Það eru komnar nýjar reglur í VARsjánni og við fengum að kynnast þeim í gær.
Dale Johnson er blaðamaður á ESPN og hefur síðasta árið umfram aðra lagt sig fram um að skilja og skýra út hinar næstum óskiljanlegu reglur sem gilda um myndbandsdómana í fótboltanum. Eftir allt ruglið í gær kemur Dale til bjargar. Eitt af því sem hefur breyst er reglan um hendi varnarmanna.
https://twitter.com/DaleJohnsonESPN/status/1307380200787804160
Hér vísar hann á grein um breyttar reglur í Úrvalsdeildinni en þær hafa nú breyst itl samræmis við vinnubrögð FIFA. Margt af því sem þar er fjallað um kom í ljós í gær og hér tek ég saman það sem hann nefnir í þessum þræði
Víti á Lindelöf
Skv greininni á núna að dæma mun meira á hendi á varnarmenn. Skv þessu á að dæma þegar varnarmaður stöðvar skot, og það gerðist í gær, og það skiptir víst engu hvort það er viljandi eða ekki. Þannig var víti réttur dómur í gær.
Endurtekið víti
VAR skoðar nú öll víti. Þetta er brot á reglum. Víti skal endurtekið. Eigum eftir að sjá mikið af þessu í vetur þangað til markmenn fara að hætta þessu.
Víti á Arsenal
Loks var það ekki-dómur í leik Arsenal og West Ham í gær. Það er skólabókardæmi um ný regluna að það er ekki hendi ef boltinn fer í ermina.
Dómarnir réttir
Skv þessu var þetta allt rétt í gær og minnir á vísubrotið
Grundar dóma, hvergi hann
hallar réttu máli.
Hér er því ekki við dómarann eða varsjárherbergið að sakast heldur reglurnar. Og þá vitum við hvað okkur finnst um þær.
MSD says
Hefði verið fróðlegt að fá að vita hvort skipta mætti um vítaskyttuna. Ég hef allavega aldrei séð það áður gerast að þegar menn láta endurtaka víti þegar dómarinn sjálfur ákveður það, t.d. þegar menn hlaupa of snemma inn í teiginn eða markmaður fer af línunni, að í millitíðinni sé skipt um vítaskyttu þegar spyrnan er endurtekin.
Tryggvi says
Hvað finnst mönnum um þetta – rautt?
https://m.youtube.com/watch?feature=youtu.be&v=_VqeEcMxVFY
Björn Friðgeir says
@msd: það hefur enginn nefnt þetta gæti verið ólöglegt þannig það má greinilega. Ef það er ekki bannað beint út í lögunum þá má það augljóslega. Líklega svoleiðis til að hafa möguleikann opinn að spyrnumaður eða markmaður þurfi að fara útaf í millitíðinni.
Bjarni Ellertsson says
Það er eitt sem veldur mér miklum hugarangri annað en VAR eða skitan á leikmannamarkaðnum hingað til, þ.e tíminn sem menn höfðu til að sjá fyrir hvernig tímabilið hæfist. Það að liðið hafi ekki æft saman í meira en viku, leikið nema einn æfingaleik sýnir að liðið er minnst 3 vikum á eftir hvað form og snerpu varðar í raun það sem gerir liðum kleift að vinna leiki. Var þetta neyðarúrræði eða hroki að mæta svona illa tilbúin til leiks. Gildir sama hvaða liði við hefðum mætt, hefðum alltaf tapað. Það kemur í bakið á okkur að rembast svona við evrópu dolluna meðan útlit var fyrir að liðið þyrfti á hvíld að halda fyrir næsta tímabil.
Vonandi hressist Eyjólfur fljótt.
GGMU
MSD says
Er ekki máli að lengja ermarnar á nýju treyjunum?? :D