United var með þokkalega sterkt lið í kvöld, þó að Marcus Rashford væri á bekknum enda ekki alveg heill
Varamenn: Lee Grant, Diogo Dalot, Phil Jones, Andreas Pereira, Jesse Lingard, Tahith Chong og Marcus Rashford.
Lið Úlfana:
United setti í þriðja gír strax í byrjun og var búið að komast vel inn í teig nokkrum sinn en það voru Úlfarnir sem settu boltann í netið á 10. mínútu. Fred átti skelfilega sendingu sem small í Matic og fór inn á Jiminez, Maguire fór í boltann og þaðan barst hann á Pedro Neto sem lagði hann fyrir sig og setti boltann snyrtilega í netið. Til allrar hamingju fyrir United, og Fred, fór boltinn í hendi Jiminez áður en hann fór á Neto og VAR dæmdi markið af.
United var síður en svo sannfærandi þó að fyrri helming hálfleiksins væri liðið 67% með boltann, og það var loksins á 28. mí´nutu að það kom almennilegt skot á mark. Þá var það Mata úr teignum, Ruddy hélt ekki boltanum en vörnin var viðbúin og ekkert meira varð úr þessu. Wolves áttu síðan prýðilegt færi eftir horn en skallinn fór í stöngina.
United reyndi að hrista aðeins upp í sókninn með að setja Greenwood fremst, Martial út á vinstri og skipta James yfir til hægri og það var sá síðastnefndi sem fékk þokkalegt færi, fín sending Fred innfyrir á hann og skotið ekki svo slæmt en Ruddy varði. Fred átti aðra skemmtilega sendingu inn á teiginn nokkru síðar sem ekkert varð úr en hann var þó að reyna og var einn af betri mönnum liðsins, ef litið er framhjá þessari hræðilegu sendingu hans sem næstum gaf mark.
Fyrri hálfleikur var markalaus og með smá heppni hefði United getað skorað en Ruddy var í fínu formi og það hefði líklega verið frekar ósanngjarnt. Stemmingin bæði inni á vellinum og utan hans frekar dræm, nóg af lausum sætum í stúkunum.
Seinni hálfleikur byrjaði á að United hélt boltanum nær látlaust en gerði lítið með hann fyrr en að Daniel James stakk sér inn í teiginn og endaði á skoti rétt framhjá fjær.
United var síður en svo sannfærandi og Ole gerði tvöfalda skiptingu, setti Andreas Pereira og Marcus Rashford inná fyrir Greenwood og James. Greenwood hafði varla sést en James hafði sannarlega verið með frískari leikmönnum.
En loksins náði United að brjóta ísinn og það í skyndisókn, Martial fékk boltann og stakk honum fram á Mata sem var kominn inn fyrir rétt inni á vallarhelmingi Wolves, óð upp allan völlinn og skoraði með nettu skoti. Mjög snyrtilegt.
Þegar kortér var eftir lenti Rashford í samstuði og leit ekki vel út um tíma en hann hélt áfram. Hann þoldi þó ekki við lengi, haltraði útaf og hélt um bakið og Jesse Lingard kom inná.
Wolves sóttu nær stanslaust og trekk í trekk var United liðið í nauðvörn. Það var aldrei virkileg hætta við markið þó að það virkaði oft eins og það þyrfti ekki nema herslumuninn hjá Wolves en síðasta færið fékk Andreas Pereira, gott skot í teignum sem Ruddy varði.
En United hélt út og loksins vannst sigur á Wolves. United komið í fimmtu umferð og leikur á móti Tranmere eða Watford.
MSD says
Hefði viljað sjá James nýta eitthvað af þessum dauðafærum sem hann kom sér í. Að öðru leyti frekar daufur leikur en gott að vera áfram með í bikarnum.
Veit ekki með ykkur en ég bíð bara eftir föstudeginum að heyra nýjar fréttir af Bruno Fernandes eftir Sporting vs Benfica leikinn.
Audunn says
Fínn sigur, það má alveg gefa Wolves það kredit sem þeir eiga skilið.
