Ole Gunnar Solskjær ákvað að fara í 5-2-1-2 kerfið sitt sem hefur reynst ágætlega í stóru leikjunum á tímabilinu. Scott McTominay var settur á bekkinn eflaust einhverjum til gremju. Miðjutríóið Fred, Nemanja Matic og Bruno Fernandes fékk traustið en þeir félagar hafa náð vel saman frá því að sá síðastnefndi var keyptur undir lok janúargluggans.
Það kom fram þegar liðin voru tilkynnt að Kevin de Bruyne yrði ekki í hóp og munar um minna. Fyrir utan það gat Pep Guardiola stillt upp sterkasta liði fyrir utan Fernandinho sem spilaði í miðverðinum við hlið Nicolas Otamendi. Í framlínunni var að sjálfsögðu Sergio Aguero sem hefur oftar en ekki skorað á móti United.
City byrjaði þennan leik töluvert betur en United og áttu fyrsta færi leiksins en David de Gea varði mjög vel frá Raheem Sterling. Þrátt fyrir að gestirnir væru mikið meira með boltann þá var þetta eina færið þeirra í hálfleiknum. United komst svo inní leikinn þegar leið á hálfleikinn og voru þeir félagar Daniel James og Anthony Martial duglegir að sækja hratt fram. Það var ekki búinn nema rétt um hálftími af leiknum þegar United fékk aukaspyrnu á góðum stað. Uppúr henni kom stórkostlegt samspil þeirra Ferndandes og Martial þar sem hinn fyrrnefndi vippaði boltanum inní teig á Frakkann sem skoraði með viðstöðulausu skoti sem reyndist óverjandi fyrir Ederson í marki City. Eftir markið lifnaði talsvert yfir United liðinu og leikplan Solskjær virtist vera að ganga 100 prósent upp. Nokkrum mínútum eftir skyndisókn var Fred felldur í teignum en Mike Dean spjaldaði hann fyrir leikaraskap sem er óskiljanlegt og það sem verra er þá staðfesti VARsjáin þennan dóm. United var því marki yfir í hálfleik.
Manchester City byrjaði seinni hálfleikinn með því að skora mark sem var dæmt af vegna rangstæðu hjá markaskoraranum Aguero. Seinni hálfleikurinn spilaðist síðan í rauninni eftir plani Solskjær að mestu leyti. City með boltann og svo var sótt hratt fram um leið og færi gafst og með smá heppni og betri ákvarðanatöku hjá James í tvígang hefði þessi sigur getað komið mun fyrr í höfn. Solskjær gerði tvöfalda skiptingu þegar tólf mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Eric Bailly og Scott McTominay leystu þá Brandon Williams og Anthony Martial af. Williams var ítrekað tekinn í nefið af Riyad Mahrez og skiptingin því skiljanleg en hin skiptingin þétti miðjuna og var James því einn í því að halda úti einhverri sóknarlínu hjá United. Óheppileg hliðarverkun var að City pressuðu enn meira því það var enginn Martial til hafa áhyggjur af lengur. Pressan var á tímabili afskaplega þung og var undirritaður orðinn skíthræddur um að fá jöfnunarmark í andlitið. Eftir 10 mínútur af þessari pressu gerði Solskjær þriðju breytinguna en hinn frábæri Bruno Fernandes var tekinn af velli og Odion Ighalo settur inná til auka sóknarhættuna og draga úr pressu gestanna. Einhverra óskiljanlega hluta vegna var uppbótartíminn 5 mínútur og líklega hafa jafn fáar mínútur verið jafn lengi að líða. Það var svo í einni skyndisókninni alveg undir lok viðbætts tíma sem United veitti City líknarhöggið. Löng sending fram á völlinn á Ighalo sem var nautsterkur og hélt boltanum vel, hann gaf hann svo á Fred sem reyndi að stinga honum inná James en Ederson hirti boltann því sendinging var of föst fyrir velska kantmanninn. Ederson ætlaði sér svo að koma boltanum fljótt í leik en henti boltanum beint til Scott McTominay sem skoraði með glæsilegu skota utan af velli undir blálokin og niðurstaðan 2:0 sigur.
Maður leiksins hlýtur að vera liðsheildin. Vörnin át allt sem City reyndu. Aaron Wan-Bissaka lokaði sínum væng algjörlega. Harry Maguire, Luke Shaw og Victor Lindelöf stigu varla feilspor í leiknum. Fred fer alltaf nær því að réttlæta verðmiðann á sér og Nemanja Matic virðist endurfæddur eftir komu Fernandes sem hefur lyft spili liðsins ótrúlega frá því hann kom til liðsins. Anthony Martial var flottur og Daniel James var hörkuduglegur en ákvarðanatakan var ekki alveg nógu góð.
