Jæja… Ekki var þetta skemmtilegt. Okkar menn fara tómhentir frá King Power vellinum í Leicester og áttu nákvæmlega ekkert annað skilið. 4-2 tap niðurstaðan og laugardagurinn varð pínu verri. Það er misjafnt hvar stuðningsfólk stendur varðandi stuðning sinn í garð stjórans, en það hækkaði allavega um 5 gráður undir Ole Gunnar Solskjær eftir afleita frammistöðu í dag.
Svona stilltu liðin upp.
Manchester United:
Bekkur: Henderson, Telles, Bailly, Dalot, Lingard, Mata, McTominay, van de Beek, Rashford
Leicester City:
Fyrri hálfleikur
Heimamenn komu talsvert ákveðnari til leiks og undirritaður óttaðist það versta þegar að Kelechi Iheanacho hirti boltann af Paul Pogba á 5. mínútu og skildi Harry Maguire eftir í reyk. Nígeríumaðurinn gerði svo vel í að koma boltanum á Youri Tielemans en Maguire komst inn í fyrirgjöf Tielamans áður en hún skilaði sér á samherja. Næstu mínútur var svipað upp á teningnum – okkar menn allt of seinir í návígi og lokuðu illa svæðum.
Það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar að Mason Greenwood kom United yfir á 19. mínútu. Markið var af dýrari gerðinni en hann fékk boltann frá Bruno Fernandes úti hægra megin, klippti inn og þrumaði boltanum af sirka 20 metra færi stöngin inn. Geggjað mark og eitthvað til þess að byggja ofan á. Eftir mark Greenwood kom besti kafli United í leiknum, liðið hélt ágætlega í boltann og voru óheppnir að bæta ekki við marki þegar að Sancho lagði upp virkilega gott færi fyrir Cristiano Ronaldo, en Kasper Schmeichel varði vel í marki Leicester.
Þegar um hálftími var liðinn af leiknum freistaði United þess að byggja upp sókn úr vörninni. Fyrirliðinn Harry Maguire fékk boltann neðst á vellinum og Iheanacho pressaði, en í stað þess að hengja boltann upp völlinn og reyna þá að vinna seinni boltann þá ákvað Maguire að taka framherjann á. Iheanacho einfaldlega hirti af honum boltann og lagði hann til hliðar á Youri Tielemans, stuttu fyrir utan teig United. Belginn setti boltann í háan sveig yfir de Gea og boltinn endaði í fjærhorninu. Fáránlega flott mark, en að sama skapi fáránlega ónauðsynlegar aðstæður.
Í framhaldi af jöfnunarmarki Leicester þá fór liðið aftur inn í skel og heimamenn stýrðu algjörlega ferðinni. James Maddison fékk aukaspyrnu á vænlegum stað í uppbótartíma í fyrri hálfleik en ekkert kom úr henni og Craig Pawson flautaði til hálfleiks.
Seinni hálfleikur
United byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og Greenwood fékk tvö svipuð færi þar sem að hann fékk tíma til að koma boltanum á vinstri fótinn og reyna á Schmeichel. Í bæði skiptin fóru skotin hátt yfir markið úr nokkuð álitlegum skotfærum. Síðari hálfleikur var í daufari kantinum framan af, mikið af smábrotum sem að Pawson dæmdi á okkar menn og lítið flæði komst í leikinn.
Síðan fóru Leicester að sækja í sig veðrið. Átu upp seinni bolta og fundu alltaf svæði til að senda í. Á 75. mínútu komst Youri Tielemans inn í, vægast sagt, kæruleysislega sendingu Nemanja Matic á Paul Pogba og óð í átt að markinu. Hann stillti sig af og náði þrumuskoti en David de Gea varði glæsilega í stöng og út. Það var ekki sama heppni með liðinu fjórum mínútum síðar. Heimamenn fengu hornspyrnu sem að United varðist á kómískan hátt, de Gea varði vel frá Patson Daka, en boltinn datt fyrir miðvörðinn Caglar Soyuncu sem að setti boltann í opið markið. Harry Maguire kallaði ákaft eftir rangstöðu en fyrirliðinn spilaði Soyuncu réttstæðan. Dásamlegt alveg hreint.
