Annað kvöld fara okkar menn til London, nánar tiltekið á Craven Cottage. Þar mæta þeir Fulham sem sitja í fallsæti deildarinnar. Fínn leikur til að fá eftir mikla spennu og eftirvæntingu í marga daga sem var fyrir leikinn gegn Liverpool, sem stóð ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans frá einum einasta manni. Þrátt fyrir það mjög gott stig gegn lang besta liði deildarinnar á heimavelli, þótt víðar væri leitað. Okkar menn halda toppsætinu og ef við ætlum að halda okkur í því eða hið minsta við toppinn er þetta algjör skyldu sigur gegn léttleikandi enn lánlausu liði Fulham. Scott Parker þjálfari Fulham mun sennilega reyna peppa sína menn vel upp fyrir leikinn þar sem þeir eru að mæta toppliðinu og hafa verið grátlega nálægt því að vinna leiki í deild upp á síðkastið hvort sem liðin eru í efri eða neðri helming deildarinnar.
Fulham
Nýliðar deildarinnar í Fulham hófu tímabilið langt frá því sem gjarnann vill vera með nýliða, sem er mikill orka óvæntir sigrar og talað um að vera spútnik lið. Þvert á móti töpuðu þeir hverjum leiknu á fætur öðrum en náðu í eitt stig gegn lélegasta liði deildarinn Sheffield United um miðjan október og loks fyrsta sigrinum gegn WBA í byrjun nóvember. Það var svo um mánaðarmótinn nóvember/desember þar sem liðið byrjaði á einhverri stigasöfnun. Þá unnu þeir Leicester og náðu í jafntefli á heimavelli gegn Englands meisturunum. Frá þeim leik gerðu þeir 4 jafntefli í röð sem ýmist fóru 1-1- eða 0-0. Jafnteflishrinann endaði svo um helgina þar sem þeir léku einum færri gegn Chelsea allann seinni hálfleikinn og náðu ekki að halda út og töpuðu 1-0 að lokum eftir að Mason Mount skoraði þegar 12 mínútur lifðu leiks.
Síðan Fulham spilaði gegn Leicester hafa þeir einungis spilað með þriggja manna vörn. Það má því segja að Scott Parker hafi fundið rétta leikkerfið fyrir liðið þar. Það má telja það þó skiljanlegt að það hafi tekið tíma fyrir Parker að finna liðið sitt. Fulham fékk til sín nefnilega 11 nýja leikmenn til liðsins í sumar sem er talsverður fjöldi, sérstaklega fyrir tímabil sem ekki var hægt að hafa undirbúningstímabil fyrir til að pússa hópinn samann.
Í kjölfar þess að stilla upp í þriggja manna vörn setti hann danann Joachim Andersen í miðja vörnina, sem hefur spilað sennilega best allra í liðinu að undanförnu. Einnig hefur hann unnið sér fyrir því að vera orðinn fyrirliði liðsins í fjarveru Tom Cairney og Mitrovic, þrátt fyrir að vera á láni hjá félaginu frá Lyon. Aðrir leikmenn sem hafa verið öflugir hjá Lundúna liðinu eru Bobby Reid, sem er markahæstur hjá liðinu með fjögur mörk og svo markmaðurinn Areola sem spilað hefur fyrir Real Madrid og PSG, en hann er á láni frá því síðarnefnda.
Kongolo, Tom Cairney, Lemina og geðþekki framherjinn Aleksander Mitrovic eru allir meiddir eða tæpir fyrir leikinn annað kvöld. Antonee Robinson tekur svo út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í síðustu umferð. Hins vegar kemur Bobby Reid ferskur aftur inn í liðið eftir að hafa klárað leikbann í síðustu umferð.
Líklegt byrjunarlið:
Manchester United
Okkar menn hafa ekki tapað gegn Fulham í síðust 12 viðureignum liðana og í aðeins tveim af þeim leikjum náði Fulham í stig. Það var í desember 2009 sem Fulham vann United síðast. Þar skeltu þeir okkar mönnum 3-0 í London sem voru hræðileg úrslit fyrir United. Chelsea sátu einir á toppnum eftir þessi úrslit með þriggja stiga forustu og 1 leik til góða. Endaði það tímabil að lokum með eins stigs mun milli þessara liða og Chelsea hirti titilinn af United. Það gæti því alveg eins endað að mikilvægi leiksins á morgun sé ekkert ósvipað því sem leikurinn árið 2009 endaði á að vera. Við sitjum nú á toppi deildarinnar með tveggja stiga forustu á næstu tvö lið þegar deildinn er svo gott sem hálfnuð. Manchester City gæti þó tillt sér á toppinn ef þeir vinna leikinn sem þeir eiga til góða á okkar menn. Semsagt algjör skyldu sigur á morgun ef United vill vera með í umræðunni um þann stóra.
Allir þeir leikmenn sem Ole hefur verið að nota eru heilir fyrir leikinn annað kvöld og gæti hann þess vegna stillt upp sínu sterkasta liði. Ég held þó að hann geri breytingar á því. Eitt sem Ole gæti verið að horfa í fyrir leikinn eru gul spjöld. Leikurinn á morgun er nefnilega 19 leikur liðsins í deildinni á þessu tímabili, ef leikmaður fær 5 gul spjöld í fyrstu 19 leikjunum fer hann í eins leiks bann. Eftir 19 leiki þarf leikmaður 10 gul til þess að komast í bann og þá eru það tveir leikir. Ástæðan fyrir því að Ole gæti verið að horfa í þetta er að Bruno, Shaw og Maguire eru allir með fjögur gul spjöld á bakinu. Martin Atkinson dómari leiksins hefur á þessu tímabili verið að gefa rúm 2 gul spjöld í leik á þessu tímabili. Það væri því agalegt ef við gerum ráð fyrir þessum tveim spjöldum á tvo af þessum þrem leikmönnum sem dæmi. Leikurinn sem þeir myndu vera í banni væri gegn Sheffield United á Old Trafford. Ég spái að Bruno og Shaw verði á bekknum og Van de Beek fái kærkominn leik í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni. Matic og Pogba byrja svo sennilega samann á miðjuni eins og hefur yfirleitt verið gegn lakari liðum deildarinnar.
Líklegt byrjunarlið:
Leikurinn hefst með flauti hjá Martin Atkinson kl. 20:15 annað kvöld.
Skildu eftir svar