Á síðustu dögum félagaskiptagluggans var Manchester United orðað við hina og þessa leikmenn. Hægagangur í eltingarleiknum við Jaden Sancho þýddi að United var farið að skoða „plan b“ ef að enski kantmaðurinn kæmi ekki til liðsins. Á lokadeginum var fókuserað á fjóra leikmenn sem gætu leyst þessa stöðu eða amk veitt Mason Greenwood smá samkeppni og auka breiddina, bókstaflega. Ousmane Dembelé, Ismaïla Sarr voru stærstu nöfnin en þær viðræður fóru um þúfur sökum þess að United vildi bara fá þá lánaða en Barcelona og Watford vildu selja eða amk setja inn ákvæði um kaupskyldu. Á sama tíma var verið að ganga frá kaupum á tveimur efnilegum kantmönnum Amad Diallo og Facundo Pellistri leikmönnum Atalanta og Peñarol.
🇺🇾 Facundo Pellistri is United's new no.28 👕#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) October 7, 2020
Facundo Pellistri fæddist 20.desember 2001 í Montevideo í Úrúgvæ. Pellistri er af ítölskum og spænskum ættum og er með spænskt vegabréf í gegnum föðurfjölskyldu sína. Hann er uppalinn í Peñarol og kom inn í aðallið þeirra á síðasta tímabili. Hann lék alls 37 leiki og lagði upp í þeim fjögur mörk ásamt því að skora tvö mörk. Þess má geta að fyrrverandi þjálfari hans var enginn annar Liverpool-baninn Diego Forlán. Manchester United er ekki eina liðið sem hefur sýnt Úrúgvæanum unga áhuga því Manchester City, Barcelona og Real Madrid hafa fylgst með honum. Sagt er að Olympique Lyonnais hafi einnig gert tilboð í hann en hann hafi ákveðið að ganga til liðs við United þar sem hann leika með öðrum nýjum Úrúgvæa. Það verður spennandi að fylgjast með þessum strák og hefur Ole Gunnar Solskjær sagt að hann sé hugsaður sem aðalliðsleikmaður. Facundo Pellistri mun leika í treyju #28.
Höskuldur says
„Hann lék alls 37 leiki og lagði upp í þeim fjögur mörk ásamt því að skora tvö mörk. “ Ég vil alls ekki vera neikvæður, en hann fengi aldrei að leika 37 leiki hjá United upp á þetta !!
Magnús Þór says
@Höskuldur: Held að enginn sé að búast við því. Hann spilaði 37 leiki fyrir aðallið 17 og 18 ára gamall. Við skulum leyfa honum að spila einhverja leiki áður en við byrjum að dæma.