Solskjær gerði fjórar breytingar, Brandon Williams, Dan James, Nemanja Matic og Ashley Young komu inn í liðið frá síðasta leik
Varamenn Romero, Wan-Bissaka, Mata, Shaw, Lingard, Greenwood, Jones
Lið Burnley
Það sást strax á fyrstu mínútunum að þessi leikur var ekki að fara að verða sá hraðasti, enda léku bæði lið á fimmtudaginn. Fyrstu tíu mínúturnar áttu vel heima í facebook hópnum Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar en síðan fór United aðeins að hressast og ná smá spili. Það þarf hins vegar varla að taka fram að þeim gekki lítið að komast í gegnum vörn Burnley.
Burnley beitti þó nokkurri hápressu þegar vörn United voru með boltann en voru flótir til baka þegar þurfti og voru með mjög agaða 4-4-2 uppstillingu.
Loksins á 34. mínútu gerðist eitthvað af viti, Góð fyrirgjöf Brandon Williams endaði á Dan James sem átti slæma fyrstu snertingu með sköflungnum og síðan skot í varnarmann, boltinn fór á Martial við markteig en hann skaut í varnarmann á marklinu. Fjölmenn vörn Burnley sá semsé við þessu.
Brandon Williams var án efa frískasti maðurinn í United liðinu, kom hvað eftir annað upp vinstra meginn og átti hættulegar fyrirgjafir. Í einni slíkri missteig Nick Pope sig á marklínunni og þurfti aðhlynningu en harkaði það af sér.
En sóknir United báru loks árangur og það kom frá hægri en ekki vinstri og það var Pereira sem átti heiðurinn af því. Hann pressaði á vörn Burnley og hirti síðan boltann af Taylor, gaf snarlega inn á Martial sem var aleinn fyrir markinu, lék aðeins upp og skoraði snyrtilega framhjá Pope. Eitt-núll á 44. mínútu.
United byrjaði ágætlega í seinni hálfleik og Anthony Martial setti boltann í netið eftir fimm mínútur en það var dæmt af vegna bakhrindingar.
Eftir þetta var það helst dómaratríóið sem bar á, Bertie Mee hefði getað fengið rautt fyrir hátt spark á James, og síðan var flögguð rangstaða á Barnes sem hefði ekki verið dæmd með VAR. Loksins dæmdi Dean ekki á Bardsley, líklega réttilega því Rashford hreinlega hljóp á hann utan teigs.
Burnley menn höfðu spilað hart þó ekki sé meira sagt en það var upp úr aukaspyrnu þeirra sem Bardley átti frábært skot sem David de Gea varði enn betur.
Dan James fékk að kenna á hörku Burnley, Taylor sparkaði í ökklann á honum, hlaut gult fyrir og það var annað appelsínugult sem Burnley slapp vel við. Fyrsta skipting United kom um þetta leiti, Jesse Lingard kom inná fyrir Andreas sem hafði verið alveg þokkalegur.
United var ekkert agalega sannfærandi á þessum minútum og samdóma álit á samfélagsmiðlum var að United þyrfti annað mark enda lægi Burnley mark í loftinu. Það var frekar byggt á tilfinningu og fyrri reynslu enda komust Burnley ekki í hættuleg færi.
Á 83. mínútu átti United að skora. James sendi á Martial og með smá leik var hann kominn innfyrir en var með boltann á vinstri og treysti sér ekki, reyndi að færa boltann yfir og þá var Pope kominn út í hann. Martial lék frá og gaf á Lingard sem var allt of lengi að hlutunum í stað þess að taka skot gegnum vörnina á Popelaust markið. Illa farið með þetta.
Síðasta skipting leiksins var þegar Luke Shaw kom inn á fyrir Martial á 89. mínútu.
Brandon Williams var bókaður fyrir að varnarmaður setti fótinn fyrir hann og Williams fór hátt yfir hann. Williams átti líklega að labba í gegnum þennan fót, Mike Dean enn með fáranlega dómgæslu.
En það var Marcus Rashford sem innsiglaði sigurinn þegar tæpar fimm mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Burnley hafði sett allt í sóknina og United náði hraðaupphlaupi, James óð upp kantinn og gaf á Rashford sem fékk allan tímann til að leika upp að teig, sólaði Pope, en átti smá erfitt með að ná boltanum og rann svo til en setti þá tána í boltann sem lak framhjá varnarmanninum sem var kominn til baka.
