Ole Gunnar Solskjær gerði sex breytingar á liðinu frá því um helgina þegar liðið þurfti að sætta sig við 0-2 gegn Burnley á Old Trafford.
Á bekknum voru þeir Lee Grant, Eric Bailly, Brandon Williams (’65), Fred (’45), Juan Mata, Daniel James og Tahith Chong(’45).
Heimamenn stilltu í 4-2-3-1
Fyrir leikinn bjuggust flestir við auðveldum leik gegn liði úr botnbaráttunni í c-deildinni en Tranmere hafa þó þegar skellt Watford í keppninni og þá hefur ekkert lið, sem hefur aldrei komist í Úrvalsdeildina, sent fleiri úrvalsdeildarlið heim úr þessari keppni.
Völlurinn í dag var eitt forarsvað og boltinn skoppaði lítið sem ekkert á grasinu ef gras skyldi kalla. Til marks um það þá þurfti Phil Jones að skipta um treyju í hálfleik því það sást varla lengur í hvoru liðinu hann var.
Leikurinn
Heimamenn byrjuðu nokkuð sprækir og fyrsta marktækifærið féll heimamönnum í té en skotið var beint á Romero. En strax á 10. mínútu dróg til tíðinda þegar United setti saman ágæta sókn þar sem boltinn barst manna á milli þar til Harry Maguire fékk boltann og bar hann að d-boganum. Lítil hreyfing var á sóknarmönnum United sem eflaust voru fastir í ökkladjúpri drullu eftir rigninguna svo miðvörðurinn hamraði boltann á markið þar sem markvörður Tranmere Rovers kom engum vörnum við.
Aftur byrjaði góð sókn gestanna þegar Matic renndi boltanum á Pereira á hægri kantinum sem spilaði honum til Diogo Dalot sem framlengdi á Anthony Martial. Sá franski renndi boltanum á Dalot sem kom á fleygiferð inn í svæðið fyrir aftan vörnina, stakk varnarmennina af með laglegri gagnhreyfingu og þrumaði boltanum í netið og tvöfaldaði forystuna.
Þriðja markið leit dagsins ljós skömmu síðar var United búið að skora þriðja markið. Já, þriðja markið. Á fyrsta korterinu. Þar var á ferðinni hinn lánlausi Jesse Lingard sem skrúfaði boltann snyrtilega í hægra hornið með skoti utan teigs. Eflaust enginn fegnari en Lingard sjálfur að komast á blað loksins eftir afleitt gengi undanfarið.
Heimamenn létu þó ekki deigan síga og svo virtist sem aðgerðaáætlun þeirra snérist fyrst og fremst um að sækja upp vinstri kantinn á Dalot. Þeim tókst að koma nokkrum boltnum fyrir markið en enginn var þó mættur í boxið til að klára færið.
United hélt áfram að sækja og átti meðal annar tilkall til vítaspyrnudóms en ekkert dæmt enda hefði líklega verið um mjög strangan dóm að ræða. Hins vegar kom næsta hættulega færi United þegar enginn annar en Nemanja Matic brunaði, já brunaði inn í teig og fékk boltann frá Martial, bar hann að endalínunni og vann hornspyrnu.
Hornspyrnur hafa ekki verið að skapa mikla hættu sóknarlega fyrir okkur en úr horninu setti Lingard boltann yfir á fjærstöngina þar sem enginn annar en herra Phil Jones í nýju treyjunni reis manna hæst og skallaði boltann í laglegan boga yfir Davies í markinu og í fjærhornið.
Fimmta markið var ekki langt undan. Martial og Luke Shaw spiluðu saman við horn vítateigsins sem endaði með því að sá franski fékk örlítið of mikið pláss og lét skotið vaða. Þvílík önnur eins unun að horfa á eftir tuðrunni snúast upp í markvinkilinn
5-0 í hálfleik fyrir United en það er í fyrsta sinn síðan 2001 sem liðið fer inn með svo mikla forystu. Í hálfleik komu Fred og Tahith Chong inn á fyrir Matic og Martial.
Lítið sem gerðist annars fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks en á 56. mínútu léku United sér að vörn heimamann sem endaði með því að Chong komst einn á móti markmanni og potaði boltanum framhjá honum en Davies tók hann niður og víti réttilega dæmt. Greenwood steig á punktinn og setti boltann örugglega í netið með hægri fætinum. 0-6 og frábær liðsframmistaða fyrsta klukkutímann.
Reyndar kom hættulegast færi heimamanna stuttu síðar þegar Ferrier fékk boltann á vinstri kantinum með Jones sér við hlið. Honum tókst að stinga Jones af en Maguire var fljótur að skila sér og Ferrier flæktist fyrir sjálfum sér og ekkert varð úr færinu en Phil Jones leit ekki vel út þarna.
