Á morgun fer fram síðasti leikur 16-liða úrslita FA bikarsins. Wayne Rooney og félagar hans í Derby taka þá á móti Manchester United. Gengi Derby í Championship deildinni hefur ekki verið alltof gott en liðið situr nú í 13. sæti og er 8 stigum frá umspilssæti. Wayne Rooney gekk til liðs við Derby í janúar glugganum og hefur staðið sig þokkalega. Rooney hefur spilað 14 leiki í öllum keppnum og skorað í þeim 4 mörk og lagt upp 2.
Fyrir Manchester United er þetta tækifæri til svara fyrir hörmulegan seinni hálfleik í síðasta leik gegn Everton og möguleikinn á að vinna bikar skemmir svo sannarlega ekki fyrir. United verður áfram án Daniel James sem meiddist gegn Brügge og Aaron Wan-Bissaka sem er eitthvað tæpur í baki. Þrátt fyrir fréttir um að bati Marcus Rashford gangi vel þá er hann ekkert að fara að spila fyrr en í fyrsta lagi í apríl/maí. Paul Pogba verður ekki með en búist er við að hann geti byrjað að æfa á næstu dögum.
Ég held að Solskjær muni stilla upp sterku liði annað kvöld en hann muni samt vera með mánudagsleikinn gegn City einnig í huga. Liðið gæti litið einhvern veginn svona út:
Leikurinn hefst kl. 19:45
Skildu eftir svar