Manchester United tók á móti fallliði Fulham á Old Trafford í gærkvöldi. Leikurinn var sá fyrsti með áhorfendum í ca. 14 mánuði. Leikurinn sem slíkur skipti hvorugt liðið máli en Fulham var þegar búið að falla og United búið að tryggja sér Meistaradeilarsætið fyrir nokkru síðan. Þar sem Manchester City var búið að vinna titilinn var eina spurningin hvort United myndi enda í 2. eða 3. sætinu. Þar sem þessi leikur endaði í jafntefli þurfti að treysta á sigur Chelsea eða stig í lokaumferðinni. Þar sem Chelsea sigraði Leicester varð 2. sætið tryggt.
Þessi leikur var ekki sá besti af hálfu heimamanna en Edinson Cavani skoraði samt gullfallegt mark af löngu færi á fimmtándu mínútu. Bruno Fernandes er skráður með stoðsendingu en Cavani á markið alveg skuldlaust. United leiddi þennan leik framá 76. mínútu þegar varnarmenn liðsins gleyma sér enn eina ferðina og gestirnir jafna leikinn. Leikmenn United hefðu getað verið búnir að tryggja sigurinn fyrir þennan tíma en allt kom fyrir ekkert og 1:1 jafntefli staðreynd.
Nokkrir punktar
- David de Gea fékk óvænt að byrja þennan leik og spurning hvort hann hafi verið að leika sinn síðasta leik á Old Trafford sem leikmaður Manchester United.
- Enn og aftur klikkar Aaron Wan-Bissaka á staðsetningu í marki Fulham. Þetta ásamt fyrirgjöfum er eitthvað sem einfaldlega verður að laga.
- Fred og Scott McTominay er ekki nógu góðir til að verja byrjunarliðsmenn í Manchester United. Liðið verður einfaldlega að fjárfesta í djúpum miðjumanni í sumar.
- Donny van de Beek virðist ætla að reynast flopp hjá okkur og ekki ólíklegt að hann leiki annars staðar á næsta tímabili.
- Liðið virkilega saknar Harry Maguire. Það er ekki af ástæðulausu að liðið sé orðað við nýjan miðvörð í komandi félagaskiptaglugga.
TonyD says
Ég er ekki endilega viss um að VDB sé flopp eða hann verði seldur, það eru mun fleiri sem verða fyrr út um hurðina en hann. Á meðan framtíð Pogba virðist vera annarstaðar, mun hann ekki fara ef bæði Lingard og Mata fari líka. Það verður ótrúlega ólíklegt að liðið breytist svo mikið fyrir næsta tímabil.
Er De Gea raunverulega að fara? Er einhver að fara að opna veskið fyrir hann? Hann fer væntanlega ekki ókeypis.
Eins er með liðið, miðvörður hlýtur að vera í forgangi sem og eitt stykki miðjumaður en hvort Garner komi í hópinn er spurning en vonandi verður það Rice.
Raunhæft er að það séu ein stór kaup á borðinu og kannski einhverjir efnilegir guttar þó maður viti aldrei.
Eins er þetta með framerja stöðuna, hún verður líklegast látin bíða fyrst Cavani framlengdi en Kane á lausu? Hvað veit maður hvað er satt í þessu.
En mér fannst leikurinn og tímabilið sýna að þetta vanti í liðið:
Alvöru samkeppni í hægri bakvörð,
Leyfa Matic að fara til USA eða Ítalíu og fá betri varnarmiðjumann í hópinn. Einn alvöru miðvörð og fækka á móti í hópnum.
Eins má alveg fjárfesta í framherja ef einhver af óskalistanum er á lausu.
Að lokum, gaman að sjá gula og græna litinn í stúkunni og vonandi halda menn mótmælunum almennilega gangandi án ofbeldis og skemmdarverka.