Enn og aftur nær Ole Gunnar Solskjær í þrjú stig á Etihad. Miðvarðarparið sem hafði fengið á sig þrjú mörk í 14 leikjum fékk á sig tvö í dag. Dean Henderson var öryggið uppmálað í marki Manchester United og þurfti lítið að gera þökk sé góðum varnarleik. Loksins var dæmt víti og var það eins borðleggjandi og það verður. Luke Shaw heldur áfram að brillera á meðan Anthony Martial sem átti annars frábæran leik mistókst að skora í tveimur dauðafærum.
Leikurinn
Þessi leikur hefði varla getað byrjað betur fyrir United en strax í fyrstu mínútu leiksins brýtur Gabriel Jesus klaufalega á Anthony Martial innan vítateigs og í kjölfarið var vítaspyrna dæmd. Á punktinn steig að sjálfsögðu Bruno Fernandes sem skoraði framhjá Ederson sem var ekki langt frá því að verja spyrnu Portúgalans. Vissulega draumabyrjun. Eins og við var að búast voru heimamenn í Manchester City töluvert meira með boltann í leiknum og leikplan Solskjær var að leyfa þeim það og vinna svo boltann og beita skyndisóknum sem fá lið gera betur en United. Kevin de Bruyne átti líklega sinn versta leik í langan tíma í dag og það hjálpaði okkar mönnum talsvert. Svo má setja spurningarmerki við það að velja Jesus framyfir Aguero sem virðist alltaf skora gegn United. Fyrir utan þetta átti City ekki hræðilegan leik en vörn United át bara allt sem heimamenn reyndu. Dean Henderson leit mjög vel út í dag þrátt fyrir að hafa ekki haft jafnmikið að gera og við bjuggumst öll við fyrir þennan leik. United leiddi leikinn í hálfleik með einu marki gegn engu.
Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki ósvipað og sá fyrri endaði en heimamenn héldu áfram að halda boltanum og héldu áfram að sækja. En United hélt áfram að verjast öllum sóknaraðgerðum City. Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum átti United skyndisókn og í henni skoraði Luke Shaw nett mark í fjærhornið óverjandi fyrir Ederson í marki City. Allt í einu var United tveimur mörkum yfir gegn liðinu sem fjölmiðlar voru búnir að krýna sem eitthvað ósigrandi skrýmsli og höfðu reyndar gert það sama fyrir Liverpool í fyrra og fyrr á þessu tímabili. Spurning hvort fjölmiðlafólk fara kannski varlegar í yfirlýsingagleðinni? Eftir markið hélt City áfram að sækja og United áfram að verjast en gestirnir hefðu getað skorað amk tvö mörk til viðbótar í dag en Anthony Martial var ekki á skotskónum en átti að öðru leyti fínan leik í dag og ásamt Daniel James mjög hreyfanlegur. United tókst að halda þetta út og unnu sanngjarnan 0:2 sigur.
Þrátt fyrir að þetta hafi verið æðislegur sigur þá eru en 11 stig í City. Vonandi mun liðið byggja á þessum leik og enda deildina á jákvæðan hátt. Maður leiksins að mínu mati var Luke Shaw. Marcus Rashford fór meiddur af velli í seinni hálfleik og vonandi er það ekki alvarlegt.
Manchester United
Bekkur: Grant, Bailly, Greenwood (Rashford), Amad, Telles, Matic (Martial), Williams (Fernandes), Tuanzebe, Shoretire.
Manchester City
Bekkur: Steffen, Walker (Cancelo), Aguero, Laporte, Silva, F. Torres, Mendy, Fernandinho, Foden (Jesus).
Magnús Þór says
Cavani er ekki með vegna meiðsla og David de Gea og frú eignuðust barn á dögunum og er hann í leyfi.
Zorro says
Svakalega erum við orðnir leiðinlegt og lélegt lið…enginn sòkn..áhugi eða mettnaður…burt með þennan Ole🎃
Magnús Þór says
@Zorro: Hahahaha
Scaltastic says
Þetta lið og þessi stjóri maður lifandi… Ég sagði fyrir þessa þrjá útileiki að 5 stig væri ásættanleg uppskera, ekki get ég kvartað núna þrátt fyrir að Palace leikurinn var brútal.
Ég er sérstaklega þakklátur þrjóskupúkanum Pep fyrir að spila Sterling og Jesus í staðinn fyrir Foden og Silva, megi sú tilraun halda áfram um ókomna framtíð.
Lindelöf og Dan James bestu menn vallarins hér á bæ. Alvöru heilsutvenna.
Cantona no 7 says
Ole Ole
Tómas says
Luke Shaw bestur, fannst Mctominay eiga stjörnuleik líka.
Fagna því að sokki var troðið upp í þá sem voru að drulla yfir Ole hérna eftir Palace leikinn.
Enda hefur hann heilt yfir gert mjög vel með liðið. En nú þarf að landa þessu öðru sæti og einum titli.
Turninn Pallister says
Mikið er ég ánægður með að Sterling hafi spilað þennan leik. Pep hefur greinilega ekki spáð mikið í tölfræðina hjá honum gegn okkar mönnum þegar hann valdi liðið fyrir leikinn. Okkar menn fá hrós í dag og sýndu að það er ekki alveg að ástæðulausu að við séum í öðru sæti deildarinnar. Shaw maður leiksins en shout out á Henderson og varnarlínuna fyrir framlag sitt í dag.
Manchester er rauð og því ber að fagna glory glory!
Karl Garðars says
Þetta var magnaður leikur þar sem við vinnum og höldum hreinu gegn verðandi meisturum á emptyhad.
Þarf samt að viðurkennast að mestmegnið féll með okkur í þessum leik og við áttum líklega ekkert meira skilið út úr þessu en city en það er öllum drullusama um það.
Það var alvöru barátta í okkar mönnum og ekki hægt að velja einn umfram annan sem mann leiksins fyrir okkur. Sterling gerði að vísu enn og aftur tilkall til þess sem er alltaf pínu kósý en allir hinir börðust vel og voru flottir. Shaw með frábært mark og Henderson með bjútífúl lykilsendingu þar.
M.a.s Martial minn var alveg ágætur.
Vonum bara að Marcus sé ekki meiddur.
Einar Ingi Einarsson says
Frábær dagur átti ekki von á sigri eftir síðustu frammistöðu sem var vægast sagt ömurleg .
Rúnar P says
Frábært að sjá Bleikaliðið tapa fyrir Nýliðum dagsins og Machester borg er enn rauð 😉