Bæði lið stilltu upp sterkum liðum
Varamenn: De Gea, Telles, Bailly, Tuanzebe, James, Mata, Matic, Van de Beek, Greenwood
Leikurinn byrjaði á afskaplega skemmtilegu sjálfsmarki City, Steffan varði skot frá Rashford og boltinn fór af varnarmanni og lak í netið. En því miður hafði Rashford verið rangstæður þannig þessi skemtun var til lítils. City var annars meira með boltann og Gündogan setti boltann í netið líka en var sömuleiðis rangstæður.
Þetta var nokkuð opið og næsta færið var United megin, varamarkmaðurinn Steffan þurfti að skutla´sér nokkuð fimlega til að verja skot Fernandes í horn.
Hinu megin var svo komið að Kevin de Bruyne, skot hans utan teigs small í stöng, leikurinn var svo opinn að jaðraði við að hægt væri að kalla þetta kaos. Þetta var í það minnsta miklu meira fjör en síðasti leikur þessara liða.
United pressaði City mjög framarlega og á köflum var það að gana mjög vel, en opnaði auðvitað möguleika fyrir City að komast framhjá pressunni og í færi. Á hinn bóginn var United liðið ekki hrætt við að bakka vel ef City hélt boltanum og verjast mjög aftarlega.
Seinni hálfleikurinn byrjaði sömuleiðis fjörlega og City komst yfir á 51. mínútu. Foden tók aukaspyrnu frá vinstri og boltinn fór inn á teiginn framhjá öllum og fór svo í lærið á John Stones sem vissi ekkert alltof mikið af því en inn fór boltinn. 1-0 fyrir City. Frekar ólánleg varnarvinna þar.
City var mun líklegra næstu mínúturnar á eftir og Dean Henderson var vel á verði í markinu sérstaklega þegar hann varði þrumuskot Mahrez utan af velli.
Þá tók við smá frískur kafli frá United án þess að úr yrði mikil hætta. Þó möguleiki væri á fimm skiptingum var hvorugt lið búið að nýta svo mikið sem eina þrátt fyrir að það hefði verið góður hraði í leiknum.
United sótti áfram en ein af meginástæðum þess að liðinu gekk illa að vinna á City var að Bruno Fernandes gekk illa að hafa áhrif á leikinn, var langt frá sínu besta.
En United galt fyrir bitleysið og City innsiglaði sigurinn, Wan-Bissaka skallaði frá eftir horn, beint á Fernandinho sem skoraði með skoti utan teigs, neðst í markhornið, óverjandi fyrir Henderson þó ekki væri það fast.
Skipting hjá United kom loksins á 87. mínútu þegar Donny van de Beek kom inná fyrir Fred en það breytti engu.
Tap var niðurstaðan og sanngjarn sigur City
gummi says
Hvað þarf Van de Beek að gera til að fá leiki hann hlýtur að fara biðja um sölu í janúar
Egill says
og akkúrat þetta er ástæðan fyrir því að ég held að Ole sé ekki rétti maðurinn í þetta djobb. 4 undanúrslit í röð sem hann tapar, horfir á City rúlla yfir okkur í 75 min án þess að breyta neinu.
Svo er þetta orðið svo þreytt með Maguire, horfir á eftir boltanum og leyfir Stones að fá hann í markinu, þið munið, sá hinn sami og Maguire faðmaði svo innilega eftir síðasta leik liðanna. Versti fyrirliði í sögu félagsins, jafn vonlaus varnarlega og sóknarlega. En hey, hann getur labbað með boltann úr vörn.
Rashford týndur, Martial gjörsamlega gagnslaus, Bruno alveg týndur, Mctominay verri en enginn.
Virkilega lélegur leikur og til skammar að hvorki stjórinn né heilalausi kapteinninn geti peppað menn í svona leik á Old Trafford.
Helgi P says
SOLSKJÆR VERÐUR AÐ FARA DRULLAST TIL AÐ TREYSTA ÖLLUM HÓPNUM EKKI KEYRA Á ALLTAF SAMA MANNSKAPNUM ÚT
Heiðar says
Ég saknaði þess virkilega í kvöld að okkar menn skyldu ekki reyna að skjóta oftar. Byrjaði að horfa a 25 mínútu og á löngum köflum fannst mér United síst lakari aðilinn. Það átti hinsvegar alltaf að spila sig inn í markið og City vörnin er betri en það að það sé hægt. Að því sögðu fannst mér sjokkerandi að lið með Rashford, Bruno, Pogba og Martial í byrjunarliði gæti ekki skapað meira en raun bar vitni, verandi mikið með boltann.
Ég get ekki annað en látið Harry „80 milljón pund“ Maguire fara í taugarnar á mér. Mætir fyrstur í allar hornspyrnur en skallar alltaf með hvirflinum þannig að boltinn fer hátt yfir. Hinumegin á vellinum leyfir hann saklausri aukaspyrnu að boppa framhjá sér, beint í fangið á Stones sem skorar.
gummi says
Maguire er einn verstu kaup sem united hefur gert að borga 80 miljónir fyrir hann er sturtlað
Halldór Marteins says
Lindelöf og Maguire voru nú heilt yfir fínir í þessum leik. Þótt þeir hafi báðir vissulega slökkt á sér í aukaspyrnunni, sem er synd.
Annars var þetta ágætalega skemmtilegur leikur framan af. Vantaði upp á að ná að klára skorpurnar fram á við. Bruno varð óöruggur af því hann bjóst alltaf við að fá Fernandinho aftan í hælana á sér, hafði oft meiri tíma en hann þorði að nýta og sendingarnar urðu ónákvæmari en annars.
Vonandi finna menn skerpuna fram á við betur fyrir næstu þrjá leiki.
Scaltastic says
Royal skita hjá fyrliðanum í fyrsta markinu, sjötta flokks level. Hann er hins vegar auðvelt skotmark fyrir bæði okkur stuðningsmenn og pressuna. Hann var í bullinu fyrstu 6 vikurnar á tímabilinu, vel skiljanlega miðað við atburði sumarsins. Hins vegar þá hefur hann náð að rífa sig í gang eftir það og er næst mikilvægasti leikmaður liðsins, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
Varðandi það hvort hann eigi heima sem versti fyrliði í sögu félagsins þá virði ég skoðun allra. Ashley Young fær mitt atkvæði allan daginn.
Varðandi Watford leikinn þá er ég hjartanlega sammála Helga P. Shaw, Wan Bissaka, Maguire, Fred, Pogba, Bruno og Rashford verða að fá hvíld á laugardaginn. Það eru stærri og mikilvægari leikir framundan, ásamt því að það þarf að virkja hópinn.