Maggi, Daníel og Þorsteinn settust niður og fóru mjög ítarlega yfir leikina gegn West Ham og RB Leipzig. Paul Pogba og ummæli Mino Raiola voru tekin fyrir, veltum því fyrir okkur hvort við hefðum lært eitthvað af þessum leik sem við vissum ekki áður. Einnig ræddum við Ole Gunnar Solskjær og þjálfarateymið og hvort breytingar þar væri ekki þörf.
Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í Spotify
Gerast áskrifandi í Apple Podcasts
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 86. þáttur
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Dr. Gylforce says
Mjög gott og áhugavert Podcast. Nýju meðlimirnir hressa vel upp á annars mjög góða síðu og fína umfjöllun.
birgir says
Það var nokkuð furðulegt að Dea Gea hafi fengið þennan risasamning löngu eftir að hann var farinn að dala.
Nú er staðan orðin þannig að það mun ekki nokkurt lið yfirtaka þennan launapakka, hvað þá að borga transfer fee að auki.
Segjum sem svo að Henderson hirði stöðuna af De Gea, þá er komið upp annað Sanchez dæmi. Eina leiðin yrði að lána hann út gegn því að lántakandi tæki hluta af laununum.