Það var algert varalið sem byrjaði síðasta leikinn í deildinni í vetur. Augu Solskjær eru á úrslitaleiknum á miðvikudaginn.
Varamenn: Grant, Fish (90+5′), Lindelöf, Wan-Bissaka, McTominay, Shola (82′), Hannibal (82′), Greenwood, Rashford
Lið Wolves
Fyrsta færið féll í skaut United og það var Anthony Elanga í sínum öðrum leik sem fékk upplagt tækifæri til að skora sitt fyrsta mark. Dan James kom bolatnum inn á teiginn, Elanga tók við boltanum með bakið að marki, snéri vel en hamraði svo hátt yfir af stuttu færi. Það var á 7. mínútu og það tók hann aðeins aðrar sex að bæta úr þessu. Aftur var Dan James að verki vinstra megin, kom upp og gaf frábæran bolta fyrir, þver bolti og rétt í höfuðhæð og Elanga stangaði boltann inn á ferðinni.
Þrælflott mark og United komið yfir á 13. mínútu.
Wolves tóku góðar rispur og gerðu sig líklega í teignum, en þegar Adama Traoré reyndi að fiska víti á 25. mínútu var ver af stað farið en heima setið, hann slapp reyndar við spjald en meiddist og fór fljótlega útaf.
Leikurinn hélt áfram á svipaðan hátt, Wolves voru sterkari og í snöggri sókn á 40. mínútu kom jöfnunarmarkið, Fabio Silva sótti upp, in í teig og stutt sending á Semedo sem þrátt fyrir að tveir varnarmenn væru í honum náði skotinu, þvert yfir og inn við fær stöng, Henderson hreyfði sig ekki nema til að setjast niður.
Sanngjarnt en ekki alveg nóg örugg vörn þarna. United vaknaði aðeins við þetta og sótti á, Williams lét verja frá sér og Alex Telles nelgdi yfir, báðir bakverðirnir að spreyta sig í sókninni. Síðan var það Donny van de Beek sem fékk boltann í teignum, lék þvert og fékk smá spark í ökklann frá Saïss og fór niður. Lítil snerting, en fór í VAR, Dean fór í skjáinn og eftir mikla skoðun gaf hann vítið.
Nú var enginn Bruno Fernandes, en Juan Mata fór á punktinn og skoraði örugglega!
2-1 í hálfleik.
Wolves komu úr klefanum á svipaðan hátt og eftir fyrra mark United, sóttu vel á og ógnuðu markinu. Það var samt United sem fékk dauðafæri á 58. mínútu. Amad gaf snilldarsendingu inn á Dan James sem var kominn einn á móti markmanni og á óskiljanlegan hátt tók hann innanfótarskot sem fór langt framhjá. Hrikalegt klúður hjá honum!
Áfram voru Wolves mun betri og United hvað eftir annað í nauðvörn. Þrátt fyrir að vera löngu byrjaður að hita upp, var það ekki fyrr en á 81. mínútu að Hannibal Mejbri fékk loksins að koma inn á í fyrsta leik sínum. Hann og Shola Shoretire komu inná fyrir Mata og Amad.
En þetta var áfram Wolves sem átti allt í leiknum, vörnin stóð sig prýðilega og loksins kom skipting á fimmtu mínútu uppbótartíma, Will Fish fékk sínar fyrstu sekúndur með aðalliðinu, Dan James fékk að víkja.
United landaði þessum sigri, þrátt fyrir árangurslausar tilraunir Wolves. Það var því vörnin sem stóð uppúr í leiknum, og ekki ástæða til að taka einn fram yfir annan, þetta var samtakamáttur. Wolves fengu a koma alveg upp að teig og inní hann og þá var það varnarmaður eða tveir sem sáu um að blokka skot og hirða boltann.
Framávið var minna að gerast. Amad var einna ferskastur en Dan James sýndi sínar bestu og verstu hliðar, átti ágætt spil og þessa frábæru stoðsendingu en klúðraði stórfenglega þegar hann átti að skora örugglega.
Það var gaman að sjá Elanga skora sitt fyrsta mark, og jafn gaman að sjá Juan Mata skora sitt síðasta, nú nema hann komi við sögu á miðvikudaginn sem verður að teljast ólíklegt.
Unglingarnir fengu ekki alltof langan tíma inni á vellinum, nokkuð sem við erum farin að þekkja hjá Ole, og gangur leiksins var ekki þannig að Shola eða Hannibal kæmust inn í hann að ráði. En framtíðin er samt björt, það eru margir að banka á dyrnar og þó ekki allir festi sig í sessi má búast við að einhverjir þessara muni koma meira við sögu síðar. Hannibal fékk þó smá að kenna á varnarmönnum, nokkuð sem hefur verið viðvarandi í leikjum í U-23 í vetur og hann sjaldnast fengið nægt skjól hjá dómurum
Að auki virðist öruggt að þetta hafi verið síðasti deildarleikur Nemanja Matic fyrir United, McFred byrja á miðvikudaginn en fjarri því útilokað að Matic þurfi að koma þar við sögu.
En það var prýðilegt að sigra í þessum leik, og það án þess að þurfa að kalla til einhverja þeirra leikmanna af bekknum sem munu byrja á miðvikudaginn.
United hefur þá unnið það afrek að fara í gegnum heila leiktíð án þess að tapa á útivelli, nokkuð sem hefur aðeins gerst þrisvar áður í efstu deild.
Nú er það bara úrslitaleikur Evrópudeildarinnar sem er eftir og svo getum við týnt okkur í kafaldi slúðursins sem mun einkenna sumarið sem sjaldan fyrr!
S Ó says
Væri gaman að sjá fiskinn fá einhverjar mínútur í dag.
S Ó says
Kláruðum deildina af sóma. Fínasta innkoma hjá #48.
GGMU.