Solskjær ákveðað að leggja traust sitt á Eric Bailly í stað Lindelöf fyrir leikinn í dag gegn Tottenham. Að öðru leyti var sterkasta liðið okkar á vellinum og margir myndu eflaust standa á því að þetta væri okkar sterkasta lið.
Á bekknum voru þeir Juan Mata, Jesse Lingard, Fred, Scott McTominay, Dean Henderson, Victor Lindelöf og Donny van de Beek.
José Mourinho heldur áfram að vera samkvæmur sjálfum sér en hann sagði Heung-Min Son vera meiddan fyrir þennan leik en Ole Gunnar Solskjær sagðist í viðtali fyrir leikinn þó hafa séð í gegnum pókerandlit Mourinho og að United hefði undirbúið það að mæta Son.
Á bekknum eru þeir Harry Winks, Dele Alli, Ben Davies, Joe Hart, Matt Doherty, Toby Alderweireld og Lucas Moura.
Leikurinn fékk fullkomna byrjun. United byrjaði með boltann og vann innkast ofarlega á vellinum. Luke Shaw kastaði boltanum í átt að vítateigshorninu þar sem Bruno tók boltann niður og spilaði fallegan einnar snertingar bolta með Anthony Martial sem komst inn fyrir vörnina og krækti í víti eftir að Davinson Sanchez braut á honum. Fullkomin byrjun, sérstaklega í ljósi þess að Mourinho hefur verið duglegur að skjóta á United fyrir fjölda vítaspyrna sem liðið hefur fengið.
Á punktinn steig Bruno og auðvitað brást honum ekki bogalistin frekar en fyrri daginn og staðan orðin 1-0 eftir innan við tvær mínútur.En Adam var ekki lengi í paradís því á fimmtu mínútu fóru leikmenn United í einhvern skallatennis sem endaði með því að Harry Maguire skallaði of lausan boltann til baka á David de Gea og eftir mikið klafs og bras í teignum komst Tangay Ndombele í skotfæri og hamraði boltann í netið. 1-1 eftir fyrstu fimm mínúturnar.
Ballið var ekki búið því tveimur mínútur síðar sofnaði öll vörn United þegar Harry Kane vann aukaspyrnu á vallarhelming United og tók hana snöggt. Stakk boltanum inn fyrir vörnina á Heung-Min Son sem skildi alla varnarmenn United eftir og lagði boltann fram hjá de Gea. 1-2 eftir sjö mínútur.
Næstu mínútur einkenndust af miðjumoði og baráttu en næsta hættulega færi kom eftir um 20 mínútna leik þegar brotið var á Paul Pogba en Anthony Taylor, dómari leiksins, leyfði leiknum að fljóta og Bruno tókst að koma boltanum inn fyrir á Marcus Rashford sem brunaði inn í teig, tók gagnhreyfingu og setti síðan boltann í stöngina. En markið hefði ekki staðið ef boltinn hefði farið inn þar sem Rashford var flaggaður rangstæður.
Mason Greenwood fór síðan að vinna sig betur inn í leikinn, átti skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og Hugo Lloris greip frákastið auðveldlega. Síðan átti Greenwood góðan snúning með boltann á vítateigsvinklinum en skot hans rúllaði framhjá markinu. Þegar hér var komið við sögu voru Tottenham komnir í skotgrafirnar en beittu stórhættulegum skyndisóknum eins og á 25. mínútu þegar Son kom aleinn inn fyrir vörn United aftur en missti boltann aðeins of langt frá sér og de Gea lét ekki bjóða sér það tvisvar sinnum heldur kom út úr markinu og handsamaði boltann.
Sergie Aurier komst líka í gott færi þegar Luke Shaw gleymdi að hann var að spila fótbolta og skildi eftir pláss fyrir Boeing 747 þotu fyrir aftan sig og Aurier var einn á móti de Gea sem varði vel. Í kjölfarið kom löng sókn með mörgum skotum frá Tottenham sem varnarmenn United köstuðu sér fyrir trekk í trekk. Þær sóknir áttu eftir að skila sínu.
Því á 28. mínútu fengu gestirnir hornspyrnu en á meðan leikmenn voru að koma sér fyrir í teignum lyfti dómari leiksins rauðu spjaldi á loft. Það spjald var tileinkað Martial sem slóg frá sér eftir að Erik Lamela ýtti í hálsinn á honum. Frakkinn kominn í sturtu, United manni færri og marki undir en það átti eftir að breytast fljótlega.
