Bæði lið voru mikið breytt frá því á laugardaginn. Reyndar var eina ástæðan fyrir að Harry Maguire fékk frí var að hann er aðeins meiddur og því voru tíu breytingar hjá United
Varamenn: Grant, Fosu-Mensah, Mengi, Pogba (69.), Lingard (81.), Greenwood, Rashford (69.)
Graham Potter gerði ekki nema níu breytingar
Það er óhætt að segja að leikurinn hafi farið rólega af stað í hellirigningu, United aðeins frískari framan af þó. Loksins kom færið á 19 mínútu, Williams gaf inn í teiginn, Mata náði boltanum, gaf þvert á Ighalo sem fór framhjá Steele en var aðeins of utarlega og ekki í jafnvægi og boltinn fór í hliðarnetið. United byggði ekki á þessu og Brighton fór að sækja meira, Jahanbakhsh átti fínt skot sem Henderson þurfti að verja. Leikurinn var afskaplega slakur hjá United og Brighton reyndi meira, Alexis Mac Allister átti kingsað skot sem fór rétt yfir en það var ekkert að gerast sóknarmegin hjá United.
Flest það sem United reyndi fór upp vinstra megin, eins fyrirsjáanlegt og það var og ekkert af því gekk. Jahanbakhsh kom sér hinsvegar í betra skotfæri en United hafði tekist, til þess að skjóta framhjá.
Það var því alveg á móti gangi leiksins að Scott McTominay kom United yfir á 44. mínútu. Brotið var á Juan Mata úti hægra megin, hann tók aukaspyrnuna og gaf inn á teiginn, McTominay var réttstæður og óvaldaður fjærst og fékk allan tímann til að skalla í netið. Eric Bailly reyndi þó sitt besta til að trufla McTominay en tókst ekki
Þetta var ekkert skárra frá United í seinni hálfleik þó þeir væru komnir yfir, Brighton hélt áfram að sækja meira og skapa hættu, besta færið kom á 67. mínútu þegar sókn endaði á skoti Trossard frá vítapunktinum en Henderson náði að vera vel í horn.
Þá var komið að því að setja betri menn inná, Paul Pogba og Marcus Rashford komu inná fyrir Ighalo og James. Báðir höfðu þeir verið afskaplega slakir í leiknum.
En eins og áður þá skoraði United gegn gangi leiksins. Bestu mennirnir komu líka að því, van de Beek fékk boltann við teiginn, ýtti boltanum utanfótar aftur fyrir sig á frían Mata sem lék inn í teig og fékk að skjóta óhindraður og skora. Besti maður United í leiknum, Juan Mata.
United fóru loksins að spila betur eftir þetta og bættu við þriðja markinu. Paul Pogba tók aukaspyrnu vinstra megin, flott skot fór í vegginn, stöngina nær og inn og United var komið í 3-0 eins og í síðustu viku og aftur gaf staðan ekki rétta mynd af gangi leiksins.
Eftir markið kom Jesse Lingard inná fyrir Fred.
Leikurinn datt eðlilega nokkuð niður eftir þetta, síðustu tíu mínúturnar gerðist fátt. Aftur öruggur sigur í tölum en ekki eins í frammistöðu. Juan Mata sýndi að hann er enn topp leikmaður þegar andstæðingarnir eru ekki þeir sterkustu og United er komið í fjórðungsúrslit
Rúnar P. says
Jahér..
gummi says
Þetta verður einhver niðurlæðing
Scaltastic says
Alvöru gæði hjá Mata. Fróðlegt að sjá hvað Lindelöf virkar mun öruggari á velli með Bailly en Maguire.
Karl Garðars says
Pínu ströggl en það var svo sem við því að búast að Brighton kæmu bandbrjálaðir í þennan leik. Skil samt ekki alveg þetta hringl hjá Potter og að hann skuli geyma Trossard svona, en hann er að ná skemmtilegum bolta á köflum út úr þessu Brighton liði.
Bailly búinn að spila eins og hershöfðingi upp á síðkastið. Vonum að hann haldist heill.
Mata flottur og Henderson að heilla mann.
Cantona no 7 says
Skyldusigur.
Okkur vanar enn ca. 4 menn ef menn vilja vinna eitthvad.
Vonandi vaknar Ed.
G G M U