Hér fyrir neðan birtum við það helsta sem tengist Manchester United í dag hvort sem það eru orðrómar eða staðfestar sölur eða kaup.
23:11 Við þökkum samfylgdina í dag
22:42 Annar Úrúgvæi kominn í hús
🇺🇾 Another Uruguayan arrives at Old Trafford…
✍️ Welcome to #MUFC, Facundo Pellistri!
— Manchester United (@ManUtd) October 5, 2020
20:54 og þá er það nýja sjöan okkar!
🇺🇾🔴 𝗠𝗮𝗱𝗲 𝗳𝗼𝗿 𝗠𝗮𝗻𝗰𝗵𝗲𝘀𝘁𝗲𝗿.
Ladies and gentlemen: introducing @ECavaniOfficial…#MUFC pic.twitter.com/2tBLCdtjdL
— Manchester United (@ManUtd) October 5, 2020
20:22 Amad Diallo (Traoré) staðfestur
🔴 We have reached an agreement with Atalanta for the future transfer of Amad Diallo, subject to a medical, personal terms and work permit. 👋#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) October 5, 2020
19:48 Smalling staðfestur til Roma, pappírarnir afgreiddir mínútu fyrir lokun á Ítalíu
19:17 – Smalling fer til Roma og Cavani kemur, vantar bara staðfest og Pellistri í læknisskoðun. Dembelé sagður endanlega off.
17:21
STAÐFEST
✍️ 𝗜𝘁'𝘀 𝗼𝗳𝗳𝗶𝗰𝗶𝗮𝗹: Alex Telles is a Red! #MUFC
— Manchester United (@ManUtd) October 5, 2020
Cavani er í einhverjum smáaukaviðræðum um ímyndarréttindi, en ætti að klárast.
13:45 –
AS Roma have raised their bid for Chris Smalling to €15m plus bonuses #mulive [@SkySport]
— utdreport (@utdreport) October 5, 2020
13:40 –
Manchester United agree deal to sign 18-year-old Amad Traoré from Atalanta for €30m https://t.co/tQX5rn4yIw Could be GREAT for the FUTURE but how soon is NOW??? This fee plus the D V D Beek money and Sancho is basically a FEW quid more from da BACK of @manutd sofa:::
— jamie jackson (@JamieJackson___) October 5, 2020
11:20– Kantmaðurinn Amad Traoré virðist vera að koma frá Atalanta. Það er eitthvað vesen að fá atvinnuleyfi fyrir hann þannig að ekki er ljóst hvort hann komi núna eða mögulega í janúar.
10:18 –
Brandon Williams was open to joining Southampton on loan but a move now looks unlikely. Solskjær is believed to have ruled out loaning him after Dalot left to AC Milan. #mufc wanted a clause for minimum guaranteed games but Southampton couldn't guarantee #mulive [@TheAthleticUK]
— utdreport (@utdreport) October 5, 2020
10:00 – Styttist í staðfest á Edinson Cavani
Edinson Cavani is signing the first part of his #mufc contract. Everything is agreed #mulive [@FabrizioRomano]
— utdreport (@utdreport) October 5, 2020
08:51 – Ousmane Dembelé er enn mögulegur í dag
Ousmane Dembele | | Man United making ‘one last’ attempt for signing not ruled out – OT club ‘only one that can put money’ down.https://t.co/ACTVlX2bKH #mufc
— Sport Witness (@Sport_Witness) October 5, 2020
08:44 –
Alex Telles is now having medicals as new Manchester United player. Contract until June 2025 [4 years + 1 option] to be signed later today. Here we go confirmed 🔴 #MUFC #ManUtd #DeadlineDay
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 5, 2020
08:41 – Alex Telles er mættur til Carrington til að gangast undir lækniskoðun.
08:20 – Gary Lineker með peppandi innskot
Happy transfer deadline day. Hope you get the player you hope for, but either way, especially if it doesn’t happen, remember one thing: it will almost certainly make very little difference to your club’s season.
— Gary Lineker (@GaryLineker) October 5, 2020
08:10 – Búist er við að Edinson Cavani og Alex Telles gangist undir lækniskoðun í dag og skrifi svo undir. Búist er við að samningur Cavani sé til loka þessa tímabils með möguleika á framlengingu til eins árs.
Bjarni Ellertsson says
Ok, þetta verður gaman. Það ríkir svo mikil depurð í kringum og innan liðsins þessa dagana að allar fréttir í dag sama hversu fáranlegar þær eru munu örugglega kæta minn innri mann.
Magnús Þór says
@Bjarni Ellertsson: Gæti ekki verið meira sammála.
Ingólfur says
Eitthvað sem segir mér að Telles verði kominn um hádegi og svo gerist ekkert eftir það.
Fínt, en ekki nóg.
Sveinbjörn says
Skil ekki þetta Ousmane slúður.. af hverju að kaupa hann (á ótrúlega háu verði) svo Barca geti keypt Memphis, í stað þess að kaupa Memphis sjálfir.. erum við ekki með forkaupsrétt á drenginn? Hann færi á vinstri kantinn að berjast við Rashford um stöðuna, Martial og Cavani að berjast um centerinn og Greenwood myndi þá geta verið nr eitt hægra megin og Rashford/Memphis gætu leyst hann af.
Reyndar skil ég heldur ekki af hverju við gáfum ekki Jones og sóttum miðvörð í staðinn. Kannski Woodie vilji bara halda Smalling í vetur?
Ívar Daníels says
Telles og Cavani koma inn í dag, ég vil sjá Sancho lenda líka !
