Þá liggur leiðin vestur til Liverpool en að þessu sinni fer bikarviðureigin fram hinu megin við Mersey ána á Prenton Park, heimavelli Tranmere Rovers. Reyndar spilar kvennalið Liverpool ásamt varaliðinu á þessum velli en þetta verður í fyrsta sinn sem United (aðalliðið) spilar keppnisleik á þessum velli. Reyndar hefur United einugis mætt Tranmere Rovers einu sinni áður en það var 5-0 sigur á Old Trafford.
Tranmere Rovers sitja í fallsæti í C-deildinni en gengi liðsins á leiktíðinni hefur verið hroðalegt. Einungis Bolton Wanderers og Southend United sitja fyrir neðan liðið og stefnir í að þessi þrjú lið leiki í D-deildinni á næsta ári. Engu að síður ætti aldrei að líta á þessa viðureign sem „skyldusigur“ því þannig leikir hafa yfirleitt klúðrast hjá United á þessari leiktíð.
Hvort sem um vanmat á mótherjunum eða metnaðarleysi og skort á réttu hugarfari í þessum leikjum sem um að kenna verður að fá að liggja á milli hluta en eitt er víst að ef United klárar ekki þennan leik verður það leikurinn til að kóróna þá frammistöðu sem við stuðningsmennirnir höfum fengið okkur fullsadda af.
Sérstaklega þarf að taka inn í myndina að ekkert lið, utan þeirra sem hafa verið í ensku Úrvalsdeildinni, hefur slegið út fleiri lið úr Úrvalsdeildinni en Tranmere Rovers. Þá hefur liðið ekki náð svona langt síðan 03/04 en þá fór liðið alla leið í átta liða úrslit. Þá virðast þeir yfirleitt taka sigurinn heim úr viðureignum sínum á þessu stigi keppninnar en þeir hafa komist áfram í síðustu fimm leikjum 4. umferðarinnar.
En þó þessi tölfræði fái einhverja stuðningsmenn til að hugsa sig tvisvar um hvort við komumst áfram þá er tölfræðin enn með United. Því af síðustu 52 viðureignum sem United hefur spila í FA bikarnum við lið úr neðri deildunum hefur United unnið 44, gert 7 jafntefli og einungis einn tapast.
Þá hafa Tranmere Rovers ekki unnið fótboltaleik síðan fyrir jól ef undanskilinn er leikurinn í vikunni gegn mjög ungu Watford lið. Stjóri Tranmere Rovers, skotinn Micky Mellon, tók við liðinu tók við liðinu árið 2016 en undir hans stjórn hefur liðið verið að spila nokkur leikkerfi. 4-2-3-1 hefur verið leikkerfið sem þeir notast yfirleitt við á heimavelli í deildinni en eins hefur liðið spila 4-4-2 og 3-5-2/3-4-1-2 eftir hentugleika.
Þessar breytingar á leikkerfinu, hvort sem þær eru af taktískum uppruna eða til að aðlagast meiðslavandræðum, hefur ekki hjálpað liðinu við að finna stöðugleika. Liðið situr sem fyrr segir í fallsæti og virðist ekki vera í góðum málum. Bikarkeppnir eru þó allt annar handleggur og það er alltaf ákveðin rómantík hjá liðunum í neðri deildunum að fá tækifæri gegn stóru liðunum.
Ég spái því að Mellon stilli upp 3-5-2, nánast 5-3-2 en liðið gæti svipað til þessa:
United
Það er ótrúlegt að við séum enn á sama stað og í upphafi janúargluggans, okkur sárvantar leikmenn á miðjuna og framar á völlinn en í stað þess að sjá nýja leikmenn fylla okkar ástríku stuðningsmannahjörtu með von og spenning þá horfum við á eftir fyrirliðanum okkar og líklegast fleiri leikmönnum meðan hópurinn þynnist og þynnist. Eftir stendur lið sem mennir á Pappírspésa, svo brothætt að hálf vindkviða meiðsla veldur því að liðið er í tómum vandræðum að skora fótboltamörk.
Rashford, Pogba, McTominay, Tuenzebe og Rojo eru allir meiddir en Eric Bailly, Timothy Fsou-Mensah og Victor Lindelöf ættu allir að vera heilir fyrir leikinn. Það verður áhugavert að sjá hvaða breytingar Ole Gunnar Solskjær gerir en frammistaðan í síðasta leik gegn Burnley var í minnsta kosti grátleg ef ekki meira.