Sanngjarn sigur United þó hann mótaðist vissulega af því að stutt var frá síðasta leik. Brandon Williams hlýtur að vera búinn að spila sig inn í liðið og Martial var góður þó hann hefði átt að geta notað vinstri fótinn þarna í markinu.
En fyrst og fremst: United náði loksins að halda hreinu og er komið í fimmta sætið, stigi á eftir Chelsea sem á leik gegn Arsenal á morgun.
hakki says
matić.. hjálpi mér hvað þetta verður hægt og rotið. Þessi leikmaður var búinn fyrir þremur árum. Afhverju ekki að henda inn einhverjum sem þarf á leikjum að halda..
þessi leikur fer 3-0 fyrir burnley. hörmulegt byrjunarlið
Bjarni Ellertsson says
Gefum þessu séns :) svona korter til sjá hvernig menn eru stilltir inná leikinn. Þetta verður slagsmál og puð sigur, hehehe.
Bjarni Ellertsson says
Helvískir hælbítar þetta Burnley lið og við virðumst ekki vera líkamlega tilbúnir í þessa baráttu.
Óskar G Óskarsson says
Pogba ekki i hóp.
Og solskjaer segir að þeim fannst ekki rétt að nota hann i kvöld utaf hann er að koma til baka 🤔
Samt buinn að koma inna i seinustu tveimur og solskjaer sagði að hann þyrfti mínútur.
Var þa ekki hægt að hafa hann til taks a bekknum?
Eg er alveg hættur að skilja ruglið i kringum þennan mann !
Bjarni Ellertsson says
Er PP bara ekki kominn á sölulista og verið að ganga frá lausum endum? Kæmi mér ekki á óvart. Annars erfiður leikur gegn yfirbaráttuglöðu liði. Höldum þessu áfram í seinni, það eru opnanir sem við erum ekki að nýta okkur. Nokkrir á hælunum bara hreyfa sig án bolta, bjóða sig, það lykillinn gegn svona liði.
Bjarni Ellertsson says
Góð vinnsla í seinni skilaði þessum þremur punktum, allir voru að berjast um lausu boltana. Var fallegt að sjá þótt leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Dómarinn var soft allan leikinn en tókst ekki að skemma fyrir okkur leikinn.
Gleðilegt ár utd menn og vonum að nú sé risinn að vakna.
GGMU
Georg says
Þroskandi fyrir kjulkingana að lenda þessum sigri og halda hreinu. Williams verður bara betri svo og Fred. GG
Heiðar says
Gaman að sjá okkar menn (loksins) halda hreinu og vinna leik sem þeim er fyrirfram ætlað að vinna. Slæmt að missa McTominay í meiðsli – Matic er ekki sami leikmaður og hann var. Fred hefur stigið heldur betur upp, no-nonsense fótbolti hjá honum í dag og fínn leikur. Brandon Williams er á leiðinni í þá vegferð að eigna sér vinstri bakvarðarstöðuna. Hann spilar heilt yfir betur en Luke Shaw og er ótrúlega flottur fram á við.
Ég man eftir pistli hér fyrir nokkrum árum þar sem fjallað var um akademíustarfið sem þá var í tómu rugli, ef mig misminnir ekki var m.a. talað um að U19 aðallþjálfarastaðan hafi verið ómönnuð í lengri tíma. Nú nokkrum árum síðar er akademían farin að skila af sér leikmönnum í aðalliðið á nýjan leik og fleiri að banka á dyrnar. Held að allir séu sammála um að þannig vill maður sjá United, þ.e.a.s. nota uppalda leikmenn sem kostur er.
Karl Garðars says
Mjög góður sigur og flestir okkar leikmenn að eiga fínan dag.
Án þess að þurfa að minnast á fremstu 3, Fred og Williams sem áttu allir stôrfínan leik þá var ég mjög ánægður með miðverðina okkar. Þetta var að ég tel þeirra besti leikur saman. DDG átti fína vörslu og þeir félagar uppskera hreint lak. Og m.v. mannaskítsglottið á DDG í leikslok þá er þetta greinilega búið að plaga hann mjög.
Að hinum sem ég kalla æskilega breiddarleikmenn þá áttu þeir ágætis dag, Young kom með ákveðna reynslu inn og pikkaði upp mínútur hér og þar. Matic var nú eiginlega bara fyrir Fred og flæðinu í sóknarleiknum en átti sín móment og þorir alltaf að halda boltanum aðeins. Ein mistök hans hefðu þó getað verið afdrifarík en það slapp allt til.