Tek undir með Dembele, það virkar sem svaka panikk en United vill hann á láni, einbeitum okkur að Sancho..
Af hverju er ekki CB í bígerð, það er það sem er að fokka þessu liði upp, hvað við eigum marga CB en enginn af þeim er world class varnarmaður.
Guðmundur Jónsson says
Skv. einhverjum vill United sækja 4 leikmenn í dag. Ég segi að það sé max 50% af því á dagskrá þannig að þetta verða sennilega bara Telles og Cavani.
Hvers vegna United sækir ekki miðvörð er óskiljanlegt. Jones, Rojo og Smalling eru allir úr myndinni hjá Ole. Bailly er náttúrulega eins og jólasveinn. Lindelof er svo aðeins skárri þó hann sýni sinn sænska julenisse reglulega og greyið Maguire… Hann þarf að mínu mati smá break enda setti hann eitthvað met í fjölda leikja spilaðra á síðasta tímabili (þessu sem lauk einhvern tímann í ágúst muniði).
gummi says
Það skiftir eingu máli hverjir koma á meðan Solskjær er með þetta lið hann er enginn stjóri hann gerir ekkert á meðan leik stendur situr allan tíman á rassgatinu
Höskuldur says
Þetta verður skandall enn og einu sinni. Okkur vantar miðvörð og væng. Fáum vinstri bakvörð og útbrunninn framherja með meiðslasögu upp á margar blaðsíður. Vonbrigði enn og aftur og sýnir vanhæfni þeirra sem að halda á spöðunum. Ég held að bestu kaup okkar væru frambærilegur DOF.
MSD says
Sancho er ekki að koma. Dortmund munu ekki samþykkja tilboð jafnvel þó United myndi bjóða uppsett verð rétt fyrir lokun. Dortmund voru búnir að gefa út í ágúst verðmiðann. Ed Woodward er algjörlega vanhæfur í leikmannakaupum. Matt Judge er álíka lélegur. Það sárvantar yfirmann knattspyrnumála. Ég hinsvegar held að það sé ekki einu sinni nóg, eigendur og Woodward myndu eflaust ráðskast með hann og ráða inn einhvern undir sínum væng. Félagið er rotið niður frá toppnum og það þarf að byrja þar.
Sancho vildi koma. Ole vildi fá hann. Dortmund gaf út verðið. United reynir að spila einhvern last minute póker og þykjast enn vera jafn mikið aðdráttarafl og þegar Ferguson og Gill réðu ríkjum.
Við endum í staðinn með last minute deal á Cavani og allt í einu orðaðir við meiðslapésann Dembele hjá Barca sem er búinn að vera í vandræðum utan vallar með tölvuleikjafíkn og mjög meiðslagjarn. Held hann sé ekki með hugarfarið sem þarf. Hann fór yfir í stærra félag á risa upphæð, fékk risa laun og hann koxaði. Haldið þið að ástandið á Old Trafford í dag myndi hjálpa honum? Ónei.
Woodward er búinn að fókusa á Sancho og draga lappirnar of lengi og klúðrar þessu núna eins og svo oft áður. Ef menn eru tímanlega í hlutunum þá hefði verið hægt að skoða alternatives ef Sancho þykir of dýr, það eru alveg fleiri fiskar í sjónum.
Við erum enn með þrjá markmenn sem eru á háum launum, De Gea, Henderson og Romero. Það þarf einn að fara, það mun sennilega ekki gerast. Jones og Rojo eru enn á okkar launaskrá. Smalling svo sem líka en spurning hvort Roma nái honum fyrir gluggalok. Þetta er svo mikið rugl að það hálfa væri nóg.
Ole er ekki að fá þá leikmenn sem hann er að biðja um. Við erum enn með Ighalo á temp díl fram í Janúar, framherji úr kínversku deildinni. Við erum að klára Cavani núna á 1 árs deal. Þetta er eins og að reyna að lagfæra lekandi skip með límbandi þó mér finnist Cavani alltaf vera upgrade frá Ighalo, en maðurinn er búinn að vera án liðs í einhvern tíma núna og spurning með leikformið.
Bjarni Ellertsson says
@MSD: Sammála. Plús þær fréttir að óeining sé í klefanum og menn benda á hvern annan þannig að mórallinn virðist vera á lágu plani, sérstaklega þegar illa gengur. Ef leikmenn rífa sig ekki í gang fyrir næstu leiki og sýna úr hverju þeir eru gerðir þá er því miður von á litlum árangri. Árangur næst ekki nema með samstöðu, virðingu og dugnaði, það sýna okkur önnur lið sem hafa oft gengið í gegnum djúpa dali.
Klukkan tifar.
GGMU
Tómas says
Búið að vera margt frústrerandi við þennan félagaskipta glugga. Sagan dæmir svo hversu góður hann var.
Með störukeppninni, náðist niður verðið niður á Telles og ágætis peningur fyrir Smalling. Ef Telles, de Beek og Cavani spila vel og liðið bætir sig var þetta eðal gluggi. Jafnframt er kannski smátt og smátt verið að eyða því orðspori og háttum að borga hvað sem er fyrir hvern sem er.
Miðað við litla eyðslu ætti svo að vera hægt að keppa um stæðstu bitanna í næstu gluggum.
Er ekki svo viss um að Sancho fari á eitthvað mikið hærri upphæðir en voru í umræðunni núna, því þetta tímabil verður líka vel Covid litað.
Helgi P says
Þessi klúbbur er bara djók við erum ekki að fara vinna fleiri bikara með Glazpakkið sem eigeyndur það er nokkuð ljóst