði Ole rekinn. Í fyrstalagi í sumar og guð má vita í hvaða stöðu United verður þá.
Með Ole undir stýrið verður liðið líklega komið á þann stað að maður eins og Pochettino hefur ekki minnsta áhuga á að taka við þessu liði.
Snorkur says
Með þessu áframhaldi fer að styttast í að við þurfum að kalla til Stóra Sam :/
gummi says
Solskjær er bara búinn að gera alltof mikið af mistökum á þessum stutta tíma sem hann hefur stjórnað United þess vegna verður að reka manninn áður en hann fer niður með liðið því þar endum við ef hann heldur áfram
Robbi says
Sælir félagar nú eru erfiðir tímar hjá okkur Utd mönnum og í þessi 42 ár sem ég hef stutt þetta lið er þetta líklega það versta sem ég hef séð enn ég er samt spenntur fyrir framtíðinni jújú Solskær hefur gert fullt af mistökum sem stjóri en ég held samt að hann sé rétti maðurinn í þetta starf og við verðum að vera þolinmóðir.Hann (Solskær)er búin að fá einn glugga og hann kaupir 3 leikmenn sem allir lofa góðu hann er allavega með einhverja hugmyndafræði í innkaupum og hvernig hann vill spila fótbolta.Ég nenni ekki að lifa í fortíðinni og tala um öll mistökinn sem hafa verið gerð bæði hjá fyrverandi stjórum og eigendum því við vitum allir hvað þau eru stór og mikil.Ég persónulega vil gefa Solskær fleirri glugga til að bæði losa okkur við margt af þessu rusli sem við erum með og fjárfesta í nýjum mönnum og vona ég að stjórn félagsins styðji hann í þessari uppbyggingu sem fram undan er gefum honum allvega næstu 2 glugga og sjáum hvort við munnum ekki sjá mun á liðinu á sama tíma að ári.
MSD says
Næsta hreinsun þarf að vera öðruvísi, það þurfa að koma menn inn í staðinn fyrir þá sem fara!
Að United skuli ekki hafa klárað Bruno Fernandes kaupin í sumar er mér óskiljanlegt. Hann var falur fyrir 60m punda, sem er gjöf ef við miðum það við 50m punda verðmiðann á Fred !
Það er ekkert að frétta. Leikmenn eru með ekkert sjálfstraust. Það að spila ungum leikmönnum er frábært, en ég er líka handviss um að það hefur verið mun auðveldara fyrir menn eins og Greenwood, Brandon Williams, Gomez og Chong að koma inn í liðið þegar menn eins og Rooney, Ronaldo, Scholes, Giggs o.fl. voru burðarstólparnir. Í dag eru engir burðarstólpar í liðinu, ekki einn! Það að henda öllum ungu leikmönnunum inn núna og vonast til að þeir springi bara út á sama tíma er alls ekki raunhæft. Planið er algjörlega í rúst, maður sér enga stefnu inn á vellinum hvað skuli gera. Við erum með ágætis defending record en getum engan veginn skapað færi! Þú vinnur ekki fótboltaleiki öðruvísi en að skora mörk.
Það eina sem ég er hræddur um varðandi brottrekstur á Ole er að þá komi nýr maður inn með aðra sýn, hann erfir leikmenn sem hann e.t.v. hefur ekki not fyrir og sama formúlan byrjar upp á nýtt. Hann fær 1-2 glugga og nær ekki að komast af stað og er rekinn. Á endanum verðum við með hóp af einstaklingum sem hafa verið keyptir inn en enginn veit hvað á að gera við og enga liðsheild.
Mér líst vel á kaupin í sumar en þau voru engan veginn nóg í ljósi þess að menn voru látnir fara. Ég er sammála hreinsuninni en ég hefði viljað sjá stjórnina backa hann meira í leikmannakaupum. Þeir sorteruðu vörnina ágætlega en restin er í molum.