Stuttu síðar var svo Ricardo Pereira nálægt því að reka naglann í kistu United, en hitti boltann illa úr ákjósanlegu færi eftir góða skyndisókn. Victor Lindelöf átti í kjölfarið frábæra stungusendingu á varamanninn Marcus Rashford sem að slapp einn í gegn á móti Schmeichel og kláraði færið vel. 2-2 og magnað að fá Rashford aftur inn í myndina. Jafntefli hefðu ekki verið afleit úrslit á útivelli gegn Leicester og sér í lagi ekki eftir þessa frammistöðu – en sú pæling dó jafn fljótt og hún skaust upp í kollinn á mér.
Nánast á sömu mínútu og Rashford skoraði hafði Jamie Vardy skorað og komið Leicester í 3-2! Það er í mörg horn að líta þegar leitað er að blóraböggli í þessu marki. Samskipta- og ábyrgðarleysi varnarmanna liðsins algjört og eftir þetta var aldrei spurning um að Leicester myndu hirða stigin þrjú. United liðið gerði máttlausar tilraunir til þess að jafna leikinn aftur, en það var Patson Daka sem rotaði liðið algjörlega. Eftir aukaspyrnu úti á vinstri kantinum skilaði boltinn sér í gegnum alla þvöguna og varamaðurinn ýtti boltanum yfir marklínuna. Enn og aftur var varnarleikurinn algjör brandari og hreinlega erfiður áhorfs.
Craig Pawson flautaði til leiksloka stuttu síðar og okkar menn fara frá Leicester með skottið á milli lappanna.
Pælingar eftir leik
Umræðan um örlög Ole Gunnar Solskjær er ekki alltaf skemmtileg en hana verður að taka eftir þennan leik. Persónulega tel ég hann kominn á endastöð með liðið, en það endurspeglar ekki mat allra hjá Rauðu Djöflunum. Það er kannski réttast að varpa þessum spurningum til lesenda síðunnar: Hvert er upplegg liðsins? Af hverju gengur liðinu verr að þróa augljósan stíl heldur en t.d. City, Liverpool og Chelsea? Ég ætla bara að vera rosalega kaldur og segja: Þessi lið eru með talsvert betri stjóra en við.
Eftir leik hafði stjórinn ekki svör við gengi liðsins og frammistöðu þess undanfarið: „Við höfum ekki verið í góðu formi undanfarið, tapað of mörgum stigum og það er eitthvað sem við þurfum að líta á. Við gætum þurft að breyta til, þurfum við fleiri lappir þarna? Hvað þurfum við?”
Þá má ekki gleyma afleitri frammistöðu Harry Maguire í dag. Hann hafði verið spurningamerki fyrir leikinn, en byrjaði í hjarta varnarinnar. Ég man varla eftir lélegri frammistöðu frá miðverði Manchester United svona yfir 90 mínútur. Gríðarlega slakur á boltanum, illa staðsettur og ákvarðanatakan algjörlega út úr korti. Ef að Maguire var ekki 100% klár, hvers vegna spilar Solskjær honum? Auðvitað er ósanngjarnt að taka einn út fyrir sviga þegar að framgangur liðsins var spaugilegur á köflum, en ég hef trú á því að fyrirliðinn verði andvaka í nótt yfir þessari hörmung.
Heilt yfir vondur dagur á skrifstofunni. Réðum illa við pressu og spiluðum tilviljanakennt út úr henni. Sömuleiðis setjum við enga pressu á heimamenn og þegar við gerum það, þá töldu menn vitlaust og Leicester spiluðu nokkuð þægilega út úr henni. Leicester voru klókari en við, unnu ódýr brot á eigin vallarhelmingi til að taka brodd og hraða úr okkar leik. Heimamenn voru bara heilt yfir miklu betur drillaðir – sniðugari hlaup án bolta og unnu boltann oftar en einu sinni á stórhættulegum svæðum. Gífurleg vonbrigði og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðið kemur til leiks gegn Atalanta í miðri viku.
Síðan er heimaleikur gegn Liverpool – ekkert stórmál.
Scaltastic says
Virði það ef fyrliðinn vill spila, en hvaða leikrit er í gangi?! Hann er ekki fit í futsal bumbolta, hvað þá 90 mín í premier league.