Þess má svo til gamans geta að Manchester United hafði ekki unnið báða deildarleikina gegn bæði Chelsea og Manchester City frá tímabilinu 1960-1961. Ef liðið vinnur Leicester í lokaumferðinni þá munu 3 af 4 liðunum fyrir ofan United tapað báðum leikjum sínum gegn Rauðu djöflunum.
1De Gea53Williams23Shaw5Maguire2Lindelöf29Wan-Bissaka18B.Fernandes31Matic17Fred21James9Martial
Bekkur: Romero, Bailly, Mata, Ighalo, Greenwood, Tuanzebe, McTominay.
City: Ederson, Cancelo, Zinchenko, Otamendi, Fernandinho, Gundogan, Rodrigo, Foden, B.Silva, Sterling, Aguero.
Bekkur: Bravo, Walker, Jesus, D.Silva, Mendy, Mahrez, Garcia.
Rúnar P says
Brúnó Fernandes…. What a pass
Karl Garðars says
James út af og Ighalo inn. Koma svo!
Karl Garðars says
Jaaaaaaaaaáááá!!!!!!!!
Rúnar P says
There’s a new King in Manchester – Ole Gunnar Solskjær………
Atli Þór says
Ef Man Utd vinnur Leicester í lokaumferðinni þá vinnast báðir leikirnir gegn 3 af 4 liðum sem eru núna fyrir ofan okkur. Ég geri mér enn vonir um að enda fyrir ofan bæði Chelsea og Leicester :)
Snjómaðurinn Ógurlegi says
Hvernig er það. Skrifið þið gaukarnir bara hérna inn athugasemdir þegar þið tapið og getið fóðrað neikvæða Nenna?
Svona negatívir plast „aðdáendur“
Athyglisvert
Georg says
Tæpur leikur og ég nagaði allar neglur af..
Góð úrslit og djö er ég sáttur að sjá metnaðinn í Bruno. Hann veit nákvæmlega hvað liðið á að gera og er óhræddur að láta aðra vita þegar það er ekki að gerast.
Svo sussar hann bara á Guardiola sem er best !! Þvílík snilld
Laddi says
Frábær leikur sem hefði getað endað með stærri sigri með betri ákvörðunartökum upp við mark City. Vörnin frábær, Wan-Bissaka með Sterling gjörsamlega í vasanum allan leikinn. Williams flottur framan af en OGS var fljótur að bregðast við þegar Mahrez fór að valda honum vandræðum.
Miðjan spilaði öll frábærlega, þvílíkur munur á Fred og Matic með tilkomu Bruno sem gerir greinilega alla betri í kringum sig. Martial duglegur og skoraði flott mark og svo var rothögg McTominay í lokin rjóminn ofan á ísinn.
Vissulega hafði City boltann megnið af leiknum en þeir sköpuðu sér lítið og sigurinn var fyllilega verðskuldaður. Mikill munur á bæði spilamennsku og vilja leikmanna undanfarnar vikur, liðið sat ekki bara til baka og beið eftir að eitthvað gerðist, allir voru viljugir að hlaupa uppi leikmenn og loka hlaupaleiðum. Er sennilega besti leikur sem ég hef séð United spila síðan Ferguson var með liðið.
Nú er bara að byggja á þessu áfram og tryggja fjórða sætið!
Auðunn says
Geggjaður leikur og brjáluð stemmning.. Nú er aftur gaman að fara á Old Trafford ⚽⚽
Alexander Hurra says
Þessi leikur og andrúmsloftiđ á vellinum, Old Trafford nötrađi. Hef aldrei seđ adra eins stemmingu á völlinum.
Var ađ fara á taugum í endan, engar neglur eftir
Hjöri says
Góður sigur. Tottenham næst síðan Sheff. Utd þessir leikir verða að vinnast, síðan koma lið í neðri kantinum (nema Leicester) og þar koma að mínu mati erfiðustu leikirnir, og má ekki vanmeta neitt, en Utd hefur ekkert gengið of vel með þessi lið hvort heldur er heimavöllur eða útivöllur. Góðar stundir.
Cantona no 7 says
Frabær sigur og verðskuldaður.
Gaman að sja menn berjast eins og ljon.
Menn verða að halda svona afram og þa er
allt hægt.
G G M U