Ole Gunnar stillti upp í 4-2-3-1 og enginn tígull. Eina óvænta við byrjunarlið okkar manna var að Mata byrjaði þrátt fyrir að hafa byrjað í miðri viku. Martial kom loks aftur inn í liðið í deild eftir að hafa lokið þriggja leikja banni fyrir að slá til Lamela í hörmungunum gegn Spurs. Hjá Everton vakti athygli að Mina var settur á bekkinn og Mason Holgate kom inn í liðið, hans fyrsti leikur í deildinni á tímabilinu. Pickford kom aftur í markið eins og búist var við.
Bekkur: Henderson, Tuanzebe, D.James, van de Beek, Cavani, Matic og Pogba.
Everton liðið
Bekkur: Olsen, Gomes, Godfrey, Iwobi, Tosun, Davies og Mina.
Fyrri hálfleikur
Fyrstu fimm mínútur leiksins hélt United boltanum vel og pressaði hátt þegar boltinn tapaðist, sem vannst þá fljótt aftur. Everton náði loks að halda boltanum innan síns lið sem leiddi strax að marktækifæri. Calvert-Lewin fékk þá ágætis fyrirgjöf frá brassanum Bernard, en skallinn yfir markið.
United skapaði sér sitt fyrsta færi eftir um korters leik. Eftir hornspyrnu spýtist boltinn út á vítateigsbogann þar sem Fred bakfalsspyrnti boltanum inn á Martial en skotið geigaði. U.þ.b. mínútu eftir það atvik datt boltinn fyrir Rashford fyrir utann teigin þar sem hann hitti hann illa og slæsaði boltann í fallhlífa bolta ofan á þaknetið.
Það var á 19. mínútu þar sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Pickford þrumaði boltanum fram á Calvert-Lewin sem vann Lindelöf í skalla baráttu og kom boltanum á Bernard. Hann keyrði strax að vítateignum gegn Wan-Bissaka og lét skotið ríða af sem fór milli fóta hans og læddist niður í vinstra hornið.
Okkar menn létu þetta ekki á sig fá og stuttu seinna skoraði Bruno Fernandes. Eftir ágætt samspil á vinstri kantinum setti Shaw boltann fyrir þar sem Bruno kom með frábært hlaup á milli hafsenta Everton og stýrði boltanum upp í mark hornið. Frábært mark og annann leikinn í röð er Shaw með stoðsendingu utan af kantinum.
Everton sótti annað hvort með löngum sendingum fram með uppspils punktinn í Calvert-Lewin eða upp vinstri kantinn. Það voru akkúrat Digne og Bernard sem áttu gott þríhyrningaspil upp vinstri kantinn sem endaði með að Digne þrumaði að marki í stað þess að senda boltann fyrir og hafnaði boltinn í nær stöngini.
Það var svo eftir 32 mínútur þar sem United komst yfir. Rashford fékk þá knöttinn fyrir framan miðjan vítateiginn og sendi út á Bruno sem var við vinstra vítateigs hornið. Bruno sendi þá fyrir þar sem Rashford gerði sig líklegan að skalla boltann inn. Hann hitti hins vegar ekki boltann og skoppaði boltinn í stöngina og inn án þess að Pickford kæmi nokkrum vörnum við.
Eftir það róaðist leikurinn og gengu okkar menn af velli í hálfleik með eins marks forustu eftir skemmtilegan fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikur
Seinni hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri. Hann einkendist af fyrirgjöfum og slökum skot tilraunum Everton manna sem okkar menn vörðust vel í hvívetna. Okkar menn reyndu að sækja hratt í hvert skipti sem boltinn hélst innann liðsins. Eftir klukkutíma leik fengu United aukaspyrnu eftir brot Gylfa á Bruno. Boltanum var þá spyrt að marki þar sem Pickford ætlaði að grípa boltann en missti hann beint fyrir framan Maguire sem reyndi að koma boltanum að marki með lærinu, en boltinn ofan á þaknetið. Í kjölfarið spörkuðu bæði Keane og Pickford í Maguire sem hæglega hefði getað orðið vítaspyrna, sem var þó ekki veruleikinn.
Á 72 mínútu slapp Rashford einn inn fyrir vörn Everton eftir góða sendingu hjá Fred. Rashford skaut hins vegar beint í Pickford.
Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum setti Ancelotti Tosun inn á í von um að einhver af fyrirgjöfum liðsins yrði að marki. Á sama tíma setti Ole Gunnar Cavani og Pogba inn á. Það skilaði árangri í uppbótartíma þegar United komst í skyndisókn eftir þunga sókn Everton. Maguire vann þá boltann sem endaði hjá Bruno sem skeiðaði upp völlinn ásamt þrem öðrum United mönnum gegn aðeins tveimur Everton mönnum. Þegar Bruno var kominn upp að vítateig Everton lagði hann knöttinn til vinstri á Cavani sem var aleinn gegn Pickford og lagði hann auðveldlega fram hjá honum.