Þetta Ronaldo, Bruno og Pogba tríó lítur vægast sagt illa út að mínu mati. Svæðin sem þeir skilja eftir sig varnarlega eru gígantísk og þeir eru ekki að skapa nóg á móti. Á erfitt með að sjá marga þjálfara ná að stilla upp vel samhæfðu United liði með þá þrjá innanborðs. Allavega á Ole ekki svörin við því.
Helgi P says
óli er mesta djólk fótboltans alveg skelifilegt að vera með hann sem stjóra
Helgi P says
þetta lið er orðið svo mikið drasl
Gummi says
Við gætum verið að tapa þessum leik 8_ 2
Scaltastic says
Ég hef bara eitt orð yfir stöðu félagsins… Vörusvik
Ps. Næstu þrjár til fjórar vikur verða alvöru reality check.
Snorkur says
Jæja gott fólk .. nú held ég að botninum sé náð (þó að næstu vikur séu ekki auðveldar) .. voðalega leiðinlegt að segja það en Óli þarf að fara finna sér vinnu við hæfi.
Scaltastic says
Bandið á Lindelöf takk. Hann og Greenwood þeir einu sem eru ljósið í myrkrinu.
Þorsteinn says
Harry Maguire kostaði okkur þennan leik, hryllilega lélegur, latur og kærulaus.
Dór says
Hann er búinn sem stjóri það kæmi ekki á óvart ef ronaldo fari í janúar
Elis says
Þetta er bara en ein drullan hjá Man utd í vetur og það hlægilega er að þær hefðu getað verið fleirri miða við spilamennskuna í vetur.
Ole out er auðvita eina vitið og það vita það allir en það er bara ekki eina lausnin því að sjá
Harry eiga en einn ömurlegan leik í vetur(hann er ekki heimsklassa eins og verðmiðinn segir).
Bruno vera týndan löngum köflum eins og svo oft áður(hann virkar týndur með Ronaldo)
Ronaldo rosalega fitt og flottur en í 90 mín gerðist ekkert(ef hann er ekki að skora sigurmörk á 90 mín eftir ekki merkilegan leik þá er hann einfaldlega leikmaður sem á alltof oft ekki merkilega leiki)
Ekki er hægt að kenna Fred um þennan leik.
DeGea langbesti leikmaður liðsins og það í leik þar sem liðið fékk á sig 4 mörk.
Allt tal um að gefa tíma er fáranlegt. Sjáið verðmiðan á þessu liði, það má heldur betur gera kröfur. Það Pogba, Bruno, Sancho, Ronaldo, Greenwood, Lingard og Rashford tóku þátt í þessum leik(held að stjóri Leicester myndi gera geggjaða hluti með þetta úrvald).
Það fyndna er svo að liðið er núna loksins að fara að spila við svokölluðu stóruliðin. Liverpool, Tottenham, Man City, Watford(ekki stórir), Chelsea og Arsenal eru næstu 6 leikir
Arni says
Komið þessum manni úr þessu starfi strax á meðan það er en hægt að bjarga þessu tímabili
Arni says
Fer ekki að styttast í podkast hjá ykkur félögunum
Dr. Gylforce says
Ole ber fulla ábyrgð á því að nota Maquire sem var engan veginn fitt og tilbúinn í þennan leik. Varane var auðvitað ekki með og svo voru McFred fjarri góðu gamni, þeir eru nú ekki í uppáhldi hjá dr.-num en það var allt galopið fyrir framan varnarlínuna í þessum leik og heppni að tapa ekki stærra. Þeir félagarnir nenna að hlaupa og djöflast, ólíkt mörgum öðrum í liðinu.
birgir says
Mané og Salah eru alltaf mættir í pressuna og eru duglegir að hjálpa bakvörðunum ef þurfa þykir. Sama þó þeir eigi slæman leik þá er alltaf þessi vinnsla í þeim.
Bruno og Ronaldo eru frábærir leikmenn en þeir fá að vera röltinu hálfan leikinn og þegar það eru ekki tveir varnarsinnaðir miðjumenn til að bakka þá upp, opnast allt.
Tómas says
Hræðilega lélegt.
Hef lengi viljað gefa Ole tíma en nú er nóg komið.
