Byrjunarlið Manchester United leit svona út.
Bekkur: Romero, Bailly, Lingard (James 69′), Dalot, Shaw (Williams 69′), Greenwood (Andreas 45′), Gomes.
Fyrri hálfleikur
Það er ekki hægt að segja byrjunarlið kvöldsins hafi beinlínis verð spennandi. Það sorglega er að þetta er líklega það besta mögulega eins og staðan er í dag með marga menn á sjúkralistanum. Leikurinn fór alls ekki illa af stað. United var að búa til færi en klaufaskapur leikmanna í vítateig Burnley hjálpaði ekki neitt og kórónar sóknarleik liðsins síðustu ár. Burnley pressuðu stíft frá fyrstu mínútu og leikáætlunin var klárlega að freista þess að skora snemma og falla svo tilbaka og verjast. Chris Wood kom gestunum loks yfir á 39. mínútu með skalla úr föstu leikatriði. Enn eitt markið sem þetta United lið fær á sig úr föstu leikatriði á tímabilinu. Aftur var liðinu refsað fyrir kæruleysi í eigin sóknarleik. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 0:1 Burnley í vil.
Seinni hálfleikur
Ole Gunnar Solskjær gerði eina breytingu í hálfleik. Mason Greenwood leysti Andreas Pereira af hólmi. Það tók Burnley 10 mínútur að auka forystuna þegar Jay Rodriguez skoraði með dúndurskoti í slána inn. Munurinn á liðunum orðinn 2 mörk og róðurinn orðinn mjög þungur. Það virðist því miður vera bölvun fyrir United þegar liðin í kring tapa stigum. Um miðjan seinni hálfleikinn var gerð tvöföld skipting en þeir Brandon Williams og Daniel James voru teknir af velli og fyrir þá komu þeir Luke Shaw og Jesse Lingard. Sóknarleikur United var afskaplega fyrirsjáanlegur og andlaus og lítið mál fyrir Burnley að verjast honum. Gestirnir voru einfaldlega líklegri til að bæta við en United að minnka muninn. Luke Shaw skoraði með skalla í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna brots. 0:2 tap á heimavelli gegn Burnley því staðreynd og fullkomlega verðskuldað. Fullkomlega andlaus og áafsakanleg spilamennska og kandídat í versta leik tímabilsins en því miður er úr ansi mörgum leikjum þar úr að velja.
Egill says
Fyrirliðinn okkar og dýrasti varnarmaður sögunnar steinsofandi og gefur andstæðingnum mark, eina ferðina enn.
Theodór says
Perreira er sá eini sem virðist vita hvar markið er. Hinir hlaupa allir í átt að hornfánunum þegar við erum í sókn. Martial út og Greenwood inn strax í hálfleik takk, hann vill amk skora. Martial ekki að nenna þessu.
Bjarni Ellertsson says
Vil sjá Bailly inn fyrir Martial, þá fáum við „3 Stooges“ í vörnina eitthvað til að fullkomna grínið. Það er bara ekki annað hægt en gera grín að þessu á meðan þetta er það sem boðið er uppá. Vonandi hrista menn einhver töfrabrögð uppúr erminni en ég get ómögulega fundið þann einstakling, líklega Greenwood. Henda honum inná getur ekki verið verra.
GGMU
Timbo says
Ég hef séð 3. flokks lið á klakanum sem standa okkur framar í útfærslu á föstum leikatriðum á báðum endum, þetta er í besta falli sjónmengun að verða vitni að þessu trekk í trekk og ætti í raun að vera bannað innan 18. Það var eitt af því örfáa sem ég var sammála Mourinho var .það að Anthony Martial hefur nánast enga unun af því að spila fótbolta, því miður er hann uppáhaldið hans Joel Glazer. Oh well…
Egill says
Hvað er það nákvæmlega sem Daniel James á að vera góður í?
Og hvað hefur Maguire sem Smalling hefur ekki?
Audunn says
Daniel James getur ekkert í neinu.. ef hann kemst aftur í þetta lið þá þarf ekkert til þess.
Þetta er alveg gjörsamlega hörmulegt og sjá þennan stjóra liðsins fastan á bekknum.. það sést langar leiðir að hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera eða hvað hann á að gera… Situr bara og gónir út í loftið…
Þvílíkt og annað eins…
Það kemur ekkert annað til greina en að reka hann eftir þennan leik.. annað er galið.
