Byrjunalið kvöldsins kom frekar mikið á óvart. United þurfti einungis stig frá þessum leik og ákvað Solskjær að stilla upp mjög „varnarsinnuðu“ liði með þrjá miðverði og og tvo djúpa miðjumenn fyrir framan. Sóknarlega kom ekki annað til greina en að velja Rashford og Greenwood vegna meiðsla Cavani og Martial. Pogba og Van de Beek voru báðir settir á bekkinn og greinilegt var að Bruno Fernandes átti að sjá um að skapa í þessum leik. Miðað við taktíkina var líklegast að pælingin væri að finna Greenwood og Rashford í skyndisóknum. Umboðsmaður Pogba fór enn og aftur að tjá sig um málefni Frakkans og ekki útilokað að það hafi orsakað bekkjarsetuna í þessum leik. Dýrt spaug ef reynist rétt.
Fyrri hálfleikur
Leipzig liðið byrjaði þennan leik gífurlega vel og spiluðu fast og sóttu af miklum krafti. Þýska liðið gjörsamlega yfirspilaði þetta neikvæða United í byrjun leiks og náðu fljótt 2:0 forystu og litu þeir Wan-Bissaka og Alex Telles rosalega illa út og fyrirliðinn Maguire átti einn sinn versta leik á ferlinum. Sóknarlega var ekkert að frétta í fyrri hálfleiknum og liðið virtist hreinlega í áfalli eftir kröftuga byrjun heimaliðsins. Leipzig bætti við þriðja markinu í fyrri hálfleik en það var svo réttilega dæmt af sökum rangstæðu. United fór í hálfleikinn tveimur mörkum undir og í rauninni ekki liðinu að þakka að staðan var ekki verri.
Seinni hálfleikur
Solskjær gerði eina breytingu í hálfleik en Van de Beek kom inn fyrir Alex Telles. Hollendinguinn kom vel inn í leikinn en spilamennskan lagaðist heilmikið með innkomu hans. Lítið gekk svo að sækja en United þurfti bara að skora tvö mörk til að komast áfram en liðið hefur verið mikið að koma tilbaka eftir að lenda undir í síðustu leikjum á útivöllum. Solskjær gerði svo aftur breytingu á liðinu en Pogba og Williams komu inná fyrir Matic og Shaw. Enn var ekki mikið að gerast á vallarhelmingi Leipzig en markvörður þeirra varði allt sem kom nálægt að markinu. Þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka sofnaði Maguire og United vörnin aftur á verðinum og náði Kluivert að koma þýska liðinu í 3:0 og nú var ekkert VAR til að hjálpa þeim eins og í fyrri hálfleik. United náðu þó að gefa stuðingsfólki sínu smá vonarglætu með því að skora tvö mörk á tveggja mínútna kafla. Bruno eftir vítaspyrnu og svo með marki frá Pogba. Þrátt fyrir einlægan vilja náðu gestirnir því miður ekki lengra og þáttöku tímabilsins í Meistaradeild Evrópu lokið og Evrópudeild næst á dagskrá.
Nokkrir punktar
- United verður að hætta að spila Matic og Fred/McTominay kombóinu í 4231
- Wan-Bissaka verður bæta sinn leik. Það er bara ekki nóg að vera góður maður á mann. Hann var úti að aka í báðum mörkum Leipzig í fyrri hálfleik.
- Maguire + Lindelöf er tilraun sem er einfaldlega ekki að ganga upp.
- Matic stöðvar aldrei neinar sóknir. Til hvers að spila honum?
- Dómari leiksins var skelfilegur og fáránlegt misræmi í spjaldagjöf.
- Reynsla Cavani hefði hjálpað mikið til í þessum leik.
- Þetta þjálfunarteymi þarfnast mikill endurnýjunar. United liðið hefur sýnt að það getur verið frábært en þessir þjálfarar eru ekki að ná neinum stöðuleika með þetta lið.
- Enn einn úrslitaleikurinn á þessu ári þar sem stjórinn fer í rauninni inn með ranga taktík og rangt liðsval.
Bekkur: Henderson, Grant, Bailly, Fosu-Mensah (Wan-Bissaka), Tuanzebe (Lindelöf), Williams (Shaw), James, Lingard, Mata, Pogba (Matic), van de Beek (Telles), Ighalo.
Hilmar V says
Maður er farinn að vorkenna van de beek
sigurvald says
Sjöfull líst mér vel á þetta.
