Á morgun heldur Manhcester United til Lundúna og tekst á við Chelsea. Það er ansi öðruvísi bragur á þeim leik en hefði verið fyrir mánuði síðan. Á þessum mánuði hefur Thomas Tuchel breytt Chelsea úr góðu en mistæku liði í maskínu, því sem næst.
Jafntefli Chelsea við Southampton um síðustu helgi virtist vera hiksti en síðan tók við öruggur sigur á Atlético Madrid í einhvers konar Evrópukeppni sem United gæti ekki verið meira sama um enda ekki í henni, í miðri viku. Stærsta breytingin er í leikskipulagi, Tuchel beitir 3-4-3 eða 3-4-2-1 frekar en 4-3-3 kerfi Lampard, byggir á vængvörðum og hefur sparkaði í rassinn á nokkrum leikmönnum
Nú síðast fékk Callum Hudson-Odoi að heyra það fyrir að vera ekki nógu duglegur þegar hann kom inná gegn Southampton og var svo hreinlega kippt útaf aftur. Mason Mount hefur líklega verið sá leikmaður sem best hefur brugðist við komu Tuchel en Timo Werner hefur bætt leik sinn verulega. Kai Havertz er enn ekki búinn að komast í almennilegt form þó það hafi vissulega verið markmið með ráðningu Þjóðverjans.
Þetta er spáð lið Chelsea og það verður vissulega áskorun fyrir United að sigra í þessum leik. Slíkur sigur myndi virkilega styrkja stöðu United í baráttunni um Meistaradeildarsæti en tap myndi að sama skapi setja Chelsea í góða stöðu og styðja þá í trúnni að Tuchel sé að gera góða hluti.
Manchester United
Það er ekki hægt að segja að Ole Gunnar Solskjær sé of duglegur að hvíla leikmenn. Bruno Fernandes byrjaði á fimmtudaginn og þó hann hafi verið tekinn útaf í hálfleik er þetta samt helst til lítið fyrir mörg.
Harry Maguire hvíldi þó og Eric Bailly átti ágætan leik og líklega flest sem vonast til að sjá hann í liðinu á morgun. Stærsta spurningin er líklega hvernig miðjan verður, Scott McTominay er líklega ekki tilbúinn og líklegt að þetta verði Matic og Fred. Edinson Cavani er enn frá en Donny van de Beek verður á bekknum. Daniel James er svo eitthvað hnjaskaður en hann kemst líklega ekki nema á bekkinn hvort heldur er.
Leikurinn hefst kl 16:30 á morgun
Skildu eftir svar