David says
Þetta reddast, eitthvað af þessum langskotum hjá Fred hljóta að detta inn.
Ef þú spilar nógu oft í lottóinu vinnurðu
Bjarni Ellertsson says
Engar afsakanir, skortur á gæðaleikmönnum skín í gegn og liðið á ekkert skilið útúr þessum leik. Já það töff að vera utd stuðningsmaður þessa dagana og verður ekki lát á fram á vor.
Timbo says
Mun alltaf dýrka Ole og vera honum þakklátur en hann á ekki breik í þetta starf, honum til varnar þá væru í mesta lagi 5 stjórar sem gætu rifið þennan leikmannahóp upp úr þessum pytt. Ekki hjálpar að yfirmenn hans eru að tortríma félaginu. Hann myndi gera sjálfum sér mikinn greiða með því að stíga frá borði og það helst með grænan og gulan trefil um hálsinn.
Ef Glazer´s ætla að halda áfram að lifa í afneitun þá þurfum við því miður að bíða í 4 ár í viðbót þar til þeir fá blautu tuskuna í andlitið þegar Adidas dömpar okkur.
Egill says
Núna hlýtur helvítið hann Ole að vera látinn fjúka, þetta versnar og versnar. Gæinn veit ekkert hvað hann er að gera. Burt með hann og hann má endilega taka Lingard, Pereira og Maguire með sér.
Moyes var allavega með plan, dæla inn krossum og vona það besta, Ole heósar sjálfum sér eftir hvert tap eins og fáviti og kallar það framfarir.
Karl Garðars says
Og það er akkúrat ekkert sem bendir til að það lagist eftir vorið.
Þvílík hörmung þetta lið. Alversta Manchester united lið sem ég man eftir í boði woodward, glasers og OGS í þessari röð.
EgillG says
Helvítans fucking fuck
Magnús Þór says
Til að koma vesalings Daniel James til varnar þá er hann búinn að spila alltof mikið í vetur. Hann byrjaði tímabilið ágætlega en þarf einfaldlega hvíld. Vandmálið er hversu rosalega þunnur þessi hópur er og það er óafsakanlegt að það skuli ekki hafa verið 3 kaup tilbúin strax í byrjun mánaðarins.
Audunn says
Margir meiddir? Jú jú það má svo sem segja það að það séu einhverjir meiddir en hverjir eru meiddir?
Rashford, Scott, Rojo, Linderlof og Pogba.. kannski einhverjir fleiri..
Hverjir af þessum ættu með réttu að vera byrjunarliðsmenn Manchester United?
Kannski einn af þeim.. PUNKTUR.
Pogba.. hinir ættu aldrei að vera í þeirri stöðu að vera lykilmenn Manchester United.. ekki núna..
Það sorglega er ekki að þeir séu meiddir heldur að þeir eru lykil leikmenn liðsins.. það er það sorglega við þetta allt saman.
United hefur eytt 100 milj punda meira en Liverpool síðan Ferguson hætti og þetta eru öll gæði liðsins.
Gæðin innan gæsalappa eru þau að í stöðunni 0-2 heima gegn Burnley kemur vinstri bakvörðurinn Shaw sem er í yfirvigt og í engu formi ásamt Lingard sem hefur hvorki átt stoðsendingu né skorað í deildarleik í 13 mánuði inn á til að „redda“ hlutunum… Spáið í því.. þessir menn og þrátt fyrir að liðið sé búið að eyða 100milj punda meira en Liverpool síðan Ferguson hætti..
Í stöðunni 0-1 í hálfleik þá er 17 ára drengur settur inn á til að „redda“ hlutunum.. þetta er staða Manchester United í dag og það þrátt fyrir alla þessa eyðslu.
Liðið sem endaði þennan leik er lélegasta Manchester United lið sem ég hef séð síðan 1990… Það er bara þannig.
United er á mjög mjög mjög vondum stað og það er ekkert útlit fyrir að það sé að lagast.. ég hef miklar áhyggjur af því að það eigi bara eftir að versna og versna í nákominni framtíð.
Red says
Sem Liverpool stuðningsmaður þá vil ég votta ykkur samúð mína yfir þessu þrotabúi sem Óli er að reyna að stýra en hann ætti að snúa sér að öðru en að vera undir stýri.
