Flest ykkar vita að akademía Manchester United er ein sú besta í heimi og því gráupplagt að skoða aðeins hvað er í gangi í unglingastarfinu. Enda er fátt skemmtilegra en þegar ný stjarna úr unglingaliðinu brýst inn í liðið og enn skemmtilegra að geta sagt öllum á barnum eða heima í stofu að þú vissir allan tímann að þessi nýja stjarna væri á leiðinni. Dyggir lesendur okkar hafa eflaust tekið eftir því að það er komið ansi langt síðan að við fjölluðum síðast um yngri liðin en það verður breyting á því í vetur. Hugmyndin er að koma með reglulegar greinar um nýjustu úrslit yngri liðanna ásamt því að kynna sérstaklega til leiks tvo til þrjá leikmenn í hverri grein því ef það er eitt sem unglingalið hafa þá er það að nóg er til af leikmönnum sem hafa framtíðina fyrir sér og er alltaf gaman að skoða stjörnur framtíðarinnar. Þar sem að það er nú landsleikjahlé er þetta fyrri af tveimur greinum sem ég mun koma með í þessu hléi og býst við að næsta fókusi meira á leikmenn sem eru á láni frá félaginu. En núna er yfirferð á byrjun tímabilsins hjá bæði u-23 og u-18 liðunum ásamt leikmannakynningu á tveimur leikmönnum sem ég tel vera hvað næst því að fá sénsinn með aðalliðinu.
U-23
Tímabilið byrjaði ekki vel þetta árið en fyrstu tveir leikir tímabilsins töpuðust gegn Leicester og Liverpool, jafntefli við Blackburn og Arsenal fylgdu í kjölfarið. Leikurinn gegn Arsenal var sérstaklega súr þar sem United komst í 3-1 en leikurinn endaði 3-3. Liðið er, eins furðulegt og það er að segja, mjög ungt og ekki margir sem eru nálægt því að vera 23 ára í liðinu enda hafa máttarstólpar liðsins í fyrra tekið skrefið upp í aðalliðið (Greenwood, Brandon Williams) eða fengið að fara á lán (James Garner, Dylan Levitt, Tahith Chong) og spila fullorðins fótbolta sem virðist vera ný stefna hjá félaginu þar sem miklu fleiri leikmenn fóru á lán í sumar en hefur verið síðustu ár. Því má skýra brösótta byrjun tímabilsins að liðið hafi verið að spila sig saman enda hafa síðustu tveir leikir verið mikið betri, 2-1 sigur á Everton var fylgt eftir með feykiöruggum 5-2 sigri á Brighton. Liðið situr í 9. sæti af 13 liðum en deildin, eins og Pepsi Max deildin var í sumar, einkennist af því að lið hafa spilað mismarga leiki og okkar menn spilað færri leiki en mörg liðanna fyrir ofan okkur í töflunni og því líklegt að fljótlega verið staðan allt önnur á töflunni.
Our #MUAcademy U23s with a five-star display in the #PL2 on Friday! 🤩#MUFC pic.twitter.com/zP3e1219SN
— Manchester United (@ManUtd) November 8, 2020
U-18
Tímabilið hefur farið mjög vel af stað í deildinni þar sem 4 af fyrstu 5 leikjunum hafa unnist með miklum yfirburðum. Tap gegn Manchester City 2-1 setti vissulega strik í reikninginn en tímabilið er ungt og mörg stig eftir pottinum og stefnir allt í að Manchester liðin tvö séu yfirburðalið í Group North en efsta liðið í deildinni mætir efsta liðinu í Group South um Englandsmeistaratitilinn í vor. Rétt eins og hjá u-23 liðinu er erfitt að taka mark á töflunni þar sem United hefur spilað færri leiki en hin liðin. Liðið tapaði hins vegar 0-1 gegn Chelsea í undanúrslitum Fa Cup Youth en um frestaðan leik var að ræða vegna covid-19. Hins vegar hefði úrslitaleikur gegn Manchester City beðið okkar en Chelsea var betra liðið og komst verðskuldað í úrslitaleikinn. Spennandi tímabil er þó framundan og verður spenanndi að fylgjast með þessu liði í vetur. Þó er erfiðara að finna myndefni úr þessum leikjum þar sem liðið sem leikur á heimavelli getur bannað útsendingar og uppökur af leikjum.
The perfect start 💪
Our #MUAcademy U18s have earned a hard-fought 2-1 opening-day win over Blackburn, thanks to a brace from Joe Hugill.#MUFC #MUTV pic.twitter.com/U7I7HFVTAZ
— Manchester United (@ManUtd) September 19, 2020
Leikmannakynningar.
