Á morgun kl. 15:30 mæta okkar menn liði Wolves. Fellur þessi leikur í algjörann skugga tíðinda gærdagsins þar sem staðfest var að sjálfur Cristiano Ronaldo væri að mæta aftur á Old Trafford sem leikmaður Manchester United. Ótrúleg félagsskipti sem virðast einungis hafa gengið í gegn á örfáum klukkustundum. Farið var yfir hvað gekk á í gær og þá nýju tíma sem framundann eru hjá United með Ronaldo innanborðs í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar.
Snúum okkur nú að mótherja morgundagsins og öðru sem viðkemur United liðinu.
Wolverhampton Wanderers
Wolves hefur ekki byrjað tímabilið sérlega vel. Tvö 1-0 töp í deild gegn Leicester og Tottenham hefur verið niðurstaðann í upphafi stjórnartíðar nýs knattspyrnustjóra hjá félaginu, Bruno Lage. Wolves er aðeins annað liðið sem Bruno Lage stýrir. Hann hafði áður stýrt Benfica. Hjá Benfica tókst honum að vinna deildina og verða stjóri ársins þrátt fyrir að hafa tekið við liðinu í janúar 2019 eftir slæmt gengi. Það kemur ekkert á óvart að Lage sé ráðinn hjá Wolves þar sem Jorge Mendes er umboðsmaður hans og hefur sterk ítök innann félagsins.
Úlfarnir hafa misst einn stórann póst úr liði sínu frá undanförnum árum, þar sem markvörðurinn Rui Patricio yfirgaf liðið í sumar til að fara til Rómar. Í hans stað kom landi hans Jose Sá frá Olympiakos. Ásamt Sá bætti liðið við sig tveim öðrum leikmönnum. Kólumbískur miðvörður að nafni Yerson Mosquera og sóknarmaðurinn Francisco Trincã kom á láni frá Börsungum. Trincã hefur byrjað báða leikina í deildinni á þessu tímabili og ekki heillað líkt og aðrir leikmenn liðsins. Annars er Wolves liðið lítið breytt miðað við frá síðasta tímabili. Neves og Moutinho stýra en umferðinni á miðjunni, Traoré brunar upp kantana og Conor Coady stendur í miðjuni á þriggja manna vörn liðsins. Það er kannski einn leikmaður sem gæti komið inn líkt og ný kaup í liðið, en það er Raúl Jimenez. Raúl höfuðkúpubrotnaði illa á síðasta tímabili og var alls óvíst hvort hann myndi spila fótbolta aftur. Hann er þó snúinn aftur og nú með einhverskonar hlífðar band um hausinn líkt og Wayne Rooney skartaði eitt sinn.
Líklegt byrjunarlið:
Manchester United
Miðað við dapra spilamennsku okkar manna um síðustu helgi á suðurströndinni þá hlýtur Ole Gunnar að breyta byrjunarliðinu fyrir þennan leik. Ég er nokkuð viss um að hann setji bæði Varane og Sancho inn í liðið á kostnað Martial og Lindelöf. Þrátt fyrir góðann fyrsta leik hjá Lindelöf þá réttlætir framviðstaða hans í síðasta leik ekki það að hann byrji á kostnað heimsmeistarans. Svo virðist Martial vera orðinn númer fjögur í framherja goggunarröðinni á eftir Ronaldo, Greenwood og Cavani og því mætti frakkinn fara að hugsa sér til hreyfings frá United. Enda að mínu og margra annarra mati kominn á endastöð hjá klúbbnum. Svo getur ekki annað verið en að einhver annar en Matic verði á miðjunni ásamt Fred, vonandi van de Beek.
Tilkynnt var í vikunni að McTominay hafi farið í aðgerð í vikunni vegna nárameiðsla sem hafa plagað hann undanfarnar vikur. Óvíst er hvenær skotinn snýr aftur í liðið en talið líklegt að hann gæti mögulega byrjað að spila eftir landsleikjahléið sem er framundann eftir þennan leik. Ásamt Scotty þá er Alex Telles og Rashford á meiðsla listanum. Einnig er ólíklegt að Cavani verði orðinn klár fyrir leikinn þrátt fyrir að vera byrjaður að æfa eftir orlofs ferð til Úrúgvæ. Svo það fari heldur ekki á milli mála verður fyrsti leikur Ronaldo fyrir klúbbinn gegn Newcastle eftir landsleikjahléið en ekki á morgun.
Líklegt byrjunarlið:
Ekkert annað en sigur á morgun og þá er liðið í fínum málum í deild á meðan landsleikjahléið stendur yfir. Tap eða jafntefli fellir United sennilega niður töfluna og verðum við um miðja deild að öllum líkindum. Það myndi sennilega setja ágætis pressu á liðið. Þá er spurning hvort nýi gamli maðurinn komi með þann kraft og gæði sem þarf til að koma liðinu á sigurbraut aftur og á endanum vinna titilinn þetta tímabilið.
Furðufuglinn Mike Dean verður á flautuni á morgun kl. 15:30
Skildu eftir svar