Við höfum verið í svipaðri stöðu nema við vorum nálægt gjaldþroti og réðum Roy Hodgson en united á sand af seðlum en eru með handótýta stjórn og ónýtan þjálfara sem skýlir sér á bakvið það að liðið sé ennþá í 5 sæti rosalega sáttur. En miðað við formið á liðinu þá er ekki langt að bíða þangað til þetta lið verður komið um miðja deild. Held að það muni ekki nema 5-6 stigum í það.
Held að næsta skref ætti að vera að sparka Óla og þakka honum fyrir ekki neitt og ráða inn betri mann og eyða peningum og koma liðinu í topp4
davíð says
Síðan að Ferguson hætti hefur United eytt 700 milljónum evra í leikmenn þ.e. kaup – sölur á meðan að liverpool hefur eytt 200 milljónum
afhverju er hópurinn hjá united svona glataður og það virðast allir verða glataðir við að spila með liðinu, alltaf að slasast og allt í tómu tjóni
þarf ekki bara að taka klúbbinn í gegn frá botni uppí topp
https://www.transfermarkt.com/transfers/einnahmenausgaben/statistik/plus/0?ids=a&sa=&saison_id=2013&saison_id_bis=2019&land_id=189&nat=&pos=&altersklasse=&w_s=&leihe=&intern=0
gummi says
Hvað þarf Solskjær að skíta mikið í bækurnar til að vera rekinn
Dave says
Gummi, vona að við Solskjær sækjum ekki sömu bókasöfnin ef maðurinn er alltaf að skíta í bækurnar. Þessi norðmenn maður, vá.
YNWA.
Valli says
Var að skoða transfermarkt hlekkinn hérna að ofan. Við erum búnir að kaupa 99 leikmenn síðan 2013 og selja 124 leikmenn. Það merkir að fyrir hverja fjóra leikmenn sem við kaupum, þá fara einir 5 leikmenn frá okkur. Takið eftir hversu mikið jafnari þessar tölur eru hjá öllum liðum fyrir ofan okkur í deildinni eru. Hérna er hlekkur á skjáskotið: https://imgur.com/a/SVojdSb
*Brunaútsölur trekk í trekk.*
Við erum að kaupa leikmenn sem engan vegin passa. Það er á Ed Woodward og stjórnina. Miðað við þennan mannskap sem við erum að spila með núna, sýnir að við erum ekki að byggja upp. Við erum stöðugt í niðurrifi með hverjum stjóra og aldrei neinn tími fyrir uppbyggingu og bara reynt að stoppa í sárin.
Ef ég ætti að kenna Ole um eitthvað þá er það að standa ekki upp og segja af sér vegna stjórnarhátta Glazers og Woodwards. Það var alveg góð ástæða fyrir því að Mourinho sagði að sitt mesta afrek hafði verið að ná öðru sæti í deildinni. Einnig við getum ekki kennt alltaf stjóranum um. Það er greinilega margt rotið í okkar ástsæla liði. Ástæðan fyrir því er að við getum ekki sagt að Van Gaal, Mourinho séu það slæmir stjórar.
Eitt sem líka er vert að benda á er ástandið á Old Trafford sjálfum. Völlurinn hefur ekki fengið neitt viðhald, æfingar aðstaðan er drasl við hliðina á $hitty. Einnig þá hafa eigendur $hitty eitt um 2b í liðið, meðan Glazers hafa tekið út úr United um 1.5b í arðgreiðslur og afborganir á lánum. NB. þetta eru tölur síðan 2015. https://www.foxsports.com/soccer/story/supporters-trust-insist-glazers-drained-1-5bn-from-manchester-united-051215
Það er því miður ekkert að fara að breytast á meðan Ed Woodward og Glazers eru áfram við stjórnvölin. Jafnvel þó við hefðum landað Klopp eða Guardiola þegar Fergie hætti.
Helgi P says
Hvað á Solskjær að fá marga sénsa í viðbót
Georg says
Ég spáði okkur 6-8 sæti þetta tímabilið og við erum enn að spila „yfir getu“ haha ehemm ég rata út.(3 stig í 9. sætið)
Áfram gakk og ég held í vonina að það séu ljós í enda ganganna….hvort það sé með eða án ole eða glazer..
