Hlutirnir halda áfram að falla með Manchester United. Í gær tapaði Chelsea stórt fyrir Sheffield United og því er svo komið að United er með það í hendi sér að enda í þriðja sæti deildarinnar. Fjórir sigrar þýða þriðja sætið, svo einfalt er það. Chelsea er enn með meistaradeildarsætið í eigin höndum, enda verður leikur United og Leicester síðasti leikurinn og það gæti reynst úrslitaleikur um meistaradeildarsæti. Það fer eftir niðurstöðu UEFA í máli Manchester City en niðurstaðan úr því verður kynnt á morgun, mánudag kl 8:30 að íslenskum tíma.
Orðið á götunni er að upphaflegur dómur um tveggja ára bann frá Evrópukeppnum verði felldur niður og verði svo þarf
United nauðsynlega á þessum fjórum sigrum að halda, hvergi má misstíga sig. Framundan er erfið vika, í kjölfar leiksins á morgun kemur leikur við Crystal Palace á fimmtudag og síðan bikarundanúrslitin við Chelsea á sunnudaginn. Ef City fer í bann og leikurinn annað kvöld vinnst má búast við nokkuð breyttu liði á fimmtudag, ef City bannið heldur ekki, þá býst ég fastlega við að það verði róterað minna á fimmtudag en síðan eitthvað í bikarnum sem ella hefði ekki verið. Meistaradeildarsætið er því miður mikilvægara í dag en bikarinn. Síðan er það alltaf hraðmótið í Evrópudeildinni sem fer fram 10.-21. ágúst.
En hvað um það, á morgun er það Southampton og í dag vitum við ekki hvað gerist á morgun. Southampton hefur verið nokkuð rokkandi lið í vetur. Þeir voru ekki langt frá fallbaráttunni en þrír sigrar og jafntefli í fimm leikjum síðan tímabilið hófst að nýju hafa rækilega kveðið falldrauginn niður. Á heimavelli hefur þeim gengið afspyrnuilla, í heimaleikjatöflunni sitja þeir í næst neðsta sæti, einungis Norwich hefur fengið færri stig á heimavelli í vetur og sumar. Í útileikjum hins vegar er annað uppi á teningnum. Þar eru það bara Liverpool, Chelsea, Manchester City og Wolves sem hafa fengið fleiri stig og bara þrjú fyrrnefndu hafa unnið fleiri útileiki. Nú vill nú samt svo til að United er eitt af bestu heimavallarliðunum þannig það kemur á móti.
Ein stærsta ástæðan fyrir þessari stöðu sem Southampton er í er velgengni Danny Ings í vetur. Hann er að eiga sitt besta tímabil, búinn að skora 19 mörk í deild og lykilmaður í öllum draumaliðsdeildarliðum.
En á morgun þarf að stoppa hann og stoppa Southampton. Þeir spila þýskan pressubolta, þó Hrólfur Hérakofi stjóri þeirra sé reyndar austurrískur og stilla liðinu einhvern veginn svona upp
Þetta er frekar stabílt lið, lítið um breytingar og meiðsli sem eru í gangi eru flest til lengri tíma.
Það er einfalt að spá liði Manchester United á morgun
Þetta er einfaldlega lang besta liðið eins og stendur en ef City fær reisupassann sem ólíklegt er hljótum við samt að sjá 1-2 breytingar. En ef þetta verður óbreytt lið þá er það í fyrsta skipti síðan í janúar-febrúar 1993 að liðið er óbreytt fimm leiki í röð í deild. Sú hrina hófst reyndar með leik á móti Southampton en inn á milli kom einn bikarleikur, rétt eins og í þetta skiptið.
Það er alveg ástæða fyrir að vera bjartsýn fyrir þennan leik. Hann er ekki gefinn en ef liðið spilar eins og það hefur verið að gera á það að geta unnið á Southampton.
Timbo says
Southampton á eftir að test-a vörnina hjá okkur. Ward – Prowse er mjög hættulegur í föstu leikatriðunum og Ings kann aldeilis að staðsetja sig í teignum.
Það er ekki hægt að kvarta yfir úrslitum helgarinnar, það eykur líka pressuna á okkar liði(City fer ekki í bann að ég held). Ólíkt síðasta tímabili þá tel ég að liðið sé tilbúið í að klára svona verkefni.
Þetta verður torsóttur 2-1 sigur og 3 sætið verður okkar þann 26. Get in!