Eftir leik
Frábær sigur eftir erfitt gengi í síðustu leikjum. Bruno maður leiksins með 2 mörk og stoðsendingu. Annars voru McTominay og Fred frábærir fyrir framann vörnina og svo öll varnarlínan sem stóð sína blikt og varðist öllu því sem Everton reyndi eftir að þeir lentu undir.
Með sigrinum hefur Ole Gunnar náð að lægja öldurnar aðeins meðal slúðurblaðana og byggir vonandi á þessu upp á framhaldið eftir landsleikjahléið.
Með sigrinum færumst við upp um tvö sæti í það þrettánda og erum með 10 stig. Næsti leikur er 21. nóvember á Old Trafford gegn West Brom.
MSD says
Af hverju í ósköpunum er Van de Beek ekki að byrja þennan leik???
Hilmar V says
Af því Solskjær er CLUELESS þetta verður vonandi síðasti leikur Sem Solskjær stýrir þessu liði
Egill says
Enn einu sinni er varnarleikurinn til skammar, nú fáum við að sjá hverjir eru tilbúnir að berjast fyrir þennan stjóra sem við höfum.
Egill says
Og þá kemur captain Bruno eins og kallaður. Við þurfum að kaupa fleiri tapsára leikmenn :)
Scaltastic says
Það er 0% chemistry á milli Keane og Holgate. Nú þurfa okkar menn að þora að halda boltanum, vonandi kviknar á perunni hjá Martial og þá eru punktarnir 3 okkar.
Ps. Wan Bissaka gjörsamlega lost í dag.
Scaltastic says
Jordan Pickford er Steve Stifler fótboltans.
Egill says
Bruno er svo fáránlega mikilvægur í þessu liði, þvílíkur leiðtogi.
AWB var dapur í dag en restin í vörninni solid eftir að við komumst yfir. Martial og Rashford alveg skelfilegir þegar þeir komast inn í teiginn, ákvarðanataka Rash hefur alltaf verið vandamál, og Martial hefur ekkert sjálfstraust.
Þrátt fyrir að Bruno hafi unnið þennan leik fyrir okkur ætla ég að gefa Fred MOTM, þvílíkur vinnuhestur.
Mér fannst Ole alltof seinn að gera breytingar og við heppnir að Ancelotti hafi tekið Gylfa og James útaf, þeir voru ekki langt frá því að stela stigum undir lokin. Pogba var eflaust fenginn inná til að halda boltanum en það tókst engan vegin, hefpum frekar getað nýtt orkuna í VdB á miðjunni þar sem Bruno var farinn að þreytast og stálheppinn að vera ekki sendur í sturtu.
En frábær endurkoma hjá liðinu í dag. Ole heldur sér á lífi í bili.
Theodór says
Maguire frábær í dag, vann flest alla bolta í loftinu í teignum. Bruno átti fínan leik heilt yfir, en ég var hissa á að Ole hafi ekki tekið hann út, var ansi nálægt því að fá annað gult nokkrum sinnum í seinni hálfleik. Geggjað að Cavani sé kominn með blóð á tennurnar, nú fara mörkin eflaust að tikka inn.
Þorsteinn says
Þetta var skemmtilegur leikur eftir tvo hörmulega og frábært að fá þrjá punkta. Ég var gjörsamlega brjál eftir síðasta leik og þessi óstöðugleiki hjá liðinu er frekar óþolandi. Mig langar virkilega að sjá Ole Gunnar ná að púsla þessu saman af því hann virðist vera frekar næs gaur en það er rosalega lítil þolinmæði eftir og hann þarf að vinna að minnsta kosti næstu 10-15 leiki svo ég fái aftur trú á honum – þetta var ágætis byrjun.
Bjarni Ellertsson says
Stöðugleiki er stærsti þátturinn í keppni, ekki hægt að vinna alla leiki en spilamennskan þarf að vera stöðug bæði í sókn og vörn. Það krefst einbeitingar allan tímann og í dag stigum við skref í rétta átt, vorum fínir stærsta hlutann af leiknum og sóttum þriðja markið síðustu 15 mín sem var jákvætt. Bara að fleiri leikmenn gætu bætt sendingarnar sínar og sjái opnanir, ekki bara Brunó, þá værum að sýna betri tölur fyrir framan markið. En margt jákvætt í dag og vonandi verður framhald á. Elska vinnusemina í Fred en Brúnó var bestur heilt yfir.
GGMU
birgir says
Óle búinn að tryggja sig fram í janúar amk. Heldur sig í seilingarfjarlægð frá 4. sætinu og allir sáttir.
Tómas says
Eitt er víst United er betra án Pogba. Vona feitt að hann fari í janúar.
Lindelöf leit illa út í þessum leik framan af, þurfum sterkari miðvörð með Maguire og nýja miðjumenn.
Cantona no 7 says
Flottur sigur.
Vonandi spilar Pogba ekki aftur með liðinu.
Hann hefur ekki nokkurn áhuga á klúbbnum bara peningunum.
Hann virðist hafa svitna í leikjum.
GGMU
Cantona no 7 says
Hann virðist varla svitna í leikjum