Seinni partinn á morgun mæta okkar menn lang besta liði deildarinnar og sennilega besta liði heims um þessar mundir, Manchester City. Leikurinn fer fram í bláa hluta borgarinnar sem er orðið erfiðasti vígi deildarinnar til að sækja stig á eftir að Liverpool hafi haldið þeim titli í nokkur ár. Okkar menn þekkja þó vel að leggja City menn á þeirra velli, en í síðustu tvö skipti sem við höfum leikið á Etihad hefur Ole náð tveim eins marks sigrum gegn Pep Guardiola. Fyrri leikur liðana í deild á þessu tímabili endaði með 0-0 jafntefli líkt og meginn þorri leikja United gegn svokölluðum topp sex liðum. Kringumstæðurnar fyrir þann leik voru erfiðar fyrir Ole þar sem liðið var nýfallið úr leik úr Meistaradeildinni og nokkuð um ósannfærandi framviðstöður í deild. Það mátti því túlka úrslit fyrri leik liðana sem hálfgert “damage control”, enda City afar erfiður andstæðingur og sætið undir Ole farið að hitna. Manchester City var einnig að fara í gegnum strembnar vikur úrslitslega séð miðað við þeirra standard.
Það eru hinsvegar allt aðrar aðstæður fyrir þennan leik. City situr á toppi deildarinnar með 14 stiga forystu og sigrað 21 leik í röð í öllum keppnum. Síðan 12. janúar þegar okkar menn tiltu sér á topp deildarinnar og City sat í sjötta sæti, hefur United komið sér hægt og bítandi úr baráttu um Enska titilinn yfir í meistaradeildar baráttu og City stungið alla af. Aðeins 3 sigrar í síðustu 10 leikjum er hvorki vænlegt til árangurs í baráttu um titilinn né sæti í topp fjórum og því verður Ole að fara kreista fleiri sigurleiki úr liðinu.
Manchester City
City er komið í algjöran ham og má ekki telja ólíklegt að þeir vinni nokkra titla í vor/sumar ef þeir halda dampi. Það er mjög líklegt líka að þeir haldi þessum dampi því það skiptir svo gott sem engu máli hvaða leikmenn spila, liðið virðist alltaf jafn sterkt og jafnvel eflast þrátt fyrir allskonar manna breytingar. Til dæmis var þeirra besti maður Kevin De Bruyne meiddur í nokkra vikur fyrir skömmu, en ef eitthvað þá varð liðið betra þar sem “minni spámenn” eins og Gündoğan stigu upp. Þetta má helst sjá í spiluðum mínútum á tímabilinu. Aðeins tveir útileikmenn City hafa spilað yfir 2800 mínútur, þeir Días og Rodri. Til samanburðar eru fjórir útileikmenn United með yfir 3100 mínútur spilaðar, Maguire, Wan-Bissaka, Bruno og Rashford.
Liðið hefur algjörlega náð að læsa vörn sinni með þá Días og Stones í hjarta varnarinnar. Liðið hefur haldið 15 sinnum hreinu í deildinni og fær á sig að meðaltali 0,6 mörk í leik sem er lang minnsta hlutfallið í deildinni. Liðið spilar einnig í mjög flæðandi leikkerfi sem Pep hefur þróað á þjálfara ferli sínum. Það sem einkennir það mest er að bakverðir liðsins leysa inn á miðjuna þegar liðið er með boltann sem kemur þar af leiðandi ójafnvægi á andstæðinginn þar sem miðjann er yfirfull af leikmönnum andstæðingana. Partúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo hefur blómstrað á þessu tímabili með þessari leikaðferð og virðist hann oft á tíðum frekar spila sem sóknarsinnaður miðjumaður heldur en bakvörður á köflum. Það sem einkennir þessa leikaðferð einnig er að liðið hefur ekki haft neina þörf fyrir hefðbundinn framherja. Ýmsir kantmenn og miðjumenn hafa verið að leysa þessa stöðu á tímabilinu þrátt fyrir að Gabriel Jesus sé leikfær.
Aðeins einn leikmaður er óleikfær hjá City og er það miðvörðurinn Nathan Aké sem væri hvort eð er ólíklegur til að byrja leikinn.
Líklegt byrjunarlið:
Manchester United
Eftir þrjá markalausa leiki í röð hjá okkar mönnum kemur þessi leikur, gegn sterkustu vörn deildarinnar. Allir leikmenn okkar þurfa að setja lóð á vogarskálarnar ef þetta á að breytast til hins betra á morgun. Mögulega minnkar ábyrgð Bruno og Rashford sóknarlega með endurkomu Cavani af sjúkra listanum, sem vonandi finnur fyrra form eftir að hafa fengið að sprikla í miðri viku. Þrátt fyrir að maður vonast til þess að Ole noti annað leikupplegg heldur en verið hefur síðustu tvö tímabil gegn bestu liðunum býst maður alls ekki við því.
De Gea er farinn í hálfgert fæðingarorlof til Spánar þar sem kona hans eignaðist á dögunum þeirra fyrsta barn. Talað hefur verið jafnvel um að De Gea snúi ekki til baka fyrr en eftir landsleikjahlé í lok mánaðarins. Þetta þýðir aðeins eitt, Dean Henderson getur sýnt sig og sannað og mögulega hirt markmannsstöðuna til frambúðar ef allt gengur upp hjá honum.
Martial virðist vera kominn út í kuldann hjá Ole þar sem hann hefur ekki verið að fá traustið í mikilvægum leikjum undanfarið. Þess í stað notar Ole Gunnar Greenwood og Daniel James í hans stað og það er ekkert að hjálpa Martial að Cavani sé orðinn heill. Erum við að fara að sjá Frakkann yfirgefa United í sumar? Það kemur í ljós.
Pogba er en frá vegna meiðsla og hefur það sést á liðinu all svakalega. Hann var tenging varnarinnar við framlínuna og þá aðalega við Bruno Fernandes. Árangur liðsins hefur dalað eftir brotthvarf hans úr liðinu, eftir að hann var að spila einn sinn besta bolta fyrir United í þó nokkuð langann tíma. Vonum að það styttist í endurkomu hans í liðið. Á meiðsla listanum eru einnig Juan Mata og Phil Jones.
Líklegt byrjunarlið:
Það væri ansi sterkt að ná sigri á morgun en ef skoðuð er saga tímabilsins hingað til þá má þess vegna búast við 0-0 leik. Annars mun eitthvað þurfa undann að láta þar sem United eru taplausir á útivelli í deild í 21 leik og City unnið rúma 20 leiki í röð í öllum keppnum. Leikurinn hefst kl. 16:30 og verður Anthony Taylor með flautuna.
Einar Ingi Einarsson says
Mér finnst Greenwood ekki gera neitt fyrir liðið og vona að bekkurinn verði hans.
Helgi P says
Það eru nú fleiri en Greenwood sem gera ekki neitt Rashford er búinn að vera skelfilegur samt spilar Solskjær honum allar mín Solskjær er að gera sömu mistökin aftur og aftur þessi hópur er bara orðinn bensínlaus því hann treystir ekki öllum hópnum
JOG says
„Stop Bruno, you stop Manchester United,” sögðu þeir á SKY. Því miður erfitt að andmæla því.
Robbi Mich says
Nú verða bara allir leikmenn að mæta til leiks og berjast fyrir liðið, ekki bara Bruno og Cavani. Ég hef góða tilfinningu fyrir leiknum. Koma svo!