Það vantaði miðverði til að United gæti stillt upp þremur miðvörðum svo United stillti upp í venjulegt kerfi
Varamenn:
Ástæðan fyrir að Ole valdi að vera með bæði Fred og McTominay var frekar augljóst, Paredes og Verratti voru mættir til leiks eftir að hafa misst af þeim fyrri
Leikurinn byrjað frekar fjörlega og PSG sótti meira og var komið yfir áður en sex mínútur voru liðnar, gott samspil Neymar og Mbappé endaði á skoti Neymar, í Lindelöf og út til hliðar, Neymar var mættur á markteigshornið og skaut framhjá De Gea. Frekar einfalt og auðvelt fyrir Parísarliðið.
Ouverture du score par Neymar.
Le direct > https://t.co/FCdcrCeKwP #MUNPSG pic.twitter.com/OGmelZGABn
— L'ÉQUIPE (@lequipe) December 2, 2020
De Gea hefði kannske átt að gera betur í markinu en bætti smá fyrir það með ágætri vörslu skömmu seinna, langskot Florenzi. United hafði sótt aðeins en ekki komist mikið áleiðis, frekar út á eigin klaufaskap en af öðru. PSG menn voru hins vegar öllu ákveðnari í aðgerðum.
Florenzi var aftur á ferðinni hægra megin, átti góða fyrirgjöf sem fór gegnum auðan teiginn og rétt of langt frá Neymar á auðum sjó.
Aftur reyndi United að sækja, voru að gera sig líklega fyrir utan teig en misstu boltann og sókn PSG var mun hættulegir, voru að sóla í teignum og ógna og á endanum kom lúmst og hættulegt skot Neymar sem De Gea varði frekar auðveldlega á endanum en þessi syrpa sýndi vel muninn á sóknum liðanna.
Eftir sókn United áttust Fernandes og varnarmaður við, Fernandes fór niður hélt um andlitið. Eitthvað voru menn að atast og endaði á því að Paredes fór Í Fred, var komin enni í enni og Fred hnykkti til og Paredes dýfði sér. Rautt virtist óumflýjanlegt þegar dómarinn fór á skjáinn en Fred slapp ótrúlega vel og fékk bara gult.
Paris var alveg sátt við að leyfa United ða halda boltanum enda lítil ógn, þannig að það þurfti heppni til, Martial átti skot, Navas varði út til hliðar, Wan-Bissaka gaf út á Rashford sem skaut að marki, í fótinn á Danilo og inn alveg út við stöng, Navas búinn að kasta sér í hina áttina. United búið að jafna á 32. mínútu
United var nokkuð betri það sem eftir var, Fred átti a.m.k. eina óvarlega tæklingu og það kom mjög á óvart að honum var ekki skipt útaf í háfleik.
PSG komu betri út í byrjun en United átti glæsilega sókn strax á 49. mínútu sem endaði á fyrirgjöf Rashford en Martial skaut himinhátt yfir.
Þetta var byrjun á góðum kafla United mann, héldu boltanum vel og ógnuðu marki bæði með fyrirgjöfum og langskotum. Loksins þegar PSG sótti fékk United frábæra skyndisókn, Martial gaf fram á Cavani sem var á auðum sjó og vippaði frábærlega yfir Navas, boltinn í slána og út á Rashford sem gaf frábæra sendingu þvert á Martial sem skaut beint á markið og varnarmaður var kominn fyrir. Aftur ekki nógu gott hjá Martial.
Þá kom að því að PSG sótti og fengu frábært færi, Florenzi gaf fyrir og Marquinhos var bara alveg óvaldaður á markteig en náði ekki betri skalla en svo að boltinn sveif yfir slána. Mikil heppni þar. Rétt á eftir kom annað færi, Neymar sótti upp að teig gaf út á bakvörðinn Bakker sem ætlaði að stýra boltanum í hornið en frábær skutla De Gea stýrði boltanum í horn.
En PSG skoraði úr horninu. Það kom skot að marki sem stefndi útaf en Diallo
fékk boltann og gaf þvert fyrir teiginn þar sem Marquinhos var einn og hafði tíma til að snúa og skora.
Og mínútu síðar fékk Fred sitt annað gula spjald, teygði sig í bolta og náði en Herrera sem kom inná í seinni hálfleik, féll um fótinn á Fred. Alls ekki gult en erfitt að kvarta eftir að hann fékk ekki rautt í fyrri hálfleik.
Hörmulegar mínútur fyrir United!
Ole setti þá Pogba inná, fyrsta skipting og furðulega sein miðað við að fimm skiptingar eru leyfðar. Rashford var fórnað en virtist samt meidur.
Hinir tveir framherjarnir voru svo teknir útaf, Martial og Cavani fóru útaf og Mason Greenwood og Donny van de Beek komu inná.
Rétt eftir það kom svo loksins flott skot frá United, Pogba tók boltann á lofti rétt utan teigs en boltinn fór yfir. Næst var það ólíkleg samsetning, Harry Maguire var kominn í sóknina og gaf inná markteiginn, skalli Bruno Fernandes aðeins of auðvarinn fyrir Navas.
