Þá er komið á hreint hvaða 11 leikmenn Ole Gunnar Solskjær hefur valið fyrir kvöldið. Mikil umræða fyrir leik var um það hvernig honum tækist að koma bæði Bruno og Pogba inn í liðið. Hann hefur þó valið að halda sig við Fred-Bruno-McTominay fyrir þennan leik. Þá er gaman að sjá að Rashford er kominn inn í liðið á nýjan leik en hann hefur verið iðinn við markaskorun gegn „heimamönnum“ í síðustu viðureignum.
José Mourinho stillir upp í 4-2-3-1 einnig en enginn Japhet Tanganga né Dele Alli eru í liðinu. Þess í stað er Eric Dier og Aurier í öftustu línu en sá síðarnefndi hefur átt í verulegum vandræðum með Rashford í síðustu tveimur leikjum.
Bjarni Ellertsson says
Inná með PP, getur varla verið vera að hafa hann inná.
Heiðar says
Þokkalegur leikur gegn vel skipulögðu Mourinho liði. Áttum 3 stigin meira skilið en Spurs að mínu mati en jafntefli ekki ósanngjörn úrslit.
Timbo says
West Ham 2017, Chelsea 2019 og farsinn í kvöld. DeGea er með ofnæmi fyrir meistaradeildinni.
Audunn says
United átti að vinna þennan leik en það tókst ekki því miður og engöngu klaufaskapur kom í veg fyrir það.
Ole Gunnar hlýtur að fara að bekkja James, afskaplega slakur leikmaður að mér finnst.
Keane says
Enn situr mike phelan þarna og nagar neglurnar, kunnulegt. …ZzzZzzz. Vekjið mig þegar glazerarnir eru farnir og hæfir stjórar teknir við
sigurvald says
Mér fannst þetta heilt yfir flottur leikur hjá okkar mönnum, og mun frísklegri en ég þorði að vona eftir svona langt hlé.
Það er ekki langt síðan að svona leikur hefði tapast.. enda hefur „okkur“ gengið illa gegn liðum sem liggja þétt til baka.
GGMU!
Karl Garðars says
Fannst þetta ekkert svo afleitur leikur.
Sammála með James, hann var slakur og Martial/Fred voru frekar rólegir. Greenwood ætti að fá hægri kantinn í það minnsta þar til James braggast eða annar kemur inn.
Það er engin hætta af hægri kantinum og það vita orðið allir og hundarnir þeirra að James og AWB hlaupa bara með boltann í ógöngur og geta hvorugur komið frá sér sæmilegum sendingum nema mögulega einstaka sinnum.
Ég hef samt góða tilfinningu fyrir þessum hóp þegar flestallir eru heilir.
sigurvald says
Ætli það sé óhætt að vekja @Keane?