Fyrir leikinn í dag var United búið minnka forystu Chelsea niður í 2 stig. Það var því tækifæri á að setja almennilega pressu á liðin fyrir ofan okkur með góðum sigri í dag. Það var hægt að gera væntingar til þess enda mótherji dagsins verið í basli allt tímabilið og búinn að missa einn einn besta leikmanninn sinn, kantmanninn Ryan Fraser á frjálsa sölu. Liðið á þó möguleika á að bjarga sér frá falli en það verður erfiðara með hverjum leik.
Manchester United stillti upp sama liðinu þriðja leikinn í röð og svo sem engin ástæða til að breyta mikið til. Solskjær virðist vera búinn að finna sitt sterkasta lið og taktíkina sem hentar því. Óvæntasta púslstykkið hlýtur að vera Nemanja Matic sem hefur verið spila sinn besta bolta í amk 2 ár. Vörnin hefur tiltölulega stöðug enda haldist nánast óbreytt. Því miður virðist ekki vera pláss fyrir Scott McTominay í byrjunarliðinu þessa stundina en hann ásamt Fred hafa fengið að sitja á varamannabekknum síðustu leiki.
Leikurinn fór fjörlega af stað en eftir nokkrar mínútur tók United leikinn fastari tökum og náði mjög góðu spili og leit leikurinn út fyrir að ætla vera framhald af síðustu leikjum. Það var því töluvert gegn gangi leiksins að gestirnir náðu að taka forystuna en fyrirliðinn Harry Maguire sem hefur verið góður í vetur gerðist sekur um smá klaufaskap í vörninni. Hann var klobbaður af Junior Stanislas sem skoraði með skoti á nærstöng en það hefur lengi verið Akkilesarhæll David de Gea að verja svona færi. Eftir þetta mark læddist að skýrsluhöfundi að þetta gæti orðið einn af „þessum“ leikjum.
Áhyggjurnar reyndust ástæðulausar því að á 15 mínútna kafli í fyrri hálfleiknum skoruðu allir framherjarnir United sem voru inná vellinum. Mason Greenwood byrjaði með föstu skoti eftir frábæra móttöku. 5 mínútum síðar skoraði Marcus Rashford úr víti eftir að leikmaður gestanna handlék boltann augljóslega inni í teig. Anthony Martial skoraði síðan algjört draumamark eftir að leika inn af kantinum og skrúfa boltann í samskeytin fjær. Staðan í hálfleik því 3:1 heimamönnum í vil.
Ole Gunnar Solskjær gerði eina breytingu í hálfleik en Eric Bailly leysti Victor Lindelöf af hólmi til að fá meiri hraða í vörnina til að eiga betur við Joshua King framherja Bournemouth. Það var því kaldhæðnislegt að Bailly fékk dæmt á sig víti sem King skoraði svo úr. En dómurinn var fáránlegur og vítið hefði aldrei átt að dæma. Mason Greenwood var svo sem alveg sama en hann skoraði bara aftur og það með „veikari“ fætinum. Þetta mark virtist slökkva endanlega í gestunum sem fóru að sætta sig við sitt hlutskipti í dag. United var þó ekki hætt að sækja og Burno Fernandes skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 59. mínutu og staðan orðin 5:2. United hélt bara áfram að sækja en maður leiksins hjá Bournemouth, Aaron Ramsdale varði mjög vel. 5:2 sigur því staðreynd og baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu í fullum gangi.
Varamenn: Romero, Bailly (Lindelöf ’46), Williams, Andreas, Fred (Matic ’67), James (Greenwood ’75), Mata (Rashford ’80), McTominay, Ighalo (Martial ’80)
Lið AFC Bournemouth
Bjarni Ellertsson says
Glæsilegt, geri ráð fyrir öruggum sigri.
Rúnar P says
Jæja hvenær ætlum við svo að sleppa þessum De Gea vagni og prufa eitthvað nýtt? Lestin er löngu farin!
Bjarni Ellertsson says
Vatnspásan gaf okkur mark. Alltaf rautt á Lerma, helv sauður.⁸
Cantona no 7 says
Alltaf rautt .
Annars flottur leikur,
G G MU
Turninn Pallister says
Klaufalegur varnarleikur hjá Harry, 3ðja flokks klúður hjá De Gea.
Sterkt samt að koma til baka og svara. Flott mörk hjá Greenwood og Martial. Fékk pínu í magann þegar ég sá aðhlaupið hjá Rashford í vítinu, en gladdist mjög þegar boltinn lá í netinu.
Annars er gjörsamlega óskiljanlegt að VAR hafi ekki breytt gula spjaldinu hjá Lerma í rautt. Stórhættuleg tækling með takkana á undan í hnéhæð, eitthvað sem á ekki að sjást og að sjálfsögðu á að refsa fyrir svona.
Bjarni Ellertsson says
Jæja hvað finnst mönnum um þessa byrjun á seinni. Héldu menn virkilega að þetta væri komið, eitt lið á vellinum sem ætlar að vinna leikinn sýnist mér. Jæja Greenwood skorar og bjargar Baily. Fer samt ekki ofan af því að þetta er ekki boðlegt hvort sem vítið var rétt eða ekki.
Turninn Pallister says
Verð að vera sammála þér Bjarni, mikið kæruleysi í gangi. Harry hefur verið í tómu basli í þessum leik og Bailly með klassíska Bailly vitleysu. Augljósir veikleikar og fát í varnarleiknum. Betra lið en Bournemouth væri búið að gera meiri usla hjá okkar mönnum í dag. Gott samt að við erum með deadly framlínu. Enn ein snilldin frá Bruno og fínt mark hjá Greenwood.
Rúnar P says
Allt í allt þá var þetta hörku leikur, missti af öllum þrem mörkunum hjá United því ég var að hlaupa úr lestinni heim til félaga míns en seinni hálf leikurinn sem byrjaði frekar illa fyrir okkar menn var hreint út sagt magnaðir, 70% possession, 17 mark tilraunir og 10 skot á rammann, meira segja félagi minn sem er Lifrapúl aðdáendi skemmti sér konunglega
Heiðar says
Alveg ljóst að liðið fer á kostum í sókninni þessa dagana. Varnarleikur og markvarsla er hinsvegar langt frá því að vera 100%. Finnst Harry Maguire bjóða upp á algjöra útsölu á sjálfum sér alltof oft, miðað við að vera 80 milljón punda miðvörður.