Hann Pereira minn, sem ég batt svo miklar vonir við þegar þeir félagar Pogba, Morrison o.fl. voru á leiðinni upp úr unglingastarfinu, var ekkert alslæmur þó hann hefði horfið á stórum köflum. Vinnusemin hjá honum og stórglæsileg stoðsending róuðu aðeins taugarnar í manni.
Vonandi heldur hann þessu áfram og verður super sub hjá okkur.
Menn leiksins að mínu mati: Williams og Fred.
Skúrkurinn var Mike Dean sem átti alveg afleitan dag og kórónaði það með gulu spjöldunum á okkar menn undir leikslok.
Goonerar næst og þar ætlar Pogba að setja tvö.
Audunn says
Þetta var virkilega sterkur og góður sigur sem ég persónulega átti ekki von á svona fyrirfram, sérstaklega ekki þegar ég sá byrjunarliðið.
Burnley alltaf erfiðir heim að sækja.
En 0-2 er sterkur sigur sem ætti að gefa liðinu aukið sjálfstraust.
Mér fannst Linderlof besti maður vallarins, eins var Williams mjög góður.
Martial að koma sterkur inn í markaskorun sem er gífurlega mikilvægt fyrir hann persónulega og svo liðið, við viljum dreifa markaskorun aðeins meira á liðið. Það vantar svolítið upp á það hjá miðjumönnum liðsins eins eru miðverðirnir að skila mjög fáum mörkum úr föstum leikatriðum. Eitthvað sem þarf að vinna í.
En á meðan við vinnum þá kvartar maður ekki.
Meira svona Manchester United, vonandi að þetta sé að detta í gang og 2020 verði okkur gott ár.
Ef liðinu tekst að kaupa tvo góða leikmenn í janúar þá getur ýmislegt gerst.
Þyrftum einn mjög öflugan miðjumann og eitthvað nýtt framávið sem gefur Ole fleiri möguleika á að spæsa hlutina upp og breyta áherslum og taktík.
Miðvörðu, tía og vinstri bakvörður má bíða til sumars 😀😀⚽
Bjarni Ellertsson says
Hjartanlega sammála um að það vantar öfluga miðjumenn og einn svona öflugan frammi við til að auka fjölbreytileikann. Nú ákvað norska undrabarnið Haaland að velja Dortmund umfram önnur stórlið sem voru á höttunum eftir honum, það virtist ljóst að hann væri ekki að koma til okkar líklega útaf þeirri einföldu ástæðu að við erum ekki í meistaradeildinni og ekki víst að við komust þangað í lok leiktíðar, þó við séum nær því en áður. Vonandi tekst það þó en hræddur er ég um að öflugir leikmenn, reynslu miklir leikmenn velja frekar það sem þeir sjá í núinu enda endalaust tuðað um það á samfélagsmiðlum :) og ýti okkur aftarlega í sína goggunarröð. Það er kannski ástæðan að Ole og kompaní horfi frekar á leikmenn innan UK sem ekki enn hafa sannað sig en hafa alla burði til að gera það á næstu árum, menn sem ekki eru enn komnir með umboðsmenn einsog Riola sem hugsar mest um rassgatið á sjálfum sér. Þannig að við erum í miðri brekku og leiðin er löng og torsótt á toppinn en á meðan hliðarskrefin eru ekki niðurá við þá kemur þetta á endanum, hef fulla trú á því, lífið fer alltaf í hringi og menn skapa sín örlög sjálfir. Nú er að komast yfir þann hjall að vinna þriðja leikinn í röð, það er þó líka að einhverju að keppa, höfum reyndar gugnað á því tvisvar í vetur en nú er allt þegar þrennt er og við náum að plassera okkur í heita sætinu. Munið að sólin kemur upp í austri og sest í vestri.
GGMU
MSD says
Afskaplega var þetta dómaratríó slakt. Annað markið hjá Martial mátti alveg standa, já eða allavega skoða það vandlega. Fannst það helvíti soft sóknarbrot. Nógu mikið geta þeir pælt í millimetrum í rangstöðum, pixell hér til eða frá í Paint forritinu þessara VAR manna.
En flott að ná að fylgja eftir góðum leik gegn Newcastle með sigri. Nú þarf bara að halda áfram. Arsenal eru næstir og hingað til hefur hentað okkur vel að mæta sterkari liðunum.