Á 89. mínútu átti Mbabbé að klára leikinn, hann óð upp allan völl eftir að PSG hreinsaði eftir horn, gaf ekkert á Neymar sem var með honum, heldur skaut sjálfur, rétt framhjá fjær stöng.
Ighalo kom inná á þessari síðustu mínútu fyrir Wan-Bissaka og svo kláraði Neymar leikinn, Hann vann boltann á eigin vallarhelming, gaf langan á Rafinha, PSG voru kominir 4 á 3 og Neymar sjálfur fékk sendinguna frá Rafinha og skoraði auðveldlega.
Þetta var sveiflukenndur leikur og United kom mjög illa út úr honum. Góði kaflinn í seinni hálfleik var fínn og lofaði góðu en síðan brotlenti liðið alveg. Tvö færi undir lokin voru dulbúningur.
En fyrirsagnirnar fara á Fred sem hefði átt að fara útaf í fyrri hálfleik en það er ekki síður Ole Gunnar Solskjær að kenna að hann fór á endanum útaf, dómari er alltaf að leita að afsökun eftir svona tæpt rautt sem ekki var og að hafa ekki tekið Fred útaf í hálfleik með allar þessar skiptingar lausar var hrein og klár vanræksla í starfi.
Að auki nýttu United ekki færin sem fengust og Martial þarf að vera betri fyrir framan markið.
United þarf stig í síðasta leik og ólíklegt að sigur í riðlinum hafist þó United vinni RB.
Karl Garðars says
Hver borgaði dómaranum svona vel? 🤨
Ingvar says
Af hverju í ósköpunum var Sóli ekki búinn að taka Fred útaf???? Algjörlega glórulaust!!!!!!!
Turninn Pallister says
Grátlegt virkilega, erum búnir að vera betri en PSG á löngum köflum.
Ole hefði samt átt að taka Fred útaf í hálfleik og strákarnir hefðu mátt nýta eitthvað af þessum dauðafærum sem við erum búnir að vera að fá.
Karl Garðars says
Greenwood inn fyrir Martial takk.
Við jöfnum ekki 2 færri.
Karl Garðars says
Já eða höldum bara áfram að vera 2 færri. Takk fyrir Ole
Auðunn says
Þetta tap skrifast 100% á Ola Gunnar.. ekkert annað en glórulaus heimska að hafa ekki verið búinn að skipta Fred útaf…. svo augljóst að það er ekki fyndið.
Ótrúlegt að stjóri svona liðs skuli ekki vera betur gefinn en þetta.
Egill says
Það var bara einn maður á vellinum heimskari en Fred og það var enn einu sinni Ole fokking Solskjaer. Að taka hann ekki útaf í hálfleik var sjálfsmorð.
Rashford virtist tæpur og varð hræddur í hvert skipti sem PSG maður kom nálægt honum, en einhvernvegin hékk hann inná í 70 min.
Heilt yfir vorum við samt flottir í leiknum, heimskur stjóri og Fred klúðruðu þessu fyrir okkur og enn einu sinni er það að kosta okkur að sóknarmenn skuli ekki fá að æfa skot á mark. Er eitthvað lið í heiminum jafn lélegt í að klára færi og við? Það er eins og við séum með Nicklas Bendtner í öllum stöðum þegar kemur að því að klára færi. Um leið og Martial virtist vera að gíra sig upp fáum við á okkur mark og Fred fær heilablóðfall.
Ole tekur þetta tap á sig allan daginn, og ég tryllist ef ég sé eitthvað jákvæðis raul í honum og helvítinu honum Maguire eftir leik.
3-1 tap á Old Trafford á að leiða til þess að menn verði brjálaðir eftir leik, ekki brosandi rosa glaðir og bjartsýnir talandi um óheppni og að ætla að koma til baka í nsæta leik.
NB þá breyttist leikur PSG um leið og maðurinn sem Ole gat ekki notað kom inná. Master move hjá Ole eina ferðina enn.
Þorsteinn says
Ole er ekki að valda þessu starfi, hann á þennan ósigur skuldlaust. Það hefðu allir þjálfarar með bein í nefinu tekið Fred og Martial út af í hléi – allir.
Hilmar V says
Af hverju er Solskjær svona vitlaus
Scaltastic says
Geri mér fyllilega grein fyrir því að stanslaust nöldur er ekki hollt til lengdar. Að því sögðu þá er ég kominn með rúmlega upp í kok á níunni okkar.
Þegar það var dregið í riðilinn þá hefði ég tekið því boði að spila úrslitaleik við Leipzig um að komast í 16 liða úrslit. Það er ljósið í myrrkvinu, þetta er ennþá í þeirra höndum. Ég ætla spá því að norðmaðurinn geðþekki landi einu goodshit jafntefli á þriðjudaginn og þá getum við öll andað léttar.
