Annað kvöld fer fram þriðja viðureign Manchester United og Chelsea. Fyrsti leikur liðanna tímabilinu fór fram á Old Trafford þar sem United sigraði 4:0 og gaf stuðningsfólki falska von um tímabilið framundan.
Gengi liðanna hefur verið ólíkt frá því. Chelsea er meira og minna búið að sitja í 4. sæti deildarinnar þrátt fyrir næg tækifæri fyrir United að saxa almennilega á forystuna. Svo slæmt hefur þetta verið í síðustu umferðum að United situr nú í 9. sæti og er sex stigum á eftir Chelsea og fimm stigum á eftir Tottenham sem læddist í dag uppí 5. sætið. Sigur á morgun er lífsnauðsynlegur sérstaklega ljósi þess að möguleiki er á því að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeild Evrópu í kjölfar dóms UEFA á Manchester City. En það koma fljótlega í ljós.
Heimamenn verða án þeirra Christian Pulisic og Ruben Loftus-Cheek annað kvöld og svo er Tammy Abraham tæpur en líklegra en ekki að hann verði í hóp. Liðið þeirra gæti litið svona út:
United er með ansi marga leikmenn sem verða fjarri góðu gamni á morgun. Sem fyrr eru þeir Scott McTominay, Paul Pogba, Axel Tuanzebe og Marcus Rashford frá vegna meiðsla. Nemanja Matic verður hinsvegar í leikbanni. Lánsmaðurinn Odion Ighalo er tæpur fyrir leikinn en það er næsta víst að hann verði á bekknum annað kvöld. Lið United gæti litið svona út:
Audunn says
Ef United tapar þessum leik þá er þetta bara endanlega búið og ekki annað í boði en að reka Ola.
Karl Garðars says
Það þyngist heldur betur róðurinn hjá OGS ef þetta tapast en það er eitthvað sem segir mér að svo verði ekki. Alla vega vonandi ekki.
En var Matic ekki annars búinn að taka út leikbannið?
Ég var ekki hrifinn af matic og shaw fyrri part leiktíðar en þeir hafa komið sterkari inn upp á síðkastið.
Vona að Perreira vermi tréverkið þennan leik og helst lengur. Nóg komið af honum í bili.
Helgi P says
Þetta er löngu búið hjá Óla það er bara ótrúlegt að hann sé en að stjórna þessu liði Solskjær verður að fara strax
Rúnar P says
Ole klárar þetta tímabil, það er alveg ljóst og allir sem halda annað eru fastir í vef falsfrétta, ég er meira segja kominn á það að hann taka næsta tímabil óháð því hvort við náum meistaradeildarsæti eða ekki
Audunn says
Við skulum nú ekki detta í Trump gírinn varðandi falsfréttir þegar það hentar.
Ég held að það sé alveg klárt að Ole Gunnar er ekki ósnertanlegur í þessu starfi frekar en hver annar.
Ég held að það sé öllum hollt að skoða stöðu liðsins í deildinni í dag umþb 14 mánuðum eftir að hann tók við og spyrja sig um leið hvert er hann að fara með þetta lið og hvað hefur hann bætt?
Ég er nokkuð viss um að hann á ekki marga sénsa eftir inni hjá klúbbnum.
Þvilika mistökin að láta hann hafa 3 ára samning áður en síðasta tímabili lauk.. Hvernig er hægt að gera svona mörg mistök í þjálfaramálum á svo stuttum tíma?
Ég held að þetta rugl eftir Sir Alex verði aldrei toppað neinstaðar aftur.
Rúnar P says
Auðun ef þú heldur að lausnin hafi verið í því að ráða “heimsklassa” þjálfara? Horfðu þá bara á Van Gal eða Móra, báðir hafa nánast unnið allt sem hægt er að vinna, samt gekk það ekki 🤷🏼♂️
Pep er að skíta upp á bak núna þegar hann loks fær mótlæti og Klopp gerði ekki lfc að meisturunum á einu tímabili, jafnvel eftir að hann var rekinn fyrir að skíta upp á bak tímabilið eftir að hann varð þýskur meistari (sem öllum er sama um)
Það mun taka tíma að hreinsa til í ruslakistunni eftir bæði Van Gal og Móra en það mun gerast og næsta draslið út verður #8 vitu til!