Menn kölluðu eftir því að gefa Fred sénsinn í stað Matic sem var slakur og skildu ekkert í því að spila ekki Brasílíumanninum fremur en gamla Serbanum. Held að það sé orðið augljóst núna af hverju. Fred er hreinlega enn verri en Matic, guð minn góður! Hann getur bara ekki hitt samherja eða tekið við einföldum sendingum!
Ég er ekki bjartsýnn á janúar kaup. Það verða einhverjir plástrar þar í boði á uppsprengdu verði. Það vita allir að við verðum desperate og skilum alltaf methagnaði sem business mennirnir við stjórnvölin leiðast ekki að hreykja sér af.
cosak says
Sammála rabba.
Hef verið að velta því fyrir mér hvort að OLE hafi viljandi veikt liði töluvert. til að reyna að fa meiri pening.
Jú hann hefur gert fullt af mistökum enda ungur og efnilegur stjóri sem VONANDI á langan feril hjá okkur.
Góða það sem hann hefur verið að gera er að losa okkur við menn sem hafa ekki áhuga á að spila fyrir klúbbinn. Jú þeir hefðu kanski hjálpað okkur upp í 4 sætið en MÍN skoðun er sú að við eigum ekki að vera að miða þangað. Auðvitað hefur hann sennilega viljað losna við Mata og matic líka en þá hefði bara ekkert orðið eftir og við ekki fengið neinn pening að viti fyrir þá. Kaupstefna hans lítur vel út eins og er og vona ég að hann fari ekki í panic kaup í sumar.
En eg get bara ekki skellt skuldunni á hann á hvað menn eru lélegir. Hvernig er það að þessir guttar geti ekki búið til marktækifæri. OLE getur bent þeim á leiðir hvernig hægt er að fara að ein Fokk off þessir kallar verða að geta hugsað aðeins sjálfir og búið eitthvað til. Svo það versta er að núna eru menn orðnir ragir því illa hefur gengið og þeir eru hættir að þora að taka menn á og búa til einhver færi. Daniel er alla veganna að keyra á menn og reyna að hrefa vörnina, afhverju eru ekki fleiri að gera þetta?!
Þetta er alveg 3 ára plan að koma okkur á svipaðan stall og Liverpool. Við erum 2 miðjumönnum 1-2 framherjum og 2 varnamönnum frá liverpool. Ef Oli fær sens á að kaupa þessa kalla sem vantar þá er ég nokkuð viss um að hans ætlunar verk verði að veruleika.
Það sem hefur líka einkennt ManUtd í velgengninni er ekki lið fullt af stjörnum heldur stjörnulið. þar sem allir eru að hífa hvorn annan upp og eru tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn.
En djöfull er samt leiðinlegt að horfa á þetta núna !!! Fyrsta skiptið með árskrift af fótbolta og er nánast farinn að segja henni upp.
Höldu áframm sjáum hvað gerist. Það er alltaf hægt að reka hann en svolítið ósanngjart að gefa honum ekki smá sens.
MSD says
…og hvar eru Green and Gold treflarnir??
Ég vil fara að sjá meira action varðandi Glazer Out herferðina!
Audunn says
Ég skil ekki þessa Glazer out herferð svo ég segi eins og er.
United hefur eytt um 900 milj punda í leikmenn síðan Sir Alex hætti, það eru ekki mörg lið í þessari deild sem hafa eytt álíka upphæðum á sama tíma.
Jú jú auðvita vill maður meira en við gætum alveg verið í verri málum en þetta.
Hinsvegar væri ég til í að taka þátt í Woodward out herferð, það eins sem ég set út á Glazer liðið er að losa sig ekki við helv hann Woodward því hann er úti að skíta.