Ps.Hvort er verra? Það að liverpool áhangendur geri grín eða vorkenni United aðdáendum?
Vignir says
Er Liverpool stuðningsmaður en kem í friði.
Við í Rauða hernum þekkjum svörtu tíðina betur en flestir. Þið getið þó huggað ykkur við það að fjárhagurinn er góður. Þið þurfið bara að finna rétta manninn til að stýra skútunni. Pochettino byggði upp flott lið hjá Tottenham og gerði þá að einhverju afli aftur. Hvað gæti hann gert með fullar fjárhirzlur á Old Trafford? Selja Pogba, kaupa tvo miðjumenn og kannski einn framherja. Væri þá ekki liðið orðið samkeppnishæft aftur?
YNWA
Jonas says
Er einnig Liverpool stuðningsmaður, og kem í friði. Í fljótu bragði mun ekkert breitast fyrr en stuðningsmenn hætta að kaupa varning, í raun aðeins money talks. Meðan varningur selst í bílförmum og eigendur raka inn fé þá eru þeir rólegir. Þetta er það eina sem mögulega getur breitt einhverju, annað er nánast fullreynt. Það er ekki ofsögum sagt að ALLT brennur stafnana á milli innan sem utan vallar. Við Liverpool fólk þekkjum þetta frá tímum Gillett og Hicks, sem stóð sem betur fer ekki of lengi yfir.
Helgi P says
Afhverju prufar hann ekki Gomes hann getur ekki verið lélegri en Lingard og Andreas
Tòmas says
Er svo mikið bull að kalla bara eftir höfði Ole eftir þennan leik. Þetta er einfalt, Ole er með hóp sem er eins og er ekki betri en þetta.
Stjórnin verður að styrkja hann á leikmannamarkaðnum. Helst 2 leikmenn í janúar og aðrir 3 – 4 í sumar. Eru samt ekki að fara gera það.
Ef Ole er rekinn hefst nýr hringur bjartsýni, gangrýnisraddir lækka þar sem stærra nafn eins og Pochettino á að fara bjarga liðinu. Brandið heldur áfram selja einhverjar vörur, sæti. En áfram verða teknar ömurlegar fótboltaákvarðanir. Þangað til Poch getur ekki unnið vinnuna sína lengur, allir hundósáttir við árángurinn og við tökum annan svona hring.
Köllum eftir höfði Glazerana frekar.
Helgi P says
Þessi hópur á samt að ná að vinna Burnley á heimavelli því miður er Solskjær hálfvonlaus stjóri
Keane says
Solskjaer er einfaldlega ekki á plani við það sem við stuðningsmenn krefjumst af stjóra manutd, ferilskráin = felldi cardiff. Hann ætti koma sér heim til sín. Engar lausnir, bara bull um að hann þurfi tíma. Launin heilla.
Tómas says
@ Keane er það bull að hann þurfi tíma?
Ef við berum okkur saman við t.d. Manchester City, þeir eru með Fernando eða Rodri í dm, de bruyne, tvo Silva og Foden og svo þjóðverjan sem ég man ekki hvað heitir á miðjunni.
Þeir geta valið um Jesus eða Aguero á toppnum, Sterling á kantinum og Mahres. Þeir eru með toppklassa bakverði til að skipta. Fyrir árið árið í ár, missa þeir Kompany og svo Sane og Laporte í meiðsli. Þessi meiðsli og það að missa leiðtoga, hversu mikill áhrif hefur það haft á tímabilið hjá þeim?
Ég er kannski einn um það en ég sé bætingu á spilamennskunni frá tíma Mourinho. Menn eru að berjast og reyna í fyrsta lagi og svo það er reynt að halda boltanum, spila hratt og skapa gegn litlu liðunum og þegar við getum gegn stóru liðunum en A) liðið er ekki nógu gott í því ennþá og B) miðjan sérstaklega er ekki nógu góð sóknarlega.
Ég vill minna á það að Liverpool var í upphafi Kloops tímabilsins, þangað til í fyrra að misstíga sig oft gegn litlu liðunum. Oft góðir gegn þeim stærri.
Án þess að taka neitt frá Liverpool ( eru geggjað lið því miður og með frábæran stjóra) þá er samt þessi fáránlega stigasöfnun líka að hún hittir á uppbyggingar tímabil hjá hinum stóru liðunum.
