Uppstilling United í dag gekk út á að setja McTominay og Fred sem þétta miðju. Að auki var Daniel James meiddur og Mason Greenwood tæpur og fyrir vikið var Rashford hægra megin.
Varamenn: De Gea, Alex Telles, Tuanzebe, Williams, Amad, Mata, Matic, Van de Beek, Greenwood (72′)
United náði ekki spili að ráði fyrsta kortérið, Tottenham gekk litlu betur samt, en sótti þó aðeins að marki.
Fyrsta almennilega færið var United megin, Cavani renndi á Rashford en Dier renndi sé vel fyrir skotið og bjargaði í horn, sem auðvitað varð ekkert úr.
Það voru svo ekki liðnar 20 mínútur þegar Pogba og Rashford voru búnir að skipta á köntum, það gerði litið og þeir víxluðu svo aftur
Á 33. mínútu kom frábær sókn United, Pogba fékk boltann rétt innan teigs, hikaði aðeins og tímasetti frábæra stungusendingu fyrir Cavani til að hlaupa á og skora örugglega. En í upphafi sóknarinnar hafði McTominay slæmt hendi í Son þegar Son togaði í hann og markið fór í VAR og síðan fór dómarinn í skjáinn og dæmdi markið af. McTominay jafnvel smá heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald.
Nokkrum mínútum síðar komst Tottenham svo yfir með mjög snyrtilegri sókn, Kane gaf inn á teiginn, Moura gaf þvert frekar en að skjóta því þar var Son fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað. Blaut tuska í andlitið fimm mínútum fyrir hlé.
United hafði ekki tekið þessu af miklu rólyndi verður að segja, Ole var æstur á línunni og Cavani fékk gult fyrir að ýta Rodon.
Eftir hléið komu United menn miklu sterkari og náðu að jafna á 57. mínútu eftir að hafa splundrað vörn Spurs. Það var Fred af öllum mönnum sem var lykillinn, fékk boltann við teiginn, stakk inn á Cavani, Lloris varði skotið mjög vel en Fred var mættur og setti boltann vel úr frákastinu. Glæsilegt.
Dean Henderson virðist hafa horft á David de Gea síðustu ár því skömmu eftir markið varði hann skot frá Son prýðisvel með fæti, Spurs reynd að gera sig líklega efir þetta jöfnunarmark og sóttu en síðan misstu þeir boltann á eigin vallarhelmingi, Bruno tók langskot og Lloris þurfti að fleygja sér endilöngum til að ýta því í horn.
Þetta var svo fjörugt eftir þetta, bæði lið sóttu og Henderson varði aftur vel með fæti eins og til að sýna að ekki væri ástæða til sakna De Gea.
Mason Greenwood kom inná fyrir Rashford sem er greinilega engan veginn í 90. mínútna standi.
Loksins kom svo forystan. El Matador mættur enn og aftur! Mason Greenwood gaf frábæra sendingu inn á teiginn með vinstri og þar lúrði Cavani, stakk sér fram og skoraði með skalla. Frábært mark og vel sanngjarnt miðað við gang leiksins.
Spurs brást við markinu og setti allt í sóknina og skipti Lucas Moura útaf fyrir Gareth Bale. Eftir nokkrar mínútur af því tókst United svo enn að snúa leiknum og voru með nokkuð örugg tök á leiknum og tryggði svo sigurinn eftir fimm mínútur af sex í uppbótartíma.
Pogba vann boltann, gaf á Cavani sem gaf aftur á Pogba sem lék þvert og hristi af sér tvo varnarmenn, gaf á Greenwood sem fintaði Reguilón upp úr skónum og þrumaði í mark. Lloris var með putta á boltanm en engan kraft í að stoppa skotið.
Frábær sigur var í höfn eftir frábæran seinni hálfleik. Liðið nýtti vonbrigðin í fyrri hálfleik til að yfirspila Spurs nær allan seinni hálfleikinn. Paul Pogba var maður leiksins, sér í lagi í seinni hálfleik. Edinson Cavani er einfaldlega einn af bestu senterum í boltanu eins og hann hefur verið síðustu ár og McFred sáu um miðjuna.