Þetta lið er búið að tapa óverðskuldað fyrir Liverpool 0-1, töpuðu 1-2 gegn Spurs og unnu Man.City.
Þetta er bara mjög gott lið sem erfitt er að spila gegn og vinna.
En auðvitað gerum við þær kröfur að lið eins og Manchester United vinni Wolves á heimavelli.. United á alltaf að vera töluvert sterkara lið.. við viljum amk meina það.
Ánægður með að vera kominn áfram í þessum bikar en ég held að það bíði United erfitt verkefni gegn Watford á útivelli í næstu umferð.. Watford eru búnir að vera á rosalegu flugi undanfarið.
Tómas says
VAR dómurinn, var það út af hendi? Hélt það hefði verið vegna þess að Jimenez braut á Maguire sem mér fannst augljóst.
Annars gott að drepa þessa Wolves grýlu. Williams og Mata góðir í leiknum.
Nú þarf að klára þessi Fernandes kaup. Fá McTominay og Pogba heila og fara vinna fleiri leiki.
Björn Friðgeir says
Watford á leik gegn Villa á þriðjudegi, Tranmere á fimmtudegi og svo er sigurvegarinn gegn okkur væntanlega á sunnudeginum á eftir, þannig að það verður stíf dagskrá hjá andstæðingum okkar hvort sem það verður.
Georg says
Skemmtilegur leikur sem endaði sem sigur fyrir okkar menn sem er góð tilfinning !
Fred og Matic að blooobera útum alla völl
Endar þó vel þar sem gamli maðurinn kemst í gegn og vippar yfir markvörð. Eitthvað sem James ætti að fá kennslu í haha
Guðjón says
Fínn sigur en við eigum ekki séns á sunnudaginn gegn besta liði allra tíma. Verðum svo rasskeltir að það hálfa væri nóg
Audunn says
Rólegur Guðjón með besta lið allra tíma.. Liverpool er gott lið en ekki besta lið allra tíma., langur vegur frá því.
Er ekkert viss um að United fái rasskellingu þótt United menn búist ekki við neinu út úr þeim leik.
En sannir United menn vonast alltaf eftir sigri og á meðan staðan er 0-0 þá trúum við á okkar menn :)
Guðjón says
Langur vegur.. Það hefur ekkert lið í sögunni byrjað deildarkeppninn eins vel og Liverpool. Ég er alveg rólegur Auðunn, en þú verður að athuga það að Liverpool hefur aðeins tapað 12 leikjum í deildinni á síðustu 4 leiktíðum…síðan 2016 Auðunn minn.
Audunn says
Já já er alveg meðvitaður um gengi Liverpool þessa stundina en það er orðið ansi hátt hæpið þegar fólk er farið að halda því fram að þetta sé besta lið sögunnar, lið sem hefur ekki ennþá unnið Ensku úrvalsdeildina :) :) og það þrátt fyrir að hafa „aðeins tapað 12 leikjum í deildinni á síðustu 4 leiktíðum…síðan 2016“ það segir þá eitthvað um liðin sem hafa endað fyrir ofan Liverpool síðan 2016 :)
Arnar says
Guðjón, átt þú ekki að vera á kop.is?
davíð says
Seinast þegar að Liverpool tapaði á ASSfield var Rooney að spila fyrir okkur, einhverjir okkar trúðu að Adnan januzai væri leikmaður og þrautargangan hefur ekki skánað.
Vonandi leggur Óli litli rútunni og leigubílnum og nær 0 – 0 jafntefli sem væru bestu hugsanlegu úrslit fyrir okkur.
Sé ekki að liðið toppi leikinn sem það átti á Old Trafford og að Liverpool eigi jafn slæman leik auk þess ð þeir kom óþreyttir eftir vikufrí.
Mín spá 1-0 og ógeðslegt VAR mark sem kemur á 90+4
Birgir says
Besta liðið í dag þarf ekki að veta besta lið allra tíma. Annars gæti þessi Wolves leikur skipt máli á sunnud. Liverpool ná að hvíla í 8 daga og eru á heimavelli.
Jafntefli er möguleiki en þá þarf flest að ganga upp.