Manchester United sigraði Chelsea í kvöld með tveimur mörkum gegn engu. Munurinn á liðunum fyrir þennan leik var sex stig en United hefur fengið ótalmörg tækifæri til að saxa á forystu eða hreinlega fara yfir Chelsea í deildinni. Oftar en ekki hitti það þannig á að liðin töpuðu oft stigum á sama tíma og má því segja að Chelsea hafi verið að græða á því í vetur hvað Arsena, United og Tottenham hafa verið slök.
Leikurinn byrjaði ekkert alltof sannfærandi en Eric Bailly sem hefur ekki spilað lengi virkaði mjög ryðgaður og var nánast búinn að kosta mark snemma í leiknum. Eftir því sem svo leið á hálfleikinn fór United þó að taka stjórnina miðjuspilið var sennilega með skásta móti í langan tíma. Chelsea urðu fyrir blóðtöku þegar N’golo Kante þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir uþb 10 mínútna leik. Þó það sé enn snemmt að segja til um það þá er Bruno Fernandes að líta ansi vel út og það með Fred/Matic með sér. Í fyrri hálfleiknum má líka segja að United hafi verið heppið með það að Michy Batshuayi hafi leitt sóknarlínuna en hann er engan veginn í þeim klassa sem Chelsea þarf á að halda í markaskorara. Umdeilt atvik átti sér stað þegar fyrrnefndum Batshuayi og Maguire voru að kljást þannig að þeir féllu báðir útaf vellinum Maguire á undan og virtist setja fótinn viljandi í Belgann sem fylgdi á eftir. VAR dómararnir skoðuðu atvikið en vildu ekki meina að það væri ástæða til að spjalda varnarmanninn og það er vel hægt að færi fyrir því rök að United hafi verið stálheppið með það að missa Maguire ekki af velli með rautt spjald. Þetta var alls ekki síðasta VAR atvik leiksins. á 45. mínútu átti Aaron Wan-Bissaka sjaldséða takta á hægri kantinum og gaf gullfallega sendingu inní teiginn þar sem Anthony Martial skallaði boltann mjög snyrtilega í fjærhornið án þess að Willy Caballero næði að verja. Stað í hálfleik því 0:1 United í vil.
Frank Lampard gerði eina skiptingu í hálfleiknum og tók Ander Christensen af velli fyrir Kurt Zouma. Chelsea liðið leit töluvert betur út í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri en þeir Eric Bailly og Harry Maguire réðu við allt það sem heimaliðið reyndi í og við teig United. Hið alræmda var kom aftur við sögu þegar Chelsea virtist hafa jafnað leikinn eftir skoðun kom í ljós að Chelsea hefði brotið af sér og markið því dæmt af. Þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaðu tók Bruno Fernandes hornspyrnu fyrir United og fann engan annar en Harry Maguire sem jók forystuna í 0:2 með skallamarki og er þetta fyrsta mark United í uþb 4 ár úr hornspyrnu. Leikáætlun Solskjær klárlega að virka en Chelsea menn voru enn pirraðir eftir að þeirra mark VAR dæmt af. Olivier Giroud sem hafði komið inná fyrir slakann Batshuayi virtist hafa náð að minnka muninn í 1:2 en aftur eftir VARsjá kom í ljós að hann hafði verið rangstæður og markið því réttilega dæmt af. Solskjær gerði fyrstu skiptinguna sína á 80. mínútu þegar Daniel James var tekinn af velli og Andreas Pereira settur inná í hans stað. Undir lok leiks virtista David de Gea hafa meiðst eftir að hafa lent á markstönginni en hann kláraði leikinn. Odion Ighalo og Diogo Dalot leystu þá Anthony Martial og Bruno Fernandes af hólmi á 90. mínútu. Uppbótartími var fimm mínútur en það reyndist ekki nægur tími fyrir Chelsea til að skora mark og vel unnin þrjú stig í hús og munurinn á liðunum aðeins þrjú stig. United á Watford í næsta leik en Chelsea mun leika gegn Tottenham öðrum sex stiga leik.
Maður leiksins var Eric Bailly. Virtist vera ryðgaður í byrjun leiks en hann vann sig mjög vel inní leikinn og átti heimsklassa tæklingu í seinni hálfleiknum. Bailly og Maguire líta mjög vel út saman og ættu vera „partnership“ númer eitt.
Byrjunarlið kvöldsins
Manchester United
Bekkur: Romero, Jones, Mata, Andreas (James ’80), Dalot (Fernandes ’90), Ighalo (Martial ’90), Greenwood.
Chelsea
Bekkur: Kepa, Tomori, Zouma (Christensen ’46), Alonso, Barkley, Mount (Kante 11′), Giroud (Batshuayi ’68).
Karl Garðars says
Ekki laust við að maður sakni Herrera/Hazard.
