Manchester United hélt til Belgíu í kvöld þar sem fram fór fyrri viðureignin við Club Brugge KV í Evrópudeildinni. Eftir mjög sterkan útisigur á mánudaginn gegn Chelsea var röðin komin að Evrópuferðalagi á nýjan leik. Club Brugge eru efstir í belgísku deildinni en þeir féllu úr leik úr Meistaradeildinni eftir að hafa verið með PSG, Real Madrid og Galatasary í riðli.
Ole Gunnar Solskjær gerði sex breytingar frá uppstillingu sinni á mánudaginn enda stutt á milli leikjanna og sömuleiðis stutt í næsta deildarleik, sem er á sunnudaginn gegn Watford. Lið United var :
Á bekknum voru þeir Eric Bailly, Bruno Fernandes, Odion Ighalo, Daniel James, Fred, Aron Wan-Bissaka,og David de Gea.
Philippe Clement, stjóri Brugge, lét hafa eftir sér að til að slá út Manchester United þyrfti á kraftaverki að halda en hann ákvað að stilla upp í 4-3-3 og vonast eftir slíku kraftaverki. Lið heimamanna leit því þannig út:
Fyrri hálfleikur
Fyrsta raunverulega færið kom eftir snöggt innkast frá heimamönnum þar sem nígeríumaðurinn Emmannuel Dennis brunaði upp hægri kantinn og átti sendingu fyrir markið sem hefði hæglega geta endað með marki en boltinn endaði ofan við markið. Romero hafði brunað út í eitt af nokkrum skógarhlaupum sem hann átti eftir að taka í kvöld, en það kom ekki að sök að þessu sinni.
Þessar fyrstu 10-12 mínútur einkenndust af löngum boltum fram fyrir bæði lið en Club Brugge virtust ætla að setja stefnuna á hægri kantinn og takast á við Brandon Williams og Luke Shaw.
Fyrsta marktilraun United kom eftir ágætis spil en Simon Mignolet stóð sína vakt vel og varði boltann í horn. Úr horninu kom hins vegar fyrsta hættulega færið en það datt ekki fyrir United því Mignolet náði að handsama boltann og þruma honum fram og heimamenn komust í frábæra skyndisókn þar sem Emmanuel Dennis var í kapphlaupi við Williams.
Þeir virtust hnífjafnir en Sergio Romero var kominn langt út fyrir vítateiginn til að mæta þeim og Dennis tókst að slengja fætinum í boltann þannig að hann fór yfir argentínumanninn og skoppaði inn í tómt markið. 1-0 fyrir heimamenn.
Næstu mínútur voru tíðindalitlar en loksins á 36. mínútu kom fyrsta hættulega færi United. Færið sjálft kom upp úr innkasti heimamanna þegar de Cuyper tók innkast djúp inn á vallarhelming United til baka en eitthvað fipaðist miðverðinum sem ætlaði að taka á móti boltanum. Anthony Martial pressaði varnarmanninn sem misreiknaði boltann og sá franski slapp inn fyrir og gerði engin mistök, einn á móti Mignolet. Hreint út sagt á silfurfati.
Örskömmu síðar var Martial nálægt því að skora á nýjan leik þegar hann átti frábært skot fyrir utan teig en Mignolet náði að strjúka boltann nógu mikið til að hann endaði í stönginni. Þarna munað mjóu en heimamenn gátu þakkað fyrir að vera ekki lentir undir fyrir hálfleik.
Síðari hálfleikur.
Síðari hálfleikurinn fór ágætlega af stað fyrir bæði lið en þegar nokkuð var liðið af honum voru ýmsar blikur á lofti, United var búið að vera meira og minna með boltann en ekki náð að skapa sér neitt af viti. Sama sagan virtist vera að endurtaka sig eins og hefur verið gegnum gangandi allt þetta tímabil. Bitlausir yfirburðir og hugmyndasnauður sóknarleikur.
Andreas Pereira virtist vera staðráðinn í að skora en tilraunir hans voru flestar í samræmi við sóknarleik United, hættulitlar. Sama má segja um Jesse Lingard, hann missti boltann trek í trek og flæðið í sóknarleik United var engan veginn til staðar.