Mér finnst hópurinn enn vera að spila og berjast fyrir Ole en hópurinn er ekki nógu góður ennþá. Vona að Ole fái stuðning til að bæta hann.
En þetta er bara mín skoðun… veit að margir eru ósammála.
David says
@28
Leicester, City og Tottenham hefðu öll átt að gera atlögu að titlinum.
Því miður að þá er Liverpool að feta ófarnar slóðir í deildinni og ekkert hægt að segja að önnur lið séu í uppbyggingaham þótt að Liverpool sé að stinga af.
Er nóg að leikmennirnir berjist fyrir Ole ?
Þarf Ole ekki að þjálfa hópinn betur ?
Er afsakanlegt að rashford hafi spilað í gegnum meiðsli og slasist meira í bikarleik ?
Persónulega held ég að Ole hafi toppað með liðið á fyrstu mánuðum og það er bara ekki nóg að gerast.
Liverpool fór frá því að vera með Charlie Adams, David ngog, Christian Poulsen jay spearing og fleiri gæja sem eru varla úrvalsdeildarleikmenn yfir í að þeir geta stillt upp liði gegn okkur þarsem að allir leikmenn eru betri en okkar leikmenn.
Þeir skipta um eigendur og það koma inn fagmenn sem taka allan klúbbinn í gegn og við þurfum líka að sjá eitthvað þannig gerast
United er lélegt fyrirtæki og þarf aftur að verða klúbbur í heimsklassa þarsem menn vilja koma til að spila en ekki þarsem menn vilja koma til að fá borgað
Tómas says
@ David, þjálfa hópinn? Þeir eru ekki bara á stórfiskaleik á æfingum.
Menn hafa nú oftar en einu sinni hrósað Ole fyrir taktík, þó menn geri það vissulega ekki eftir tap gegn Burnley.
Eins og ég sagði áður, hann er ekki með nógu gott lið.
Ef á að kenna Ole um meiðslin á Rashford, þá skulum við líka þakka Ole fyrir að þjálfa hann svo vel og gera hann að betri leikmanni.
Síðan benti bara á að árángur Liverpool hittir á lélegan árángur Arsenal, United, Tottenham, City í mörg ár. Leicester kom á óvart.
Þeir eru góðir, en stórkostleg lið verja titla. Þannig að fólk þarf aðeins að slappa af í hype inu.
Arnar says
@28
Eru menn að berjast? Ertu örugglega að horfa á liðið í rauða búningnum?
Spilamennskan er verri en Liverpool á lágpunkti sínum undir Hodgson og Ole er algjörlega hreyfingarlaus á hliðarlínunni, kannski skiljanlega enda er hann clueless! Hvað ætti hann svosem að kalla inn á völlinn?
Það þarf margt að gerast hjá klúbbinum. Eigendunum er í sjálfsvald sett hvort þeir eigi klúbbinn áfram eða ekki. Sama á við um Ed. Það eina raunhæfa á þessari stundu er nýr stjóri.
Bjarni Ellertsson says
Enginn leikmaður á leiðinni í glugganum enda kannski ekki mikil þörf á, að mati stjórnar. Heyrt hef að ákveðinn hópur stuðningsmanna ætli að standa upp og fara af næsta heimaleik á 58 mín til að mótmæla, ekki liðinu né stjóra,frekar stjórn og eigendum. Því miður mun ég missa af því vegna þess að ég er yfirleitt hættur að horfa á þessum tíma en kannski ég klári einn leik svona einu sinni til að verða vitni að gjörningnum. Mun hann skila einhverju, held ekki, því þegar stjórnendur aðhyllast micro management stílnum þá eru þeir hafnir yfir allt og alla, sjá ekki né heyra í viðvörunum né vísbendingum sinna undirmanna. Að lokum þora helstu undirmenn ekki segja neitt að fyrra bragði enn frekar taka undir orð yfirmannsins. Minnir svolítið á atburðarás i seinni heimstyrjöldinni í einhverjum bunker í Berlín. En við vitum hvernig það fór að lokum. En hvað mun gerast næstu mánuði eða næstu ár vita fáir en eitt veit ég þó, það birtir alltaf um síðir.
GGMU
P.s
Vona fyrir sálatetrið að við náum að sigra næsta leik