Áður en ég byrja mína fyrstu leikmannkynningu þarf ég að útskýra einn lið hennar en það er liðurinn Nafnið. Þar gef ég nafni leikmannsins einkunn á skalanum 1-10. Einkunn er byggð á því hvernig ég upplifi nafnið í fyrsta skipti sem ég heyri eða les það. Geta leikamanns í fótbolta hefur engin áhrif á einkunn hans í þessum lið. Þar sem kenning mín er að því hærra nafnið fær í einkunn því líklegri er að hann verði góður fótboltamaður og því lægri einkunn því líklegri er hann að enda í bumbubolta eins og pistlahöfundur er í. Þetta er til gamans gert en hlakka ég þó mikið til að skoða þessar einkunnir eftir nokkur ár og sjá hvort þessi kenning mín eigi við stoðir að styðjast. Hér kemur listi með fyrrum leikmönnum Manchester United sem útskýrir einnkunnakerfið betur.
- Paddy McNair: Þetta er nafn sem hræðir engan. Ímyndið ykkur að neðrideildarlið væri með leikmann sem héti Paddy Mcnair uppá topp, það myndi strax róa taugar mínar allavega á getu þess liðs.
- Alan Smith: Bæði algeng nöfn og í raun gæti hver sem er heitið þessu nafni. Vantar sjarma í nafnið erfitt að hrauna eða hrósa nafninu þar sem annar hver maður í stúkunni ber sama nafn.
- Tomasz Kuszczak: Sem stuðningsmaður er erfitt syngja lög tengd nafni sem er erfitt að bera fram og ekki hjálpar það að það er ómögulegt að stafa nafnið rétt án hjálpar leitarvéla trúið mér ég reyndi þó nokkrum sinnum.
- Ritchie De Laet: Nafn sem er auðvelt í framburði og alls ekki algengt en alltof auðvelt fyrir andstæðinga að gera grín að. De Leat= Delete. Auk þess að vera nafn sem er líklegt að gleymist ef ekki verði úr góður leikmaður.
- Wayne Rooney: Nafn sem í raun öskra ekki á mann sé asnalegt né geðveikt gott hér er það gjörsamlega undir leikmanninum sjálfum komið hvað verður úr ferlinum enda mun nafnið ekki hjálpa né skemma fyrir hér á bæ.
- Robin van Persie: Mjög gott nafn, þægilegt og gaman að segja en missir óneitanlega sjarma þar sem van nafnið er svo algengt að það er ekki jafn gott og ef hann væri sá eini með van nafnið en ekki heil þjóð.
- Dimitar Berbatov: Eftirnafnið er skemmtilegt og ekki skemmir fyrra nafnið fyrir þar sem Dimitar kallar á respect. Nafn sem erfitt er að gleyma en of mörg atkvæði í nafninu í fullkomun væri bara tvö atkvæði í Dimitar og þá um að ræða 9 eða 10.
- Zlatan Ibrahimovic: Zlatan er það einstakt nafn að það skilar honum þessu sæti gaman að segja Zlatan enda tvö atkvæði en eftirnafnið er svo langt og þarf að heyra nokkrum sinnum til að verða venjulegt fyrir manni annars væri það það með 10 í einkunn.
- George Best: Ef þú heitir Best þá verðiru að vera bestur. Er í raun það sama og einkunnin 4 nema nafnið er beintengt við góða hluti en ekki slæma hluti.
- Paul Pogba: Sturlað nafn sem rennur auðveldlega af tungunni. Fyrra nafnið og eftirnafnið byrjar á sama staf sem gefur góðann rhytma í talandann og og er bara rosalega gaman að segja Pogba með hreim . Paul er eitt atkvæði sem rennur beint í tveggja atkvæði Pogba, nöfnin verða ekki mikið betri.
Hannibal Mejbri
Fæddur: 21. janúar 2003 (17 ára)
Staða: Miðjumaður
Nafnið: 7 Söguleg tenging sem nafnið hefur. Mejbri eyðileggur smá fyrir en að hann kýs að hafa Hannibal aftan á treyjunni lyftir einkunni aftur upp. Leikmaður sem heitir Hannibal setur strax ótta í andstæðinga það er enginn lúði sem heitir Hannibal, svo mikið er víst.
Það er engin tilviljun að Frakkinn Hannibal sé fyrsti leikmaðurinn sem ég kynni til leiks því hann er einn sá efnilegasti í heiminum í dag. Hann var keyptur frá Monaco á 10 milljónir evra í ágúst 2019 og voru öll lið Evrópu á eftir honum en það segir mikið um störf Nicky Butt að Hannibal hafi kosið að koma til Manchester. Hann var upphaflega setur í u-18 liðið en það leið ekki á löngu að hann var orðinn fastamaður í u-23 liðinu. Hann sker sig úr á vellinum með hár sem minnir einna helst á Sideshow Bob úr Simpsons.