Vona að Bailly eigi góðan leik.
Auðunn says
Það verður að fara að taka þennan James útaf.. hann er bara sóun á plássi.
Hefur hann í alvöru ekki krafta til að standa í lappirnar og láta aðeins finna fyrir sér eða er hann algjör rola?
Tómas says
Bailly illa tæpur. Hann er þrisvar búinn að hlaupa út úr vörninni, ekki vinna boltann. Fyrir vikið hafa þeir fyrir aftan verið í vandræðum og Chelsea gat einu sinni sent beint inn í plássið sem hann skyldi eftir.
Getur samt alveg tæklað karlinn.
Vel gert Van Bissaka, hefur verið að bæta sig mikið sóknarlega og verið að koma með sífellt betri fyrirgjafir. Nú skilaði það sér. Mikilvægt að Martial skori.
Finnst Luke Shaw frábær þegar hann spilar sem miðvörður í þriggja manna vörn.
Nú er að klára þetta og hirða þrjú stig.
Team var says
Uncle VAR reddar okkur enn og aftur. Værum væntanlega í neðrihlutanum án Varsins.
davíð says
Er einhver hérna sem finnst að þessir dómar sem dæmdu mörkin af chelsea hafi báðir verið réttir ?
Magnús Þór says
Þetta voru háréttir dómar. Meiri spurning með Maguire atvikið.
Tómas says
@davíð, já. Giroud rangstaðan, er einfaldlega sama og búið er verið að dæma í allan vetur. Er ekki endilega sammála að það eigi að hafa þetta svona. Datt ekki í hug að hann væri rangstæður, fyrr en þeir drógu þessa línu sem sýndi þetta.
Hitt engin spurning, hefur klár áhrif á leikinn. Ýting Fred er ekki þannig að Chelsea leikmaðurinn þurfi að hrinda Williams, með tveimur útréttum höndum. Ef þú vilt meina að Fred hafi verið brotlegur, þá væri dæmt víti í hverri einustu hornspyrnu í þessarri deild.
Annars sterkt að taka þrjú stig þarna.
Tómas says
Fannst Maguire atvikið hefði verið mjög strangt rautt. Hann setur jú fótinn fyrir sig en ómögulegt að segja að það hefði verið einhver ætlun í að meiða. Fannst þetta miklu frekar líta út eins og viðbragð við því að maður kemur á fullu og virðist stefna yfir þig.
En hey ég er united maður og fullkomlega hlutlaus í þessu ;)
team var says
Hvaða skoðanir sem menn hafa á dómunum þá hefðu bæði mörk Chelsea staðið án inngrips Var.
6 overturn mörk í plús fyrir United á leiktíðinni, næstflest á eftir Brighton.
Rúnar P says
Hverjum er ekki fuck sama?
Tómas says
@ team var og?
Var VAR ekki ætlað í að koma í veg fyrir óréttmæt mörk, ranga dóma o.sv.frv.
Það að United og Brighton toppi einhverja VAR töflu þýðir einfaldlega að það hafi verið flest VAR atvik í leikjum þeirra. Ef þú hefur einhvern smá grunn í tölfræði þá myndirðu vita að sú dreifing væri aldrei jöfn.
Í raun hægt að segja að dómarar hingað til gera oftast mistök í leikjum, Brighton og United og þurfa svo á VAR að halda. Þýðir ekkert annað.
team var says
Tómas (og þið hinir), hvað liggja mörg LiVARpool comment eftir þig á veraldarvefnum?
Atli Þór says
Þetta var algjörlega lykilsigur upp á áframhaldandi baráttu um meistaradeildarsæti. Nú erum við 3 stigum á eftir 4. sætinu og 2 á eftir 5. sætinu sem vel líklega verður meistaradeildarsæti í ár.
Og VAR kom í veg fyrir að Chelsea skoraði tvö ólögleg mörk. Annars getur verið að bæði hefðu verið dæmd af án VAR. Dómari og línuverðir bíða eftir VAR niðurstöðu þannig að við vitum ekki með vissu hvernig þetta hefði verið dæmt.
Úrslitin hafa ekki verið góð í vetur en þetta er skrítið tímabil, allir að taka stig af öllum nema Liverpool hraðlestin sem setur án vafa nýtt stigamet á þessu tímabili. Þeir eru bara flottir í ár, gera það sama og okkar menn gerðu árum saman undir stjórn SAF, vinna leikina sem þeir eru í basli með og hætta aldrei. Fá þannig fullt af mörkum í lok leikja (Klopp time?).
