Ole Gunnar Solskjær hefur greinilega verið sammála upphitun minni í gær og skellt Varane og Sancho inn í liðið og tekið Matic af miðjunni. Sennilega voru þessar breytingar það augljósar að þær lágu í augum uppi fyrir hvern sem er sem sá leikinn gegn Southampton. Frábært að fá að sjá Varane loksins í actioni í United treyjuni sem í dag var ljósblá og hvít í retro stíl. Það sem vakti kannski hvað mest athygli var að Pogba var kominn inn á miðja miðjuna þrátt fyrir frábærar framviðstöður á vinstri kantinum í upphafi tímabils. Í hans stað kom Daniel James á kantinn. Cavani var svo kominn á bekkinn og þar að leiðandi í fyrsta skipti í hóp á tímabilinu. Varð þá endanlega staðfest að Ronaldo mun ekki klæðast treyju númer 7 á þessu tímabili þar sem Cavani var skráður með það númer í þessum leik.
Lið Manchester United:
Bekkur: Heaton, Dalot, Lindelöf, van de Beek, Mata, Martial, Matic, Lingard, Cavani
Bruno Lage stillti upp sama byrjunarliði og tapaði fyrir Tottenham um síðustu helgi.
Lið Wolves:
Fyrri hálfleikur
Fyrsta færi leiksins féll í skaut Wolves þegar Traoré vann boltann við vítateig sinn og geystist fram hjá Pogba og Fred. Traoré komst þar með í stöðu með tvo liðsfélaga með sér gegn Varane og Maguire, endaði sú sókn með slöku skoti Jimenez úr þröngri stöðu. Á fimmtu mínútu geystist Wolves liðið aftur upp í skyndisókn eftir fyrsta horn leiksins. Fred varðist glaufarlega og hitti ekki boltann í kjörstöðu. Endaði það með að Trincao komst einn í gegn og setti boltann fram hjá De Gea en var þá Wan-Bissaka mættur á línuna til að koma í veg fyrir fyrsta mark leiksins. Erfiðar upphafs mínútur hjá okkar mönnum og þá sérstaklega Fred sem leit ansi illa út í báðum upphlaupum úlfana. Sancho var næsti leikmaður United til að sýna slakann varnarleik þegar hann gaf boltann frá sér í eigin vítateig sem endaði með skoti frá Moutinho yfir markið úr góðri stöðu. De Gea var ekki par sáttur með þennan varnarleik og kom einhverjum vel völdum orðum áleiðis til nýliðans. Nú var korter liðið af leiknum og okkar menn undir í allri baráttu.
Saiss átti góða marktilraun þegar hann klippti boltann fram hjá marki okkar manna á 25. mínútu. Ef mark hefði komið úr þessu hefði það ekki verið dæmt gott og gilt þar sem Jimenez var rangstæður þegar hann fékk boltann áður en hann kom honum á Saiss. Fyrsta markverða í sóknarleik United kom á 38. mínútu þegar Pogba kom Bruno einum í gegn og portúgalinn skoraði en var réttilega dæmdur rangstæður. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins komst Greenwood í álíka færi og hann skoraði úr gegn Leeds í fyrstu umferð. Í þetta skiptið fór boltinn fram hjá. Jose Sá virtist þó hafa náð að koma fingurgómunum í boltann en enginn hornspyrna dæmnd. Markalaust í hálfleik þrátt fyrir að United hafi verið undir í flest öllu öðru sem kom að leiknum.
Seinni hálfleikur
Varane átti frábæra tæklingu í upphafi seinni hálfleiksins eftir að Trincao hafði komið sér í góða stöðu í teignum eftir að hafa kloppað Maguire. Fyrsta skipting leiksins kom eftir aðeins 8 mínútna leik í síðari hálfleik þegar Cavani kom inn á fyrir Danna duglega (Daniel James). Fyrsti leikur nautabanans á þessari leiktíð. Fred átti þrumuskot fyrir utan teig sem fór beint á Sá eftir frábærann samleik Pogba og Bruno eftir um klukkutíma leik. Wolves átti frábæra skyndisókn stuttu seinna þar sem leikmenn úlfana drógu varnarmenn United flesta úr stöðum með góðum sendingum sem endaði þó með döpru skoti Trincao úr teignum. Í gagnsókn United eftir þetta færi komst Greenwood í mjög svo álitlega stöðu í teignum sem hann hefur oft komist í áður og klárað. Í þetta skiptið rann boltinn þó of langt frá honum og þar af leiðandi fór sókninn út í sandinn.
Á 69. mínútu sýndi De Gea sína allra bestu hliðar þegar hann varði frábærlega í tvígang gegn Saiss eftir hornspyrnu. Fyrst varði hann skalla Saiss, sem jarðaði Varane í loftinu, og svo kom hann hendinni fyrir þrumuskot Saiss af stuttu færi. Ótrúleg varsla! Martial kom inn á fyrir Sancho á 73. mínútu. Englendingurinn ungi átti ansi slakann leik í dag en nær vonandi að sýna sínar bestu hliðar eftir landsleikjahléið. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum skaut Pogba að marki utarlega í teignum hægra meginn sem Sá varði yfir þrátt fyrir að boltinn hafi alltaf verið á rísandi ferð. Ágætt skotfæri fyrir leikmann eins og Pogba.