Það var ýmislegt jákvætt í gangi framan af en nú hefur liðinu farið aftur.
Kaupin á Ronaldo voru nostalgíu drifin mistök. Liðið er t.d. orðið mun verra í að pressa sem lið.
Pogba er leikmaður sem gefur manni ágætis youtube highlights en það sem góðir miðjumenn gera er að stjórna miðjum. Sé hann aldrei gera það. Menn eins og Scholes, Xavi, Modric o.sv. frv. Stjórna leikjum með því láta boltann tikka innan liðs.
Pogba tekur glæsisendingu endrum og eins en þess á milli tekur hann of margar snertingar, brýtur af sér, svindlar á varnarvinnunni eða missir boltann klaufalega.. Real madrid, psg plís takið hann!
Maguire var talað um sem World class í sumar… fallið er hátt.
Ole out segi ég nú í fyrsta skipti þetta er fullreynt.
birgir says
Merkilegt með Ronaldo að þrátt fyrir flotta tölfræði með Juve þá var frammistaða hans mjög upp og niður. Það var í raun vitað að Pirlo vildi losna við hann og Allegri líka.
Þessi góða byrjun Ronna hjá Man Utd er vissulega lituð frekar mikilli hundaheppni. Horfið aftur á mörkin sem hann skoraði gegn Newcastle t.d..
Alvöru stjóri hefði lagt allt í kaup á dm í sumar. En að fá Sancho og Ronaldo en engan dm, meikar bara engan sans fyrir mér.
Tap um næstu helgi gerir það að verkum að deildin fer að snúast um að ná 4. sæti. Fullreynt með lið sem kostar nánast það sama og City liðið og borgar ekki bara hæstu heldur langhæstu launin í deildinni
1 Manchester United F.C. £226,646,200
2 Chelsea F.C. £162,642,000
3 Manchester City F.C. £143,156,000
4 Liverpool F.C. £139,178,000
zorro says
Skelfilegt og en og aftur illa þjalfð gott lið…knarnair sja þetta gegngur ekki…vantar ástina grimmdina og margt fleira…erum á sama stað og A Villa ekki meir en það…Ole verður að sjá þetta lika sjalfur…fór i of erfitt verkefni……..de gea með 3 klassavörslu…hefði getað endað 7 eitthvaðþþþþúfffffffffff hvað þetta er leiðinegur bububolti
zorro says
Skrifum allir bréf til klúbbsinss og lýsum óanægjur okkar…sonnur minn 4 nennir ekki ap horfa æa þetta,,,liverpool betri brhiton betri chelsea betri brentford betri og miklu fleiri lið sem heild…PLEASE
Rúnar P says
Hef aldrei verið á OleOut vagninum en ég held að hann eigi ekki mikið eftir, það versta er að Glazier fjölan hefur ekki marga kosti um að velja í þjálfara málum nema tja Conte eða Zidan og báðir held ég að þoli ekki Manchester Þokuna nema i einn vetur eða svo?
Gummi says
Það þarf í alvörunni að selja maguire
Dór says
Eftir næstu 4 leiki getum við verið komnir í 14 sæti þetta er farið að líta ansi vandræðilega út með þennan hóp
Ingo Magg says
Ég verð að viðurkenna að ég fylgist vel með þessari góðu síðu en er ekki mikið að commenta hérna. En verð að segja eftir að hafa fylgst með Liverpool í gær og þessa hörmung á móti Leicester þá hugsa ég bara Guð minn góður! Jafnvel þótt leiknir á móti Liverpool sé alltaf eins og bikarleikir þá eru Liverpool samt sem áður ljósárum á undan Man Utd eins og staðan er í dag. Og ég hugsa til næsta sunnudags bara kvíða.
Ég bara get ekki séð þetta Man Utd lið vera að keppa við Liverpool,City og Chelsea yfir heilt tímabil.
Þetta Man Utd er eins og íslenska heilbrigðiskerfið, það er ausað peningum í það en sömu vandamálin eru alltaf til staðar. Leikmenn er keyptir dýrum dómum en það þeir verða einhvern veginn lélegri og kemur lítið útúr þeim þegar þeir klæðast Man utd treyjunni.