MSD says
Ég skil þá herferð vel.
https://www.theguardian.com/football/2018/oct/04/glazers-manchester-united
Ed Woodward er frábær business maður og sennilega á hann stóran þátt í þessum tekjutölum sem virðast alltaf brjóta einhver met á hverju ári þrátt fyrir engan árangur innan vallar. Hann á að einbeita sér að því og leyfa öðrum að hafa áhyggjur af knattspyrnulegu þáttunum. Director of Football er nauðsynleg staða sem þarf að fylla. Hinsvegar grunar mig að þetta sé mikil valdabarátta bak við tjöldin og hann vilji ekkert gefa þetta vald frá sér. Á meðan hann skilar inn bókhaldstölunum í plús þá er Glazer bræðrum alveg nákvæmlega sama um restina.
Silli says
Eins og það er hræðilegt að sjá svona gengi aftur (ég hef verið grjótharður stuðningsmaður frá 1982), þá finnst mér vera eitthvað plan í gangi núna, ólíkt síðustu 3 stjórum.
Við erum ekki að kaupa gamlar stjörnur upp á von og óvon.. og treyjusölu.
Man enginn hér hve litlu það munaði að Sir Alex væri rekinn, já eða að hann kom ekki frá stórum klúbbi?
Annað- Getur einhver hér hjálpað mér að muna eftir glugga, undanfarin ár; þar sem jafn margir góðir UNGIR leikmenn voru keyptir eins og í sumar?
Alexis Sanchés hefur aldrei getað neitt í Manchester United treyju. Lukaku er allt of hægur í boltann sem OGS vill spila… Aftur á móti sakna ég Herrera.
– Þessa 3 leikmenn skipti engu máli fyrir hvaða klúbb þeir spiluðu.. þess vegna voru þeir látnir fara, sem mér finnst frábært!
Eins og ég hef áður sagt, þá á uppbyggingin eftir að taka tíma.. Langan tíma.
Já og svo á að ráða Gary Neville sem yfirmann knattspyrnumála- Strax!
Go go Man United!
Kv. Gamli kallinn.
gummi says
Nú er Lukaku farinn og mér finnst nú liðið ekkert hraðar þegar hann er farinn
gunnar says
Oli áfram stjóri þar til Poch hættir hjá Tottenham þá hækkum við Ola í tign og gerum hann að Director of football….. kallast dagdraumar…
Erlingur says
En hvað með að setja Fred í holuna margfrægu
Silli says
@gummi
Lestu betur. Það er nefnilega eitt lítið lykilorð þarna sem þú mögulega tókst ekki eftir.
MSD says
Solskjaer’s initial view after replacing Mourinho was that United needed to change nine players. So far, three have left and three more have come in. [bbc]
Solskjaer was keen to make further signings but a combination of the correct players was not available, the inability to get unwanted players out of the club to create space and asking prices being deemed to be too high made it impractical. [bbc]
Not Ole’s fault if Ed Woodward cant sign the players he and United need.
Helgi P says
Þessir leikmenn hjá okkur fara bráðum að vera verðlausir því þeir geta ekki neitt
davíð says
Ef að OGS skellir skuldinni á leikmenn að þá verða þeir frekar fljótir að rústa þessu fyrir honum, fara að spila eigingjarnt og rústa tímabilinu en frekar.
Ef þið þyrftuð að velja milli þess að halda Pogba og DeGea eða OGS hvern mynduð þið láta flakka ?
Karl Garðars says
Fred. Engin spurning.
ingo magg says
https://www.fotbolti.net/news/14-10-2019/sameiginlegt-lid-liverpool-og-man-utd-valdi-alla-fra-liverpool
ég segi ekki meira!
birgir says
Varðandi þetta sameiginlega lið þá held ég að enginn vafi leiki á stöðu Van Dijk, Robertson, Fabinho, Salah, Firmono og Mane
Varðandi hægri bak þá er Wan-Bissaka af mörgun talinn betri varnarlega, en Trent betri sóknarlega.