Fyrsta og eina löglega mark leiksins kom þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Mason Greenwood fékk þá knöttinn utarlega í teignum hægra meginn og þröngvaði þrumu skoti að marki sem Sá kom hendi á en það dugði ekki til, inn fór boltinn. Heimamenn voru alls ekki sáttir með markið þar sem United vann boltann í aðdraganda marksins með heldur groddaralegri tæklingu Pogba. Tæklingin hæfði þó ekki Neves leikmann Wolves og því fannst Mike Dean og VAR dómurum leiksins ekkert að þessu. Sem betur fer! Greenwood fékk svo skiptingu þegar fáar mínútur voru eftir, Dalot kom inn í hans stað. Greinilega verið að þétta varnarleikinn fyrir loka mínúturnar, sem á endanum hélt út. Þrjú torsótt stig kominn í sarpinn og Ronaldo sennilega hoppandi kátur heima í Portúgal.
Hugleiðingar eftir leik
Varane vs Jimenez: Mér fannst Varane kom nokkuð vel út úr þessum fyrsta leik sem var algjör bardagi. Ég er nokkuð viss um að Wolves liðið breytti spilamennsku sinni með innkomu Varane í United liðið. Ég dreg þá ályktun helst til vegna ansi fárra hárra sendinga í átt að skalla manninum ógurlega Jimenez sem hefði sennilega jarðað svíann okkar í þeirri baráttu ef hann hefði spilað þennan leik.
Fred: Framviðstaða brassans í þessum leik var heldur döpur sem hún vill oft verða þegar McTominay heldur ekki í höndina á honum á miðjunni. Þetta undirstrikaði en frekar skort á miðjumanni sem hægt er að treysta fullkomlega bæði í varnarleik og uppspili. Mun nýr miðjumaður ganga inn um dyrnar á Old Trafford áður en félagsskiptamakðnum verður lokað? Vonandi! Saúl og Camavinga eru þau nöfn sem eru hvað háværust í þeirri umræðu.
Útileikja met: Með sigrinum í dag bætti United met í enskri deildarkeppni. Lengsta leikjahrina á útivöllum án taps. Heilir 28 leikir! Vonum að svipuð árangur fari að nást á Old Trafford.
Næsti leikur er 11. september gegn Newcastle á Old Trafford þar sem Cristiano Ronaldo mun klæðast rauðu treyjuni aftur! En fyrst landsleikja hlé.
Helgi P says
Hvernig getur fred byrjað í staðinn fyrir donny eftir þessa ömurlegu framistöðu í síðasta leik ég mun aldrei skilja Solskjær
Helgi P says
Fred er alveg búinn að vera skelfilegur og það eru aðeins búnar 10 mín solskjær þarf að fara taka hann útaf áður en hann gefur mark
Steve Bruce says
United steingeldir eftir 27 mín leik. Ná ekki upp neinu spili…
Helgi P says
Og martial inná hvað er solskjær að reykja
EgillG says
Þetta var leiðinlegur leikur.Fred var skelfilegur.Donny og Ole þurfa báðir að fara en vegna mismunandi ástæðum.
Scaltastic says
Þetta voru stórir þrír punktar. De Gea datt í 2017 formið, kallinn meira að segja farinn að sweep-a. Miðvarðaparið var nokkuð solid stærsta hluta leiksins, Sancho og James voru skelfilega slakir. Allt annað að sjá sóknaruppbygginguna eftir að Greenwood og „minn“ maður Martial fóru á kantana, gef Tony credit… hann var góður í dag :)
Þakka OGS og Fred fyrir vikulegan 90 mín sálfræðitrylli… að öllu gamni slepptu þá er ekki boðlegt að spila greyið kallinum í hverjum leik + hann er ekki sexa fyrir fimmaura.
Geggjað að sjá aðra vikuna í röð að Utd á stúkuna, frábær stuðningur!
dr. Gylforce says
Þetta var slakur leikur af hálfu okkar manna, sérstaklega fyrri hálfleikur. Það er alltaf þó gott að vinna 1-0 sigur á útivelli þegar maður er ekki að spila vel. Ertu EgillG ekki að meina að Donny þurfi að fara inn á og spila???
Tómas says
Vantar einhvern metronome sem getur varist inn á miðjuna.
Þrátt fyrir allann þennan sóknartalent erum við ekki að fara vinna neitt af viti nema miðja batni.
Gummi says
Tómas ekki gleyma Solskjær við erum ekki að fara vinna neitt með hann sem stjóra það er fáránlegt að donny sé ekki búinn að fá mín í þessum 3 leikjum og fred búinn að vera ömurlegur og ekki má gleyma james
Rúnar P says
Shit hva Wolves eru gott lið og United heppnir með stig, hreint út sagt geggjaður leikur!
Audunn says
Ef United gætu keypt frábæran dmc í stað Fred þá væri liðið í góðum málum.
það er hinsvegar óhugsandi að það gerist fyrir lok gluggans þetta haustið því miður.
United eru með svo marga leikmenn sem koma ekki til með að gera annað en að verma bekkinn í vetur að það er alveg með ólíkindum.
Maður á svo erfitt með að skilja hvað er verið að halda uppá suma leikmenn í þessu liði og greiða þeim laun fyrir nánast ekki neitt.
Jones, Fred, Lingard, Mata, Matic, Martial og Eric Bailly mættu allir að fara mín vegna fyrir lok gluggans,
Jú það er kannski djarft og riskí að losa sig við 7 leikmenn á einu bretti og þinna hópinn þá þetta mikið. Enn ég sé ekki að allir þessir leikmenn séu að fara að spila stórt hlutverk í þessu liðið í vetur og því mættu amk 4 eða 5 af þessum mönnum fara.