Sagt er að eitt vandamál stjórnenda Manchester United þessa dagana sé að vita
ekki hver ætti helst að taka við af Ole Gunnar Solskjær. Rauðu djöflarnir eru allir
af vilja gerðir og hafa því sett saman lista, Woodward og félögum til hjálpar.
Steve Bruce
Embed from Getty Images
Það hefur í það minnsta reynst þokkalega síðustu tvö ár að hafa gamla stjörnu við stjórnvölinn, svona til að tryggja öðrum gömlum stjörnum góða vinnu hjá félaginu. Steve Bruce þekkir innviðina vel og er sérfræðingur í að halda á floti liðum þar sem eigendurnir vilja helst moka peningum út úr félaginu. Að auki er hann samningslaus sem stendur og kæmi því frítt. Tilvalinn fyrir Glazerana.
Paul Hart
Embed from Getty Images
Í krísu leita menn í reynsluna til. Hart hefur reyndar ekki þjálfaði síðan 2015, en hvað eru sex ár milli vina? Hart hefur mikla reynslu af að taka við liðum á miðju tímabili og gera nákvæmlega ekkert við þau út leiktíðina.
Tony Pulis
Embed from Getty Images
Leikmenn Manchester United hafa hlaupið um eins og hauslausar hænur og ekki virst þekkja hlutverk sín. Pulis er rétti maðurinn til að koma þeim um skilning um það. Þrotlausar æfingar í löngum innköstum, úthugsuðum hornspyrnum og aukaspyrnum frá miðju skila alltaf árangri. Loksins er kominn maðurinn sem gerir Harry Maguire að markaskorara.
David Hannah
Hvað með að fá aftur þjálfara með Íslandstengingu. David Moyes var í Eyjum en nafni hans og landi á Vopnafirði. Það er engin spurning að Hannah myndi spila taka Mike Bassett á þetta og negla í „four-four-fucking-two“. David talar tært tungumál þannig skilaboð hans kæmust sterkt til skila. Andskotans nóg er komið af norsku jákvæðninni, engu hefur hún skilað. Ef orðið „fuck“ í sínum 50 blæbrigðum skilar ekki sínu má alltaf hóta því að kyrkja Ronaldo ef hann pressar ekki rétt.
Hann gæti líka náð í fylgjendur á samfélagsmiðlum fyrir félagið með töktum sínum við barborðið. Líkur eru á að Hannah myndi sækja nýja leikmenn til heimalandsins Skotlands og mæta með 5-6 landa sína, sem voru að hans sögn gríðarlega efnilegir fyrir áratug.
Graeme Souness
Embed from Getty Images
Það hefur verið kvartað undan því að Solskjær hafi unnið sama sem enga titla, en hér kemur stjóri með reynslu. Haldið ykkur: Þrefaldur skoskur meistari með Rangers, tyrkneskur meistari með Galatasary, bikarmeistari með Liverpool og
deildarbikarmeistari með Blackburn – svo dæmi séu nefnd!
Maður með karakter til að lægja öldurnar milli eigenda félagsins og stuðningsmanna auk þess sem hann myndi eflaust ná því besta út úr Paul Pogba.
Paul Ince
Embed from Getty Images
Hefur aldrei legið á skoðunum sínum á því hvað Solskjær sé að gera rangt. Trúlega með öflugar innherjaupplýsingar og yrði því fljótur að koma skikkan á málin. Þrefaldur stjóri mánaðarins í League Two 2007 og 8.
Wayne Rooney
Embed from Getty Images
Aðeins virðist vanta upp á gleðina hjá United þessa dagana. Fáir stjórar þekkja sennilega enska skemmtanamenningu betur af stjórum við störf heldur en
Rooney.
Felix Magath
Embed from Getty Images
Uppnefndur „Quälix“ og „Saddam“ fyrir stífar æfingar sína, myndi koma þessum oflaunuðu feitabollum í stand með almennilegum útihlaupum. Myndi gera sjúkraþjálfarana óþarfa með að leggja oststykki á bágtið. Þar með kæmist Varane í stand. Er líka óhræddur við að beita háum fjársektum við smávægilegum
agabrotum, eflaust eitthvað sem myndi líta vel út í ársreikningnum.
Neil Lennon
Embed from Getty Images
Vanur að þjálfa án mikilla fjármuna, samanber þegar leikmenn Bolton fengu ekki borgað í mánuð. Myndi eflaust endurvekja janúarferðir til Dubai, svo hrifinn er hann af Austurlandasólinni að hann dreif Celtic þangað í janúar í fyrra. Það endaði reyndar með tveimur Covid-smitum auk 13 leikmanna og starfsmanna í sóttkví eftir heimkomu. Þeir misstu þess vegna af tveimur leikjum en hey – þeir töpuðust ekki!
Brendan Rodgers
Embed from Getty Images
One does not…
Svanberg says
Láta Ole vera út tímabilið.
MSD says
Wtf….?
S says
Spurning um að setja tappann í flöskuna
Kalli says
Dásamlegt að sjá að sumir átti sig ekki á gríninu í þessum pistli.
S says
Það sjá allir hvað hann er að reyna að gera, tekst bara svona svakalega illa
Óskar G Óskarsson says
Rosalega mikið af skrítnum nöfnum
Björn Friðgeir says
Reyndar ber öll ritstjórn ábyrgð á þessu gríni, þó Zunderman hafi klárað greinina. En takk fyrir þína gagnrýni, S sem ert ekki einasta of mikill heigull til að koma framundir nafni á síðunni, heldur falsar líka netfangið.
S says
Af hverju ætti ég að gefa upp emailið mitt á þessari síðu??
Robbi Mich says
Vantar algjörlega Jamie Carragher, hann hefur MIKLA skoðun á Manchester United og veit upp á hár hvað þarf að gera.
Björn Friðgeir says
„Netföng sem gefin eru upp verða að vera netföng viðkomandi.“ segja reglur síðunnar. Þetta er líka spurning um kurteisi, þú kemur hér inn til að hrauna yfir nafngreinda menn, í skjóli nafnleyndar.
Robbi: Skil ekki hvernig okkur yfirsást hann!!