Það er ekki hægt að segja þessi sigur tryggi annað sætið en hann er afskaplega mikilvægur í áttina að því. Ellefu stig í City og leikur til góða.
valdi says
Getur einhver sett inn link af þokkalegu streymi af leiknum?
Scaltastic says
Ef ég þarf að horfa uppá einn eitt tímabilið af MacFred tvennutilboðinu, næsta haust… þá þarf að leggja mig inn. Fokking gubb ugh!
Karl Garðars says
Miðað við úrslit umferðarinnar er nokkurn veginn skrifað í skýin að við töpum þessum leik. Og það ætlar að verða með einhverri brandarakeppni í boði dómaranna og grasbítanna hans Móra.
Nú mun reyna allduglega á karakterinn í liðinu
Tómas says
Meira ruglið. Hræddur um að einhver fjúki út af í seinni hjá okkar mönnum… menn skiljanlega orðið vel pirraðir.
gummi says
Solskjær er bara leiðinnlegur stjóri þetta er alltaf það sama ef deildinn væri ekki búinn að vera svona furðuleg í ár þá værum við í 7 til 8 sæti ef hann bíður ekki uppá betri bolta næsta vetur þá verður hann farinn fyrir jól
Scaltastic says
Þaggaðu í mér elsku Fred, þetta var ljúft
Karl Garðars says
Jaaaaá! Freddch!
Scaltastic says
Get in!!!
Ps. Bleep of Jose
Karl Garðars says
6 mínútur 😂😂😂
Scaltastic says
https://mobile.twitter.com/islenskn/status/1131519473234698240
Endilega syngja með. Er búinn að bíða síðan Sevilla rasskellinn 2018 eftir þessari tilfinningu :)
Cantona no 7 says
Ole Ole Ole
Flottur leikur
G G M U
Böddi says
Vel spilað og þvílíkur karakter í liðinu!
P.S. Farðu á kop.is gummi!
Rúnar P says
Var skíthræddur við að þetta yrðu 0-0 eða 1-1 leikur en mikið var þetta skemmtilegt! okkar menn hefðu mátt spila aðeins betur á köflum þá sérstaklega fyrstu 45min en tek þetta allann daginn 😉
Egill says
Þvílík endurkoma!!!
Spurs eru alltaf hættulegir, frábærir leikmenn og rosalegir svindlarar. Komast upp með að slá menn í andlitið en liggja svo í grasinu um leið og þeir finna fyrir snertingu. Á tímabili var eins og þeir væru að stíga á jarðsprengjur. Ég er svo rosalega feginn að Son virðist ekki hafa hlotið varanlegan skaða af samskiptum sínum við McTominay. Vá hvað ég hata þetta Tottenham lið, megi þeir vera bikarlausir áfram um ókomna tíð.
En að okkar mönnum. Það voru fáir sem áttu slæman leik í dag, ef einhver. Það var kannski allra helst Rashford sem átti slakan leik, enda er endalaust verið að spila honum meiddum. Pogba og Cavani voru gjörsamlega geggjaðir. Hreyfingarnar í teignum hjá Cavani sýnir okkur hvað það er nauðsynlegt að við fáum inn alvöru níu þegar hann fer, og vinnusemin í honum frá fyrstu mínútu var alveg til fyrirmyndar. Það var svo bara ómögulegt fyrir Spurs að ná boltanum af Pogba, þvílíkur leikmaður!
Mér fannst Tottenham aldrei líklegir í þessum leik, miðjan okkar var með þennan leik í höndunum svo gott sem allan leikinn, og vörnin var mjög solid fyrir utan hið hefðbundna brainfart í markinu, en að öðru leiti solid.
Frábært svo að sjá að Greenwood sé að komast í form aftur. Ole fór svo hamförum í viðtali eftir leik brjálaður yfir því að dómarinn hafi tekið markið af Cavani, og lét svo Son heyra það fyrir að liggja í grasinu vælandi, loksins fáum við viðbrögð frá Ole!
Ég er geðveikt sáttur með þennan leik.
Þorsteinn says
Frábær sigur, þetta var erfitt í fyrri hálfleik og maður var ekki sáttur. Átti ekki endilega von á sigri í dag og finnst það geggjað að fá sigur, helvíti sáttur.