Ég tek undir það að koma hins 36 ára Ronaldo var Nostalgiu signing en hann er ekki með nærri jafn mikla vinnslu og t.d Salah og Mané. Ole out? já kannski en hver ætti þá að taka við af honum?
Gæti verið að leikurinn á móti Liverpool gæti verið turn around leikur en persónulega er ekki bjartsýn á það.
McFred says
Þessi leikur var auðvitað mjög stór vonbrigði á margan hátt. Gerði Ole mistök með að velja fyrirliðan sinn í liðið þegar ljóst var að Varane var frá, við reiknuðum kannski með Bailly í liðinu með Lindelof. En ég verð að segja að það eru of margir lúxus leikmenn að spila. Menn verða að hlaupa fyrir liðið í svona leik. Til skammar að sjá framliggjandi leikmenn ekki nenna að sinna neinni varnavinnu og skilja liðið eftir með mjög mikið svæði til að verja. Menn furða sig á því að McTominey og Fred séu valdir sem eins konar tvær 6 ur. Það er bara nauðsynlegt ef við ætlum að spila Bruno þarna inni fyrir aftan Ronaldo og hvorugur þeirra ætlar að hlaupa fyrir liðið. Sama gætum við sagt ef Greenwood tekur ekki hjálp til baka til W.Bissaka. Ég held bara að leikmenn í þessum gæðaflokki verði bara að líta í spegil og spyrja sig að því hvort þeir séu að vinna það sem beðið er um inná vellinum. Ég bara trúi því ekki að leikmenn séu að fara nægilega eftir setupinu . Menn nýttu engan vegin þau svæði sem vitað var að væru opin hjá Leicester.
Gummi says
Þetta þarf að gerast:
1. Skipta um stjóra. Fá stjóra með alvöru karakter og stefnu.
2. Kaupa heimsklassa markmann. Stráklingurinn frá Spáni er alltof linur og með veikan úlnlið.
3. Kaupa alvöru varnarsinnaðann miðjumann sem vinnur eins og duracell rafhlaða.
4. Kaupa alvöru hægri bakvörð sem getur sent boltann inn í boxið.
5. Losna við Pogba, DeGea, Matic, Fred og Martial.
Audunn says
Ég veit ekki hversu oft De Gea hefur bjargað Man.Utd í gegnum tíðina, það er amk mjög mjög oft og alls ekki í forgangi að kaupa nýjann markmann að mínu mati, það er svo margt annað sem þarf að laga fyrst.
Ole verður að fara, það er klárt mál. Hinsvegar þarf mjög mikið að gerast að hann verði rekinn á næstunni því hann virðist hafa ótrúlega mikinn stuðning sem maður skilur ekki. Van Gaal var rekinn eftir að vera ný búinn að vinna FA cup og þá aðalega vegna þess að Móri var á lausu, eftir á að hyggja voru það mistök að láta Van Gaal fara og ráða Móra, kannski situr sú ákvöðrun ennþá í mönnum á Old Trafford.
Það eina sem maður vonar að gerist núna fljótlega er að Ole missi klefann og leikmenn komi þeim skilaboðum áleiðis til réttra aðila.
Ég hef líka sjaldan eða aldrei séð svona meðvitundarlausan bekk eins og hjá United, þá er ég að meina þjálfarateymið í heild sinni. Carrick og félagar eru eins og gínur þarna sem virðast ekki hafa neina skoðun á neinu í sambandi við hvað er að gerast inn á vellinum.
Það sjá það allir sem vilja sjá það að Ole er engan veginn að ráða við þetta verkefni, hann er alveg cluelaus og virðist aðeins treysta á einstaklingsframtök. Það er engin taktík í gangi og ekkert plan A, hvað þá B eða C.
Það er alveg magnað að yfirstjórn liðsins skuli ekki vera löngu búin að sjá þetta, það er nákvæmlega engin bæting á liðinu milli ára þrátt fyrir að hafa eytt góðum slatta í leikmenn í sumar.
Ole verður að fara og það strax, maður eins og Conte myndi taka við þessu liði strax og hann myndi bæta það helling á 2 vikum.
Georg says
United spilar best á móti næstu liðum sem við erum að fara að mæta….allir verða búnir að gleyma fyrri leikjum og rönnið hjá Ole heldur áfram.