Skv. tölfræðinni þá kemur Trent betur út á nær öllum sviðum leiksins.
https://www.premierleague.com/players/14164/Aaron-Wan-Bissaka/stats?co=1&se=274
https://www.premierleague.com/players/14732/Trent-Alexander-Arnold/stats?co=1&se=274
Maguire eða Matip? Matip hefur að flestra mati verið besti varnarmaður Liverpool á leiktíðinni og var meðal annars valinn leikmaður septembermánaðar. Tölfræðin þeirra er mjög svipuð þrátt fyrir að Maguire spili í mun varnarsinnaðra liði. Báðir ættu tilkall í sameiginlegt lið.
Winjaldum, Henderson eða Pogba. Tölfræði Pogba er nokkuð ólík í samanburði við H og W, að sumu leyti betri og að öðru leyti verri. Pogba ætti að vera sjálfvalinn starter, þó svo að hinir hafi sýnt jafnari frammistöður. Með Pogba myndi ég velja Naby Keita sem ég spái að verði orðinn byrjunarliðsmaður hjá Liverpool eftir nokkrar vikur.
Alisson eða De Gea? Það er vissulega erfitt að bera setja Alisson í samanburð þar sem hann hefur ekkert leikið á leiktíðinni. Í fyrra var Alisson vissulega mikið betri og á þessari leiktíð hefur De Gea ekki verði sérlega sannfærandi. Það eina sem gæti réttlætt valið á De Gea væri að benda á meiðsli Alisson.
Óskar G Óskarsson says
Nokkuð ljóst að solskjaer hefði átt að láta pogba fara i sumar.
Nu er ljóst að hann verður ekki með a sun, eg ætla bara að segja það, pogba er aumingi sem er alveg sama.
Ef þetta væri keane, scholes eða bara einhver sem er ekki sama, þa myndi hann pína sig i gegnum smá támeiðsli gegn lpool !
Grunar að sá sem solskjaer lagði mikið traust á, eigi eftir að verða solskjaer að falli.
Jonas says
Mistökin voru að láta Moyes fara þegar hann tók við af Ferguson, tel að Ferguson hafi valið hann þar sem hann skildi hugmyndafræðina að baki liðinu. Það var fyrirséð að uppbygging var framundan, Van Gaal og Móri voru kolrangir í það starf. Það er eins og þeir sem ráða hafi haldið að nafnið á félaginu væri nóg fyrir meistaradeildarsæti eða toppsæti, Klopp hafnaði t.d. starfi þarna sökum þessarar kolrangrar hugmyndafræði sem ríkir innan félagsins, það er það sem Óli er að berjast við núna. Það er eiginlega kristaltært að eyðimerkurganga liðsins sé rétt að byrja. Leikmenn á heimsmælikvarða, þá meina ég þeir sem annt er um orðspor sitt líta ekki við því að spila fyrir liðið, helst þeir sem komnir eru á seinni hluta ferilsins, þá aðallega vegna peningana, Sances er gott dæmi, og var vitað að væri búinn þegar hann var hjá Arsenal. De Gea skrifar undir vegna peningana, enda virðist ekki skipta máli hversu mörg mistök hann gerir, hann skal vera ennþá einn besti markvörður heims með 350.000 pund á viku. Menn höfðu engan áhuga á að selja stóra vandamálið, Pobca, oflaunaðan kjána sem leynt og ljóst vill ekki vera þarna. Styrktaraðilar smátt og smátt fara annað, Chevrolet mun ekki lengur vilja auglýsa á treyjum liðsins, sá sem samdi fyrir þá var reyndar rekinn stuttu eftir samninginn þegar ljóst var að liðið var að floppa big time. Fólk fer að hætta að kaupa treyjur, samdráttur verður í allri starfssemi félagsins, síðasta fréttin er sala eins af Glazerum á 13% hlut í félaginu. En eins og hægt er að snúa loftslagsvánni á rétta braut með sameiginlegu átaki, þá er það einnig hægt með liðið.