Tveimur mínútum síðar tekur de Gea upp á því að spila stutt út á Eric Bailly sem hangir á boltanum og sendir að lokum á Maguire sem stóð í vítateigsboganum. Þar komst Harry Kane inn í sendinguna og kom boltanum á Son sem launaði honum fyrir allar stoðsendingarnar með því að leggja boltann aftur á Kane sem kláraði snyrtilega í hægra hornið og breytti stöðunni í 1-3 fyrir Tottenham.
Þeir voru ekki hættir. Aftur fannst pláss fyrir heila flugbraut á svæðinu þar sem Luke Shaw á víst að vera að passa. Sergie Aurier setti boltann bara í gegnum klofið á Harry Maguire og beint á Son sem tók afskaplega laglega snertingu og setti boltann fram hjá de Gea sem eflaust hefði átt að gera betur. 1-4 og ennþá fyrri hálfleikur. Ef þessi tvö mörk undirstrikuðu ekki þörfina fyrir aukna breidd, t.a.m. í vinstri bakverðinum, þá veit ég ekki hvað.
Síðari hálfleikur
Ole Gunnar Solskjær gerði tvær breytingar í hálfleik þar sem Scott McTominay og Fred komu inn á fyrir Nemanja Matic og Bruno Fernandes. Paul Pogba virtist færa sig út á kantinn og Rashford upp á topp.
En það virtist ekki ætla breyta miklu því eftir 5 mínútna leik komst Aurier í dauðafæri þegar Hojbjerg átti fallega sendingu inn fyrir vörn United. Bakvörðurinn kláraði færið framhjá de Gea og breytti stöðunni í 1-5. Úr andlitum heimamanna mátti lesa það að þeir voru löngu hættir og andleysið búið að yfirbuga þá algjörlega. Tottenham stjórnaði leiknum frá A til Ö og virtust heimamenn aldrei líklegir til að minnka muninn.
Það virtist ekki mikið vera í kortunum nema þá helst að United fengi á sig fleiri mörk. Harry Kane komst í upplagt færi á 71. mínútu en de Gea gerði vel og varði frá honum í horn. En Tottenham áttu eftir að fá vítaspyrnu eftir að Pogba átti fáránlega tæklingu inn í teig. Hausinn farinn og dómgreindin með. Á punktinn steig Kane og setti boltann fastan út við stöng og þótt de Gea hefði valið rétt horn þá var hann ekki nálægt því að verja boltann. 1-6 og stærsti ósigur United á heimavelli í langan tíma staðreynd.
Nú lokar félagsskiptaglugginn á morgun og það verður áhugavert að sjá hvað Ed Woodward og félagar í stjórninni taka upp á elleftu stundu. Eitthvað þarf að gerast.
Helgi P says
Djöfull er Maguire ömurlegur losa okkur við hann strax
Rúnar P says
Kannski menn fari að sjá hvað Maguire gerir mikið af mistökum og skemmir fyrir hinum farnar mönnum United, en þið kennið kannski Lindelöf um þetta allt?
Rúnar P says
Varnar mönnum
gummi says
Smalling er betri kostur en Maguire þvílik örmung sem þessi leikmaður er
Karl Garðars says
Hvernig má það vera að þetta hafi verið í lagi hjá Lamela??
Scaltastic says
Anders Lindegaard, Tyler Blackett, Paddy MacNair, Will Keane… plís bara einhver forði okkur frá þessum hrylling!
Heilagur Darron Gibson… hvað þetta er sárt að horfa uppá þetta í rauntíma.
Bjarni Ellertsson says
Þetta var ekki í lagi hjá Lamela, heldur ekki hjá Martial. Miðverðirnir eru við sama heygarðshornið, sama hverjir það eru, það er ekki í lagi. Nú er búið að skora 4 mörk og ég verð að segja það að allt í kringum liðið í byrjun þessa tímabils er molum, sama hvert er litið. Bendið mér á ljósu punktana því ég sé þá ekki.
Held að farsinn sé rétt að byrja.
Helgi P says
Við gætum ekki selt Maguire á 20 miljónir í dag
Scaltastic says
Álit mitt á Jose er og mun aldrei verða mikið. Hins vegar er það kaldhæðni örlagana að liðið hans er að keyra yfir Shaw, Pogba, Matic og Maguire. Hann veit það fullvel að hlaupageta þeirra ætti betur við í futsal.
Það er að ákveðnu leyti hollt að fá þessa rasskellingu núna. Alvöru raunveruleika tjékk.
