Þá er röðin komin að deildinni á nýjan leik eftir tvo leiki röð í bikarkeppnum. Eftir þrjá leiki á nýju ári er United enn að leita eftir fyrsta sigrinum en það sem af er ári hefur frammistaða liðsins verið langt undir pari. Tap gegn Arsenal og Manchester City og jafntefli í leik gegn Úlfunum þar sem United átti ekki skot á rammann (reyndar í rammann sem telur ekki) gefa ekki góð fyrirheit um það sem eftir lifir leiktíðar.
En United fær núna gráupplagt tækifæri til að rífa upp sjálfstraustið í liðinu og komast aftur á sigurbraut á morgun þegar nýliðarnir í Norwich mæta í heimsókn á Old Trafford. Kanarífuglarnir hafa ekki sigrað í síðustu átta deildarleikjum sínum eða síðan þeir lögðu Everton á útivelli. Hins vegar hafa þeir náð í nokkur ágæt úrslit í þessum síðustu leikjum, jafntefli við Arsenal, Tottenham, Leicester og Crystal Palace verður að teljast ágætt.
Þá náði liðið að leggja meistarana í City 3-1 fyrr á leiktíðinni svo nýliðarnir eru klárlega sýnd veiði en ekki gefin en þeirra helsti veikleiki í ár hefur verið varnarlega. Varnarleikur liðsins hefur verið allt annað en öruggur og eflaust þarf Daniel Farke og stjórn liðsins að skoða það í janúarglugganum hvort hægt sé að styrkja þeirra öftustu línu.
United aftur á móti hefur verið orðað við alla og ömmu þeirra líka rétt eins og aðra glugga. Jack Grealish, James Maddison, Boubakary Soumare, Kai Havertz, Kalidou Koulibaly, Bruno Fernandes ásamt öðrum hafa verið í umræðunni en núna nýverið skaut upp kollinum nafn sem færri kannast við eða könnuðust ekki við fyrir þessa leiktíð en það er miðjumaðurinn Todd Cantwell hjá Norwich.
Strákurinn er 21 árs gamall englendingur (sem hljómar eins og blautur draumur í eyrum norðmannsins) og hefur spilað feikilega vel það sem af er tímabilinu og er kominn með 6 mörk og 2 stoðsendingar í 17 leikjum en yfirleitt spilar hann á vinstri kantinum en getur spilað á þeim hægri einnig. Það verður því eflaust aukin pressa á honum að koma og sýna og sanna sig, hvort sem nokkuð sé til í þessu slúðri.
Það hefur oft reynst markvörðum vel að koma í heimsókn á Old Trafford þar sem þeir eiga oftar en ekki sína bestu leiki á leiktíðinni en vonandi tók Tim Krul út sinn besta leik gegn okkur í síðasta leik þegar hann varði tvær vítaspyrnur (ólöglega?) og átti afbragðsleik þrátt fyrir að liðið tapaði 3-1.
En öllu betri fréttir fyrir heimamenn í United eru þær að finninn Teemu Pukki verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla en fyrir utan hann og Cantwell hefur engum leikmanni liðsins tekist að skora meira en eitt mark í deildinni. Ekkert lið hefur fengið fleiri mörk á sig en liðið hefur fengið á sig tæp tvö mörk í leik á leiktíðinni. Annars spái ég liði gestanna svona á morgun:
Manchester United hefur unnið átta af síðustu tíu deildarleikjum sínum við Norwich á Old Trafford og yfirleitt átt góðu gengi að fagna gegn kanarífuglunum sem eru eina liðið í deildinni sem enn á eftir að ná stigi úr viðureignum þar sem þeir lenda undir.
Það eru því ansi margir punktar sem ættu að kveikja upp von hjá United mönnum að hér væri von á fyrsta sigri ársins en heimamenn eru ekki lausir við eigin vandamál.
Scott McTominay verður frá í nokkra vikur í viðbót, Pogba er enn að ná sér niður af lyfjunum eftir ökklaaðgerðina og svo eru þeir Eric Bailly, Alex Tuanzebe og Marcos Rojo allir á meiðslalistanum en einhverjar fréttir hafa borist af því að Harry Maguire verði búinn að jafna sig fyrir morgundaginn.
Því spái ég því að við sjáum bæði Matic og Mata inn á miðjunni og vörnin verði með hefðbundnu sniði:
Með sigri í þessum leik heldur liðið sæti sínu en gæti fikrað sig nær meistaradeildarsætinu en Chelsea mæta Burnley á heimavelli á sama tíma. Leikirnir fara fram kl 15:00 á morgun en dómarinn í okkar leik er Anthony Taylor.
Joi says
Hvenær skildi Óli átta sig á að Lindgard GÉTUR EKKÉRT.