Þá var Diogo Dalot ákaflega slakur en Portúgalinn gerðist sekur um nokkur slæm mistök og var langt frá sínu besta. Þá hefur Brandon Williams varla stigið feilspor síðan hann braust fram á sjónarsviðið en leikurinn í dag verður seint talinn einn af hans betri leikjum.
Á 63. mínútu ákváðu allir útileikmenn Brugge að pressa United af miklum krafti og náðu að stela boltanum af Lingard en sem betur fer fyrir hann og alla United stuðningsmenn, varð ekkert út úr því. Eftir þá sókn fór Martial útaf og í hans stað kom Nígeríumaðurinn Odion Ighalo.
Átta mínútum síðar kom önnur skipting Solskjær þegar hann tók úr Pereira fyrir Fred, Braselíumaður fyrir Braselíumann. Á 81. mínútu kom svo Bruno Fernandes inn fyrir Diogo Dalot en hann var ekki lengi að hafa áhrif á leikinn.
Innan við 2 mínútum eftir að portúgalinn kom inn á átti hann sturlaða sendingu frá vinstri kantinum inn í vítateiginn á Mata sem var réttilega dæmdur rangstæður. Juan Mata gerði reyndar gríðarvel í að ná stjórn á boltanum en skaut með hægri beint í Mignolet en markið hefði hvort sem er ekki talið.
Eftir skiptingarnar, sérstaklega eftir að bæði Fred og Bruno voru komnir inn á, stórbættist flæðið í sóknarleiknum og mjög greinilegt hversu sterk og jákvæð áhrif þessir leikmenn hafa á spil liðsins. Bæði hraðinn og gæðin jukust til muna og United var óheppið að ná ekki að nýta sér yfirburðina.
Skömmu síðar fékk Fred aukaspyrnu fyrir utan d-bogann en því miður fór skotið frá Bruno beint í vegginn. Við þurfum því að bíða lengur eftir fyrsta markinu frá Bruno en með þessu áfram haldi verður það ekki löng bið.
En hvorugu liðinu tókst að pota boltanum yfir línuna í síðari hálfleik og endaði leikurinn því 1-1. Allt annað tap verður að teljast í versta falli ásættanlegt úr útileik úr Evrópudeild, sérstaklega í ljósi þess að við komumst upp með að hvíla nokkra lykilleikmenn. Síðari viðureignin fer svo fram á Old Trafford 27. febrúar en eflaust mun Solskjær stilla upp ögn sterkara liði þá.
Framundan er gríðarlega mikilvæg viðureign við Watford á sunnudaginn kemur. Liðin fyrir ofan okkur eiga innbyrgðisviðureign svo United getur og mun með sigri klífa upp töfluna og færast nær fjórða sætinu. Watford hafa ekki borið sigur út býtum síðan 12. janúar og sitja í fallsæti en þeir munu þó engu síður eflaust berjast með kjafti og klóm fyrir stigum á sunnudaginn kemur. Leikurinn er kl 14:00.
Bjarni Ellertsson says
Djöfull er að horfa uppá þetta, menn á hælunum, sumir geta ekki neitt sem var vitað fyrirfram en á þessu stigi þýðir ekki að spila göngubolta. Enn og aftur sjáum við liðið detta á lágt plan.
Koko says
Þetta er ömurlegt ì einu orði sagt
Bjarni Ellertsson says
Einkunnir
Romero – 5
Lindelof – 5
Maguire – 7
Shaw – 8
Williams – 5
Mata – 6
Pereira – 2
Dalot – 3
Matic – 6
Martial – 8
Lingard – 4
Ighalo – 5
Fernandes – 6
Fred – 6
Leikur utd – 5, þrír leikmenn áberandi slakir.
Karl Garðars says
Ekki alveg sammála þér Bjarni. Perreira og Lingard eiga að fá 2 (samanlagt) 😅😅
Audunn says
Get alveg sætt mig við jafntefli í svona leik á svona velli með þetta byrjunarlið.
Útileikir í þessari keppni eiga það mjög oft til að vera svolítið scrappí eins og við höfum svo oft séð.
Gátum hvilt einhverja leikmenn og klárum þetta heima eftir viku.
Enginn skaði skeður út af þessu jafntefli.