Hannibal er með næmt auga fyrir sendingum og er mjög skapandi leikmaður sem hægt er að nota alls staðar á miðjunni þó hann sé bestur fremstur á miðjunni. Hann er gríðarlega teknískur og fer vel með boltann. Hann er þó alls ekki lúxusleikmaður, hann er mjög vinnusamur leikmaður og hefur fengið hrós fyrir leiðtogahæfni sína. Hann týnist ekki á vellinum og er hann alltaf í boltanum enda ef horft er á highlights myndbönd af leikjum fara flest allar sóknir U-23 liðsins í gegnum hann á einn eða annan hátt.
Hann á enþá eftir að spila sinn fyrsta aðalliðsleik en það styttist í hann og er það talið líklegt að hann fái tækifærið á þessu tímabili og bind ég vonir við að hann grípi það líkt og Greenwood gerði á síðasta tímabili og geri Ole það erfitt að velja hann ekki aftur í liðið. Hann er sá leikmaður akademíunar sem eru gerðar mestar vonir til af þeim leikmönnum sem ekki eru komnir í aðalliðið.
Hannibal Mejbri 🇫🇷
17 years old
Midfielder
[RT's appreciated]pic.twitter.com/MGisx8jpSM— Ina🇳🇬🇻🇦 (@prime_brodie) April 24, 2020
Teden Mengi
Fæddur: 30. apríl 2002 (18 ára)
Staða: Hafsent
Nafnið: 5 Lítið við þetta að bæta nafnið öskrar hvorki að hér sé um að ræða yfirburðaleikmann né að um trúð sé að ræða.
Mengi er virkilega spennandi varnarmaður sem fékk eldskírn sína í Evrópudeildinni á síðasta tímabili í seinni leiknum gegn LASK er hann kom inná undir lok leiksins. Mengi hefur nokkru sinnum verið á bekknum á þessu tímabili svo það styttist í að hann fái sinn fyrsta byrjunarliðsleik. Mengi kemur frá Manchester svæðinu og hefur verið lengi hjá félaginu og var meðal annars fyrirliði u-16 liðsins og FA Youth Cup liðsins á síðasta tímabili. Leið hans í aðalliðið var mjög hröð en í byrjun síðasta tímabils hafði hann ekki spilað einn u-23 leik en nú einu ári seinna er hann búinn að vinna sig upp listann og er í dag orðinn fimmti hafsent. Mengi og Tuanzebe eru ástæðunar að ekki var keyptur hafsent í sumar þar sem Ole hefur mikla trú á þeim og þá sérstaklega Mengi.
Mengi er virkilega fljótur varnarmaður og gæti verið notaður sem bakvörður en er þó hafsent. Hann er óhræddur að koma upp með boltann eftir að hafa unnið hann með því að taka sjálfur á rás sem riðlar vörn andstæðinganna. Hann notar hraðann sinn líka vel til að hreinsa upp eftir mistök annarra leikmanna og sjaldan sem framherjar ná að stinga hann af á sprettinum. Auk þess að vera hraður er hann gríðarlega sterkur og nýtir líkamann vel í varnarvinnu sinni. Hann er vel staðsettur varnarlega og lendir sjaldan í því að þurfa skriðtækla boltann. Hann er þó aðeins 1.83 sem gæti háð honum gegn hávaxnari framherjum en til eru dæmi um lágvaxna hafsenta, samanber Sergio Ramos svo það er líklega ekki stórt vandamál fyrir Mengi.
Ég bind miklar vonir við Mengi enda ekki oft sem 18 ára hafsent er byrjaður að æfa með aðalliði Manchester United enda eru hann og Hannibal þeir tveir leikmenn sem eru líklegastir til að fá tækifærið þetta tímabilið líkt og Brandon Williams og Mason Greenwood fengu á síðasta tímabili.
⏳… #MUFC pic.twitter.com/jshUkHZd2B
— Teden Mengi (@TedenMengi) July 11, 2020
Scaltastic says
Takk fyrir góða samantekt, þetta er holl umræða. Það er óhætt að segja það sé öllu bjartara yfir ungmennastarfinu, sérstaklega u- 18 heldur en aðalliðinu. Kieran McKenna var búinn að skila af sér góðu starfi og mér finnst Nicky Butt og Co voru vægast sagt að vinna fyrir kaupinu sínu í sumar. Náði í þrennutiboð frá Barca, Real og Atletico Madrid, fyrliða franska u-17 liðsins, Ødegaard 2.0 frá Tromsø og tvo efnilega striker-a í Hugill frá Sunderland (strax byrjaður að raða inn mörkum) og McNeill frá nágrönnunum. Allt eru þetta + Mejbri 2003-2004 mdl. Kæmi mér á óvart ef a.m.k. 3 af þeim spili ehv tímann með aðalliðinu í framtíðinni.
Að því sögðu þá bind ég enn mestar vonir við Mengi. Ég vona innilega að það verði engin alvarleg meiðsli hjá hafsentunum hjá OGS vegna þess að drengnum sárvantar að komast í aðalliðsbolta. Best væri að mínu mati ef hann kæmist á lán hjá ehv Championship liði í janúar.