Nú er endurnýjunar- og uppbyggingarstarf í gangi. Liðið er ungt og er að þróa sýna leikaðferð. Ég verð að segja að þrátt fyrir misjafnt gengi hef miklu meira gaman að fylgjast þeð liðinu að því leyti að reynt er að pressa af krafti, liðið reynir að spila út úr vörninni og mér finnst vera samstaða og samheldni inni á vellinum. Við þurfum fleiri menn til að styrkja þetta kerfi, flinkari leikmenn sem bæði geta brotist í gegn maður gegn manni og spila í gegnum miðju svæðið á meiri hraða. Með komu Bruno Fernandes er strax kominn meiri hreyfanleiki fram á við. Ef við fáum tvo slíka í skiptum fyrir Pogba þá á að selja hann í vor ef hann vill fara.
Ole þarf að fá eitt tímabil í viðbót og þá er hægt að dæma hann. Vona að hann verði þarna í mörg ár í viðbót, því það gerist ekki nema hlutirnir fara að falla betur með liðinu.
Audunn says
Mjög flottur sigur, algjörlega lífsnauðsinlegur fyrir Ola og Man.Utd.
Það er svo ótrúlegt hvernig þetta lið hagar sér ef svo má segja, vinnur Chelsea 0-2 á brúnni en tapar svo heima fyrir liðum í fallbaráttu…
En með komu leikmanns eins og Bruno þá vonandi að þetta fari nú að hressast, hann er leikmaður sem okkur vantaði, frábær spyrnumaður (hvað er langt síðan United skoraði svona úr horni) og leikmaður sem getur búið eitthvað til.
Margt mjög jákvætt í þessum leik, jú United voru stálheppnir að Harry fékk ekki rautt en allt hitt var spot on .
Við þurfum að fá miklu meira út úr leikmönnum eins og James og Martial, Martial er svona leikmaður sem getur allt þegar hann nennir því (ekta Frakki) en James virkar á mig sem bara alls ekki nógu góður leikmaður. Ég veit bara ekkert hvað hann gerir gott inn á vellinum. Kannski sjá aðrir það en ég.
Ef andstæðingurinn passar upp á að vera alltaf nálægt honum þá á James ekki séns því hann hefur ekki krafta til að sigra menn öðruvísi en á hraðanum. persónulega finnst mér bara ekkert varið í þennan leikmann og ég er ekki að sjá í dag að hann komi til með að verða einhver alvöru leikmaður fyrir Man.Utd, en maður verður víst að gefa mönnum smá séns þannig að gefum honum það.
Karl Garðars says
Góður leikur.
Djöfull ánægður með Bruno.
Shaw flottur en ég er ekkert sérstaklega hrifinn af þeim saman honum og Williams. Finnst lítið koma út úr þeim síðarnefnda þegar þeir eru báðir inni á og það hefði frekar mátt styrkja miðjuna fram á við með Mata eða hreinlega fleygja Ighalo í djúpu laugina til að tuska chelsea vörnina sðeins til.
Martial átti flottan skalla en að mínu mati er hann ekki góður sem fremsti maður því hann leitar allt of mikið út að hliðarlínu og skilur teiginn eftir tóman.
Bailly pínu shaky í byrjun og hættulega kærulaus í spiladúttli í teignum en þessi tækling var svo svakaleg að ég mun fyrirgefa honum flestallt fram að næstu jólum!! Gæti alveg trúað að þetta sé miðvarðaparið sem við erum búin að bíða eftir.
Fannst Fred vera mjög góður og hann og Bruno virðast ná vel saman. Síðast en ekki síst þá var þáttur Andreas í þessum leik alveg passlegur, vona að þetta sé það sem koma skal á meðan hann reynir að finna fjölina sína blessaður.
Audunn says
Ánægður með hvað @Karl Garðars er duglegur við að gagnrýna Andreas þá þarf ég ekki að spá í því og get einbeitt mér algjörlega á James 😁😁
Það þarf einhver að taka við „eineltinu“ af Fellaini og mér sýnist James vera rétti maðurinn í það hlutverk 😎😎 Hann lofar allavega góðu hvað það varðar so far ⚽
Karl Garðars says
Ætlaði nú ekki að vera með vísi að eineltistilburðum þó maður tali hreint út. Svo það komi fram þá vil ég alveg hafa Perreira í hóp en bara alls ekki í byrjunarliði í leikjum sem skipta máli. Við eigum að vera betra lið en svo að hafa fastamenn í þeim leikjum á borð við hann og t.d. Lingard. Jafnvel þó þeir séu uppaldir hjá félaginu þá megum við ekki láta það rugla dómgreindina. Við erum með góða uppalda leikmenn á borð við Rashford, McTominay, Pogba og Greenwood. Síðan munu koma fleiri sem verða góðir en ekki bara efnilegir fram á fertugsaldurinn eins og ætlar að stefna í með hina tvo. :)
James er mjög efnilegur en hann er að mínu mati að drukkna í djúpu lauginni. Vonandi herðist hann við áraunina en það er örlítið óábyrgt af þjálfurunum að leggja svo mikið á hann svona fljótt.