Karl Garðars says
Jaahá… fínt að vera með haug af varnarmönnum inni á vellinum en enga vörn. Nú þurfa menn heldur betur að stíga upp.
Turninn Pallister says
Jæja þetta var gaman á meðan það varði.
Sé okkur ekki koma til baka úr þessu…
Helgi P says
Það er bara verið að slátra okkur
Karl Garðars says
2 bakvarðaskiptingar og lítið annað að frétta. Þetta fer að verða kunnuglegt.
gummi says
Áfram Solskjær hann er klárlega með þetta vonandi verður hann með liðið næstu 10 árin
Scaltastic says
Ole Gunnar Solskjær og David De Gea = match made in heaven.
Vill taka það fram að ég styð Ole í sínu starfi en upplegg hans í kvöld má í besta falli flokka undir skitu. Að spila Wan Bissaka sem vængbakvörð er jafn skynsamlegt og að gefa blys og veipvökva í skírnargjöf.
Ég votta ykkur öllum samúð mína, með ósk um að þeir ljósbláu fái að finna fyrir því á laugardaginn.
Ps. Stay classy Mino
Karl Garðars says
Bíddu við!!
Egill says
Maguire, AWB og Ole eiga það allir sameiginlegt að vera of lítil nöfn í of stórum klúbbi og með of lítinn heila. Sá sem er nógu heimskur til að kaupa AWB og Maguire á ekkert annað skilið en brottrekstur. Sá sem heldur áfram að spila AWB og gera Maguire að fyrirliða á ekkert annað skilið en að vera rekinn og allir borðar með hans nafni teknir niður af Old Trafford.
Þessi leiktíð er búin fyrir mér.
Heiðar says
Í hvurslags stöðu þarf United að vera til að Ighalo fái að spila?
Stóð sig ljómandi vel á síðasta tímabili en fær ekki sénsinn núna sama þó það verði að skora!
Afglapi says
MU verða dæmdir áfram eftir atburðina í París
Tómas says
Ole klikkaði illilega í þessum leik. Þegar liðið lenti 2 – 0 undir var breytt um uppstillingu og þetta fór að verða bærilegra. Síðan eru gerðar tvær breytingar í hálfleik… minnir mig. Vængbakverðirnir í upprunalegu stillingunni voru engan veginn tilbúnir í þennan slag, voru alltof framalega.
Það sem Ole hefur verið að gera vel, er að bregðast við mótlæti. Hann gerir breytingar og liðið hefur verið að koma til baka. Í gær var andstæðingurinn of sterkur og holan líklega orðin of stór.
Hann virðist líka hafa ræktað ákveðinn barráttuanda í liðið.
Hafandi horft á þessi 2 ár hjá honum er pínu eins og að horfa á manager í þjálfun en hann þarf að læra sína lexíu. Ég er ansi hræddur um að liðið gefist upp á honum fljótlega ef hann fer ekki að verða topþjálfari, ég held bara að hann sé ennþá efnilegur.
Ef við horfum á Liverpool, þá hafa þeir að verið að missa menn í meiðsli uppá síðkastið. Sína bestu varnarmenn og Henderson á miðjunni. Það hefur haft áhrif en ekki stórkostleg. Mennirnir sem koma inn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Hvaða kerfi þeir leika, hvernig þeir eiga spila og fyrir vikið hafa unglingar og einhverjir nonames getað leist stjörnurnar þeirra af.
Ole er engan veginn kominn með þetta element. Enda sífellt verið að hrófla og breyta. Síðan er stöku einstaklingsframtak sem reddar okkur endrum og eins.
Sveinbjörn says
Ole tapaði leiknum áður en hann byrjaði með þessari liðsuppstillingu. Nokkrir punktar:
1. Hann hefur áður byrjað með McTomma og Matic saman sem afturliggjandi miðjumenn. Aldrei hefur það þó gengið vel. Af hverju ætti það allt í einu að virka á erfiðum útivelli í úrslitaleik?
2. Raiola segir degi fyrir leik að Pogba sé að fara frá United á næsta ári. Ef að þjálfarinn metur það þannig að Pogba eigi samt að fá að vera í liðinu fyrir leikinn þá átti hann allan daginn að byrja umfram annan leikmannana í punkti eitt. Það að fara milliveginn og hafa Pogba á bekknum eftir að umboðsmaður hans gerir lítið úr liðinu er rangt og ekki vænlegt til árangurs. Hann átti að byrja eða vera utan hóps í gær.