Rúnar P says
Frábær leikur, ekki alveg úrslitin sem ég hefði vilja sjá en samt goður leikur, við heppnir á köflum og PSG heppnir sömuleiðis, ekki gleyma vippunni frá Cavani og dauða færinu frá Martial, hefði alveg getað endað 3-1 en ekki 1-3, ekki sammála að kenna Ole um þetta
Egill says
Eins mikið og ég hef haldið með Martial frá degi eitt, þá hefur hann ekki enn tekið þetta aukaskref til þess að verða þessi leikmaður sem ið höfum verið að bíða eftir.
Ég er ekki bara að tala um þetta tímabil, menn geta alveg farið í lægðir, en hann hefur aldrei náð stöðugleika eða komist á þetta top level, svolítið eins og Nani nema að Nani var með stjóra sem kom honum á top level, bara án stöðugleikans.
Ef PSG eða annað lið vill hann, eigum við að samþykkja hæsta boð án þess að hika.
Ég dýrka samt Martial, en hann er bara ekki leikmaðurinn sem við þurfum og við getum ekki beðið endalaust, bara eins og með Anderson. Fullt af hæfileikum en vantar eitthvað til að taka skrefið uppávið.
Rúnar P says
Fred barðist til dauða og er það ekki það sem þið viljið sjá frá ManU leikmanni??? Allavega gerðu Roy Kean og Cantona það og þið elskið þá!
Hilmar V says
Þetta tap í tyrklandi er að fara kosta okkur sæti í 16 liða úrslitum
SHS says
Fred er einfaldlega lang bestur í þessu liði í að stoppa spilið hjá andstæðingunum. Ole tók kannski séns með því að hafa hann inná eftir gula, en þetta er samt ekki eins og að spila Football Manager eins og margir hérna virðast halda.
ÁFRAM Ole!
Björn Friðgeir says
Egill: Góð og yfirveguð athugasemd. Martial gæti bara þurft tilbreytinguna. Ef hann fer og fer að skora annars staðar þá er það bara þannig.
Cavani er að sýna okkur hvernig striker er.
Tómas says
United var búið að vera stjórna leiknum og Fred var að leika vel þegar hann var rekinn út af. Þetta var vissulega áhætta en skil sjónarmið Ole að halda honum inn á.
Annars ágætis leikur. Hefði getað lent okkur í hag ef við hefðum drullað honum inn úr einu af þessum færum.
Bjarni says
Töpuðum þessum leik vegna þess að liðið nýtti ekki færin, ekki vegna brottreksturs eða vörnin lak inn mörkum. Ástríða og vinnusemi er lykillinn að góðu liði og fyrir mína parta vil ég sjá liðið mitt hafa þessi einkenni, elska að sjá Fred, Brunó og Cavani á velli, bara að Fred væri með betri sendingar. Þurfum fleiri leikmenn með hugarfar sigurvegarans í bland við heimalinga sem hægt er að vinna með, því hugarfar leikamanna skiptir öllu máli. Leikmenn eru í vel launaðri vinnu og í vinnunni vinnur þú vinnuna þína á þinn besta hátt fyrir liðsheildina annars ertu ekki með.
Róm var ekki byggð á einum degi.
GGMU
Karl Garðars says
Þetta var um margt hressandi leikur sem við áttum mikið í. Það er ekki hægt að lasta spilamennsku Fred, hann var mjög flottur í leiknum fyrir utan ca. 5 sekúndur. Hann átti að fjúka út af fyrir heimskuna þar en ekki tæklinguna.
Það eru 3 hlutir sem ég skil ekki við þennan leik.
1. Að mönnum detti ennþá til hugar að setja ennið að öðrum leikmönnum með allar þessar myndavélar. Ég meina til hvers í fjandanum? Þú ert augljóslega ekki að fara að flugskalla manninn almennilega og
það eru yfirgnæfandi líkur á að þessar dramadrottningar fleygi sér í jörðina eins og skotnar við minnsta tilefni.
2. Að Ole hafi ekki tekið Fred út af í hálfleik. Eins og einhver kom inn á þá hefur dómarinn líklega séð að sér og vantað átyllu til að fullnægja réttlætinu. McT var líka að spila á tæpasta framan af en átti flottan leik.
3. Martial Martial Martial…. það er alltaf hægt að standa með mönnum sem eru ekki jafn leiknir með knöttinn en fjandanum duglegri. Martial er feikna fær með knöttinn en einn sá latasti og ómótiveraðasti leikmaður sem ég man eftir. Horfið á hann í fyrsta markinu hjá PSG og horfið svo á öldunginn Cavani allan leikinn.
Færaklúðrin eru svo kapítuli út af fyrir sig og maður myndi fyrirgefa honum það allan daginn ef hann sýndi bara örlítin dugnað og baráttu. Ole átti að taka hann út af í hálfleik líka.
Innkoma Pogba kom þó á óvart, ég bjóst við honum í PSG treyju eins og Martial.