Ég spái því að Romero detti inn í markið á sama tíma og menn sem hafa verið að koma úr meiðslum fái spilatíma í þessum leik:
Stjórinn talar um uppbyggingu en svo virðist sem eina sem stjórnin virðist taka í mál er fækkun í hópnum. Þetta er þriðji glugginn þar sem Solskjær er við völdin en nettóeyðslan í þessum þremur gluggum, hingað til, er til skammar fyrir lið sem vill vera í toppbaráttunni. Engin hefði vissulega geta spáð fyrir um öll þessi meiðslavandræði en miðað við síðustu ár ætti það samt ekki að koma á óvart að hálft liðið glími við meiðsl hálft tímabilið.
Nú er rétt tæp vika eftir af leikmannaskiptaglugganum og engin styrking virðist vera í sjónmáli. Bruno Fernandes er búinn að vera „á leiðinni“ síðan í sumar og þótt hálf herdeild af öðrum leikmönnum hafi verið orðuð við United virðist enginn ætla að skila sér.
En hádegisleikur á morgun á Prenton Park, sem er eins og sést á myndinni, ekki í fullkomnu ástandi. En engu að síður, hörð FA bikarviðureign gegn Tranmere Rover framundan. Vonandi nær leikurinn að færa athyglina frá öllu því neikvæða sem er í gangi þó ekki væri nema um stundarsakir. Geðheilsa stuðningsmanna er að veði. Glory, glory!
Audunn says
Ég veit að það er mjög ljótt af mér að segja þetta en það er samt þannig að ég vona að United tapi þessum leik…og það í alvöru.
Tap myndi bara setja enn meiri pressu á Ole Gunnar og alla sem að liðinu koma.. það er akkúrat það sem ég vill núna..
Því miður er það bara þannig að United þarf að sökkva dýpra áður en þessir andskotar sem þessu liði stjórna geri eitthvað róttækt.
Það sem væri róttækt væri.
Reka Woodward og Ola Gunnar.
Fá inn nýjan stjóra ásamt director of football.
Byrja strax að fá inn einhver gæði.
Að núverandi eigendur fái nóg af stuðningsmönnum og hreinlega selji klúbbinn..að þeir fái svo mikla mótspyrnu að þeir gefist bara upp..
MSD says
Ed Woodward og Glazers munu ekki hverfa á braut nema það komi gríðarlegur þrýstingur frá stuðningsmönnum í formi mótmæla, boycotting á varningi, mætingu o.fl. í þeim dúr. Þá gætu fjölmiðlar farið að láta þá finna fyrir þrýstingnum líka. Það þarf að hit them where it hurts, og það er veskið þeirra. Á meðan peningakúin mjólkar fyrir þá, þá fara þeir ekki fet.
Það fækkar bara í hópnum stöðugt. Það var alveg vitað að það þyrfti að fara í tiltekt en þá þarf að replace-a menn með öðrum. Lukaku hefur ekki verið replaced. Sanchez ekki heldur. Ashley Young er farinn. Hugsið ykkur að Ashley Young var með 120þús pund á viku, 34 ára squad rotation player í besta falli og hann var gerður fyrirliði fyrir seasonið og fer svo í janúar. Ég er engan veginn á móti því að hann fari en hvaða rugl er þetta eiginlega í klúbbnum okkar!
Klárið Bruno Fernandes dílinn. Bæði lið eru mjög desperate, Man Utd þarf miðjumann og Sporting þarf cash þar sem þeir eru í fjárhagsvandræðum. Menn eru að tala um að United vilji ekki sýna veikleika í viðræðum svo verðin á öðrum leikmönnum sem þeir hafa augastað á hækki ekki í sumar ef þeir „ofborga“ fyrir Bruno.
Stærstu vandamálin eru ofar en stjórinn að mínu mati. Þetta gengur ekki lengur. Klúbburinn talar um að ráða yfirmann knattspyrnumála fyrir 17 mánuðum og enn þann dag í dag er ekkert búið að gerast í þeim efnum.
Helgi P says
Ef við losnum ekki við woddy og glazer gengið þá er ekki lágnt í það að við föllum úr úrvalsdeildinni