Egill says
Maguire með enn eina sýninguna, þvílíkur kapteinn.
Ole er svo gjörsamlega clueless, hvað er verið að gera á Carrington alla vikuna? Ekki er varnarleikur æfður, og varla sóknarleikur heldur nema kannski vítaspyrnukeppnir.
4 leikmannagluggar síðan Ole tók við, og flest kaup hafa verið misheppnuð.
Ég veit allt um vandamálið með Woodward og co, en Sancho á ekki að vera aðalskotmark sumarsins þegar Bailly, Lindelöf og Maguire eru miðverðirnir í þessu liði.
Snjómaðurinn ógirlegi says
Þetta er brjálæðislega fyndið! Hvað haldið þið að ykkur vanti marga leikmenn til að vera samkeppnisfærir um titilinn? Ég giska á 70 þar sem að ca 76% af innkaupum United misheppnast skelfilega 😂
Rúnar says
Er enn einhver sem er til í að halda því fram að Pogba sé einn besti leikmaður í heim? Þá er ég ekki að tala um einn af hverjum tuttugu leikjum heldur reglulega.
Birgir says
Munið að Maguire er dýrasti varnarmaður heims
Egill says
ég ætla að gefa Pogba smá séns svona í byrjun tímabils þar sem hann fékk Covid í sumar og það er ekkert ólíklegt að hann sé enn að komast í gang eftir það, en hann átti að fara útaf í hálfleik.
En heilt yfir þá hefur Pogba verið vonbrigði síðan hann kom.
Rúfus says
https://www.youtube.com/watch?v=Ewqxu1pO2VQ&ab_channel=BecksBolero17
Scaltastic says
Þolinmæði mín er löngu komin að þrotum gagnvart Pogba. Ávallt stórhættulegur, því miður er það oftast í eigin vítateig. Shaw…. gríðalegt efni, ömurlegt fótbrot en umfram saddur, í bókstaflegri merkingu. Ferill hans stefnir hraðbyrði í átt að verða Phil Jones esque.
Bailly með sannkallaða Jekkyl & Hyde viku, frábær á miðvikudaginn og úti að skíta í dag, Maguire með steypu í takkaskónum. Ótvíræður sigurvegari dagsins er okkar „ástkæri“ Lindelöf.
Auðunn says
Þetta er allt í lagi því United er að fara að henda 30 milj punda fyrir tveggja ára samning á 33 ára sóknarmanni sem skoraði 7 mörk á síðasta tímabili og það í frönsku deildinni þar sem eru tvö góð lið ca.
Þvílíkur brandari sem er í gangi hjá Woodward og félögum.
Helgi P says
Ef þetta væri ekki Solskjær þá væri löngu búið að reka stjóran
Tómas says
Pogba er aumingi. Vörnin er djók. Vá hvað þetta er vandræðalegt. 80 mill punda Maguire!
Hef varið Ole lengi, en sagði alltaf að hann þyrfti að sína framfarir á þessu tímabili. Það er engan veginn að gerast.
Stjórnin er sem fyrr að bregðast. Fokk! Nenni ekki en einum vonbrigða vetri!
Karl Garðars says
Hvar ætli snjókerlingin ógirlega sé núna? Reikna ekki með honum aftur hér í kvöld.
gummi says
Aston Villa að bjarga deginum
Rúnar P. says
Frábært að sjá LFC aðdáendur að rífa kjaft hérna!
Davíð says
Mörg skrýtin úrslit í dag, enda ekkert undirbúningstímabil. Held Ole sé á réttri leið með liðið og við verðum að gefa honum tíma.
Erum með sennilega besta leikmannahóp í deildinni og ég er fullviss um aðvið verðum á eða við toppinn.
Hefði þó viljað sjá Ole spila Lindelöf áfram, hann er vanmetin og heilinn í öllum okkar varnarleik.
Robbi Mich says
Sá ekki leikinn en tékkaði á mörkunum á youtube eins og svo oft áður. Ég man ekki eftir öðrum eins varnarleik hjá þessu liði, þetta var algjört þrot og Man Utd menn áttu aldrei séns í ferska og hugmyndaríka Tottenham menn. Menn engan veginn tilbúnir í þetta verkefni og ekki samstilltir.
Þetta getur ekki versnað mikið meira m.v. hvernig tímabilið hefur þróast, nú verða allir að taka ábyrgð á sinni spilamennsku og Ole verður að kíkja í handbókina hans SAF til að rífa menn í gang.