Á fimmtudaginn síðasta fór United örugglega áfram í Evrópudeildinni eftir 5-0 heimasigur gegn Club Brugge, þar sem miðja United fór á kostum. Í gær var svo dregið í 16 liða úrslit og ljóst að topplið austurísku deildarinnar, LASK, verða mótherjar okkar þar.
En viðureign helgarinnar verður að öllum líkindum erfiðari þar sem Everton, sem hefur verið á fljúgandi siglingu undanfarið, tekur á móti okkar mönnum. Fyrir leikinn er United í fimmta sætinu með 41 stig á meðan Everton situr í 11. sætinu með 36 stig.
Þegar þessi lið mættust á þessum velli á síðasta tímabili varð niðurstaðan 4-0 sigur heimamanna þar sem Ole Gunnar Solskjær lét hafa eftir sér eftir leik að einhverjir leikmenn hefðu leikið sinn síðasta leik fyrir United. Þá sagði hann á fréttamannafundi fyrir þennan leik að þau úrslit hefðu legið þungt yfir honum og hann hefði verið lengi að jafna sig.
En Solskjær lét hafa eftir sér á föstudag að lið United í dag myndi ekki lenda í sama andlega hruninu og það lið sem tapaði svona stórt á móti Everton og vildi meina að andlega væri liðið mun sterkara í dag en það var þá.
En Everton er líka mun betra í dag en það var þá. Með tilkomu Carlo Ancelotti og 4-4-2 taktík hans þar sem Dominic Calvert-Lewin og Richarlison leiða framlínuna á meðan Gylfi spila út á kanti sen samt ekki þar sem hann dregur sig inn á völlinn. Þá er Andre Gomes nýbúinn að jafna sig eftir skelfilegt fótbrot gegn Tottenham á síðasta ári.
Calvert-Lewin hefur verið sjóðandi heitur í síðustu leikjum og Richarlison líka en þeir hafa náð einkar vel saman eftir að Ancelotti smellti þeim saman hlið við hlið og virðast skora að vild. Vandræði Everton liggja mun aftar á vellinum þar sem þeir hafa einungis haldið hreinu einu sinni í síðustu átta leikjum.
Varnarlína Everton í síðasta leik þeirra, 3-2 tapi gegn Arsenal, var samsett af Leighton Baines, Mason Holgate, Yerri Mina og Dibril Sidibé en hún leit ekki vel út. Svæðið sem myndaðist millli bakvarðar og miðvarðar oft á tíðum í leiknum er nokkuð sem á ekki að sjást í meistaraflokki, hvað þá í ensku Úrvalsdeildinni.
Þá hefur Jordan Pickford heldur ekki verið að heilla mikið en hann hefur gerst sekur um mörg mistök að undanförnu, þar á meðal tvö sem hafa leitt til marka. Það kæmi því ekki á óvart ef Ancelotti myndi breyta eitthvað til hjá sér en með einungis 2 miðjumenn (þó Gylfi spili sig inn á miðjuna) er hættara við því að liðið fái á sig mörk.
Ekki mikið er um meiðsl hjá Everton en þó er Morgan Schneiderlin að glíma við hnémeiðsl og þá eru þeir Jean-Philippe Gbamin og Lucas Digne báðir að jafna sig eftir en eiga enn svolítið í land. Líklegt byrjunarlið.
Með sigri kæmist Everton upp í 39 stig, einungis tveimur stigum frá United. Evertonmenn hljóta því að líta á þennan leik sem algjöran lykilleik í Evrópubaráttunni þar sem þeir hafa tækifæri til að komast yfir bæði Burnley og Arsenal og saxa á liðin í sætunum fyrir ofan. Everton hefur ekki tapað á heimavelli í síðustu sex heimaleikjum sínum en síðasta tap þeirra á Goodison Park kom undir stjórn Marco Silva þegar þeir steinlágu 0-2 gegn Norwich.
Manchester United
Eftir ágætis frammistöður undanfarið hefur United ekki tapað í rúman mánuð eða síðan Burnley léku okkur grátt 0-2. Síðan þá hefur liðið einungis fengið á sig eitt mark í sjö leikjum og hefur nú haldið hreinu í 18 viðureignum á tímabilinu, árangur sem einungis PSG getur skákað af liðum úr stærstu deildum Evrópu. Að halda aftur af Chelsea, City og Wolves svo einhver séu nefnd sýnir að varnarlega er United að bæta sig verulega.
United hefur verið að spila með þriggja miðvarðarlínu í sumum þessara leikja og því spurning hvort hann Solskjær bregði aftur á það ráð að spila 5-3-2 með Luke Shaw sem vinstri miðvörð í 3 manna miðvarðarlínu með Williams og Diogo Dalot eða Aaron Wan-Bissaka sem vængbakverði til að loka á Everton liðið.
Hugsanlega finnst honum líklegt að við náum að skora og þá sé lykillinn að sigri að vera þéttir tilbaka og leyfa heimamönnum ekki að skora. Annars væri jafntefli ekki hræðileg úrslit en ef litið er til þeirra leikja sem eru framundan hjá United þá eru þrír punktar úr þessum leik afar mikilvægir.
Manchester City, Tottenham og Sheffield United eru næstu deildarleikir United, á meðan FA bikarviðureign gegn Derby og tveir leikir gegn LASK í Evrópudeildinni raðast á milli þessara leikja. Það verða því ansi strembnar næstu vikurnar fyrir United og mikilvægt að leikmenn haldist heilir og Solskjær nái að rótera milli leikjanna.
Þó tel ég að nú þurfi sá norski að ákveða svolítið á hvað hann ætlar að leggja áherslu, ensku Úrvaldsdeildina, Evrópudeildina eða sækjast eftir FA bikarnum. Drátturinn gegn LASK verldur því að hugsanlega nær hann að fresta þessari ákvarðanatöku að sinni en þó skal enginn slá austurríska liðið út af borðinu en þeir slógu út AZ Alkmaar og eru engin aukvisar. Annars býst ég við liðinu á morgun svona:
Paul Pogba er enn meiddur en hugsanlega nær hann City leiknum, ef ekki þá Tottenham leiknum viku síðar. Marcus Rashford á enn langt í land, því miður. Þá eru Tuanzebe og Fosu-Mensah báðir byrjaðir að æfa og verða vonandi orðnir leikfærir til að taka þátt í þessari þéttu leikjadagskrá sem framundan er. Þá er Lee Grant einnig frá.
Leikurinn fer fram kl 14:00 á morgun á Goodison Park þar sem Gylfi og félagar taka vel á móti okkur en dómari leiksins er Chris Kavanagh.
Magnus says
Vil benda mönnum á sérdeilis frábæra United síðu ( ef þeir geta lesið sænsku) allt um öll lið ManU. Muss.se endilega kíkið