Síðasta skipting rauðu djöflanna kom á 65. mínútu þegar Brandon Williams kom í stað Harry Maguire sem fékk kærkomna hvíld fyrir næsta leik.
Næstu tuttugu mínútur eða svo voru heldur rólegar en Tahith Chong átti þá bylmingsskot í þverslána en inn vildi boltinn ekki aftur og leiknum lauk á rólegri nótunum með öruggum sigri United.
Pælingar að leik loknum
Eftir martröðina í síðasta leik þar sem United skilaði sinni slökustu frammistöðu á tímabilinu var gott að fá leik sem þennan sem andlegan undirbúning fyrir viðureignina gegn Manchester City í miðri viku. Þrátt fyrir að mikill gæðamunur hafi verið á milli liðanna þá var ánægjulegt að sjá kraftinn hjá United og að United lét kné fylgja kviði og gerði út um leikinn í fyrri hálfleik.
Af leikmönnum liðsins verður að hrósa Nemanja Matic, en serbinn var alls ekki fastur í öðrum gír og virtist staðráðinn í að bæta upp fyrir helgina. Martial var okkar hættulegasti leikmaður frammi en margt sem hann gerði eða reyndi í dag virtist ekki ganga upp. Hugsanlega vantaði hann bróður sinni Rashford en þeir ná einkar vel saman.
Harry Maguire setti sitt fyrsta mark fyrir United í dag en eflaust hefði enginn þorað að veðja á að það yrði skot fyrir utan teig en þvílíkt fyrsta mark. Diogo Dalot átti líka fínan leik sóknarlega séð og glæsilegt mark en annars átti hann rólegan dag ásamt flestum í vörnunni hjá United.
Pereira hélt hins vegar áfram að sýna það að hann á ekki að vera í byrjunarliðinu með því tapa boltanum í sífellu og með slökum sendingum. En heilt yfir frábær liðsframmistaða sem var kórónuð með sex mismunandi markaskorurum.
gummi says
5 í vörn á móti Tranmere við verðum að fara fá inn nýjan stjóra og það strax
Audunn says
Jones, Lingard og félagar eru bara helv góðir í mýrabolta 😃
Karl Garðars says
Þar kom að því að þeir fundu hilluna sína.
Bjarni Ellertsson says
Fram að fyrsta marki hélt ég að menn yrðu ekki tilbúnir í leðjuslaginn en síðan hefur þetta verið kennslustund í skot og skallatækni.
Ársæll says
Flott tuska upp í þá sem hafa verið að drulla yfir Ole síðustu daga og vikur.
gummi says
Flott túska þetta er samt bara Tranmere Solskjær verður aldrei nógu góður stjóri fyrir okkur
Makkerinn says
Haha já flott tuska 🤪 þetta seigir bara að þessir menn eru flottir á móti slíku neðradeildarliði. Eins og Ole er.
Heiðar says
Það kom þá allavegana að því að maður naut þess að horfa á United leik. Gjörsamlega frábær mörk í fyrri hálfleik. Og gaman að sjá liðið láta kné fylgja kviði þrátt fyrir að leiknum væri lokið í stöðunni 0-3.
Hversu slakur er Jones samt? Fær gult strax í byrjun og er látinn líta illa út af framherja liðs sem er í 21. sæti C-deildar. Mjög gott mark hjá þeim svipsterka engu að síður.
davíð says
hvernig væri að láta liðið bara falla og við gætum staðið okkur vel og rústað league one, fimm núll leikir í hverri viku
góður sigur samt
Cantona no 7 says
Ég er búinn að vera stuðningsmaður Manchester United mjög lengi og
mun alltaf vera það.
Mér finnst sumir vera orðnir ansi neikvæðir gagnvart okkar frábæra félagi og
láta einkennilega.
Við vitum það öll að Ole þarf tíma t.þ.a. byggja upp nýtt lið og það mun taka tíma.
Ole er að hreinsa til og vonandi tekst honum að koma með sterka menn inn í staðinn.
Við verðum að sýna smá þolinmæði ég veit það er ekki auðvelt eftir velgengnina sem við
erum vön og vonandi tekst Ole að bæta liðið jafnt og þétt.
Áfram Manchester United alltaf eins og Sir Alex segir og mætir á alla leiki sem stuðningsmaður
Manchester United ALLTAF.
G G M U
Georg says
Góðir punktar Cantona no 7 !
Við viljum samt allir fá „unicorn“ aftur eins og SAF. Draumaþjálfara sem kemur kannski upp einusinni á 50ára fresti sem skilar góðum úrslitum með miðlungsleikmönnum tímabil eftir tímabil. Nema hvaða að liverpool fékk þann gæja í þetta skiptið.
Það sem við höfum er að það er/var til nóg af pening og félagið getur haldið uppi miklum launakostnaði. Það hefur bara ekki virkað rassgat. Alveg burtséð frá Ole meiraðsegja