Landsleikjahléi lokið og við tekur alvaran. Síðasti leikur var fyrir tæpum tveimur vikum og kannske einhver búin að gleyma því en það er alveg víst að ef leikurinn á morgun vinnst ekki þá verður það svo sannarlega rifjað upp. Blöðin og Twitter elska fátt meira en valtan stjóra og Ole Gunnar Solskjær stefnir í það ef ekki næst að rétta kúrsinn af.
Það hefði mátt halda að krísan hjá United færi í frí í landsleikjafríi, en nei, Harry Maguire hélt henni vel gangandi með að fá raut spjald í leik Englands og Danmerkur á miðvikudaginn fyrir vægast sagt tvö glórulaus brot og raddir orðnar háværar að hann þurfi smá frí til að hressast aðeins. Í dag koma fréttir um að hann sé hreinlega tæpur fyrir leikinn á morgun og væru þá flest til í að þá væri enn frekar ástæða itl að gefa honum frí. Solskjær kvaðst samt vona að hann spili.
Newcastle er með sjö stig eftir fjóra leiki, tvo sigra, jafntefli gegn Spurs og tap, ekki svo slæmt. Ef þarf að minna á það þá er United hins vegar bara búið að vinna einn leik og hefur tapað tveimur.
Lið United á morgun verður svon, ef Maguire er heill. Anthony Martial er auðvitað í banni og liggur beinast við að Mason Greenwood fái tækifærið í fremstu víglínu
Cavani er enn í sóttkví, Alex Telles hlýtur að byrja á bekknum og Facundo Pellistri er varla tilbúinn.
Þetta er lið sem við vitum að á að geta unnið Newcastle ef eitthvað sjálfstraust er eftir í hópnum og segir því líklega ekki allt ef það gerist, en tap yrði eins og fyrr segir eldur á Twitterbálið.
Newcastle vann leikinn á St James’s í fyrra, 1-0 í skelfilegum leik fyrir United, og Steve Bruce þætti ekki leiðinlegt að endurtaka það. Liðinu er spáð svo í boði The Guardian
Annars á Newcastle í mestu meiðslavandræðum. Markvörðurinn Martin Dubravka verður frá fram í desember og Matt Ritchie og Dwight Gayle verða frá. Svo eru víst einhverjir sem flokkast undir ‘líklega tilbúnir’, en það kemur allt í ljós á morgun
Leikurinn er á kvöldmatartíma og hefst kl 19:00
Skildu eftir svar