Byrjunarliðið kom aðeins á óvart, Mata og James fengu tækifæri og Alex Telles var hvíldur. Facundo Pellistri spilaði í U-23 leiknum í gærkvöld og frumraun hans með aðalliðinu bíður
Bekkur: Henderson, Tuanzebe, Matic, Pogba 58′, van de Beek, Cavani 58′, Greenwood 83′.
Gestirnir frá Lundúnum stilla upp þessu byrjunarliði:
Leikurinn var nokkuð opinn fyrstu mínúturnar en svo fór Chelseas að taka völdin og var sterkara liðið án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Um miðjan hálfleikinn snerist spilið siðan og United fór að sækja, en engin færi sem orð er á gerandi.
Skemmtilegasta atvikið var þegar Mendy fékk boltann frá Zouma á markteigshorni og ætlaði að spilað þvert á annan samherja en gekk ekki betur svo að sendingin fór út fyrir endamörk hinu megin, ekki alveg markhætta þar en skondið.
Christian Pulisic ógnaði mest Chelsea manna, og átti tvö skot sem enduðu hjá De Gea og í horn, Chelsea aftur líklegri til að skapa eitthvað.
En loksins kom þokkalegt færi hjá United, Mata stakk á Rashford sem skaut frá teig en Mendy varði í horn.
Enn var þetta frekar tíðindalaust þangað til Harry Maguire var stálheppinn að ekki var dæmt víti á hann þegar hann hélt utan um Azpilicueta sem var að stökkva upp í horni.
Myndin sýnir aðstæður prýðilega, það hellirigndi allan leikinn.
Mata reyndi skot utan teigs sem Mendy skutlaði sér vel á eftir og varði í horn. VAR kíkti á samstuð N’Golo Kanté og Rashford í aðdragandandum, Kanté sparkaði aðeins í Rashford en það var ekkert,
Semsé viðburðalítill fyrri hálfleikur, hvorugt lið tók sénsa.
Það voru engar breytingar í hálfleik þó Marcus Rashford væri enn haltrandi eftir Kanté sparkið. Hann stóð sig samt þokkalega og var búin að hlaupa þetta af sér þegar eftir gjörsamlega tíðindalausar 12 mínútur kom Edinson Cavani inná fyrir James og Pogba fyrir Mata.
Cavani var síðan næstum búinn að skora með fyrstu snertingunni, sending inn á teiginn og Cavani flippaði boltanum áfram en rétt framhjá stönginni. Mendy var þó með þetta ef boltinn hefði farið á rammann.
Ekki kveikti þetta þó í leiknum, þetta var áfram frekar tíðindaítið og leiðinlegt. United voru aðaeins meira í sókninni. Ef fyrri hálfleikur var slæmur var þetta enn verra. Mason Greenwood kom svo inná fyrir McTominay. Ole reyndi loksins að sækja meira á en það fór ekki svo, Chelsea tók þá fyrst góða sóknarrispu. Það gerðst samt ekkert markvert frekar en fyrr.
Svo tók United aftur völdin síðustu mínúturnar og loksins á 91. kom skot frá Rashford sem Mendy varði frábærlega. Þriðja góða markvarslan frá honum og munurinn milli jafnteflis og United sigurs.
Að því sögðu voru 0-0 réttu úrslitin í þessum leik, þetta var lélegur leikur og mikil vonbrigði eftir PSG leikinn. United er enn ekki búið að vinna á Old Trafford á þessu tímabili og á miðvikudaginn kemur RasenBallsport Leipzig í heimsókn.
Rúnar P says
Held að Maguire sé betur settur á bekknum en ég skal éta það ofan í mig að enda leiks ef svo er ekki
Bjarni Ellertsson says
Geisp!!
Bjarni Ellertsson says
Hvaða VAR rugl tékk var þetta þegar Rashford datt inn í teig, ekkert hins vegar VAR tékk þegar Maguire vafði höndum utan um og yfir leikmann Chels inni í teig, það var meira víti. Annars leiðinlegur leikur í gangi og vonandi verður seinni skárri.
Helgi P says
Við erum að spila einum færri með james inná vellinum
Auðunn says
Mikið svakalega er James lélegur leikmaður.
Hefur ekkert í þessu United liði að gera.
Turninn Pallister says
Okkar sterkustu menn virka þreyttir í dag, augljóst að Parísarleikurinn hefur tekið mikið úr mönnum. Pogba virðist hreinlega ekki vera kominn í leikform eftir Covid og það hefði verið meira ideal að hafa Martial inni í staðinn fyrir James.
Vonandi að Greenwood komi með ferskara blóð í þetta hjá okkur.
gummi says
Van de beek hlítur bráðum að fara fram á sölu
Bjarni says
Mikið vorkenni ég Van sé Beek #theatreofnightmares
Scaltastic says
Það var vitað um síðustu áramót að James/Shaw samstarfið vinstra megin væri steingelt. Ég yrði óskaplega glaður ef sú „tilraun“ yrði tafarlaust stöðvuð.
Bæði lið virkuðu passív og þreytt, mér fannst við þó ógna ögn meira en þeir. Hins vegar var fáránlegt að Maguire hafi komist upp með þetta hálstak inn í teig. Jafntefli sanngjörn en svekkjandi niðurstaða.
Lindelöf með aðra glimrandi frammistöðuna í röð, hann hafði góða stjórn á Werner. Vonandi þá horfir hann ekki lengur í baksýnisspegilinn.
MSD says
Eins og James hefur verið að spila þá hefði ég alltaf hent Greenwood í starting í dag. Já eða hreinlega setja Telles þarna.
Egill says
Ole er krabbameinið sem Ed Woodward og Glazer hafa beðið eftir. Gjörsamlega useless stjóri sem lætur allt yfir sig ganga svo lengi sem hann fær að stýra Man Utd. Kaupir ódýra og lélega leikmenn en brosir í viðtölum eftir skelfilega frammistöðu.
Ég er að gefast upp á þessum klúbbi.
Já og Daniel James er versti leikmaður í sögu Man Utd, og ég er ekki að ýkja, efstur á lista hjá Ole *klapp klapp
Thorir says
Áttum nú samt að fá víti