3. Maguire á meira inni en hann er að sýna. Hann sýndi það með Leicester að hann er ekki nærri því jafn slæmur miðvörður og hann ákveður að vera í sumum leikjum með United. Ég er ekki viss um hvað þarf til þess að hann sýni sínar betri hliðar, þó ég vilji frekar setja Lindelof úr hópnum og fá hraðari og sterkari mann inn með Maguire.
4. Þessi leikur er ekki sá leikur sem sannfærir mig um að fara á Ole out vagninn. Hann gerði stór mistök í gær, nokkur. Sem má líklega skrifa á stress í honum og það að hann hefur enga alvöru reynslu af svona úrslitaleikjum. Það er þó stígandi í liðinu og ég ætla að sjá hvernig staðan verður þegar tímabilið verður hálfnað áður en ég vil fá nýjan mann inn.
5. Liðsandinn. Annaðhvort getur liðið ekkert eða þá manni finnst þeir vera ósigrandi þegar þeir eru í stuði. Ég veit ekki hvort Ole eigi heiðurinn af þessum baráttuanda sem kemur inn á milli og hefur ekki sést síðan Ferguson hætti, eða hvort þetta séu hreinlega Bruno áhrifin. Sá maður hefur sannarlega bjargað liðinu síðustu 11 mánuðina.
Að þessu sögðu hef ég engar áhyggjur af City leiknum næstu helgi og býst við sigri þar, en er það dæmigert fyrir Ole að sigra þann leik 3-0 eftir svona skitu eins og sást í gær.
Laddi says
Eins og pistlahöfundur nefnir réttilega þá var liðsuppstillingin röng, því um leið og United lenti undir þá var planið eiginlega farið út um gluggann og það gerðist strax á fimmtu mínútu. Eftir það var United í raun bara heppið að fara inn í hálfleikinn tveimur mörkum undir því Leipzig fékk fullt af færum til að bæta við mörkum.
Þriðja markið er, að mínu mati, meira de Gea að kenna en Maguire, veit hreinlega ekki hvað de Gea er að gera þarna því góður markvörður einfaldlega öskrar á boltann og mætir honum, sem er líklega það sem Maguire gerði ráð fyrir. de Gea er bara ekki sú týpa af markverði og því fer sem fer þarna.
Í stöðunni 3-0 var brekkan orðin allt of brött og jafnvel þó að United hafi í raun verið hársbreidd frá að ná að jafna með skrautlegu sjálfsmarki áttu þeir ekkert skilið úr þessum leik, í rauninni. Úrslitin sanngjörn og réðust eiginlega í Tyrklandi annars vegar og svo með ömurlegri færanýtingu á móti PSG í síðustu viku.
Nokkrir punktar:
– Er sammála að Maguire + Lindelöf virkar ekki. Væri til í að sjá Tuanzebe spila fleiri mínútur með Maguire, það getur ekki verið verra en þetta.
– Matic er búinn á þessu level-i, enda batnaði leikur liðsins umtalsvert þegar hann fór útaf.
– Wan-Bissaka þarf að fá kennslu í að sjá mann og bolta, fyrsta markið er 100% honum að kenna. Það þarf alvöru samkeppni í þessa stöðu, helst reynslubolta sem getur kennt Aaron-i hvernig á að spila dekka menn sem eru boltalausir.
– Brandon Williams er enn nokkrum númerum of lítill, var alveg úti á túni og gerði meira ógagn en gagn. Hefði verið fínt að hafa Telles þarna í bakverðinum undir lok leiksins frekar.
– Dómarinn var skelfilegur en þó hallaði ekkert á United, var bara almennt of mikið að draga athyglina til sín í stað þess að láta leikinn fljóta. Hann á enga sök á þessu tapi.
– Pogba má fara til Spánar/Parísar í janúar, má helst taka de Gea með sér. Vona svo að United þurfi aldrei að eiga framar viðskipti við Raiola, hann er krabbamein í heimi fótboltans sem þarf að skera burt sem fyrst.
– Ég nenni ekki að horfa á Evrópudeildina…
Hilmar V says
Ekki einu sinni Móri myndi stilla upp svona varnarsinnuðu liði eins og Solskjær gerði í þessum leik
Hallgrímur says
Var það ekki nákvæmlega þetta sem Óli ætlaði sér að , lenda í evrópudeildinni, meiri möguleiki að spila í meistaradeildinni á næsta ári að fara þessa leið.